Morgunblaðið - 10.10.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.10.1993, Qupperneq 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 ERLENT INNLENT Rekstrarhalli ríkissjóðs áætlaður 9,8 milljarðar FJ ÁRMÁLARÁÐHERR A lagði Qárlagafrumvarp fyrir næsta ár fram á Alþingi á mánudag. Heild- arútgjöld ríkissjóðs verða 113,3 miíljarðar á riæsta ári sem er 4 milljarða lækkun að raungildi frá yfirstandandi ári og heíldartekjur eru áætlaðar 103,5 milljarðar og lækka um rúmlega 1 milijarð að raungildi. Rekstrarhalli ríkissjóðs er áætlaður 9,8 milljarðar kr. 200 milljónir úr Smugnnni AFLAVERÐMÆTI íslenskra tog- ara í Smugunni var í vikunni talið vera orðið hátt í 200 milljónir króna á þeim rúmlega rúma mánuði sem liðinn er frá því að veiðamar hóf- ust. Skipveijar á skipi Grænfrið- unga, Solo, hafa reynt að stöðva veiðar íslensku skipanna með því að sigla i veg fyrir þau á gúmbát- um. Landssamband íslenskra út- vegsmanna íhugar að kæra Græn- friðunga fyrir brot á alþjóðlegum siglingareglum. Sjópróf vegna að- gerða Solo fara fram í vikunni og næstu daga ætla útgerðarmenn að ræða framhald veiða í Smugunni. Yfírvinna greidd dómurum við Hæstarétt YFIRVINNA hefur verið greidd hæstaréttardómurum frá því í sept- ember á síðastliðnu ári fyrir 40 tíma á mánuði í 10 mánuði á ári. Launahækkun þessi er að upphæð um 100 þúsund kr. á máiiuði og ERLENT Uppreisn harðlínu- manna bar- in niður STJÓRN Borísar Jeltsíns Rúss- landsforseta barði niður vopnaða uppreisn harðlínumanna í Moskvu á mánudag. Forsetinn leysti upp þingið 21. september og hafði ver- ið þrátefli í deil- um hans við þingmenn síðan. A sunnudag ruddust um 15.000 stuðn- ingsmenn þing- manna í gegnum fylkingar lög- reglu að Hvíta húsinu, þinghúsi Rússlands, og síðar reyndu vopn- aðir menn á vegum harðlínuaf- lanna að leggja undir sig sjón- varpsstöðvar og fleiri íjölmiðla. Við sjónvarpshúsið kom til harðra átaka og féllu nær 70 manns. Á mánudagsmorgun’gerðu hermenn ríkisstjómarinnar árás á Hvíta húsið og tókst sérveitum á nokkrum klukkustundum að leggja undir sig neðstu hæðir þess. Þingmenn og stuðningsmenn þeirra gáfust upp síðdegis og gengu út, margir með hendur á lofti. Þeir Alexander Rútskoj, sem þingið gerði að forseta í stað Jeltsíns, og Rúsl- an Khasbúlatov þingforseti voru helstu forsprakk- ar uppreisn- arinnar og voru þeir settir í Lef- ortovo-fangelsið í Moskvu. Hund- ruð annarra stjómarand- stæðinga voru einnig fangelsuð en flestír voru fljótlega látnir laus- ir. Aðfaranótt þriðjudags átti lög- regla enn í höggi við leyniskyttur er greidd samkvæmt reikningum frá Hæstarétti. Launahækkun ák- vörðuð af Kjaradómi fyrr á árinu 1992 var endurskoðuð og dregin til baka í framhaldi af bráðabirgða- lögum rikisstjómarinnar í byijun júlí 1992. Hrafn Bragason, vara- forseti Hæstaréttar, rökstyður greiðslumar með auknu álagi á Hæstarétt síðastliðið haust. Biðlistar vegna bæklunaraðgerða lengjast SJÚKRADEILD A-5, ein þriggja skurðlækningadeilda Borgarspít- alans, verður lokuð til áramóta. Að sögn Jóhannesar Pálmasonar, framkvæmdastjóra spítalans, var ákveðið að fresta opnun deildar sem í ágúst var lokað vegna sum- arleyfa til áramóta að minnsta kosti vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Brynjólfúr Mógensen, yfirlæknir slysa- og þæklúnardeildar, segir að lokunin segi mjög fljótt til sín, biðlistar lengist og nú sé bið eftir ákveðnum aðgerðum allt að því eitt ár. Vandi