Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
Verkalýðsfélög:
Frelsi eða helsi?
eftir Aðalstein J.
Magnússon og Runólf
Agústsson
Dómur Mannréttindadómstóls
Evrópu í máli Sigurðar Siguijónsson-
ar hefur orsakað heita umræðu um
skylduaðild að verkalýðsfélögum.
Telja sumir að hér sé um brot á
mannréttindum að ræða, en aðrir
segja núverandi fyrirkomulag for-
sendu tilvistar stéttarfélaga og um-
ræðuna til þess fallna að grafa und-
an valdi verkalýðshreyfingarinnar.
Umræða um aðild að stéttarfélög-
um er ekki einskorðuð við ísland. í
fáum löndum hefur þannig verið
deilt jafn hart um verkalýðsmál og
í Bandaríkjunum, en þar hafa tak-
markanir á starfsemi verkalýðsfé-
laga verið meiri en víðast annars
staðar í hinum vestræna heimi. Það
er því athyglisvert að bera íslenskar
reglur um þessi mál saman við þær
bandarísku.
Forgangsréttarákvæði
í Bandaríkjunum em svonefnd
forgangsréttarákvæði ólögleg. Þá er
átt við að samningur sé gerður á
milli fyrirtækis og verkalýðsfélags
um að nýir starfsmenn þurfí að vera
í félaginu áður en þeir eru ráðnir.
Þar er slíkt fyrirkomulag nefnt
„closed shop“ og var bannað með
Taft-Hartleylögunum árið 1947.
Hérlendis þekkjast lík forgangs-
réttarákvæði samanber 5. kafla
kjarasamnings Verkamannasam-
bandsins við VSÍ. Þar skuldbinda
atvinnurekendur sig til að veita fé-
lagsmönnum verkalýðsfélaga for-
gang til vinnu, enda sé félaginu skylt
að veita nýjum starfsmönnum aðild,
nema að slíkt brjóti í bága við sam-
þykktir félagsins. í lögum félaga inn-
an VMSÍ er algengt að félagar geti
þeir einir orðið sem eigi lögheimili á
félagssvæðinu. Kjarasamningar og
samþykktir gefa því stéttarfélög-
unum tækifæri til að útiloka utan-
sveitarmenn frá vinnu. Fólki í at-
vinnuleit er með slíku gert erfitt fyr-
ir og bundið í átthagafiötra með
óeðlilegri mismunun. Hugsanlega
bijóta forgangsréttarákvæði einnig
gegn 11. gr. Mannréttindasáttmáia
Evrópu eins og haldið hefur verið
fram. í öllu falli virðast hér vera um
að ræða atriði sem hefur slæm áhrif
á atvinnulífið og er ósanngjarnt
gagnvart launafólki. Því væri athug-
andi hvort ekki ætti að fara að dæmi
Bandaríkjamanna og afnema for-
gangsréttarákvæði.
Skylduaðild
Taft-Hartleylögin banna ekki aðil-
um vinnumarkaðarins að gera samn-
inga sem skylda starfsmenn til inn-
göngu í stéttarfélag eftir ráðningu
en slíkt er kallað „union shop“. At-
vinnurekandi hefur þá fijálst val um
það hvern hann ræður án tillits til
samþykkta eða vilja stéttarfélags.
Samt sem áður hindra Taft-Hart-
ley alríkislögin ekki einstök fylki í
að banna skylduaðildarsamninga.
Lög sem banna slíkt nefnast „right
to work laws“ og eru mjög umdeild.
Þau er aðallega að finna í Suðurríkj-
unum og fylkjum í vesturhluta lands-
ins. Bandarísk verkalýðsfélög halda
því fram að lægri laun þar en í öðr-
um hlutum landsins orsakist af þessu
banni.
Hérlendis þekkist skylduaðild og
er Verslunarmannafélag Reykjavík-
ur dæmi um slíkt. Þar eru þeir sem
hefla versluparstörf í Reykjavík
skyldaðir til að greiða til félagsins
og skulu þeir jafnframt samkvæmt
lögum þess, jafnframt án umsóknar,
skráðir félagsmenn.
