Morgunblaðið - 07.10.1993, Síða 12
H
Myndlist
Skólavörðustíg 6b. Á sýningunni eru
8 verk og ber sýningin yfirskriftina
Vörður.
Sýningin stendur til 26. október og
er opin frá kl. 12-18 mánudag-föstud.
og laugardaga frá ki. 10-14.
Jóhannes Long með
ljósmyndasýningu
Ljósmyndarinn Jóhannes Long verð-
ur með ljósmyndasýningu á barnaljós-
myndum í Borgarkinglunni út október-
mánuð.
Tónlist
Útgáfutónleikar Orra
í Bíóhöllinni Akranesi
Orri Harðarson heldur útgáfutón-
leika í Bíóhöllinni á Akranesi í kvöld
fimmtudagskvöld kl. 21. en „Drög að
heimkomu“ fyrsta sólóplata Orra kom
út þann 1. október s.l. Þeir sem spila
með Orra á tónieikunum eru þeir sömu
og spiluðu með honum á plötunni þeir;
Jón Ólafsson hljómborð og píanó, Birg-
ir Baldursson trommur, Friðrik Sturlu-
son bassi og Stefán Hjörleifsson raf-
magnsgítar. Sjálfur spilar Orri á gítar
og munnhörpu og syngur og semur
textana. I nokkrum laganna syngur
Valgerður Jónsdóttir með Orra.
Heather Ireland á Sól-
on íslandus
Vestur-ísienska söngkonan Heather
Ireland frá Vancouver myn kynna nýja
útgáfu á ljóðum afa síns, Guttorms J.
Guttormssonar skáldSj á efri hæð veit-
ingastaðarins Sólon Islandus í kvöld
kl. 17-19. í þessari útgáfu eru nýjar
þýðingar á mörgum þekktustu ljóðum
Guttorms á ensku, auk íslenskrar
frumgerðar ljóðanna. Söngkonan mun
syngja lög við nokkur ljóðanna, við
undirleik Olafs Vignis Albertssonar og
segja frá útgáfunni.
MENNING/LISTIR
Rebekka Gunn-
arsdóttir opnar
málverkasýn-
ingu
Rebekka Gunnarsdóttir opnar mál-
verkasýningu í veitingahúsinu Tilver-
an, Linnetstíg 1 í Hafnarfirði föstudag-
inn 8. október. Rebekka hefúr tekið
þátt í ^jórum samsýningum og einnig
hefur hún verið með fjórar einkasýn-
ingar að Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd
og á Akranesi. Þetta er fimmta einka-
sýning hennar og sú fyrsta í Hafnar-
firði. Á sýningunni eru 38 vatnslita-
myndir. Sýningin er opin á opnunar-
tíma veitingahússins.
Hjalti Einar sýnir í
„Hjá þeim“
Hjalti Einar Sigurbjömsson hefur
opnað sýningu á handþrykktum tré-
ristum í Galleríinu „Hjá þeim“ að
Eitt verka Hjalta Einars Sigur-
björnssonar.
Jóhannes Long sýnir ljósmyndir í Borgarkringlunni.
Camerartica
________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Félag íslenskra hljómlistar-
manna (FÍH) stóð fyrir tónleikum
í sal félagsins að Rauðagerði 27,
sl. þriðjudag. Flytjendur nefna sig
Camerartica en það er mjög í
tísku, að leikhópar velji sér hin
merkilegustu nöfn og gjarnan á
útlensku. Að þessum hópi standa
Ármann Helgason (klarinett),
Gréta Guðnadóttir (fiðla), Guð-
mundur Kristmundsson (lágfiðla),
Hallfríður Ólafsdóttir (flauta),
Hildigunnur Halldórsdóttir (fiðla)
og Sigurður Halldórsson (selló),
allt ágætir og vel menntaðir tón-
listarmenn. Flutt voru verk eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur, Walter
Piston, Alberto Ginastera og Max
Reger. Tónleikarnir hófust með
frumflutningi verks eftir Hildi-
gunni Rúnarsdóttur, sem hún
nefnir Marr og eins stendur í efn-
isskrá, er það forn nefnifallsmynd-
ar af orðinu mar.