vegna uppsagna svæfingalækna LÆKNARÁÐ Landspítalans sendi á fpstudag frá sér ályktun þar sem ýfirlæknar spítalans átelja harð- lega aðgerðarleysi stjómvalda vegna þess alvarlega vanda sem kommn er upp vegna uppsagnar átta svæfingalækna við spítalann. Rúmlega 100 sjúklingar eru nú komnir á biðlista vegna hjartaað- gerða, meira en helmingi fleiri en um áramót, og þar af eru 17 sem þola ekki bið, að sögn læknanna. Samningamenn ríkisins munu leggja tillögur til lausnar deilunni fyrir fulltrúa Jækna á næstu dögum og telja að þar sé kominn grund- völlur samkomulags. á húsaþökum en ró færðist yfir borgina er leið á þriðjudag. Jeltsín rak þijá héraðsleiðtoga sem stutt höfðu uppreisnarmenn og leysti upp ráðin, sovétin, í Moskvu. Einnig kom hann á rit- skoðun ög bannaði stjómmála- samtök andstæðinga sinna, hann nam þó þessar fyrirskipanir úr gildi þegar á miðvikudag. Jeltsín heitir því að standa við loforð um frjálsar þingkosningar í desember og forsetalq'ör í júní. Skýrt var frá því að herinn hefði í fyrstu neitað að ráðast á Hvíta húsið en látið undan er Jeltsín gaf sjálfur fyrir- skipun um árás. Milli 100 og 200 manns féllu í átökunum. Á mið- vikudag kröfðust Rússar að þeir fengju að hafa meira af þunga- vopnum í Kákasushéruðum sínum en afvopnunarsamningar við Vest- urveldin kveða á um. Deilt um friðargæslu í Sómalíu BILL Clinton Bandaríkjaforseti ákvað á fimmtudag að tvöfalda fjölda bandarískra friðargæsluliða í Sómalíu í 10.000 manns þótt skoðanakannanir sýni að meiri- hluti Bandaríkjamanna vilji draga herliðið á brott. Forsetinn stefnir að því að herliðið hverfi frá Sómal- iu innan sex mánaða. Á annan tug Bandaríkjamanna hefur fallið í Sómalíu í bardögum við skæruliða stríðsherrans Mohammeds Aide- eds. Georgíumenn flýja Abkhaziu TUGÞÚSUNDIR Qeorgíumanna eru nú á flótta um fjallaskörð til Georgíu frá héraðinu Abkhaziu sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu. Ottast er að margir flótta- mannanna láti lífið vegna kulda og vosbúðar. Átök liðsmanna Zviads Garnsakhurdia, fyrrverandi Georgíuforseta, við stjórnarher- menn Edúards Shevardnadze, leiðtoga Georgíu, valda því að fólk- ið kemst ekki ldiðar sinnar úr fjöll- unum. Stjórnvöld í Georgíu segja ennfremur að matvæli séu á þrot- um og óttast hunguróeirðir í höf- uðborginni, Tbilisi. Jeltsín Framtíð Colins Powells, fyrrverandi herráðsforseta Líklegnr til að geta sameinað repúblik- ana í forsetakjöri Washington. The Sunday Telegraph. COLIN Powell herhöfðingi lét fyrir nokkrum dögum af emb- ætti forseta bandaríska herráðs- ins, æðstu stöðu sem bandarísk- ur hermaður getur gegnt. Hann var fyrstur blökkumanna til að klifra svo hátt í metorðastiga hersins og er nú, 56 ára að aldri, við hestaheilsu og til alls líkleg- ur. Powell er velmenntaður, þykir einstaklega traustvekj- andi, kemur vel fyrir sig orði og er ágætlega heima í ólíkustu málum. Margir velta því fyrir sér hvort hann stefni að frama í stjórnmálum, jafnvel forseta- embættinu. Tækist honum að ná völdum í Hvíta húsinu yrðu vatnaskil í sögu kynþáttadeilna í Bandaríkjunum en svertingjar gætu ekki vænst aukinna ríkis- styrkja. „Ég vona að ég geti þjónað land- inu með einhveijum hætti. Hvort það verður í stjómmálum mun koma í ljós,“ segir Powell sjálfur. Samkvæmt skoðanakönnunum er Powell, sem er sonur fátækra innflytjenda frá Jamaíka, einn af vinsælustu mönnum í Bandaríkjun- um. Á ferli sínum í hemum virðist hann