Vinnuréttargj ald
Þrátt fyrir skylduaðild er í raun
ómögulegt að neyða fólk til þátttöku
í fundum stéttarfélags og erfitt að
neyða fólk til þátttöku í aðgerðum
þess. I Bandaríkjunum er því að
hámarki krafist fjárhagslegrar aðild-
ar „fiduciary membership“. Rökin
fyrir greiðsluskyldu eru að þær
kjarabætur sem félögin ná eru al-
menningsgæði. Allir njóta vinnu
stéttarfélaganna án tillits til þess
hvort þeir greiða til þeirra eða ekki.
Sé ekki brugðist við þeirri tilhneig-
ingu manna að reyna að losna undan
greiðslu gjalda til félaganna, en
hagnast samt af starfseminni, er
hætt við að félögin verði óstarfhæf
og ófær um að sinna hlutverki sínu.
Hérlendis hafa slíkar greiðslur
verið nefndar vinnuréttargjald.
Greiðsla þess er lögbundin með 6.
grein laga nr. 55/1980 og atvinnu-
rekendum er skylt að halda gjöldum
til verkalýðsfélaga eftir af launum
starfsmanna sinna. Þannig á það að
vera tryggt að þeir sem njóti starf-
semi verkalýðsfélaga greiði til þeirra.
Sú greiðsla er eins konar afnotagjald
fyrir veitta þjónustu kjarasamninga
og annarra félagslegra réttinda.
Niðurlag
Iðnaðarfylki Bandaríkjanna heim-
ila skylduaðild og auðvelda þannig
fólki að starfa saman og ná fram
hagsmunamálum í skjóli fjölda og
góðrar skipulagningar. Einnig er
staðfest með mörgum bandrarískum
rannsóknum að verkalýðsfélög ekki
einungis hækka laun heldur auka þau
oftast einnig framleiðslugetu. Al-
mennt séð hafa verkalýðsfélög því
ekki neikvæð áhrif á starfsemi fyrir-
tækja.
Á hinn bóginn eru aðilar í Banda-
ríkjunum sem halda því fram að öll
Aðalsteinn J. Magnússon
„Ljóst er að verkalýðs-
hreyfingin þarf að end-
urskoða afstöðu sína til
f organgsréttarákvæða.
Hins vegar má spyrja
hvort eðlilegt sé að
leggja meiri hömlur á
starfsemi verkalýðsfé-
laga hérlendis en tíðk-
ast vestanhafs.“
skylda til aðildar að verkalýðsfélög-
um sé brot á tjáningarfrelsi, grund-
vallarmannréttindum og stjórnar-
skránni. Slíkt er ekki niðurstaða ai-
ríkisdómstóla. Þeirra afstaða er að
skylduaðild sé heimil og að verka-
Runólfur Ágústsson
lýðsfélögin geti innheimt gjald fyrir
veitta þjónustu.
Þetta er athyglisvert í ljósi þeirrar
umræðu sem átt hefur sér stað hér-
lendis. Því hefur verið haldið fram
að ekki eingöngu forgangsréttará-
kvæði séu brot á mannréttindum,
heldur einnig samningsbundin
skylduaðild og greiðsluskylda á
vinnuréttargjaldi. Ljóst er að verka-
lýðshreyfingin þarf að endurskoða
afstöðu sína til forgangsréttará-
kvæða. Hins vegar má spyija hvort
eðlilegt sé að leggja meiri hömlur á
starfsemi verkalýðsfélaga hérlendis
en tíðkast vestanhafs.
AðaJsteinn MBA erlektor við
Samvinnuháskólann á Bifröst og
Runólfur er lögfræðingur og
lektor við Sainvinnuháskólann á
Bifröst.
Útivist - Ofbeldi
eftir Sigrúnu Hv.
Magnúsdóitir
Á fundi foreldrafélags Gagn-
fræðaskóla Akureyrar sl. fimmtudag
voru opinskáar umræður um þau
málefni sem einna hæst ber í umræð-
unni í dag: Ofbeldi unglinga og
vímuefnaneyslu.
