Morgunblaðið - 07.10.1993, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTÚDAGUR 7. OKTÓBER 1993
Minnst hækkun
vöruverðs á Akureyri
SAMKEPPNISSTOFNUN gerði í lok ágúst sl. könnun a verð-
lagi fjölda verslana á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Aust-
urlandi. Samskonar könnun var gerð í apríl og kom í ljós
að verð á þeim 170 vörutegundum, sem kannanirnar náðu
til, hækkaði að meðaltali um 3,7% á höfuðborgarsvæðinu á
þessu fjögurra mánaða timal
1,7% á Akureyri.
Sérstaka athygli vakti að verð
á vörum í könnuninni í matvöru-
versluninni Kaupangi á Akureyri
lækkaði um 6% á tímabilinu.
Skýringin á minni hækkun vöru-
verðs á Akureyri er að miklu
leyti rakin til Kaupangs.
Þær vörutegundir, sem hér um
ræðir, voru m.a. nýlenduvörur,
kjötvörur, drykkjarvörur og
í, um 3,4% a Austfjörðum og
hreinlætis- og snyrtivörur. Ekki
var einungis kannað verð á svo-
kallaðri merkjavöru, heldur var
einnig kannað verð á ýmsum
vörutegundum sem einstaka
verslanir flytja inn sjálfar. Við
samanburð ber að hafa í huga
að gengi íslensku krónunnar var
fellt um 7,-5% á þessu tímabili.
„Heimilishapp" Hagkaups
ÞESSA dagana stendur yfir í
verslunum Hagkaups svokall-
að „heimilishapp“ Hagkaups.
Með hverri kippu af 2 lítra
gosi frá Vífilfelli fylgir spurn-
ingaseðill með 3 spurningum.
í lok hverrar viku er dregið úr
réttum lausnum og eru verðlaunin
Pasta og
sósa frá Batchelor
ÚRVALIÐ af tilbúnum réttum
í stórmörkuðum er alltaf að
aukast og nýlega var verið að
kynna pasta og sósu í einum
pakka frá Batchelor.
Þessir skyndiréttir frá Batchelor
innihalda allt nema nauðsynlegan
vökva og smjör og á tíu til fimmt-
án mínútum er máltíðin tilbúin.
Fáanlegar eru sjö tegundir af
pasta og að sögn innflytjanda virð-
25 gjafakort með 10.000 króna
vöruúttekt og 100 tveggja lítra
goskippur. Stendur leikurinn yfir
í 3 vikur. í lokin verður dregin út
lokavinningurinn, ferð fyrir alla
fjölskylduna til Disney World.
Innifalið er flug, hótel , bíll og
Disney passi sem gildir í fjóra
daga. ■
ist jurta- og hvítlaukspasta ein-
hverra hluta vegna höfða mest til
fólks á höfuðborgarsvæðinu en
sterka pastað með tómatbragði til
landsbyggðarinnar. ■
VIÐEYJARSTOFA
fyrir smærri og stærri hópa
qK£>
Eftirminnileg ferð fyrir stórfjölskylduna,
starfsmannafélögin, niðjamótin, átthagasamtökin,
félagssamtökin og alla hina hópana.
<=Xs>
í hinni sögufrægu Viðeyjarstofu „Slotinu", er rekinn vandaður
veitingastaður. Par svigna borðin undan krásunum,
rétt eins og þau gerðu fyrir 200 árum.
Matseðillinn og matreiðslan er þó með öðrum hætti en þá var.
Q>(9 i
Má freista ykkar með ævintýralegri ferð
og sælkeramáltíð á góðu verði!
Sigling út í Viðey tekur aðeins 5 mínútur á afar geðþekkum báti.
q)(^
Upplýsingar og borðapantanir í símum 6219 34 og 6810 45
Utfararkostnaður getur
numið allt að hálfri milljón kr.
ÚTFARARKOSTNAÐUR saman-
stendur af mörgum þáttum og
getur numið allt frá 100 þúsund-
um og upp í 190 þúsund ef frá
er talin erfidrykkja. Sé hún með-
talin getur heildarkostnaður num-
ið allt að hálfri milljón króna mið-
að við algengan fjölda kirkjugesta
við hverja jarðarför.
Algengustu kisturnar eru hvítmál-
aðar, smíðaðar hérlendis. Útfarar-
þjónustan býður kistur, sem kosta
38.500 kr. og hollenskar eikarkistur
á 63.000 kr. Kistur frá Líkkistu-
vinnustofu Eyvindar Ámasonar
kosta 46.762 kr. Útfararþjónusta
Kirkjugarða Reykjavíkur er með fjór-
ar tegundir af líkkistum, frá 27.177
til 97.150 kr., en langalgengust er
kista, sem smíðuð er á verkstæði
Kirkjugarðanna og kostar 38.945 kr.
