Morgunblaðið - 10.10.1993, Síða 2
2 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTOBER 1993
EFNI
Morgunblaðið/Júlíus
Næturlíf í miðbænum
LÖGREGLAN kannaði aldur unglinga sem voru á ferli í miðbænum aðfaranótt laugardags og reyndust langflestir hafa aldur til að vera
á almannafæri. Starfsmenn lögreglu og ÍTR höfðu lítið að gera í athvarfinu sem opnað var í miðborginni.
Unglingarnir héldu sig heima
RÓLEGT var í miðbænum aðfaranótt laugardags og mun
færri unglingar á ferli en undanfarnar helgar. Fulltrúi lög-
reglu og starfsfólk í athvarfi íþrótta- og tómstundaráðs í
miðborginni hafði lítið að gera og var athvarfinu lokað á
fjórða tímanum.
Skúli Skúlason, starfsmaður
ÍTR, segir að tveir unglingar
undir aldri hafí verið færðir í
athvarfið. Annar, 15 ára, kom í
athvarfíð um miðnættið og var
hann sóttur af föður sínum. Hinn,
sem var 16 ára, kom í athvarfið
um kl. 2 og fór sjálfur heim. Sem
kunnugt er mega 13 til 16 ára
unglingar ekki vera á almanna-
færi eftir klukkan 22 á þessum
árstíma. '
Unglingar í úthverfunum
Að sögn Skúla kom talsvert
af unglingum í félagsmiðstöðvar
borgarinnar um kvöldið og einnig
söfnuðust unglingar saman við
verslunarmiðstöðvar í úthverfum
borgarinnar. Ekki fer neinum
sögum af teljandi vandræðum á
þeim stöðum. Skúli segir greini-
legt að mun færri unglingar hafi
verið á ferli í miðbænum en und-
anfarnar helgar og nær ekkert
af unglingum undir lögaldri.
Lögreglan segir greinilegt að
unglingar og foreldrar þeirra
hafi brugðist vel við áskorunum
um að lögboðinn útivistartími
væri virtur. Unglingarnir virtust
hafa haldið sig á heimaslóðum
og farið snemma í háttinn, ættu
þeir hrós skilið fyrir viðbrögðin
við tilmælum yfirvalda.
Framkvæmdastjóri Borgarspítalans um sjálfstæða starfsemi á lokuðu skurðdeildinni
Erfitt að mismima fólki
innan sömu stofnunar
FRAMKVÆMDASTJÓRI Borgarspítalans segir að ýmis vanda-
mál myndu fylgja því ef læknum yrði leyft að reka sjálfstæða
starfsemi í húsnæði skurðlækningadeildar spítalans sem ákveðið
hefur verið að hafa lokaða að minnsta kosti til áramóta. Vegna
lokunar hennar hafa biðlistar lengst og er nú allt að ársbið
eftir aðgerð á bæklunardeild. Hann segir erfitt að mismuna
sjúklingum innan sömu stofnunar.
„Það má skoða alla möguleika.
En þá yrði líka að spyija: Ef þeir
fá fé til að reka þetta, af hveiju
fáum við það ekki? Það kostar
svipað að reka þessa starfsemi
hvort sem spítalinn gerir það eða
sjálfstæðir verktakar. Þá vaknar
spumingin hvort þeir einstakling-
ar sem þama fá þjónustu séu til-
búnir til að greiða aukalega fyrir
hana og þá er farið að mismuna
fólki gagnvart þessari þjónustu.
Ég held að það sé ekki heimilt
samkvæmt lögum,“ sagði Jóhann-
es Pálmason, framkvæmdastjóri
Borgarspítalans, þegar hann var
spurður hvort hann teldi að spítal-
inn vildi leigja húsnæði lokuðu
deildarinnar til lækna sem vildu
sjálfír reka þessa starfsemi.