Marr, eftir Hildigunni, er
skemmtiiega unnið verk og er
skipan efnis þríþætt. Grunnefni.
verksins er sótt til tveggja ís-
lenskra þjóðlaga og þau notuð sem
eins konar „Cantus firmus" en
síðan er spunnið um þau með
kontrapunktformgerðum barok-
manna og tónmálið er svo af nýrri
gerðinni varðandi samhljóman og
tónbilaskipan. Margt í verkinu,
einkum fúgan, er mjög vel gert en
í miðhlutanum eru þjóðlögin ekki
nógu vel „falin“ svo að þau draga
athyglina mjög frá öðrum tónferl-
islínum verksins.
Seinni verkin voru þrír kvintett-
ar, tveir fyrri, eftir Piston og Gin-
astera, fyrir flautukvintett . og
lokaverkið, eftir Reger, fyrir klari-
nettukvintett. Flautuleikarinn,
Hallfríður Ólafsdóttir lék vel á
flautuna sína, sérstaklega_ í kvint-
ett Pistons og sömuleiðis Ármann,
sem átti góðar stundir í kvintett
Regers, sérstaklega í hæga þætt-
inum og tilbrigðunum. Strengja-
kvartettinn er ágætlega mannaður
en þarf líklega lengri tíma en eina
tónleika, til að intónera sig sam-
an, sem er jú eitt af meginvanda-
málunum í samleik strengja.
Það skemmtilegasta við flutn-
ing unga fólksinS, var að leiknum
var oft stefnt í hættulegan hraða
og leikið ótæpilega með styrkleika
andstæður, er gaf leiknum líf og
innri kraft, sérstaklega í kvintett
Regers og seinni köflunum hjá
Piston.
Af efniskránni má ráða, að FÍH
ætli sér að stofna til tónleikahalds
í sal sínum og er það vel til fund-
ið, að styðja við þá sem ekki kunna
því að sitja heima. Ósérplægni ís-
lenskra hljóðfæraleikara er megin-
ástæða þess fjörleika sem ein-
kennir íslens'kt tónlistarlíf og þar
um vitnar ótrúlegur fjöldi fjöl-
breytilegra tónleika, sem tónlist-
araðdáendum gefst færi á að
sækja.
A
Sinfóníuhljómsveit Islands
Fyrstu áskrift-
artónleikarnir
ÞÓ að nú séu að nálgast fyrstu
reglubundnir ákriftartónleikar
Sinfóníuhljómsveitarinnar er
hljómsveitin þegar búin að leika
á 8 tónleikum nú í september.
Fyrst er að geta þriggja Ópnunar-
tónleika sem allir voru leiknir fyr-
ir fullu húsi áheyrenda, tónleika
í Seltjarnarneskirkju, tónleika-
ferð um Vesturland, Tónvakatón-
leikar o.fl. Fyrstu áskriftartón-
leikar á starfsárinu eru í Gulu
röðinni. H(jómsveitarstjóri er nýr-
áðinn aðalhjómsveitarstjóri S.í.
Osmo VánskS.
Einleikari er Auður Hafsteinsdótt-
ir. Hún lauk einleikaraprófi frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík en þar
nam hún undir handleiðslu Guðnýjar
Guðmundsdóttur konsertmeistara
S.í. Meistaragráðu í fiðluleik hlaut
hún árið 1991 frá New England
Conservatory í Boston. Hún var full-
trúi íslands í keppni ungra einleikara
í Finnlandi árið 1991 og það sama
ár var hún valin borgarlistamaður
Reykjavíkur til þriggja ára. Auður
er félagi í kammermúsíkhópnum
Caput og Ými, en einnig hefur hún
komið fram sem einleikari víða s.s.
í Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð,
Skotlandi, Færeyjum, Kína og Japan.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Auður
kemur fram á tónleikum með Sinfón-
íuhljómsveit íslands.
Á efnisskránni eru þijú verk; Ad
Astra eftir Þorstein Hauksson, Fiðlu-
konsert eftir Carl Nielsen og Sinfón-
ía nr. 7 eftir Ludvig v. Beethoven.
Ad Astra var samið fyrir og frum-
flutt á Listahátíð 1982. Tónskáldið
Þorsteinn Hauksson stundaði fram-
haldsnám í tónlist í Bandaríkjunum
og síðar tónsmíðar og rannsóknir við
IRCAM í Pompidou listamiðstöðinni
í París. Hann kennir nú tónsmíðar,
tölvutónlist og tónfræðigreinar við
Tónlistarskólann í Reykjavík jafn-
framt því að veita forstöðu sam-
starfsverkefni Tónlistarskólans í
Reykjavík og Háskóla íslands um tal
og tölvutónver.