Innifalið í verði er líkklæði, sæng,
koddi og blæja.
Þijár útfararþjónustur eru starf-
ræktar í Reykjavík sem aðstoða að-
standendur við alla skipulagningu sé
þess óskað auk þess sem starfssvið
þeirra er m.a. kistulagning, flutning-
ur til og frá kirkju, útvegun prests,
organista og söngfólks og blóma-
skreytingar svo eitthvað sé nefnt.
Þjónustugjald útfararstofnana er
mismikið. Rúnar Geirmundsson hjá
Útfararþjónustunni segist taka
22.500 fyrir heildarpakkann. Davíð
Ósvaldsson segir þjónustugjaldið
misjafnt eftir því hvaða verk væri
unnið, en algengur kostnaður við
jarðarför væri 140 þúsund kr. með
öllu fyrir utan erfidrykkju. Þjónustu-
gjald Útfararþjónustu Kirkjugarða
Reykjavíkur hækkaði úr 22.000 í
36.500 krónur síðastliðinn föstudag
til þess að þjónustan standi undir
eigin rekstri.
Samkvæmt nýlegum lögum greiða
aðstandendur ekki iengur prestum
beint fyrir útfarir, heldur eru greiðsl-
urnar innifaldar í kirkjugarðsgjöld-
um. Á sama tíma og breytingin gekk
í gildi sl. vor hækkaði útfararþjón-
usta presta úr 8.800 kr. í 12.200.
Tónlistarþátturinn getur numið allt
frá 30 þúsundum og upp I 50 þúsund
og fer eftir því hvort eingöngu er
kór og organisti, eða við bætist ein-
söngvari eða einleikari. Verð á blóm-
um og krönsum í blómaverslunum
er mjög svipað, eftir því sem Dag-
legt líf kemst næst. Kistuskreytingar
kosta 11 til 13 þúsund og kransar
14 til 16 þúsund. Blóm I vasa á alt-
ari kosta um 4 þúsund krónur. Kostn-
aður við prentun á sálmum nemur
um 13 þúsundum króna. Ein andl-
áts- eða jarðarfaratilkynning í Morg-
unblaðinu kostar 3.300 kr., en 7.400
sé hún með rhynd. Og í útvarpi kosta
andláts- og jarðarfarartilkynningar
2.800 til 6.000 kr. eftir því hversu
oft er lesið. Að sögn Rúnars Géir-
mundssonar hjá Útfararþjónustunni
ræðst aukin kostnaður fyrst og
fremst af því hvers aðstandendur
óska í tónlistarflutningi og blóma-
skreytingum.
Algengt er að stéttarfélög greiði
dánarbætur, sem hugsaðar eru sem
útfararstyrkur. Sem dæmi má nefna
greiðir sjúkrasjóður VR 219.767 kr.
í dánarbætur fyrir fullgildan félags-
mann. Eftirlifandi maki fær 146.512
kr. og ef um er að ræða börn undir
21 árs aldri bætast við 36.328 kr.
fyrir hvert barn. ■
Erfidrykkjan er
stærsti kostnaðarliðurinn
MISMUNANDI er hversu margir
eru viðstaddir jarðarfarir hverju
sinni. Skv. upplýsingum Daglegs
lífs er algengt að við jarðarfarir
sitji á kirkjubekkjum 200-300
manns þó fjöldi kirkjugesta geti
verið frá 75 og upp í 600. Algengt
er að nánustu aðstandendur hins
látna bjóði í erfidrykkju að jarðar-
för lokinni sem þýðir að leigja
þarf sal með tilheyrandi þjónustu
og kaffihlaðborði.
Verð er misjafnt á kaffihlaðborð-
um, en hótel og veitingastaðir eiga
það sameiginlegt að reikna verðið
miðað við þá hausatölu, sem gæðir
sér á veitingunum. Þannig er algengt
að kaffihlaðborð á hvern mann kosti
öðru hvoru megin við 1000 krónurn-
ar sem þýðir 200-300 þús. kr. komi
200-300 manns í erfidrykkjuna, eins
og algengt er. Flestir þeir veitinga-
staðir, sem Daglegt líf hafði samband
við, buðu aðeins upp á eitt verð,
óháð fjölda gesta. Hótel KEA á Akur-
eyri tekur hinsvegar 950 kr. fyrir
manninn upp að 100 manns, en 880
fari fjöldi gesta yfir þá tölu. Að sama
skapi má ræða afslátt hjá Arnól hf.
fari gestir yfir 100.
