Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
Pétur Ingi Þorgils-
son — Minning
Mig langar til að minnast góðs
vinar míns Péturs Inga Þorgilsson-
ar. Pétur lést af slysförum hinn 26.
september. Pétur var mikill lista-
maður og var það hans aðal svið.
Pétur samdi mörg lög og var mjög
kröfuharður um eigin lagasmíð.
Einnig teiknaði Pétur mikið og var
hann í Myndlista- og handíðaskóla
Isiands og gekk ye!.
Ég sakna Péturs og munu þær
stundir sem við áttum saman seint
gleymast.
Ég sendi öllum ættingjum Péturs
samúðarkveðjur mínar.
Brynjar Már Ottósson.
Fundum okkar Péturs bar fyrst
saman í grunnskóla hér í borg og
var það fyrir tilstuðlan gífurlegs
tónlistaráhuga beggja. Upp frá því
hélst mjög svo ánægjuleg vinátta
allt til þess dags er hann lést.
Pétur var einn af þeim sem verða
að kallast „listamenn af Guðs náð“.
Það var alveg saman hvert við-
fangsefnið var, ávallt var um skap-
andi afstöðu að ræða. Útgeislun
hans einkenndist af gífurlegri glað-
værð og lífsgleði hvort heldur var
í blíðu eða stríðu, þetta var einfald-
lega allt svo sjálfsagt. Hann var
óhræddur við að viðra sínar skoðan-
ir um málefni líðandi stundar eins
og andinn blés honum í brjóst og
vakti þannig bæði kátínu og um-
ræðu meðal viðstaddra. Svo fram-
andi gat hans þankagangur verið,
að menn spurðu sjálfa sig undrandi
hvar hans innblástur væri að fínna.
Þær voru margar samverustund-
imar sem ég varð þess heiðurs að-
njótandi að fá að eiga með kappan-
um, þar sem við annaðhvort sátum
með hljóðfæri okkar við hönd eða
ræddum um menn og málefni. Sök-
um persónutöfra hópaðist að honum
fólk og hann varð mjög vinamargur
sem hann unni öllum vel.
Það er og verður mönnum alltaf
erfítt að missa vini sína, og sér í
lagi þvf yngri sem þeir hverfa manni
af braut. En burtséð frá manns eig-
ingjömu ást á persónuleikum
manna, megi minningin um góðan
dreng og það sem hann gaf okkur
verma sál okkar um ókomna tíð.
Og að endingu votta ég aðstand-
endum og vinum Péturs mína
dýpstu samúð á þessum erfiðu tím-
um.
Bjarni Davíðsson.
Kæri Pétur.
Þín stutta ævi var stórbrotinn
kokteill gáskafullra ævintýra og
Vegna lasleika gat ég ekki fylgt
Önnu Árnadóttur síðasta spölinn.
Það hefði ég ella gert, því að hún
átti það skilið af mér. Ég þekkti
hana þó ekki mikið. Hafði raunar
ekki séð hana í 33 ár þegar við
hittumst í fámennri móttöku í ág-
ústmánuði síðastliðnum.
Hún vék sér að mér, heilsaði
glaðlega og spurði hvort ég myndi
eftir sér. Það þóttist ég gera, en
var ekki alveg viss í minni sök og
bað hana því að hjálpa mér að riija
upp. „Ég var á Landakoti í eina
tíð,“ sagði hún. Og þá mundi ég allt.
Árið 1960, um vorið, veiktist fað-
ir minn. Næstu mánuði lá hann
öðru hverju á Landakoti þar sem
hann lést í lok október það ár eftir
að hafa átt þar sínar síðustu vikur.
Og þar var Anna vökukona. Hún
var okkur í fjölskyldunni ómetanleg
og föður mínum einstaklega nær-
gætin í erfíðustu veikindum hans.
Margar nætumar var ég á Landa-
koti þetta haust. Þar var oftast
Anna, hæglát, en alltaf að hjálpa
hinum sjúka.
