Morgunblaðið - 07.10.1993, Side 52
Whp% hewlett
mLriM packard
------------------ UMBOÐIÐ
H P Á ÍSLANDI H F
Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000
Frá möguleika til veruieika
MORGVNBLAÐW, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMl 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTÍ 86
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Kvartað
undan eft-
irliti með
vsk.-bíl
TÖLVUNEFND hefur sent fyrir-
spurn til ríkisskattsljóra um
hvort eftirlitsskrifstofan hafi elt
uppi ökumann á virðisaukabíl og
tekið af honum ljósmyndir. Fyr-
irspurn Tölvunefndar var send í
framhaldi af kvörtun gjaldanda
til Tölvunefndar sem taldi að á
sér væri brotið með þessu.
I lögum um skráningu og meðferð
persónuupplýsinga eru skorður sett-
ar við því hvernig upplýsingum um
einstaklinga er safnað.
Þær reglur gilda um svonefnda
virðisaukaskattsbíla með rauðum
númeraplötum að óheimilt er að nota
þá til einkaþarfa. Eftirlitsskrifstofa
ríkisskattstjóra hefur um nokkurra
vikna skeið tekið myndir af mörgum
virðisaukabílum við knattspyrnuvelli,
á útihátíðum, við kvikmyndahús og
á fleiri stöðum, þar sem talið er að
bílarnir séu í einkanotkun.
Kannast ekki við þetta
Garðar Valdemarsson ríkisskatt-
stjóri sagði að Tölvunefnd hefði í
framhaldi af beiðni gjaldanda sem
óskar nafnleyndar sent embættinu
fyrirspurn. „Tölvunefnd hefur fengið
fullyrðingu frá manninum um að
hann hafi verið eltur af mönnum í
merktri ríkisbifreið. Þeir hafi veitt
honum eftirför og myndað bifreiðina.
Maðurinn telur að allt bendi til þess
að þarna hafi verið á ferðinni menn
við skatteftirlit. Þetta kannast eng-
inn við héma,“ sagði Garðar.
Garðar segir að engum sé uppá-
lagt að taka myndir að þeim sem eru
í bifreiðunum heldur einungis af bif-
reiðunum séu þær staddar á ólíkleg-
um stöðum.
„Lög um skráningu og meðferð
persónuupplýsinga fjalla um skrán-
ingu á einkamálum. Þessar bifreiðar
eru ekki einkabifreiðar og óheimilt
að nota þær í einkaþágu. Myndatök-
ur af þeim eru því ekki myndir af
einkaatferli," sagði Garðar.
-----» ♦ ..-.-.-
Umferðarslys,
• •
Okumaður bif-
Fyrsta flugvélin
í gegnum Dyrhólaey
ARNGRÍMUR Jóhannsson flugstjóri og Árni Johnsen alþingismaður
flugu fyrstir manna á flugvél í gegn um gatið á Dyrhólaey í gær.
Logn er mjög sjaldan við Dyrhólaey en við minnsta blæ skapast
mikil ókyrrð í lofti og ávallt er nokkuð af bjargfugli í gatinu. Þeir
Ámi og Arngrímur hafa gert nokkrar tilraunir til gegnumflugs á
síðustu tveimur árum en þurft frá að hverfa vegna ókyrrðar í lofti
og fuglagers. Þeir félagar flugu þrjár ferðir í gegn um Dyrhólaey á
eins hreyfils vél, TF-MBL. Á stærri myndinni sést vélin koma undan
hamraveggnum en á innfelldu myndinni eru Árni og Arngrímur við
vélina í túnfæti Loftsala við Dyrhólaey.
Morgunblaðið/RAX
Ríkisendurskoðun gerir úttekt á störfum lækna í þjónustu ríkisins
Endurmat á gjaldskrám
míði að 120 millj. spamaði
hjóls slasaðist
BIFHJÓL og bifreið lentu í
árekstri laust eftir kl. 22 í gær-
kvöldi á mótum Flugvallavegar
og Bústaðavegar í Reykjavík.
Ökumaður bifhjólsins var fluttur
á slysadeild Borgarspítalans. Meiðsl
hans voru ekki fullkönnuð þegar
blaðið fór í prentun.