Tíu til tólf tegundir eru algengar
á kaffihlaðborðum hótela og veit-
ingahúsa, t.d. rjómatertur, marsi-
pantertur, súkkulaðitertur, púður-
sykurtertur, döðlutertur, jólakökur
og aðrar þurrkökur, flatbrauð með
hangikjöti, sykur- og ijómapönnu-
kökur, 2-3 tegundir af brauðtertum,
fjórar til fimm snittutegundir og
stundum eru heitir brauðréttir hluti
af kaffihlaðborðum. Rétt er að taka
Hvað kostar erfi- \
drykkjan?
í Reykjavík Kr./mann
Arnól hf. 1.250
Holiday Inn 950-1.350
Hótel Borg 890
Hótel Holt 1.100-1.575
Hótel Loftleiðir 895
Hótel Saga 980
Perlan 950
Hótel ísafjörður 850-1.150
Hótel KEA, Akureyr 880-950
Hótel Valaskjálf,
Egilsstöðum 800-1.100
fram að hér er eingöngu gerður sam-
anburður á verðum án tillits til gæða
og þjónustu.
Hótel Loftleiðir og Hótel Saga
aðgreina erfidrykkjur frá öðrum
mannamótum í verðlagi. Kostar
kaffihlaðborð í erfídrykkju 895 kr. á
manninn á Hótel Loftleiðum, en
væri þar pantað kaffihlaðborð í til-
efni af afmæli, fermingarveislu, ætt-
armóts eða brúðkaups kostaði kaffi-
hlaðborð 1.095 kr. á manninn. „Uppi-
staðan á hlaðborðunum er mjög svip-
uð þó verðin séu ekki eins, en það
verður að segjast eins og er að veit-
ingar eru mun minni í erfidrykkjum
en öðrum veislum, einfaldlega vegna
þess að fólk stoppar styttra við í
erfídrykkjum. Að meðaltali stoppar
það einn til einn og hálfan tíma í
erfidrykkju og fer að meðídtali í eitt
og hálft skipti að borðinu. í afmælum
og ættarmótum stoppar fólk mun
lengur og fer tvisvar til þrisvar í
hlaðborðið. I þessu liggur verðmun-
urinn,“ segir Haukur Ragnarsson,
veitingastjóri á Hótel Loftleiðum.
Ódýrari kostur
Að sögn veitingastjóra hótela og
veitingahúsa eru ekki leigðir út salir
eingöngu án þjónustu og meðlætis
og ekki er fólki leyfilegt að koma
með eigið meðlæti. Áftur á móti leyfa
safnaðarheimilin slíkt og hafa erfi-
drykkjur í safnaðarheimilum færst í
vöxt.
í safnaðarheimili Langholtskirkju
eru t.d. tveir salir. Annar tekur 60
manns í sæti og er leigan á honum
7.000 kr. Hinn tekur 130 manns í
sæti og er á 11.500 kr. Aðstandend-
ur geta alfarið séð um matföng sjálf-
ir eða pantað allt sem til þarf á staðn-
um. Hinsvegar er skilyrði að þjón-
ustufólk sé hússins. Ef fólk kýs að
panta allt sem til þarf í erfidrykkju,
þar með talið meðlæti, kostar erfi-
drykkjan sem svarar 700 kr. á mann
sé miðað við 100 manns. Verðið fer
hinsvegar lækkandi hlutfallslega eft-
ir því sem fleiri eru og miðað við
200-300 manna erfídrykkju eru 600
kr. á rnann ekki fjarri lagi, skv. upp-
lýsingum Daglegs lífs.
Hundar í öryggisbelti
NÚ GETA hundar setið í öryggisbeltum er
þeir fara í bíltúr með eigendum sínum. Belt-
in eru meira að segja fáanleg í íslenskum
gæludýraverslunum.
Beltin eru hönnuð fyrir hunda í öllum stærð-
um, frá litlum kjölturökkum upp í Stóra Dana
og St. Bernharðshunda, sem eru um 70-80 sentí-
metra háir. Í Gullfiskabúðinni, sem nýlega flutti
á Laugaveg í Reykjavík, rakst Daglegt líf á ör-
yggisbeltin og var tjáð af afgreiðslumanni að þau
seldust býsna vel. Hundaeigendur vildu tryggja
öryggi allra farþega, hvort sem þeir væru tví-eða
fjórfættir. Beltin kosta um 1.500 krónur ■