Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 13 Hvers vegna reka sjúkrahús leikskóla? eftirlnguJ. Arnardóttur Hvers vegna eiga sjúkrahús að reka leikskóla? Af hveiju eiga sumar starfsstéttir að njóta sér- réttinda? Spurningar í þessum dúr hafa heyrst víða síðustu daga og þær lýsa þeirri vanþekkingu sem ríkir um þessi mál. Sveitarfélögin Staðreyndin er sú að sveitarfé- lögin sinna ekki þeirri þörf, sem er fyrir leikskólapláss í dag. Og það lítur ekki út fyrir að það breyt- ist í nánustu framtíð. Það er erfitt að átta sig á því hvaða skoðun stærsta sveitarfélagið, Reykjavík- urborg hefur á málinu. Anna K. Jónsdóttir stjórnarformaður hjá Dagvist barna lýsir ánægju sinni á tillögu ráðherra um leið og hún talar m.a. um bruðl í rekstri leik- skóla sjúkrahúsanna. Hún dró þau orð að vísu til baka í fiölmiðíum daginn eftir. Leikskólar Borgar- spítalans hafa verið og eru mjög vel reknir og það eru 1-2 ár síðan gjaldskrá og fjöldi barna á starfs- mann var samræmt við Dagvist barna. Það er miður að hún skuli ekki hafa kynnt sér málið betur áður en hún tjáði sig opinberlega. Hún lýsir því einnig yfir að Reykja- víkurborg sé tilbúin að taka við rekstrinum á sínum eigin forsend- um. Aftur á móti virtist borgar- stjóri líta á málið frá öðru sjónar- horni, hann gerði sér grein fyrir að sveitarfélögin gætu aldrei sinnt þessu þannig að það nýttist sjúkra- húsunum. Leikskólarekstur sjúkrahúsanna Stærri sjúkrahúsin og flest hjúkrunarheimili hafa farið út í leikskólarekstur eða svokallaða milligjöf, þ.e. að borga mismun þess sem leikskólapláss kostar á sjúkrahúsunum og hjá dagmömm- um eða einkareknum leikskólum. Þetta er gert til að laða til sín fólk í vinnu, sem ella léti ekki sjá sig. Ef sveitarfélögin tækju við rekstr- inum á sínum forsendum yrði fljót- lega skortur á starfsfólki á flestum sjúkrahúsanna og loka þyrfti deildum. Það er e.t.v. þannig sem háttvirtur heilbrigðisráðherra ætl- ar að spara! Hann segir að sveitar- félögin eigi að reka leikskóla en ríkinu beri að reka sjúkrahús og hjálpa sjúkum. Til að reka sjúkra- hús þarf sérmenntað starfsfólk. Leikskólarnir voru stofnaðir vegna þess að það vantaði fólk til starfa á sjúkrahúsin, þeir virkuðu sem gulrót. Með því að fá góða og ör- iigga gæslu fyrir börnin sín fékkst fólk til vinnu. Á þeim tíma voru gjöldin mun lægri en þau eru í dag, en þau voru samræmd við Dagvist barna fyrir ca. 2 árum. Ég held að ráðherra sé að notfæra sér atvinnuástandið í þjóðfélaginu þegar hann leggur þessar breyt- ingar til í dag. Hann trúir því ekki að fólk muni hætta vinnu. Starfsfólk sjúkrahúsanna er yfir- leitt ekki talið til hálaunafólks og meirihluti þess eru konur. Margar þeirra munu hætta og láta eigin- menn sína fá skattkortin sín ef gjöldin hækka verulega. Og það gera þau örugglega ef farið verður út í einkarekstur. Leikskólar sem sljórntæki Ráðherra hefur mótmælt þessu, og sagt að leikskólar séu forskóli, sem allir eigi rétt á að njóta en ekki bara stjórntæki. Ég vil full- yrða að leikskólar spítalanna eru síst verri forskólar en aðrir leik- skólar, og það hefur ekkert með það að gera hvort hægt sé að nota þá sem stjórntæki _ líka. Starfsfólk á leikskóla Borgarspít- alans er upp til hópa faglega hugs- andi og leiðbeinir börnum okkar vel. Hjá sveitarfélögum eiga allir rétt á þessari þjónustu að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum. En þar eru langir biðlistar og ég get ekki séð hvernig hægt er að láta 700 börn renna greiðlega inn í það kerfi. Leikskólar spítalanna eru reknir á allt öðrum forsendum, opnunartími og það hveijir fá pláss fyrir börnin sín er háð þörfum spítalans. Fólk virðist ekki átta sig á því hvað þetta þýðir. Með því að láta fólk sem vill vinna fulla vinnu ganga fyrir, og einnig þær stéttir sem helst vantar til starfa á hveijum tíma tekst betur að manna stofnunina. Það þýðir minni yfirvinnu og lækkun launa- kostnaðar. Þetta er það sem við höfum kallað stjórntæki. Sjúkra- hús eru heilbrigðisstofnanir sem sinna sjúku og oft bráðsjúku fólki. Það er ekki spurt hvað klukkan sé þegar fólk leggst inn. Það er Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar vinsœlasta danshljómsveit á Islandi Föstudag 8. október Lífidansinn Ort í mdinn Látum sönginn hljóma Égsyngþennan söng Núerégléttur Bíddu viÓ Ég hef hara ihuga á jtér Tifa tímans hjól ÞjóÓhátió í Eyjum MeÓfér HÖTF.Ii jjJAND sími687111 mikið álag á því fólki sem vinnur á sjúkrahúsunum, þetta álag hefur farið stigvaxandi síðustu mánuði vegna sífellds niðurskurðar í heil- brigðismálum. Frumskilyrði þess að bamafólk geti unnið á svona vinnustað er að það hafi örugga gæslu fyrir