Fiðlukonsert Carl Nielsens sem
saminn var árið 1911 hefur aðeins
einu sinni heyrst hér áður á tónleik-
Aaður Hafsteinsdóttir.
um. Var það árið 1975 er Arve Tell-
efsen flutti hann ásamt S.í. Nielsen
telst án efa til helstu tónskálda Evr-
ópu á fyrri hluta aldarinnar. Hann
hefur gjaman verið nefndur faðir
danskrar nútímatónlistar. Nielsen
vildi spyma fæti við viðkvæmni og
væmni sem honum fannst einkenna
danskt menningarlíf í kringum alda-
mótin síðustu. Hann á meðal annars
að hafa sagt að „Harpa í hljómsveit
er eins og hár í súpunni".
Hundrað árum áður en Nielsen
samdi fiðlukonsert sinn þ.e. 1811 var
Ludvig van Beethoven að fást við
sína sjöundu sinfóníu. Sinfónían var
frumflutt undir stjórn höfundar í
Vínarborg tveim ámm síðar. í einni
af ævisögum um Beethoven er sagt
um frumflutninginn að hann hafi
verið „eitt af stærstu augnablikum
í lífí tónskáldsins og flestir voru sam-
mála um að honum skyldi veittur
!árviðarsveigurinn“. Einhveijir áttu
þó að hafa sagt að sinfónían hlyti
að hafa verið samin „undir áhrifum"
svo hamslaus væri tónlistin. Tón-
skáldið Richard Wagner var frá sér
numinn af fegurð verksins og kallaði
sinfóníuna „Upphafning dansins" og
sagt er að hann hafí freistað þess
að dansa sinfóníuna frá upphafí til
enda við undirleik tengdaföður síns
Franz Lizts.
Kvikmyndahátíð Listahátíðar
Zombie og draugalestin
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Zombie og draugalestin
(„Zombie and the Ghost Tra-
in“). Sýnd í Háskólabíói. Leik-
stjóri og handritshöfundur:
Mika Kaurismaki. Aðalhlutverk:
Silu Seppala, Matti Pellonpaa
og Marjo Leinonen. Finnland.
1991.
Þeir bræður Mika og Aki Kauri-
smaki frá Finnlandi draga ekkert
undan þegar þeir lýsa utangarðs-
mönnum og utanveltulýð ýmiskon-
ar í myndum sínum en yfírleitt
fylgir því góður skammtur af
mannlegum svörtum húmor svona
til að létta á eymdinni eða skopast
með hana. í Zombie og draugalest-
inni eftir Mika er lýst ferðalagi
ungs og uppburðalítils tónlistar-
manns á botninn og alvarleikinn
er í fyrirrúmi. Hér er ekkert til
að hlæja að nema ef vera skyidi
hljómsveitin „Harri and the Mul-
efuckers“ og stórsöngvari hennar,
einskonar kúreki norðursins þeirra
Finna.
Myndin gerist á ísköldum vetri
í Helsinki og Mika notar hráslaga-
legt, kalt, myrkt og nöturlegt
umhverfi vetrarins til að gera aðal-
persónuna enn umkomulausari og
veiklulegri písl. Gallinn er sá að
Mika hefur aldrei fyrir því að skýra
hvers vegna þessi ungi maður, sem
er svefngengilslegur í meira lagi
enda kallaður Zombie, þjáist af
fullkominni sjálfseyðingarhvöt og
liggur í brennivíni alla daga þar
til hann fer suður til Istanbúl og
hverfur.
Ekkert hefur áhrif á Zombie.
Þegar faðir hans deyr orkar það
ekki hið minnst á hann. Ekki held-
ur þegar móðirin flytur út í sveit,
heldur ekki þegar kærastan fær
nóg af honum og síst þeg'ar hann
missir plássið sitt í hljómsveitinni.
Hann tekur þessu öllu með svip-
brigðalausu afskiptaleysi en hrak-
ar stöðugt þar til hann missir veru-
leikaskynið.
Maður veit orðið að hveiju mað-
ur gengur með þá Kaurismaki-
bræður og það er kannski helsti
gallinn. Þeir eru farnir að endur-
taka sig of oft svo umhverfið og
skoplegar persónurnar eru gjör-
kunnugar, sóðalegar kytrurnar og
eymdarsvipurinn sem umlykur allt.