Ég gleymi aldrei hversu Ijúf og
hjálpsöm hún var við mig og móður
mína og systkini, og þó alveg sér-
undarlegra uppátækja. Þér var
ótrúlega margt gefið nema ef til
vill bókvitið því að fyrir þér átti
ekki að liggja að verða litlaus skrif-
finnur. Manstu Pétur, bara í tímum
hins háttvirta menntaskóla þá gast
þú aldrei tekið heilstæðar glósur
því að skrift þín krafðist svo mikill-
ar natni að þú tapaðir ætíð þræðin-
um í miðri kennslustund og
gleymdir þér svo við að teikna
myndir af Gulla gulrótarhaus og
Stephan í draumalandi.
Skapferli þitt, Pétur, kímnigáfa
þín, snilligáfa þín á sviði myndlistar
og tónlistar og já manngæskan,
allt þetta sem og fleira gerði það
að verkum að við bæði elskuðum
þig og virtum. Þú ert sá yndisleg-
asti maður og vinur sem við höfum
nokkru sinni kynnst og er það ekki
of fast að orði kveðið. Vinátta þín
breytti okkur öllum; að hafa þekkt
þig voru forréttindi. Ekki var til
vottur af eigingirni né svartri hugs-
un í sál þinni, Pétur, umgengni við
þig gerði okkur alla að betri mönn-
um. Það mun því alltaf lifa í hjarta
okkar lítill Pétur sem kennir okkur
að snúa hveijum hversdagslegum
atburði upp í leik, lifa lífinu mátu-
lega létt sem og að meta fegurð
heimsins.
Manstu til að mynda eftir laginu
„Viltu dansa“ sem þú samdir í
róðrafélagsferð svo við gætum
vaskað upp eða öllum hinum árshá-
tíðarlögunum sem styttu samnem-
endum þínum í MR stundirnar í
svartasta skammdeginu. Eða hin-
um sérkennilega „twist“-dansi sem
við svo margsinnis báðum þig að
stíga til að létta á okkur lundina.
Hvert sem þú fórst fylgdi þér lífs-
gleði og drifkraftur svo að í hvert
sinn sem við hittum þig tók hjartað
kipp því að við gátum alltaf verið
vissir um að eitthvað skemmtilegt
væri í vændum.
Manstu Pétur, eftir ógæfuleg-
asta ketti í heimi, þeim sem þú
hélst uppi úti í Portúgal. Það var
lýsandi dæmi um þig og þína sið-
ferðiskennd að síðustu dagana þeg-
ar fjárráðin voru orðin heldur bág,
þá eyddir þú seinustu aurunum þín-
um í Whiskas-kattamat. Góð-
mennska þín í garð dýra, þitt hreina
siðferði og þín sterka réttlætis-
kennd voru hlutir í fari þínu sem
allir dáðust að.
Eftir fyrstu fréttir af fráfalli þínu
kom sorgin, en síðan fylltumst við
vanmáttugri reiði. Því varst þú af
öllum mönnum hrifínn burt frá
staklega við föður minn.
Þegar hann var borinn til grafar
fylgdi Anna honum ásamt annarri
vökukonu, sem ég man því miður
ekki hver var. Mér er til efs að al-
gengt sé að starfsfólk sjúkrahúsa
geti gefið sér tíma til þess að fylgja
til grafar þeim, sem hafa verið í
umsjá þess síðustu ævistundirnar.
En þetta vinarbragð sýndi Anna
íjölskyldu minni og heiðraði með
því minningu föður míns. Fyrir það
er ég henni ævinlega þakklátur.
Svo hittumst við í ágúst, óvænt
eftir öll þessi ár. Skiptumst á nokkr-
um orðum, en alltof fáum. Mig lang-
aði til að koma til hennar kveðju
eftir þennan fund okkar, ri§a upp
einmitt það, sem ég hef nú sett hér
á blað og þakka henni. En ég vissi
ekki hvar hana væri að finna. Gerði
því ráðstafanir til að hafa upp á
heimilisfangi hennar, en fékk þá
þær fregnir að nú væri hún látin.
Ég varð því of seinn að segja
henni í lifanda lífi það sem mig
langaði til og hún átti inni hjá
mér. En ég geri það nú.
Guð blessi Önnu Ámadóttur og
ættingja hennar.