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur beðið ríkisendurskoðun að gera
úttekt á störfum lækna sem þiggja greiðslur úr ríkissjóði, bæði
vegna fastra starfa á sjúkrahúsum og framvísaðra reikninga til
Tryggingastofnunar. Ráðherra segir úttektina eiga að kortleggja
í hversu miklum mæli læknar halda úti þjónustu á tveimur eða
jafnvel fleiri stöðum og koma eigi á skýrari og skilvirkari verka-
skiptingu þar á milli á grundvelli upplýsinganna til að ná fram
30 miiyóna kr. kostnaðarlækkun. Einnig muni fara fram endur-
mat á gjaldskrám vegna rannsókna á röntgenmyndatöku, sem
miði að því að draga úr útgjöldum upp á 120 milljónir kr.
Samgönguráðherra í opinberri heimsókn í Kína
Rætt um samstarf í flugi
Peking. Frá Kristínu Gunnarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins.
HALLDÓR Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra, átti í gær
fund með Zou Jiahua, aðstoðarforsætisráðherra Kína, í opinberri heim-
sókn sinni til Peking og Hebei. Þá ræddi ráðherra við Zhu Zhaw, að-
stoðarflugmálastjóra Kína, um hugsanlega samvinnu í tengslum við
flugáætlun Flugleiða yfir hafið til Bandaríkjanna.
í för með ráðherra er Jón Birgir
Jónsson aðstoðarvegamálastjóri og
fulltrúar sjö íslenskra verkfræði-
stofa, en vonast er til að samkomu-
lag náist við fulltrúa Hebei-fylkis um
stofnun fyrirtækis í meirihlutaeigu
íslendinga er sjái um hönnun og
framkvæmdir við vegagerð í fylkinu.
„Ég geri mér vonir um að þegar
við komum til Hebei verði hægt með
formlegum hætti að ganga frá sam-
komulagi um að íslenskt verkfræði-
fyrirtæki standi að og eigi meirihluta
í fyrirtæki er verði ráðgjafi í verk-
fræðilegri hönnun," sagði sam-
gönguráðherra.
Flug innan Evrópu
Ráðherra sagði að viðræður um
samvinnu við Flugleiðir væru
skammt á veg komnar en að rætt
hafí verið um samskipti þjóðanna í
flugmálum. Hugsanlega gætu náðst
samningar við Kínverska flugfélagið
um flutninga á farþegum innan Evr-
ópu.
Guðmundur Árni Stefánsson,
heilbrigðisráðherra, kveðst halda
að breyta megi núverandi fyrir-
komulagi í nokkrum skrefum og
m.a. sé talið að gera megi göngu-
deildir sjúkrahúsanna virkari en
nú er þannig að draga megi úr
sérfræðikostnaði vegna einkarek-
inna læknastofa.
„Ég held að það sé öllum til
bóta að þessi heildarmynd náist
fram, því menn hafa t.d. verið að
halda fram að vissir læknar starfi
á tveimur eða þremur sjúkrahúsum
og séu með læknastofur samtím-
is,“ segir Guðmundur Árni og
kveðst telja að úttekt ríkisendur-
skoðunar muni skýra sannleiks-
gildi slíkra sögusagna og hjálpa
til við að setja verkaskiptingu í
fastari skorður. Hann kveðst ekki
telja að koma muni til „stórfelldra
uppsagna af þeim sökum, heldur
takist að leysa málin í samráði við
stjórnendur sjúkrahúsanna og við-
komandi lækna, ef svo ber undir“.
Guðmundur segir sparnaðar-
áform á þessu sviði heilbrigðiskerf-
isins ekki eiga að bitna á þjónustu
við almenning, þar sem hann náist
fram með skilvirkari aðferðum inn-
an heilbrigðiskerfisins og nýrri
tækni á t.d. röntgendeildum.
Furðuljós á himni
Grænt blys
eða loftsteinn
LÖGREGLUNNI á Hvolsvelli
bárust í gærkvöldi tvær til-
kynningar um torkennilegt
Ijós á himni. Fólk í Þórsmörk
hafði samband við lögregluna
og skömmu síðar menn á ferð
í bíl nálægt Þjórsá.
Áhorfendur töldu að hér væri
um grænt blys að ræða sem
hefði svifið til jarðar. Fólkið í
Þórsmörk taldi blysið hafa lent
í mynni Fljótsdals eða við innsta
bæ í Fljótshlíð en mennirnir við
Þjórsá töldu ljósið hafa lent rétt
sunnan við þjóðveginn. Talið er
að ekki hafi verið um blys að
ræða því það hefði tæpast sést
samtímis á svo stóru svæði held-
ur hafí hér verið loftsteinn á
ferð.