hvergi hafa misstigið sig, hann hlaut tvisvar heiðursmerki fyrir hraustlega framgöngu í Víet- nam og er hann var yfirmaður 11. herfylkisins upplýsti hann hryðju- verkið er William Calley ofursti myrti tugi óbreyttra borgara í þorp- inu My Lai. Powell hefur margþætta reynslu auk starfa fyrir herinn. Á áttunda áratugnum vann hann fyrir orku- málaráðuneytið og Ronald Reagan forseti gerði hann síðar að öryggis- málaráðgjafa sínum, þar næst að forseta herráðsins. Powell hefur því undanfarin 15 ár gefið forsetum góð ráð á degi hveijum og athyglis- verðast þykir að hann hefur aldrei lent í kvöm illgjamra fjölmiðla eins Colin Powell. og svo margir aðrir áhrifamenn. Tilfinningar Bills Clintons for- seta hafa án efa verið blendnar er hann kvaddi Powell í síðustu viku. Herráðsforsetinn barðist leynt og •ljóst gegn tveim mikilvægum mál- um forsetans. Powell vildi ekki leyfa hommum og lesbíum fullan aðgang að hernum og var í ársbyij- un andvígur öllum hugmyndum um að senda bandarískt herlið til Bosn- íu. Á hinn bóginn telja margir að Powell gæti, þrátt fyrir hörundslit- inn, orðið skæðasti mótframbjóð- andi Clintons í forsetakjörinu 1996. Repúblikanar em margklofnir, þeir deila um fóstureyðingar, fríverslun og innflytjendalög; Powell gæti orðið maðurinn sem sameinaði flokkinn að baki sér og slægi vopn- in úr höndum, Ross Perots sem báðir flokkarnir óttast, einnig myndi hershöfðinginn vafalaust ná til sín fylgi margra svertingja sem annars kjósa langflestir demókrata. Hefðbundnir stjómmálamenn eru ekki í háum metum en herinn nýt- ur virðingar eftir Persaflóastríðið þar sem herráðsforsetinn gegndi lykilhlutverki. Gott gengi Jamaíkamanna Hershöfðinginn, sem nú státar af fjórum stjörnum, telur að þakka megi gott gengi blökkumanna frá Jamaíka, sem sest hafa að í Banda- ríkjunum, sterkum fjölskyldubönd- um. Meðaltekjur þessa innflytj- endahóps em hærri en meðaltekjur hvítra Bandaríkjamanna. Hann nefnir fleira, bendir á ólíkan menn- ingaruppruna, einnig mennta- stefnu bresku nýlenduherranna á Jamaíka. Þrælar á Jamaíka fengu jarðir í sinn hlut og urðu að selja afurðir á fijálsum markaði. Talið er að vegna þessa hafi framkvæði þeirra ekki farið forgörðum og hugsunarhátturinn sé því ólíkur því sem algengast er hjá bandarískum blökkumönnum. Hinir síðarnefndu þræluðu flestir á búgörðum hvítra og síðustu áratugina hafa þeir van- ist umfangsmiklum, opinberum styrkjum, orðið háðir þeim. Hvom flokkinn? Powell hefur ekki skýrt frá því hvort hann sé repúblikani eða demókrati. Skoðanir hans virðast nær fyrrnefnda flokknum, hann hefur lagt áherslu á hefðbundin gildi þegar hann hefur rætt við svarta unglinga. Hann er andvígur þeirri stefnu margra blökkumanna- leiðtoga að hvetja stanslaust til þess að svertingjar fái aukna styrki og aðstoð frá stjómvöldum án þess að krafíst sé endurgjalds af ein- hveiju tagi. „Eflið fjölskylduna og munið að versta tegund fátæktar er ekki hin efnalega heldur skortur á gildum", segir Powell við ungling- ana. Hann segir að blökkumenn verði að bjarga sér sjálfir, efla með sér sjálfsaga, vinna, mennta sig og sýna ættingjum og vinum tryggð. Reuter Maó á geisladisk RÆÐUR Maó Tsetungs fyrrum kommúnistaleiðtoga Kína komu í vikunni út á geisladisk í alþýðulýðveldinu og er nýi diskurinn rækilega auglýstur þar í Iandi svo sem sjá má á myndinni sem tekin var í hljómplötu- verslun í Peking í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.