Morgunblaðið - 07.10.1993, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
Michael Jordan hættur
Löngunin
er horfin
ENGINN körfuknattleiksmaður hefur flogið hærra en Michael
Jordan. Þrjú ár í röð varð hann meistari með Chicago Bulls í
NBA-deildinni í Bandaríkjunum og nú hefur hann fengið nóg.
„Löngunin er horfin," sagði Jordan, þegar hann tilkynnti að hann
væri hættur, á blaðamannafundi í Deerfield f lllinois í gær, þar
sem fyrrum félagar hans hefja æfingar fyrir komandi leiktfð í
dag. „Ég hef alltaf sagt að þegar ég hefði ekkert að sanna lengur
á vellinum myndi ég hætta. Nú er þeim áfanga náð.“ Margir eru
slegnir vegna þessarar ákvörðunar leikmannsins, sem kenndur
var við loftið vegna þess að hann virtist þeirri náttúru gæddur
að geta yfirunnið þyngdarlögmálið, og má segja að þetta sé
áfall fyrir meistara Chicago Bulls og körfuknattleikinn í heild.
Dregið hefur verið í riðla fyrir
heimsmeistarakeppni karla í
körfuknattleik, sem fram fer í Tór-
ontó í Kanada næsta sumar. Riðl-
arnir eru sem hér segir:
A-riðill: Bandaríkin, Brasilía,
Spánn og fyrsta Asíiiþjóð.
B-riðill: Króatía, Ástralía, Kúba,
önnur Asíuþjóð.
C-riðill: Rússland, Argentína,
Kanada, Angóla.
D-riðill: Puerto Rico, Grikkland,
Þýskaland, Egyptland.
Tvö efstu lið úr hveijum riðli
komast áfram í átta liða úrslit.
Yfirburðir Jordans á leikvellin-
um hafa verið með ólíkindum,
en lífíð hefur ekki verið eins ein-
falt utan vallar. Sagt hefur verið
að hann hafi hegðað sér eins og
einræðisherra hjá
Kgrl Chicago Bulls.
Blöndal Ásakanir um sjúk-
skrifar frá lega fjárhættuspila-
Bandarikjunum mennsku gátu af
sér vægðarlausa
umfjöllun í fjölmiðlum og leiddu
til þess að NBA-deildin hóf rann-
sókn á málinu. En mesta áfallið
kom í sumar, þegar tveir unglingar
myrtu föður hans í bifreið sinni á
sveitavegi í Louisiana.
Þegar kvisaðist að Jordan hygð-
ist leggja skóna á hilluna í gær-
kvöldi upphófust miklar vangavelt-
ur um ástæður. Morðið á föður
hans vóg þyngst á metunum hjá
pennum og orðhákum úr röðum
íþróttafrétamanna, en einnig mátti
heyra að Jordan gæti ekki lengur
sætt sig við það að aðrir leikmenn
í NBA væru hærra launaðir og
hann vildi komast úr sviðsljósi fjöl-
miðla vegna veðmála.
Jordan sagði hins vegar að það
eitt hafi skipt máli að áhuginn og
getan væru óskert. „Ég hugðist
hætta, þegar ég missti innri hvöt-
ina,“ sagði hann ablaðamanna-
fundinum. „Ég ætlaði aldrei að
hætta að spila eftir að hæfileikar
mínir byijuðu að minnka, ég fyndi
þrýstinginn í bakið og fólk færi
að ýta mér útúr íþróttinni. Ég vildi
snúa baki við kjörfubolta á toppn-
um og nú er rétti tíminn.“
helgan stein þýðir að ég get gert
það sem mér sýnist,“ sagði hann.
