Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
23
Prótein- og kalkrík,
fitulaus og vítammbætt
fjörmjólk á markaðinn frá MS
Mjólkursamsalan í Reykjavík
hefur nú sett á markað nýja teg-
und af mjólk, sem hlotið hefur
nafnið Fjörmjólk. Um er að ræða
nær fitulausa og vítamínbætta
mjólk, ríka af próteini og kalki.
Bætist hún við þær tegundir
mjólkur, sem fyrir eru, nýmjólk,
undanrennu og léttmjólk. Hér er
ennfremur um að ræða fyrstu
nýjungina á mjólkurdrykkja-
markaðnum frá því léttmjólkin
kom fram árið 1981. Fjörmjólk
er A- og D-vítamínbætt mjólk,
auðug af próteini og kalki.
Hafin var framleiðsla á Fjörmjólk
í fyrradag þegar Guðlaugur Björg-
vinsson, forstj. Mjólkursamsölunn-
ar, ræsti pökkunarvélar en þessi
nýja afurð hefur verið í stöðugri
Guðlaugur Björgvinsson, for-
stjóri Mjólkursamsölunnar, með
fyrsta lítrann af fjörmjólk.
þróun hátt á þriðja ár. Að sögn
forsvarsmanna MS á þessi nýja
mjólkurafurð að verða kjördrykkur
fólks, sem hugsar vel um heilsu og
útlit, eða eins og þeir orða það:
„Fjörmjóíkin verður drykkur dags-
ins hjá mörgum“.
Fjörmjólkin líkist léttmjólk hvað
varðar lit og bragð en er fitulítil
eins og undanrenna. Fjörmjólkin er
auðug af A-, B- og D-vítamínum
og hún er 24% kalkríkari og 30%
próteinríkari en önnur mjólk. í
þremur glösum af Fjörmjólk er
nægur dagskammtur af kalki og
tæpur þriðjungur af D-vítamínþörf-
inni, að sögn Einars Matthíassonar,
framkvæmdastjóra vöru- og tækni-
þróunarsviðs Mjólkursamsölunnar.
„Drykkjarvörumarkaðurinn á ís-
A vítamín er í fjörmjólkinni að því marki sem
það er í nýmjólk, en D-vítamínið er um það
bil tífaldað.
Fjörmjólkin inniheldur um það bil 25% meira
kalk en venjuleg mjólk og í þremur glösum
af fjörmjólk er nægur dagskammtur af
kalki. Fjörmjólkin er um það bil 30% prótein-
ríkari en nýmjólk og léttmjólk.
landi hefur breyst mjög á síðustu
árum. Yngra fólkið neytir nú mun
meiri gosdrykkja en áður var og
neysla hefðbundinnar mjólkur hefur
dregist saman miðað við fólksfjölda.
í könnun Manneldis-
ráðs hefur m.a. komið
fram að um fjórðungur
kvenna fær innan við
ráðlagðan dagskammt
af kalki og neysla D-
vítamíns, sem hjálpar
likamanum að vinna
það úr fæðunni, sé of
lítil í fæðu margra
landsmanna. Uppal-
endur og manneldis-
fræðingar hafa
áhyggjur af þessari
þróun og flestir eru
sammála um að nauð-
synlegt sé að spyrna
við fótum og stuðla að
aukinni neyslu bæti-
efnaríkra drykkja, að
sögn Einars Matthías-
sonar, frkvstj. vöru-
þróunarsviðis.
Að sögn Baldurs
Jónssonar, frakvstj.
sölu- og markaðssviðs,
hyggjast framleiðend-
ur styrkja samkeppnis-
stöðu mjólkurinnar
gagnvart öðrum
drykkjum með Fjörmjólkinni og
koma um leið til móts við þá fjöl-
mörgu sem kjósa breyttan lífsstíl
með neyslu léttra mjólkurdrykkja.
i
Gildir til 30. október ‘93
Gildir til 30. október ‘93
Gildir til 31. október ‘93
Gildir til 30. október ‘93
Gildirtil 15. október ‘93
Gildir til 15. október'93
&
,,ov
osu
Gildir til 18. október ‘93
»Vx
<=■
Gildir til 1. nóvember ‘93
\
'o
_ ______________ ■ V°S°'
Gildir til 15. október '93 ^
áP.