börnin sín. Það er ekki óalgengt að fólk komist ekki heim, þó vinnudegi eigi að vera lokið. Opnunartími leikskólanna gerir það að verkum að sveigjanleikinn er mun meiri en hjá sveitarfélög- unum, þar sem hann er mjög lít- ill. Það er út í hött að líkja sjúkra- húsunum við ráðuneyti eða sjón- varpsstöð þegar verið _er að ræða rekstur leikskólanna. Ég veit ekki til þess að á tveim síðarnefndu stöðunum hafi verið hörgull á fólki. Atburðarásin Mörgum finnst atburðarásin í þessu máli ansi skrýtin. Þær frétt- ir „láku út“ fyrir nokkrum vikum að heilbrigðisráðherra ætlaði að skerða fjárveitingar til sjúkrahúsa sem næmi rekstri leikskólanna. í stjórn sjúkrastofnana Reykjavík- urborgar og starfsmannaráði Borgarspítalans var strax farið að ræða stöðuna og velta upp mögu- leikum. Einnig var kannaður fjöldi barna, aldur og búsetuskipting. Síðan var beðið eftir formlegu bréfi til að bregðast við. Þann 24. sept. voru menn farnir að halda að ráðherra hefði séð að sér og myndi gefa lengri frest en til ára- móta. Daginn eftir barst loks formleg tilkynning frá ráðherra, sem varð til þess að uppsagnir voru sendar út með svo stuttum fyrii-vara. Þann 30. sept. þegar algjört öngþveiti var orðið á spítul- unum og enginn vinnufriður þá sendi ráðherra aftur bréf þar sem hann segist „muni freista þess í samráði við væntanlega rekstrar- aðila, að sem minnst röskun verði á högum starfsfólks leikskólanna og þeirra barna sem þar njóti nú vistar". Ég veit ekki hvort hann gerir sér grein fyrir hvað svona Inga J. Arnardóttir „ Að koma með svo illa undirbúna tillögu sem þessa og selja allt að 1400 foreldra og 700 börn í óvissu um hvað tekur við eftir 3 mán- uði, er ekki til að hreykja sér af!“ uppákomur skaða vinnustaði. Hann hefur komið á stað mikill óánægjuöldu og óöryggi meðal starfsfólks, sem tekur langan tíma að laga aftur. Og það er alveg öruggt að við komum til með að missa ejtthvað af góðu fólki úr vinnu. Ég er alveg sannfærð um að enginn annar vinnuveitandi en ríkið, myndi líða svona vinnubrögð starfsmanna sinna, eins og ráð- herra hefur haft í frammi í þessu máli. Að koma með svo illa undir- búna tiliögu sem þessa og setja allt að 1400 foreldra og 700 börn í óvissu um hvað tekur við eftir 3 mánuði, er ekki til að hreykja sér af. Ég held að allir sem eru eitt- hvað inni í þessum málum séu sammála um að þau leysast varla á þeim stutta tíma sem okkur er gefinn. Lokaorð Ráðherra hefur sagt að hann sé einungis að fylgja þeim lögum sem í gildi séu, um að sveitarfélög- in eigi að sjá um þennan rekstur. Það sem við skiljum ekki, er af hveiju málið var ekki rætt við við- eigandi aðila áður en allt var sett í háaloft? Ráðherra sagðist hafa rætt þetta í sínu sveitarfélagi. Þar er um fá börn er að ræða, ætli honum hafi fundist raunhæft að heimfæra þá niðurstöðu yfir á öll hin sveitarfélögin?! Þetta mál hefði átt að undirbúa betur, til að losna við óþarfa óánægju og fjaðrafok. Það má vel vera, að það sé tíma- bært eða rétt að breyta rekstrar- fyrirkomulaginu á einhvern hátt, við höfum ekki fengið neinn tíma til að ræða það. Ráðherra virðist þó vera farinn að gera sér grein fyrir að þetta er ekki eins einfalt og hann hélt í upphafi og er tilbú- inn til að veita þá aðlögun sem til þarf. Hann vonast eftir góðri sam- vinnu við alla aðila og ætlar að vinna vel næstu 3 mánuði. Þetta er tónninn nú síðustu daga. Við á Borgarspítalanum erum nú þegar í fullum gangi með að finna alla mögulega fleti á þessu máli með það að markmiði að leysa það, enda eru það hagsmunir okkar allra sem hér vinnum. í dag sjáum við ekki hvernig er hægt að leysa þetta mál. Með tilvísun í bréf sem m.a. undirrituð sendi ráðherra f.h. starfsmannaráðs Borgarspítalans 24. sept. vil ég skora á ráðherra að endurskoða afstöðu sína um skerðingu á ljárveitingu til leik- skóla sjúkrahúsanna. Við vitum að hann vill veita eins góða og ódýra heilbrigðisþjónustu og völ er á en þessar sparnaðartillögur stuðla því miður ekki að því. Höfundur er varaformuður starfsmannaráðs Borgarspítalans og situr í stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar sem fulltrúi starfsmanna. DtSERD EN ŒRAMICA StórhöWa 17 vlö GulUnbrú. sími 67 4* 44 r joppskó 1 VELTUS rinn VELTUSUNDI • SIMI: 21212 A >1 ie it i: Tegund: 251 Litur: Svartur Stæröir: 40—47 Verð 5.495,- Tegund: 259 Litur: Svartur Stærðir: 40—46 Verð 4.995,- Tegund: 8010 Litur: Svartur Stærðir: 40—47 Verð a EKni/ 3.995,- ATH: AMBRÉ eru breiðir og þægilegir herraskór frá Danmörku POSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR Tökum við notuðum skóm til handa bágstöddum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.