Morgunblaðið - 10.10.1993, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.10.1993, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR/iNNLENT MORGUNBLAÐIÐ BÚnNUDAGUR1'lO. okTÖBEÍÍ 1993 Morgunblaðið/Sverrir Haustlauf HAUSTIÐ er komið og marglit haustlauf þekja víða götur og torg í þéttbýli. Laufin falla líka á gljá- fægða bíla eins og þennan sem þeir félagar Stefán Hjalti Garðars- son og Gunnar Mikael Elmarsson gengu fram á i Grænuhlíð í Reykja- vík. -------♦----------- Siglufjörður Sýslumaður biðst lausnar ERLINGUR Óskarsson, sýslumað- ur á Siglufirði, hefur beðist lausn- ar frá störfum. Að sögn Þorsteins Geirssonar ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðu- neytinu var orðið við beiðni sýslu- manns og fékk hann lausn frá störf- um síðastliðinn föstudag. Misjöfn staða verktaka- uppsagnir víða framundan VERKEFNASTAÐA verktakafyrirtækjanna í landinu virðist ólík á milli fyrirtækja og stærri verktakafyrirtækin kvarta ekki á meðan meðalstór fyrirtæki bóa sig undir uppsagnir á starfsmönnum. Gunnar I. Birgissori, forstjóri Gunnars og Guðmundar hf., kveðst allt eins eiga von á gjaldþrotum í gi-eininni í vetur miðað við afkom- una nú. Uppsagnir „Útlitið er afar dökkt. Mér skilst að menn hafi verkefni eitthvað frameftir haustinu en eftir það virðist vera mjög lítið framundan. Auðvitað er það mismunandi eftir fyrirtækjum, en almennt er þetta frekar dauft,“ sagði Gunnar. Gunnar og Guðmundur hf. ljúka við gerð brimbrjóts í Bolungarvík eftir einn mánuð og lagningu slit- lags á Nesjavallaveg lýkur í þess- um mánuði. Verkefni framundan eru því fá og segir Gunnar óhjá- kvæmilegt að grípa til uppsagna. 70 manns starfa hjá fyrirtækinu en Gunnar vildi ekki segja hve mörgum yrði sagt upp, en sagði að fækkunin yrði veruleg. „Það er almennur samdráttur í greininni. Gífurleg minnkun hefur orðið í byggingum en það hefur verið reytingur í jarðvinnu þar til núna,“ segir Gunnar. Hann sagði að venjulega væri eitthvað að gera yfir vetrarmánuð- ina en nú væri ekkert framundan. „Menn verða að fara undir feldinn en ég er ekki viss um að öll fyrir- tækin lifi veturinn af. Eins og af- koman er í greininni núna væri ekki óeðlilegt að ætla að eitthvað yrði um gjaldþrot. Góð staða hjá ístaki Öllu betra hljóð var í Páli Sigur- jónssyni forstjóra Istaks hf. Hann sagði að verkefnastaðan væri nokkuð góð og útlitið gott í vetur. Þó yrði eitthvað um uppsagnir við verklok minni verka, líkt og svo oft á haustin. Istak er m.a. að byggja jarðgöng á Vestfjörðum, 36 íbúðir fyrir aldraða háskóla- menn á Þorragötu í Reykjavík, skólabyggingu í Garðabæ og kirkju í Grafarvogi. „Samdrátturinn hjá okkur er heldur minni núna en í fyrra,“ sagði Páll. Tæplega 200 manns eru í vinnu hjá ístaki en Páll vildi ekki nefna neinar tölur um uppsagnir. Aukning milli ára Öm Kærnested, framkvæmda- stjóri Álftaróss, sagði að verkefna- staðan væri mjög góð og væri jafn- vel hægt að tala um aukningu á verkefnum milli ára. „Við erum í góðum verkefnum, erum að byggja fyrir Reykjavíkurborg sundlaug í Árbæ, íbúðir í Aðalstræti sem Reykjavíkurborg kaupir af