Hann sagðist vera hlynntur því
að skoða alla möguleika til tekju-
öflunar fremur en að loka deildum
og láta sjúklinga hrannast upp á
biðlista. Til dæmis væri hægt að
innheimta þjónustugjöld til að
halda starfseminni gangandi.
Nefndi hann sem dæmi að inn-
heimta 10 þúsund kr. innritunar-
gjalds myndi gefa Borgarspítalan-
um 100 milljónir í viðbótartekjur
á ári. Hann sagði að heilsukorta-
hugmyndin gæti verið svipaðs eðl-
is.
ASÍ stefnir VSÍ vegna
uppsagnar verkamanns
ALÞÝÐUSAMBAND íslands hefur lagt fram stefnu í Félagsdómi
gegn Vinnuveitendasambandi íslands vegna uppsagnar Gylfa Páls
Hersis verkamanns í Stálsmiðjunni. í stefnunni er því haldið fram
að uppsögnina megi rekja til afskipta Gylfa Páls af vinnudeilum við
Stálsmiðjuna.
Stefnandi kveður það vera sitt
mat að málefnalegar skýringar sé
ekki að finna á uppsögn Gylfa Páls
Hersis. Ástæður uppsagnarinnar
séu afskipti og afstaða hans til
vinnudeilna og Dagsbrúnar. Aðrar
skýringar séu yfirvarp sem sé mót-
mælt sem röngum og ósönnuðum.
Uppsögnin sé einsdæmi í samskipt-
um atvinnurekenda og verkalýðsfé-
laga síðustu áratugina og aftur-
hvarf til vinnubragða á þriðja og
fjórða áratug þessarar aldar.
Kröfur stefnanda eru að upp-
sögnir. verði dæmd brot á 4. gr.
laga um stéttarfélög og vinnudeilur
og verði gerð ógild. Að stefnda
verði gert að greiða stefnanda
skaðabætur að fíárhæð 3.500.000
kr. Að stefndi verði dæmdur til
greiðslu sektar og gert að greiða
stefnanda málskostnað að mati
Félagsdóms að meðtöldum virðis-
aukaskatti.
Mismunun innan sömu
stofnunar
Jóhannes sagði að erfítt væri
að meta það hvort markaður væri
fyrir sjálfstæða verktakastarfsemi
þar sem fólk borgaði fullt verð
fyrir þjónustuna en benti á að á
ýmsu hefði gengið með slíka starf-
semi í nágrannalöndunum. Hann
sagðist hafa efasemdir um að
þetta gæti gengið innan sömu
stofnunar og breytti engu hvort
starfsemin væri á vegum spítalans
sjálfs eða annarra. „Það yrði mik-
il mismunun innan veggja sömu
stofnunar ef fólk gæti komið á
eina hæðina og keypt sér aðgerð
fyrir tugi þúsunda eða meira en á
hinni hæðinni væri allt annað fyr-
irkomulag. Það yrði líka erfitt
gagnvart starfsfólkinu. Það yrði
að skoða það vel hvort þetta gæti
gengið en ég hallast frekar að því
að slík starfsemi yrði að fara fram
annars staðar," sagði Jóhannes.
Annir hjá lögreglunni 1 Keflavík
Fimm á sjúkrahús eft-
ir harðan árekstur
FIMM voru fluttir á sjúkrahús
eftir að tvær fólksbifreiðar
skullu saman á mótum Hring-
brautar og Tjarnargötu í Kefla-
vík um miðnætti á föstudag.
Tveir af fimmmenningunum
voru fluttir á Borgarspítalann
þar sem meiðsl þeirra voru talin
alvarleg og var annar þeirra um
tíma talinn í lífshættu.
Lögreglan í Keflavík telur að
mikill hraði og óaðgæsla hafi orðið
til þess að bílamir skullu saman
með þeim afleiðingum að flytja varð
bæði ökumenn og farþega á sjúkra-
hús. Tvennt var flutt á Borgarspít-
ala og þrennt á sjúkrahúsið í Kefla-
vík. Bílamir skemmdust mikið og
voru fluttir af slysstað með dráttar-
bfl.