Ólafur G. Einarsson.
okkur. Enginn var aðdragandinn
og þú fórst einmitt á þeim tíma
þegar allt gekk þér í haginn. Þú
varst svo ánægður með að vera
kominn inn í Myndlista- og hand-
íðaskólann og við vorum allir svo
stoltir af því hvað þér gekk vel.
Að verða að manni er að rækta
þá mannlegu eiginleika sem aðskil-
ur okkur frá dýrum og þú ræktað-
ir þá og þroskaðir svo vel að þú
ert vafalaust mesti maður, það er
sá mennskasti sem við höfum
kynnst. Því er það svo að ef eitt-
hvað er til fyrir handan þetta líf
þá erum við sannfærðir um að þar
ert þú, þér líði vel og vonum við
bara að útsýnið sé fagurt á himn-
urn.
Saga þín mun að eilífu lifa og
öll þín uppátæki og ævintýr gleym-
ast aldrei. Freistandi væri að rita
fleiri sögur af þér og gætum við
haldið því áfram endalaust. Enda-
laust gætum við rifjað upp dýrmæt-
ar minningar og um leið gerum við
okkur svo átakanlega grein fyrir
því hversu sárt við söknum þín og
munum gera. Þetta stóra skarð sem
þú skildir eftir þig verður aldrei
fyllt.
Veistu Pétur, að minning þín
mun lifa, tónlist þín ekki gleymast
og myndir þínar ekki fölna, vina-
hópur þinn mun sjá til þess.
Við vottum Diddu, Þorgils, Ás-
laugu sem og skyldfólki öllu okkar
dýpstu samúð. Megi Guð styrkja
ykkur í sorg ykkar.
Einar Örn, Eyvindur,
Ingimar, Páll Geir.
Aldur er svo afstæður. Þegar við
erum börn tengjumst við á annan
hátt en þegar við fullorðnumst. Á
bams- og unglingsárum er vináttan
mjög sérstök. Þá erum við ákaflega
háð vinum og skólafélögum og sá
dagur líður vart að við sjáumst
ekki og trúum hvert öðru fyrir öllu
sem er að gerast og bijótast um í
ungum kollum.
Pétur var einn úr hópi bekkjarfé-
laga á þessum árum. Hann var
frændi minna bestu vinkvenna og
var af þeim sökum mikið með okk-
ur stelpunum. Við buðum hvort
öðru heim og kölluðum það
bekkjarpartý. Ég sem átti þá tvö
heimili í Vesturbænum bæði hjá
foreldrum mínum og ömmu hafði
því oftar möguleika en hin. Pétur
var ávallt hrókur alls fagnaðar
þrátt fyrir að vera bæði hæglátur
og yfirvegaður. Það var hann sem
leysti úr ágreiningsmálum sem upp
komu á sinn einstaka hátt. Aldrei
var mótmælt og allir gátu sætt sig
við þær lausnir sem hann lagði til.
Mér finnst ég hafa þekkt hann
mjög vel þá. Síðan hafa árin liðið
og áhugamálin færst yfir á önnur
svið. Það hefur því verið bein og
eðlileg afleiðing, að við sem alltaf
vorum saman fjarlægðumst hvort
annað.
Þannig var með vinahópinn í
Mela- og Hagaskóla sem Pétur til-
heyrði. Hann fór sína leið og ég
mína, en ávallt vissum við hvort
af öðru. Ég frétti af honum gegnum
frænkur hans og móðir mín og
amma spurðu gjaman um hann.
Þær þekktu til fólksins hans, auk
þess sem Pétur var sem smábarn
í gæslu í kjallaranum á Kvisthagan-
um hjá ömmu. Hjá henni var ég
einnig á efri hæðinni á meðan
móðir mín stundaði vinnu og víst
hjöluðum við saman við leik á okk-
ar fyrsta og öðru ári. Seinna þegar
skólaárin hófust og Pétur ásamt
hinum var heima hjá mér vissi
mamma strax hver hann var. Þeir
fullorðnu með reynsluna vita sínu
viti þegar dæma skal um mann-
kosti. Foreldramir eru oft fljótir
að sjá hvað býr í hveijum einstakl-
ingi og hvaða mannkosti þeir hafa
til að bera — jafnvel þó að um
ungan aldur.sé að ræða. Móðir mín
var fljót að sjá Pétur út og var
aldrei í vafa að úr honum yrði vel
heppnaður einstaklingur. Sjálf var
ég slíkt barn þá að ég hugsaði
ekki lengra en um líðandi stund.
