Morgunblaðið - 07.10.1993, Side 35

Morgunblaðið - 07.10.1993, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 35 Ide hjá MITI: „Það er greinilegt að fjölmiðlar hafa í mörgum lönd- um haft ríka tilhneigingu til þess að taka afstöðu með Grænfriðung- um gegn fjölmiðlum, án þess að kynna sér á vísindalegan hátt hversu mikið væri óhætt að veiða, án þess að hvalastofnar væru í útrýmingarhættu. Fjölmiðlarnir hafa margir, og þá ekki síst sjón- varpsstöðvar, höfðað gagnrýni- laust til tilfinninga fólks og kynt undir þeirri andstöðu sem Græn- friðungum hefur tekist að mynda gegn hvalveiðum. Við slíkt er ekki auðvelt að kljást.“ Hann segist þó vita til þess að ákveðnir fjölmiðlar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafi lýst þeirri skoðun sinni að um þetta mál beri að íjalla af skynsemi og með rök- um, en ekki af tilfinningahita ein- um. Hann kveðst vona að slík af- staða geti á endanum skilað sér í auknum skilningi almennings, hvar sem er í heiminum, á því að hér sé um atvinnugrein að tefla, sem svo margir hafi átt allt sitt undir. Þetta gæti að mati Ide leitt til þess að Alþjóðahvalveiðiráðið færi að líta hlutlægar á hvalveiðar og hætti að láta einvörðungu stjórnast af huglægu mati. „Við erum ekki sérlega svartsýnir í þessum efnum,“ segir Ide, „en við erum ekki heldur bjartsýnir.“ Háttsettur embættismaður jap- anska utanríkisráðuneytisins, Koichiro Seki, forstöðumaður fisk- veiðideildar japanska utanríkis- ráðunejrtisins, tekur í sama streng og Ide. Hann segir að þótt hann sé í hópi fjölmargra Japana sem gjarnan vildu að hvalveiðar hæfust á ný, þar sem vemdarsjónarmiða væri gætt, þá hafi tilraunir japan- skra stjórnvalda til þess að leita eftir samkomulagi við aðrar þjóð- ir, sérstaklega Bandaríkin, svo og Alþjóðahvalveiðiráðið, enn ekki borið neinn árangur í þá veru að unnt sé að hefja veiðar. Skynsamleg nýting — ekki rányrkja „Auðvitað telja flestir Japanir að eðlilegt sé að strandríki og eyþjóðir geti nýtt þær auðlindir sem í þeirra lögsögu eru, hverrar gerðar sem þær svo eru. Þá er ég að tala um nýtingu innan skyn- samlegra marka, en ekki rányrkju. Hvalkjötsneysla í Japan á sér alda- gamla hefð að baki, og það er ins, en við skiljum afstöðu ykkar.“ íslendingar eiga að hefja hvalveiðar „Fyrst þið völduð þá hörðu af- stöðu senr lýsti sér í úrsögn úr Alþjóðahvalveiðiráðinu, er ég þeirrar skoðunar að þið ættuð að fylgja henni eftir með því að heija hvalveiðar. Aðeins þannig hefur úrsögn ykkar einhveija þýðingu, auk þess sem hvalveiðar ykkar ásamt hvalveiðum Norðmanna geta rutt brautina fyrir aðra hval- fangara," segir Abe. Þremenningarnir segja það samskonar áhyggjuefni í Japan og á íslandi hversu mikirin fisk hvalurinn étur og telja að hluta til að hvalurinn sé ábyrgur fyrir minni fiskgengd í landhelgi land- anna. Azumi, bæjarstjóri í Ayukawa, segir að hvalveiðibannið hafi haft mjög alvarleg áhrif á atvinnulíf bæjarins. „Að vísu höfum við haf- ið ostrueldi í kvíum, svo og silfur- laxeldi og álaeldi, en atvinnulífið