Unglingspiltar færðir á
lögreglustöðina
Á meðan lögreglan var á slysstað
trufluðu hana þrír 16 og 17 ára
piltar sem höfðu verið að sprengja
kínvetja í nágrenninu. Piltarnir voru
nokkuð ölvaðir og voru þeir færðir
á lögreglustöðina. Tveir gistu þar
um nóttina en sá þriðji fékk að fara
heim eftir tiltal um kvöldið.
-----» ♦ ♦----
Hnífum beitt
í Hlíðahverfi
TIL RYSKINGA kom milli
tveggja hópa unglinga í Hlíða-
hverfi um miðnætti aðfaranótt
Iaugardags. í hita leiksins dró
15 ára piltur upp hníf og brá
honum á tvo andstæðinga, hlaut
annar skrámu á enni og hinn á
hálsi.
Hnífamaðurinn var færður til
yfirheyrslu og gert að sárum hinna
særðu á slysadeild. Að sögn lög-
reglu virðist það orðið býsna al-
gengt að unglingar séu vopnaðir
hnífum og þeim oft beitt til ógnun-
ar.
Framinn og fiokkurinn
►Miklar umræður hafa orðið að
undanfömu um pólitískar stöðu-
veitingar og sæta þær sífellt harð-
ari gagnrýni meðal almenn-
ings./lO
Uppreisn, bylting -
borgarastríð!
►Hvað fór úrskeiðis í Moskvu 3.
október? /12
Dísin í þokunni
►Morgunblaðsmenn brugðu sér
fram á Amarvatnsheiði þar sem
fram fer silungsveiði til útflutn-
ings./14
Breytingaskeið japan-
skra karla
►Japanska konan sækir hægt, en
ömgglega, á bratta karlaveldisins.
/16
Svifflugur og skot-
flaugar
►íslenskir flugáhugamenn heim-
sóttu rússneska flugsýningu og
sáu þar meðal an’nars að ísland
er merkt sem skotmark kjamorku-
flugskeyta./18
Mitt sólskin f rá í vor
►Grafíklist Braga Ásgeirssonar
gleður augu manna sem skoða
yfirlitssýningu á slíkum verkum
eftir hann í Listasafni íslands./24
B
► 1-24
>Ur»»«VUM> . II
II4!\S
VITI
BRENIVIIR
Hans viti brennur
►Á þessu ári em 100 ár liðin frá
fæðingu Páls ísólfssonar. Við
minnumst hans sem orgelleikara
og tónskálds, stórbrotins tónlistar-
manns, sem með starfi sínu setti
svip á allt tónlistarlíf á íslandi í
áratugi./l
Piastgómar bjarga
hjónaböndum
►Karl Öm Karlsson lektor við
Tannlæknadeild segir frá ýmsum
gerðum höfuðverkja sem tengjast
kjálkum og tönnum./8
Tjásur í tísku
►Vetrarlínan í hártískunni./lO
C BÍLAR
► l-4
Dodge Ram pallbíll
►Pallbíllinn sem keppinautamir
dáðust að í Detroit./l
í höfuðstöðvum Toy-
ota
►Toyota er ríki í ríkinu með eigin
skóla og sjúkrahús. Engu að síður
kannast menn við P. Samúelsson,
umboðsmanninn á íslandi./2
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 13b
Kvikmyndahúsin 20 Fólk í fréttum 14b
Leiðari 22 Myndasögur 16b
Helgispjall 22 Brids 16b
Reykjavíkurbréf 22 Stjömuspá 16b
Minningar 26 Skák 16b
íþróttir 38 Bió/dans 17b
Útvarp/sjúnvarp 40 Bréftilblaðsins 20b
Mannlífsstr. 6b Veivakandi 20b
Kvikmyndir 12b Samsafnið 22b
INNLENDARFF ÆTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4