Meðfædd eðlishvöt sagði mér þó
að Pétur væri sérstakur.
Hann var afar vel upp alinn af
ömmu sinni Áslaugu, en stundum
fannst okkur hún heldur ströng.
Hann var listamaður af Guðs náð
og fljótlega í barnaskóla teiknaði
hann myndir sem voru framar því
sem nokkurt okkar gat leikið eftir.
Ég á vel geymda mynd sem Pétur
teiknaði af mér á barnsaldri.
Síðast hitti ég hann í tvítugsaf-
mæli Ragnheiðar frænku, æskuvin-
konu minnar og frænku hans fyrir
rúmu ári og þegar við föðmuðumst
og spjölluðum fannst mér ég hafa
hitt hann síðast í gær. Þá fann ég
hvað mér þótti vænt um hann og
við töluðum um að hittast oftar.
Mig grunaði ekki þá að ég væri
að sjá hann í síðasta sinn hérna
megin grafar en er ekki í vafa að
við eigum eftir að endurnýja vinátt-
una þó að síðar verði.
Hafi Pétur þökk íýrir árin sem
ég fékk að njóta samhliða honum
á viðkvæmu skeiði lífs míns. Með
eftirfarandi hendingu úr „Söknuði"
ljóði Jónasar Hallgrímssonar lang-
ar mig að kveðja Pétur.
Löngum mun ég,
fýr hin ljósa mynd,
mér úr minni líði,
á þá götu
er þín ganga hlýtur,
sorgarraun sjá.
Foreldrum, ömmu og systrad-
ætrum samhryggist ég innilega.
Erna Sif Smáradóttir.
Min ven han taler inte med mig.
Og han kommer inte mer i dag.
Svona líta fyrstu ljóðlínur lagsins
„Kærligheden blomstrer" út, lag
og texti er eftir Pétur Inga Þorgils-
son og Kristján Eggertsson. Þó að
þessar línur séu slitnar úr sam-
hengi við upprunalegan tilgang og
framhald lagsins sýna þær glögg-
lega hvernig kaldhæðni örlaganna
getur breytt hlátri í grát þegar
minnst varir.
Eftir er að kveðja kæran vin
löngu fyrir tímann, en þó skal hans
minnst með örfáum orðum, sem
geta þó aldrei fyllilega lýst þeim
sem við kveðjum.
Rétt er að nefna að Pétri verður
aldrei líkt við nokkurn mann, ein-
ungis vegna þess að hann átti eng-
an sinn líka.
Pétur var mikill hæfileikamaður
jafnt á sviði tónlistar sem myndlist-
ar og færa verk hans okkur heim
sanninn um það. Við, skólafélagar
hans, nutum góðs af þeim hæfileik-
um í félagslífi Menntaskólans í
Reykjavík, en Pétur samdi nokkur
af svokölluðum Árshátíðarlögum
og hannaði auglýsingar og skreyt-
ingar í tengslum við þær hátíðir.
Geysileg vinna lá iðulega þar að
baki.
Pétur var þekktur fyrir góð-
mennsku sína. Gott dæmi um það
er nokkuð sem gerðist í ferð 5.
bekkinga til Portúgals sumarið
Lífíð er margbreytilegt og kemur
við okkur mennina með margvísleg-
um hætti. Það kemur í hugann nú
þegar bekkjarbróðir minn Sverir
Þórisson hefur verið kvaddur til
lengri ferðar á besta aldri.
Við höfuðum ekki hist oft síðustu
25 árin, við Sverrir, en þegar við
hittumst var eins og tíminn skrúfað-
ist til baka. Sverrir var alltaf jafn
hlýr og einlægur. Alltaf sami glað-
legi góði drengurinn frá því í gamla
dag. Alltaf jafn strákslegur - einn
af þeim sem ekkert breyttist.