Umræður snerust um það að for-
eldrar þurfi sjálfir að endurmeta
uppeldisaðferðir gagnvart börnum
sínum. Uppeldisaðferðir í nafni frels-
is hafa haft slæm áhrif. Með því að
Forvarnastarf Hjartaverndar
og stuðningnr almennings
eftir Magnús Karl
Pétursson
Þegar Hjartavemdarsamtökin
voru stofnuð fyrir réttum 29 árum
voru hjarta- og æðasjúkdómar í mik-
illi sókn meðal landsmanna og dán-
artíðni af völdum þessara sjúkdóma
fór vaxandi ár frá ári. Eitt af fyrstu
verkefnum samtakanna var stofnun
rannsóknastöðvar og hafín var hóp-
rannsókn á 30 þúsund manna úrtaki
sem staðið hefur allt fram á þennan
dag. Sú rannsókn leiddi í ljós hveijir
voru helstu áhættuþættir hjartasjúk-
dóma meðal Íslendinga á þeim tíma
og á niðurstöðum þeirra rannsókna
hefur forvarnarstarf þeirra síðan
byggst. Á vegum Hjartaverndar fer
nú fram skráning á öllum tilfellum
kransæðastíflu á íslandi og er það
liður í alþjóðlegu samstarfi á vegum
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn-
ar. Sú rannsókn hefur leitt í ljós að
tíðni kransæðastíflu fer nú ört lækk-
andi meðal fólks á aldrinum 25-74
ára hér á landi. Við samanburð á
öðrum þjóðum sem taka þátt í sams-
konar rannsókn hefur tíðnin lækkað
mun meira en flestra annarra þjóða
í Vestur-Evrópu. Sem dæmi má
nefna að árið 1981 dóu 245 manns
á aldrinum 25-74 ára úr þessum sjúk-
dómi en árið 1990 151. Ástæður
þessa eru vafalítið margar og má
þar m.a. nefna bættar lækningar
þeirra sem komnir eru með sjúkdóm-
Magnús Karl Pétursson
inn, bæði lyfjameðferð, kransæðaút-
víkkun og skurðaðgerðir. Enginn
vafi er þó á því að forvamarstarf
Hjartaverndar á þar stóran hlut að
máli og það að koma í veg fyrir að
sjúkdómurinn myndist hlýtur að vera
það sem stefnt skal að.
Nú er það svo að margt það sem
veldur kransæðasjúkdómum er enn
hulið sjónum okkar. í Hjartavernd
er nú unnið að undirbúningi nýrrar
rannsóknar sem verða mun á yngri
aldurshópi en áður, afkomendum
upphaflega rannsóknarhópsins. Er
ætlunin að kanna áhrif ýmissa áður
óþekktra erfðaþátta á kransæðasjúk-
dóma en óvíða er jafngott tækifæri
til slíkra rannsókna og hér á landi.
Kemur þar ekki eingöngu til smæð
þjóðfélagsins og þekking okkar á
ættum og búsetu heldur einnig ein-
stakur samstarfsvilji íslendinga, ólíkt
því sem víða gerist erlendis, til þátt-
töku í slíkum rannsóknum.
Allt frá upphafi Hjartaverndar
hefur starfsemin verið fjármögnuð
að langmestu leyti með fjárframlög-
um og söfnunarfé frá almenningi og
fyrirtækjum í landinu. Á tímum sam-
dráttar í þjóðarbúskapnum verður
starfsemi samtaka eins og Hjarta-
verndar, þar sem mikið starf er unn-
ið í sjálfboðavinnu, enn mikilvægara.
Enda þótt hagur almennings sé nú
þrengri en oft áður leitar Hjartavernd
enn á ný til landsmanna með árlegt
happdrætti sitt. Þetta er eina skipu-
lagða fjársöfnun samtakanna og því
mikilvægt að vel takist til. Miðaverð
hefur verið óbreytt undanfarin 4 ár,
600 krónur. Við heitum því á þig,
lesandi góður, að kaupa miða í happ-
drætti okkar sem dregið verður í 8.
október nk. og leggja þannig þitt af
mörkum til starfsemi sem til almenn-
ingsheilla horfír.