Eitur
Eitur („Poison"). Sýnd í Háskóla-
bíói. Leikstjóri og handritshöf-
undur: Todd Haynes. Aðalhlut-
verk: Felicia Meeks, Larry
Maxwell, Scott Renderer.
Bandaríkin. 1990.
Kvikmyndin Eitur er þriggja ára
gömul mynd eftir athyglisverðan
bandarískan kvikmyndagerðar-
mann að nafni Todd Haynes.
Myndin hans byggist upp á þremur
sögum sem ekkert virðast eiga
sameiginlegt í fyrstu og frásögu-
hátturinn er mjög ólíkur. Sýna
myndirnar þijár aðferðir eða teg-
undir frásagnar í kvikmynd; heim-
ildafrásögn, drama og hrollvekju.
Eitur er mjög óvenjuleg dg góð
mynd, skopleg stundum og stund-
um hrottaleg, sérstaklega í hinni
dramatísku fangamynd sem leik-
stjórinn byggir á verkum Jean
Genet.
Haynes kýs ekki að segja hveija
sögu fyrir sig heldur blandar þeim
saman með því að sýna brot úr
hverri í einu og skipta svo yfír og
brátt kemur í ljós að hann er að
fást við sama þemað, eitrið, eins
og nafnið bendir til, sem gerir
menn að ýmist skepnum, föður-
morðingjum eða ófreskju í samfé-
laginu.
Ein sagan heitir Hetja og hún er
í heimildamyndastíl um ungan
dreng sem verður föður sínum að
bana og hverfur eftir það. Haynes
setur upp spaugileg viðtöl við /íá-
granna, túberaðar úthverfahús-
mæður, skólasystkini og sérfræð-
inga, sem minna lítillega á Woody
Allen þegar hann fékkst við heim-
ildastílinn, en undir niðri er ljót
saga af heimilisofbeldi og viðbrögð-
um drengsins við því.
Önnur sagan, „Homo“, sú sem
byggir á Genet, gerist í fangelsi
og segir af manni er hefur alla sína
tíð ýmist verið á munaðarleysingja-
hælum, betrunarhælum fyrir ung-
linga eða í fangelsum. Hann fær
ást á einum samfanga sínum og
minnist í endurliti meðferðarinnar
sem samfanginn var beittur á ung-
Kl. 5. Trust Hal Hartley leik-
stýrir. USA.
Suspended Stride of the Stork
Theo Angelopulos leikstýrir.
Grikkland.
Once upon a time cinemaMoh-
sen Makhmalbaf leikstýrir. Grikk-
land. + Loves me..
Kl. 7. High Hopes Mike Leigh
leikstýrir. Bretland.
Raining Stones Ken Loach leik-
stýrir. Bretland. + Creature Com-
forts.
Die Zweite Heimat. Dic Hoch-
zeit nr. 8.Edgar Reitz leikstýrir.
lingahæli þegar hann var yngri.
Þetta er átakanleg og myrk saga
um mannlega eymd.
Þriðja sagan heitir „Horror" og
er í tekin í svart/hvítu en það er
vísindaskáldskaparmynd í stíl
þeirra sem gerðar voru vestra á
sjötta áratugnum og segir af vís-
indamanni sem gleypir óvart upp-
götvun sína - leyndardóma kyneðl-
isins í vökvaformi - og afmyndast
í andliti. Hann kynnist ungri og
fallegri stúlku en afmyndunin er
smitandi og vísindamaðurinn verð-
ur úrhrak samfélagsins.
I heild er Eitur mjög frumleg
og sérstök bíómynd og líklega ein
af athyglisverðustu myndum hátíð-
arinnar.
Þýskaland.
Kl. 9. Leolo Jean-Claude Lauz-
on leikstýrir. Kanada. + Revolver.
Simple Men Hal Hartley leik-
stýrir. USA. + Nietzsche Pops.
Love Valeri Todorovski leik-
stýrir. Rússland.
Kl. 11.10. Zombie & The
Ghost Train Mika Kaurismáki
leikstýrir. Finnland. + Steinhjarta.
Kl. 11.10. Solo con tu Pareja
Alfonso Cuarón leikstýrir. Mexíkó.
+ Esta nao e sua.
Kl. 11. Careful Guy Maddin
leikstýrir. Kanada.
Kvikmyndahátíð í dag