okkur að stórum hluta, miðbæ í Mos- fellsbæ og Garðabæ og þessi verk eru öll í fullum gangi,“ sagði Örn. Álftarós stofnaði fyrir nokkru í félagi við Ármannsfell hf. fyrirtæki um innflutning á hráefnum til byggingar svokallaðrá „permo- form-húsa“ sem boðin eru á mun lægri kjörum en tíðkast hefur. „Það eru allar horfur á því að sal- an verði veruleg á þessu ári,“ sagði Örn. Fyrstu íbúðirnar af þessari gerð verða afhentar í nóvember. Um 70 manns starfa hjá Álftarósi og 50-60 undirverktakar. Engar uppsagnir eru fyrirhugaðar hjá fyrirtækinu. 30% aukning Júlíus Ólafsson framkvæmda- stjóri Hlaðbæjar-Colas sagði að í magni hefði orðið 30% aukning hjá fyrirtækinu á þessu ári. Fyrirtækið fæst einkum við malbikunarfram- kvæmdir og hefur því að einhveiju leyti notið góðs af fjárframlögum ríkis og sveitarfélaga til atvinnu- uppbyggingar. Flest hafi verkefnin þó verið á vegaáætlun._Fyrirtækið hefur verið með viðhald á Reykja- nesbraut og var með töluverðar malbikunarframkvæmdir á Akra- nesi í sumar. Hins vegar leggst starfsemin að mestu leyti niður á veturna. Hann sagði að of snemmt væri að segja.til um verkefnastöð- una næsta sumar. Dökkar horfur Sigurður Sjguijónsson fram- kvæmdastjóri Byggðaverks sagði að horfurnar væru dökkar í vetur. „Við vonum það bara innilega að ríkisstjórnin komi með eitthvað út í atvinnulífið annað en það sem hún gerði fyrir jarðvinnuverktak- ana. Það var staðið myndarlega að því og í sjálfu sér er það gott mál. Viðhalds- og byggingaverk- efnin eru hins vegar miklu mann- aflafrekari. Við vonum að á næstu vikum verði sæmilegt útboðs- ástand. Það eru mörg hundruð manns í vinnu við þetta, ekki að- eins hjá verktökum heldur einnig hjá hönnunarstofum," sagði Sig- urður. Hann sagði að verkefnastaðan væri sæmileg fram í nóvember en töluvert mikið vantaði upp á að staðan væri góð í vetur. „Verk- efnaskorturinn gerir fyrirtækjun- um mjög erfitt fyrir þessa dagana. Ég vildi sjá verkefnastöðuna hjá mér 400 milljónum kr. betri. Lausafjárstaðan gerir okkur erfitt fyrir þegar við höfum svo mikið fé bundið. Þá gengur vaxtaokrið í landinu ekki lengur upp,“ sagði Sigurður. Rætt við spænska kvikmyndaleikstjórann Carlos Saura Veruleikinn, galdurinn og ég „ÉG VEIT það ekki,“ segir Carlos Saura, „ég veit það ekki. Um hvað eru myndirnar mínar; hvernig hafa þær breyst; hvað er veruleiki; hvers leita ég; ungur enn; hvað get ég gert? Ég veit það ekki.“ Víst veit hann það. Um hvað myndirnar eru og hvern- ig þær hafa breyst með fráfalli einræðisherra og árum og reynslu. Hann veit líka hvert hann ætlar næst. Og hvar hjartað slær. Sagði meira að segja svolítið frá þessu, svona óhjákvæmilega og óvart í alvarlegu, alltof alvarlegu viðtali, af því hann kvaðst þreyttur eftir ferðalag frá því eldsnemma morguns og bað í Bláa lóninu í ofanálag. Carlos Saura kom til íslands á föstudagskvöld, heiðursgestur Kvikmyndahátíðar, með nýjustu mynd sína Sevillanas í poka og við annan mann til að sjá um að allt gangi að óskum við sýningar hennar. Hann talar um kvikmynd- irnar sem hann hefur gert eins og uppkomin börn, man varla hvernig þau voru og hvort þau áttu eitthvað sameiginlegt. Segir þó að myndirnar séu hann sjálfur og sýn hans, til atburða og afleið- inga og annarra manna. „En Se- villanas," bætir hann við, „hún er öðru vísi. Stílæfing og ástarsaga. Ég hef sérstakar taugar til henn- ar.