er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Hér bjuggu um 13 þúsund manns þar til fyrir um sex árum, en íbúatalan er nú að- eins 7 þúsund manns, þannig að nærri lætur að helmingur íbúanna hafi flust á brott. Þetta er mikil blóðtaka, þar sem það eru einkum þeir sem yngri eru sem hafa leitað annað og meðalaldur íbúanna hef- ur í kjölfar þessa stórhækkað,“ segir Azumi. Yojiro Toba segir áður en við ljúkum spjalli okkar að hann sem forstjóri Toba-fyrirtækisins vilji biðja blaðamann Morgunblaðsins fyrir þau skilaboð sín til lesenda að þótt Japan sé efnahagslegt stórveldi í augum heimsins, þá séu margir í Japan, sérstaklega fólk fjarri stórborgunum, sem horfi einungis til sjávar til þess að afla sér lífsviðurværis. „Hér eru sjó- menn sem enga atvinnu geta feng- ið aðra en sjómennsku. í þeirra hópi eru margir hvalfangarar, sem hafa algjörlega farið á mis við hinn mikla hagvöxt þessa lands. Við vitum að efnahagur íslendinga byggist mikið á sjávarfangi, og því er ég viss um að þeir skilja þann vanda sem að þessum mönn- um steðjar. Því væri það mjög í þeirra þágu, ef Islendingar hæfu hvalveiðar á ný,“ segir Yojiro Toba. Kvíaeldi margs konar er á tilraunastigi í Ayukawa, þar sem íbúarnir reyna að þróa nýjar atvinnugreinar til þess að taka við af undirstöðuatvinnugreininni sem var, hvalveiðum. Hér má sjá kvíar þar sem ostru- eldi fer fram, en jafnframt leggja þeir stund á kviaeldi silfurlax og ála. Höfnin í Ayukawa iðaði áður fyrr af lífi, þar sem ein af aðalland- stöðvum hvalveiðanna var þar í bæ. Nú er ekki mikið líf við höfn- ina, en hér býr trillukarl sig undir dagróður. miður að þessir fordómar Græn- friðunga gagnvart svo sjálfsagðri nýtingu skuli koma í veg fyrir hana. Annars vil ég ekki útiloka að hér geti orðið breyting á, því samkvæmt þeim upplýsingum sem okkur berast eru æ fleiri vestræn- ir fjölmiðlar að snúast í þessu máli á þann veg, að sjálfbær nýt- ing, byggð á vísindalegu mati og þekkingu á lífkeðju hafsins, sé sá útgangspunktur sem eigi að stjórna ákvarðanatökunni, en ekki tilfinningaleg afstaða, hvorki Al- þjóðahvalveiðiráðsins né Græn- friðunga," segir Seki. Þegar hvalveiðar í Japan voru umsvifamikil atvinnugrein, fóru stór móðurskip á miðin við Suður- skautslandið, eða norður eftir, ásamt fjölda minni skipa. Þá voru sjö slíkir hvalveiðiflotar á höfunum og í hveijum flota voru 3-5 þús- und manns. Þetta vora úthafshval- veiðiflotar Japana. í annan stað voru um 15 landhvalveiðistöðvar í Japan, meðfram strandlengjunni að Kyrrahafinu, norðarlega í Jap- an og ein slíkra aðalstöðva var í Ayukawa, en þaðan voru einnig stundaðar hvalveiðar einyrkjanna. í Ayukawa hitti ég að máli þá Toshihiko Abe, stjórnarformann Japan Small Scale Whaling Assoc- iation (sem gæti útlagst eitthvað í þessa veru: Samtök hvalfangara í Japan, þ.e.a.s. einyrkja en ekki hvalveiðifyrirtækja), Yojiro Toba, forstjóra Toba-hvalveiðifyrirtæk- isins, og Shigehiko Azumi, bæjar- stjóra í Ayukawa. Abe og Toba eiga sæti í Alþjóðahvalveiðiráðinu fyrir Japans hönd og sækja reglu- lega fundi þess. „Það er