Argangurinn okkar var mjög
samheldur og framkvæmdasamur
og hefur nú mörg hin síðari ár not-
að hvert tækifæri til að hittast og
halda upp á hin ýmsu afmæli. Það
hefur sífellt orðið styttra á milli
hverrar samkomu en því miður
verður Sverrir ekki með okkur
næst. Þess mun ég sakna.
Síðastliðið vor í maímánuði héld-
um við upp á 30ö ára fermingaraf-
mæli okkar. Þá óraði mig ekki fyr-
ir því að það yrði í síðasta skipti
sem ég hitti Sverri. Hann brosti
sínu hlýja brosi eins og áður en
sorg mátti lesa úr andliti hans,
þótt hann reyndi að sýnast' glaður.
1992. Þá tók Pétur að sér flækings-
kött, rifínn og tættan, sem gekk
undir nafninu Ljótur. Pétur samein-
aði eigin næringarneyslu og kattar-
ins með því að kaupa kjarngott
kattarkex og sáust þeir kumpánar
oft saman við sundlaugarbarminn
þar sem Pétur tíndi kexið góða
ýmist upp í sjálfan sig eða köttinn.
Það var ósjaldan sem við hin,
skólafélagar hans og vinir, hristum
höfuðið eða hlógum að ruglinu í
honum og ótrúlegum uppátækjum,
en um leið var okkur ljóst að at-
hafnir hans voru byggðar á hans
eigin heimspeki og við virtum hann
fyrir hana og dáðumst að henni.
En við, sem lifðum í fábrotnum
heimi hlutveruleikans og hugsuðum
urn iítið annað en að koma okkur
áfram í lífsgæðaskokkinu, skildum
ekki alltaf flóknar vangaveltur Pét-
urs yfír einföldustu hlutum. Hann
átti það til að bijóta hversdagsleg-
ustu efni til mergjar, sem okkur
virtust liggja í augum uppi, en
Pétri fannst hins vegar hin merki-
legustu, sem þau e.t.v. voru.
Vegna einlægni sinnar, hrein-
skilni og „blómstrandi kærleika"
tókst Pétri að sá fræjum í hugi
þeirra sem hann kynntist á lífsleið-
inni.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson)
Við vottum öllum þeim, sem eiga
um sárt að binda vegna fráfalls
Péturs, okkar dýpstu samúð.
Guðrún, Steinunn,
Lilja Dögg og Ása.
Við viljum í örfáum orðum minn-
ast manns sem var okkur öllum
mjög kær. Pétri Inga kynntumst
við í Menntaskólanum í Réykjavík.
Hann var þeirrar gerðar að öllum
þótti vænt um hann. Pétur var hug-
myndaríkur og skemmtilegur með
afbrigðum, lífsglaður og lífgaði upp
á tilveru okkar allra.
Það er mikill sjónarsviptir að
Pétri, hans skarð verður seint fyllt.
Við erum mjög þakklátir fyrir að
hafa fengið að kynnast honum.
Aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama,
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Teitur, Bjarni, Ólafur og Örn.
Fleiri minningargreinar um
Pétur Inga Þorgilsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Margt var breytt frá því vorið 1991
er við hittumst á 25 ára gagnfræða-
afmæli okkar.
Þetta kvöld, í vor heilsaði ég einn-
ig upp á konu hans, Kristínu og
dáðist að því að þau skyldu vera
með okkur þarna þar sem gleði og
glaumur ríkti en skuggi veikinda
hans hvíldi yfír samkomunni. Mér
fannst svo erfítt að vera glöð þetta
kvöld og ég vildi óska að við Sverr-
ir hefðu getað spjallað lengur sam-
an. Nú geymi ég minningamar um
góðan dreng og óska honum góðrar
ferðar.
Missir manna á besta aldrei er
ætíð harmafregn, og vita má að
KristTn eiginkona hans, börn þeirra,
foreldrar og systkini og aðrir þeir
er voru honum nánir, að til þeirra
hugsa margir með samúð og góðum
óskum. í þeim hópi vil ég vera.
„Að eilífðarljósi bjarma ber
sem brautina þungu greiðir
Vor líf, sem svo stutt og stopult
er
það stefnir á æðri leiðir
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir“
(Einar Ben.)
Gullý Ragnars.
Minning
Anna Amadóttir
Minning
Sverrir Þórisson