“ Flamenco-hefðin í Andalúsíu hefur orðið Saura yrkisefni í fieiri myndum en þessari um dansana frá Sevilla; Blóðbrúðkaupi, Carm- en og Ást í álögum (E1 amor brujo); hann leitaði í þjóðlega hefð eftir að fargi Francos létti fyrir átján árum. Áður þurfti hann að tala meira í táknum og myndirnar voru pólitískari. Ögraði þá helsið og kynti undir sköpunargáfunni? Sprettur besta listin af einhvers konar þjáningu? Hann segist auðvitað vera póli- tískur. Og hafa verið. Andstæð- ingur einræðisherrans, listamaður með efni til ádeilu, og bróðir manns sem aldrei jafnaði sig eftir hrylling borgarastríðsins. En eng- in straumhvörf hafi orðið í verkum hans með auknu frelsi til tjáningar eftir dag Francos. „Ég hef alltaf túlkað umhverfi mitt í mynd og eitt verk leiðir til annars, það eru engin lykilorð. Eða ef þau eru, þá þekki ég þau ekki. Ég hef aldrei farið í sálgreiningu, aðeins búið til bíómyndir. Skoðað veruleikann og verið um borð á pramma á þessu fljóti sem heitir ævi. Farveg- ur þess er alltaf að breytast. Það er engin uppskrift til að mynd. Hún þarf hvorki að hafa móral né skilaboð. Ekki endilega. Ég er skelfingu lostinn yfir því kappi sem nú er lagt á realisma. Hvað er raunveran ef út í það er farið? Hvað er og hvað var og hvað er ímyndun og hvað draum- ur. Veit nokkur hvað raunveru- leikinn er? Þar býr þá svarið við því hvað þurfi að vera í kvik- mynd.“ En hvað vill Saura hafa í sínum myndum? Hann þreifar sig áfram, segist hafa tilfinningu frekar en rökhugsun, þótt enn spyiji hann hvað sé hvors. Vill hann galdurinn - el duende - eins og í flamenco? Þar virðist loksins komið að kjarna: „Við leitum hans öll. Þessa galdurs sem gerist og ekki er hægt að særa fram. Ég hef aldrei séð hann í heilli mynd, aðeins at- riði og atriði. Ekki síst vegna þess að ég hef unnið með fólki sem hefur þennan kraft. Antonio Ga- des til dæmis. Hann býr yfir el duende. En það er sjaldgæft. Get- ur birst í tónlist, tónlistin í mynd- unum skiptir mig geysimiklu máli, eða dansi. Og í einni svipan þegar allt kemur saman á mynd. Saura segist ánægður með marga yngri kvikmyndagerðar- menn. „Sérstaklega spænska, þeir ganga sína götu, ólíka öðrum. Mér finnst þeir ungu hafa heilmikið að segja og þeir segja það ýmsir skemmtilega." Hann tekur undir að hinn vinsæli Almodovar hafi farið þessa nýju „smörtu“ línu með pompi og prakt og bætir við að aðferðirnar séu allt aðrar en hans eigin. Niðurstaðan fyndin og snögg. Sjálfur lætur hann berast lengra með prammanum, vinnur að mynd um málarann Goya og ætlar svo að búa til aðra um söngva og dansa í Mið-Ameríku. Um sígildan meistara og um blóð- hita. Hann sjálfan og það sem hann sér. „Tilfmningu um raun- veruleika." Þ.Þ. Morgunblaðið/Arni Sæberg Carlos Saura. Sevillanas fjallar um flamenco.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.