ekki hægt að styðja áframhaldandi hvalveiðibann nein- um vísindalegum rökum,“ segir Abe, „og ég tel afar mikilvægt að því verði aflétt hið fyrsta. Japansk- ir hvalfangarar myndu vissulega fagna slíkri ákvörðun, en hún er því miður ekki á okkar valdi. Þær vísindaveiðar sem heimilaðar eru, era náttúrlega engan veginn full- nægjandi, hvorki fyrir ykkur né okkur. Japan hefur heimild til þess að veiða 20 tonn á ári af hrefnu, sem er jú nánast ekki neitt. Gagn- stætt ykkur íslendingum völdum við þann kost að vera áfram í IWC (Alþjóðahvalveiðiráðinu) og beij- ast fyrir málstað okkar innan ráðs- með svipaðan stigafjölda nema þær hafi spilað saman áður. Spilatími er laugardagur frá kl. 11 og til u.þ.b. 19.30 og sunnudagur frá kl. 11 til u.þ.b. 17. Reglur fyrir þátttakendur eru þær að spilarar verða að vinna hjá þeim fyrirtækjum sem þeir spila fyrir og óleyfilegt er að reyna að styrkja sveit- irnar með aðila óviðkomandi fyrirtæk- inu. Þetta er keppni fyrir vinnustaða- spilara og tilvalið tækifæri til að spreyta sig á keppnisbridsinum. Spilað verður í Sigtúni 9. Gullstig eru gefin fyrir hvern leik. Keppnisgjald er 15.000 á sveit. Núverandi firmameist- arar er sveit Dagblaðsins. Vetrar-Mitchell BSÍ Föstudaginn 1. október var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátt- töku 34 para. Spilaður var tölvureikn- aður Mitchell méð 15 umferðum og tveimur spilum á milli para. Meðalskor var 420 og efstu pör voru: NS Óli Bjöm Gunnarsson - Valdimar Elíasson 514 Þórður Sigfússon - Jón Þór Daníelsson 475 FriðrikJónsson-TómasSiguijónsson 462 AV Ásgeir H. Sigurðsson - Andrés Ásgeirsson 492 Auðunn R. Guðmundsson - Leifur Kristjánsson471 ísakÖmSigurðsson-HallurSimonarson 468 Vetrar-Mitchell er spilaður öll föstu- dagskvöld í húsi Bridssambandsins og byijar stundvíslega kl. 19.30 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni 30. september Sigurleifur Guðjónss. - Júlíus Ingibergss. 221 Vilhjálmur Guðm. - Kristinn Magnúss. 191 Eyjóifur Halldórss. - Þorleifur Þórarinss. 188 Meðalskor 165 st. 3. október byijaði 5 daga keppni í tvímenningi. Eggert Einarsson - Karl Adolfsson 132 Samúel Samúelsson - Jón Hermannsson 123 ÞorieifurÞórarinss. - Gunnþórunn Erlingsd.114 Meðalskor 108 st. Bridsfélag Suðurnesja Nú er lokið tveimur umferðum af þremur í Butiertvímenningnum og hafa félagarnir Gísi Torfason og Jóhannes Sigurðsson tekið forystuna, hlotið 187 stig, en meðalskor er 165. Næstu pör: BjömDúason-BirkirJónsson 185 Sturlaugur Ólafsson - Amar Amgrímsson 17 7 Vignir Sigursveinsson - Þorvaldur Finnsson 175 Eyþór Björgvinsson - Ingimar Sumarliðason 173 Síðasta umferðin verður spiluð nk. mánudagskvöld í Hótel Kristínu kl. 19.45. Happdrætti Hjartaverndar DRÖGUM 8. OKT. Þú geturgreitt miðann þinn með greiðslukorti (D SÍMI 813947 m Stærðir 31-46 5 litir Verðfrá Póstsendum samdægurs BETRI BÚÐIN skoverslun Akranesi. Sími 93-11165 STEPP skóverslun Borgarkringlunni, sími 91-677267 SKÓVERSLUN KÓPAV0GS Hamrabori sími nraborn 91-41754

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.