Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐURB/C
STOFNAÐ 1913
230 tbl. 81. árg.
SUNNUDAGUR10. OKTOBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bandaríkjamenn freista
þess að semja við Aideed
Washington. Reuter.
BANDARÍSK stjórnvöld freista þess að
semja við sómalska stríðsherrann Mo-
hamed Fara Aideed um vopnahlé en
öflugpir liðsauki bandarískra hermanna
streymir nú til Sómalíu til þess að verða
til taks ef skæruliðar Aideeds ráðast á
hersveitir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í
landinu.
Robert Oakley, sérlegur sendifulltrúi
Bandaríkjastjórnar, hefur hafið viðræður
við fulltrúa Aideeds um vopnahlé í Mogadis-
hu, höfuðstað Sómalíu. í þessum viðræðum
hefur því verið heitið að tilraunum til þess
að hafa hendur í hári Aideeds verði hætt
gegn því að skæruliðar hans hætti árásum
á herlið SÞ. Þegar síðast fréttist í gær,
laugardag, höfðu samningar ekki tekist.
Himinninn logaði yfir Mogadishu í fyrri-
nótt er skæruliðar skutu á bandarískar árás-
arþyrlur á könnunarflugi. Sömuleiðis kváðu
við miklir hvellir er þyrlur gerðu árás á
nokkrar meintar vopnageymslur skæruliða.
Engar fregnir fóru af manntjóni.
Talsmaður bandaríska varnarmálaráðu-
neytisins sagði í gær að bandarískar her-
sveitir myndu freista þess að koma ekki
af stað bardögum við sveitir Aideeds. Jafn-
framt yrðu ugglaust gerðar tilraunir til að
Moskvu.^ Reuter.
MIKHAIL S. Gorbatsjov fyrrum sovétleið-
togi segist reiðubúinn að „koma þjóðinni
til bjargar" ef ástandið í Rússlandi kref-
ur. Kemur þetta fram í viðtali sem birtist
við hann í blaðinu Komsomolskaja Pravda
í gær, laugardag.
Gorbatsjov var spurður að því hvort hann
sneri sér hugsanlega aftur að stjórnmálum
og voru svör hans túlkuð þann veg að hann
væri reiðubúinn til að bjóða sig fram við
forsetakosningarnar sem ráðgerðar eru í
júní 1994.
bjarga þyrluflugmanni í haldi skæruliða
Aideeds tækist ekki að semja um lausn
hans.
í samtalinu segist Gorbatsjov fremur gera
ráð fyrir því að Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seti verði undir bæði í væntanlegum þing-
kosningum \ desember nk. og í forsetakosn-
ingunum. í skoðanakönnunum undanfarið
hefur Jeltsín þó notið meira fylgis en Gorb-
atsjov. Og samkvæmt skoðanakönnun sem
birt var í vikulok styðja 71% þjóðarinnar
Jeltsín og stjórn hans og 78% sögðu þá
ákvörðun hans að bijóta' aftur uppreisnartil-
raun harðlínumanna réttlætanlega.
Fer Gorbatsjov í
forsetaframboð?
Morgunblaðið/RAX
Á SELTJARNARNESI
Vilja fækka
mistökum
flugmanna
MANNLEG mistök eru orsök 80% allra
óhappa í farþegaflugi og verður að
ráða bót á þessum vanda til þess að
ná fram raunverulegri fækkun flug-
slysa, að sögn Pierre Jeanniots, for-
sljóra Alþjóða flugmálastofnunarinn-
ar (IATA). Jeanniot sagði það ásetning
stofnunarinnar að vinna bót á þessum
vanda. Hann sagði að tækist að fækka
slysum af völdum tæknilegra galla,
bilana eða smíðisbresta um 50% myndi
flugslysum fækka um einungis 10%
þegar á heildina væri litið. Tækist
hins vegar að helminga óhöpp af völd-
um mistaka flugmanna fækkaði flug-
slysum um 40% í heildina. Að jafnaði
hafa 19 farþegaþotur farist á ári und-
anfarin fimm ár. Samkvæmt tölfræði
IATA, sem nær þó hvorki til Kína né
ríkja fyrrum Sovétríkjanna, verða 500
dauðsföll að jafnaði á ári i farþega-
flugi en 1,3 milljarður manna ferðast
með farþegaflugvélum árlega. Jafn-
gildir það einu mannsláti á hveija
milljón flugstunda. Til samanburðar
fórust 48.000 manns í bílslysum í
Bandaríkjunum í fyrra.
Kennarar leita
til lýtalækna
BRESKIR kennarar eru viðkvæmir
fyrir gagnrýni frá nemendum sem
gera athugasemdir við útlit lærifeðra
sinna. Hafa um 80 nef- og eyrnarstór-
ir eða sköllóttir kennarar farið undir
hnífinn hjá einum og sama lýtalæknin-
um í sumar til þess að losna undan
háði og spotti nemenda. Þar á meðal
er kennari sem uppnefndur var
„heimsbikarinn" þar sem eyrun voru
risastór og líktust handföngum á verð-
launabikar. Einnig var gerð aðgerð á
nefstórum landafræðikenna sem gekk
undir nafninu „Nefpal“.
*
Afram neyð-
arlög í Moskvu
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti fram-
lengdi í gærmorgun, laugardag, neyð-
arlög og útgöngubann í Moskvu um
átta daga. Aður höfðu embættismenn
tjáð vestrænum stjórnarerindrekum
að neyðarlögum yrði aflétt um helg-
ina.
UPREISN, BYLTIN6,
BORGARASTRH)!
VELDISSPROTANN
FRÁ SÉR--------m~
SVIFFLUGÍIR H
06SK0TFLMM
íslenskir flugóhugamenn heimsóttu rúss-
neska flugsýningu og sóu þar meóal
annars að Island er merkt sem skotmark
kjarnorkuflugskeyta
v