Höfundur er læknir og formaður
Hjarta verndar.
veita frelsi hefur aginn gleymst og
agaleysið er afleiðing af þessum
frejsishugmyndum foreldra.
í Ijósi hörmulegra atburða um síð-
ustu helgi vega þessar umræður
mjög þungt. Ef árangur á að nást
verða foreldrar að breyta afstöðu
sinni, það á ekki að vera sjálfsagt
eða algengt að börn séu undir áhrif-
um vímuefna án þess að foreldrar
hafi hugmynd um það. Það var til
fyrirmyndar þegar borgarstjóri fór
í miðbæinn að nóttu til um helgi,
kynnti sér málið af eigin raun og
beitti sér fyrir aðgerðum. Atburðir
helgarinnar kalla á öflugri löggæslu
og meira samstarf borgaryfirvalda
og foreldra um aðgerðir fyrir ungl-
inga yngri en 16 ára sem eru í mið-
bænum eftir kl. 22 á kvöldin. Kallað
verði á foreldra þessara barna og
þeir áminntir fyrir að fara ekki eftir
reglugerð. Foreldrum verði kynnt sú
starfsemi sem er í boði fyrir ungl-
inga, s.s. í féiagsmiðstöðvum,
íþróttafélögum o.fl. Eg er nokkuð
viss um að flestir foreldrar þessara
unglinga í miðbænum hafa ekki
hugmynd um hvað börn þeirra eru
að gera, því viðkvæðið er að „það
eru allir þarna og við vorum bara
að tala saman og skoða aðra og
þetta er allt í lagi“.
Á fundinum á Akureyri kom einn-
ig fram að ekki er óalgengt að for-
eldrar kaupi kippu af bjór eða pela
af áfengi fyrir unglinga. Er það
gert til að þau fái sér ekki eitthvað
ólöglegt eða séu að snapa þetta eft-
ir leynileiðum. Hvað eiga ungling-
arnir okkar að halda? Er ekki áfeng-
isneysla ungmenna undir 20 ára
bönnuð? Það er staðreynd að ungl-
ingar taka mark á bönnum og boðum
foreldra, þau mótmæla kannski, en
það skiptir máli að unglingar viti
hvað má og hvað ekki. Hvers vegna
er svona mikilvægt fyrir foreldra að
vera umfram allt vinir unglingsins,
er ekki nóg að vera foreldri sem
klæðir, fæðir, sýnir ást og um-
hyggju og leiðbeinir börnum sínum
á veginum til hamingjuríks lífs? Þau
fá vini sína annars staðar. Vináttan
kemur þegar unglingurinn er orðinn
fullorðinn — ef allt fer vel.
Allir þurfa að sameinast um að
leysa þetta hörmungarástand í
miðbæ Reykjavíkur um helgar. Ef
það verður ekki leyst núna versnar
það og hvernig verður það þá?
Sigrún Hv. Magnúsdóttir
„Uppeldisaðferðir í
nafni frelsis hafa haft
slæm áhrif. Með því að
veita frelsi hefur aginn
gleymst og agaleysið er
afleiðing af þessum
frelsishugmyndum for-
eldra.“
Reynsla mín á Tindum hefur kennt
mér að það verður að grípa inn í
þetta vandamál % að foreldrar eru
sannarlega áhyggjufullir og allir af
vilja gerðir til að ástandið breytist
til batnaðar. Foreldrar eru mjög
óöruggir um hvernig koma eigi fram
við unglinginn sinn og virðast fá lít-
inn stuðning frá öðrum foreldrum.
Ég fagna framtaki foreldrafélags
Gagnfræðaskóla Akureyrar um að
sameinast um útivistartíma og skora
á önnur foreldrafélög að fara að
dæmi þeirra.
Það verður að segjast eins og er
að þetta ofbeldi varðar ekki unglinga
eina. Fólk á öllum aldri neytir vímu-
efna og það er skylda þjóðfélagsins
að hjálpa þeim sem ánetjast.
Höfundur er deildarstjóri á
Tindum sem er meðferðardeild
Unglingaheimilis ríkisins fyrir