„Ég vil ekki útiloka að ég spili
aftur. Orðið aldrei er ekki til í
mínum trúarbrögðum og ég loka
engum dyrum.“ Hann sagðist vilja
veija tíma sínum með fjölskyldunni
og taka lífinu með ró. „Ég veit að
margir krakkar eiga erfitt með að
skilja að „stjarnan" Michael Jordan
skuli vera hætt á hátindi frægðar
sinnar, en vonandi skilja þeir í
framtíðinni að ég þarf að vera
meira en bara körfuknattleiksmað-
ur,“ sagði Jordan. „Ég ætla að
horfa á grasið gróa,“ sagði Jordan
aðspurður um framtíðaráætlanir
sínar, „og svo fer ég út að slá.“
Reuter
MICHAEL Jordan kastaði boltanum
í síðasta sinn í fyrrakvöld, þegar hann
„hóf“ fyrsta úrslitaleikinn í bandarísku
hafnaboltadeildinni. Til hliðar er hann
með föður sínum eftir að titillinn í
NBA-deildinni var í höfn í vor sem leið.
ÍÞRÓmR
FOLK
■ CHARLES Barkley, leikmaður
Phoenix Suns, kvaðst í gær sár
yfir því að Michael Jordan hygðist
hætta á undan sér. „Við töluðum
um að hætta á sama tíma,“ sagði
Jordan á blaðamannafundinum í
gær. „Nú hef ég náð fram mínum
markmiðum, en hann á eftir að
gera ýmislegt, sem ég gat ekki
beðið eftir vegna þess að ég stóð í
vegi fyrir honum.“
■ BARKLEY sagði að það eina
sem skipti máli væri að Jordan
væri sáttur við að hætta. „Ég mun
sakna hans vegna þess að hann er
eini leikmaðurinn í deildinni, sem
hefur jafn mikið keppnisskap og
ég.“
■ MICHAEL Jordan kvaðst ekki
aðeins hafa átt þátt í að breyta
ímynd körfuknattleiksins með snilld
sinni heldur einnig.ásjónu Chicago.
„Nú geta Chicagobúar gortað sig
hvar sem þeir koma,“ sagði Jord-
an. „Chicago var lengi þekkt sem
glæpamannaborg, en nú er hún
meistaraborgin.“
■ LARRY Johnson, leikmaður
Charlotte Hornets, undirritaði á
þriðjudag samning, sem talinn vera
upp á hæstu fjárhæð í sögu banda-
rísku NBA-körfuknattleiksdeildar-
innar. Samningurinn nær til 12 ára
og er að andvirði 84 millj. dollara
eða um 600 millj. kr. Hann nær
samt ekki árlegum tekjum Patricks
Ewings hjá New York Knicks,
sem fær 9,4 millj. dollara eða 640
milljónir.
Michael Jeffrey Jordan
Fæddur: 17. febrúar 1963, í Brookleyn-hverfínu í New York borg.
Hjúskapur: Giftur Juanitu. Þau eiga tvö börn og búa í Chicago.
Tekjur: Hefur haft um 30 milljónir dollara á ári, eða um 2,2 milljarða
króna og hefur það næstu þijú árin þrátt fyrir að vera hættur að spila
. körfukanttleik.
Árangur: Háskólameistari með Norður Karolínu-háskóla 1983. Hann
hefur leikið 9 ár í NBA og var valinn til að leika í stjömuliði austur-
strandar níu sinnum. Tvisvar var Jordan Ólympíumeistari. Var kosinn
nýliði ársins 1984-1985. Þrisvar sinnum kjörinn leikmaður ársins; 1988,
1991 og 1992. Kjörinn besti varnarmaður deildarinnar árið 1988. Þrisv-
ar orðið NBA-meistari með Chicago Bulls. Stigahæsti leikmaður Chicago
frá upphafi, gerði alls 21.541 stig, og stigahæstur í NBA í sjö ár í
röð. Hann var með 33,2 stig að meðaltalij NBA-leik utan úrslitakeppn-
innar og hefur enginn leikið það eftir. í úrslitakepppni skoraði hann
34,7 stig meðaltali i leik. Var stigahæstur í einum leik á síðasta ári,
gerði þá 64 stig.
KORFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILDIN
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Riðlarnir í HM
Jordan kvaðst hafa rætt ákvörð-
un sína við ýmsa og endanlega
sannfærst, þegar hann talaði við
þjálfara sinn, Phil Jackson. „Ég
spurði hvort ég ætti eftir að sanna
eitthvað sem körfuboltamaður og
þegar hann hikaði áður en hann
svaraði þurfti ég ekki frekari vitna
við.“
Jordan sagðist hafa tekið
ákvörðun sína áður en faðir hans
var myrtur, en það atvik hafi hins
vegar gert honum grein fyrir gildi
lífsins og styrkt hann í ákvörðun
sinni.
Miklar breytingar hafa orðið í
NBA-deildinni á undanförnum
árum og skærustu stjörnur
íþróttarinnar eru nú hættar. Ear-
vin „Magic“ Johnson, leikmaður
Los Ángeles Lakers, lagði skóna á
hilluna fyrir tveimur árum, þegar
hann tilkynnti að hann væri hald-
inn alnæmi. Larry Bird, burðarás
Boston Celtics, hætti fyrir einu ári
þegar bakið sagði hingað og ekki
lengra. Og nú Jordan, sem alltaf
hefur litið á sig sem keppinaut
hinna tveggja. Bird varð þrisvar
meistari og Johnson fimm sinnum,
en hvorugur afrekaði að verða
meistari þijú ár í röð eins og Jord-
an.
Jordan vildi ekki útiloka að hann
myndi spila aftur, en hann myndi
ekki spila fyrir annað lið en
Chicago Bulls. „Það að setjast í
Mörg Ijón verða á veginum
- segirValur Ingimundarson, sem er byrjaður að leika með UMFN á ný
Morgunblaðið/Þorkell
VALUR Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, kominn í land eftir Viðeyjar-
ferð, en þar var gerð opinber spá leikmanna úrvalsdeildarinnar, en þeir spá
Njarðvíkingum Sslandsmeistaratitli.
„AÐ sjálfsögðu verður það tak-
markið að endurheimta ís-
landsmeistaratitilinn, en mörg
Ijón verða á vegi okkar, þar
sem við leikum í sterkum riðli,"
sagði Valur Ingimundarson,
þjálfari Njarðvíkinga, en þeim
er spáð sigri í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik — af leikmönn-
um deildarinnar. Njarðvíkingar
voru síðast meistarar 1991, en
nágrannar þeirra í Keflavík
hafa hampað meistaratitlinum
undanfarin tvö ár. Valur er
kominn heim á ný, eftir að hafa
leikið nokkur ár með UMFT á
Sauðárkróki. Valur hefur marg-
oft verið meistari með Njarð-
víkingum, en hann lék með
hinu sigursæla liði þeirra sem
varð meistari fjögur ár í röð
1984-87.
jarðvíkingar hafa endurheimt
tvo gamla samheija — Val
og Friðrik Ragnarsson, sem lék með
KR, en tveir leikmenn eru farnir;
bræðurnir Sturla og Gunnar
Örlygssynir, sem leika nú með Val.
„Við erum með sterkan tólf manna
leikmannahóp, sem er klár í slag-
inn. Það verða liðin frá Reykjanesi
sem beijast um meistaratitilinn —
Njarðvík, Keflvík, Haukar og
Grindavík, en ekki má þó afskrifa
Reykjavíkurfélögin KR og Val, sem
geta hæglega sett strik í reikning-
inn,“ sagði Valur Ingimundarson,
en hann taldi að B-riðillinn væri
sterkari en A-riðillinn. „Við leikum
í riðli með Grindavík, Haukum,
UMFT og KR. Tindastólsmenn eru
alltaf erfiðir heim að sækja. Barátt-
an byijar strax á fullu í riðlinum,
því að hvert stig er dýrmætt, en tvö
efstu liðin komast í úrslitakeppn-
ina.“
- Nú hafa Keflvíkingar ekki leik-
ið vel upp á síðkastið. Hver er
ástæðan fyrir því?
„Keflvíkingar hafa ekki náð sér
á strik eftir ferðina til Litháen, þar
sem þeir léku í Evrópukeppninni.
Meiðsl hafa sett strik í reikninginn
hjá þeim, en Keflvíkingar eiga eftir
að koma upp sterkir. Þeir verða
öruggir sigurvegarar í A-riðlinum,
þar sem þeir leika ásamt Val, Snæ-
felli, Skallagrím og Akranesi."