Morgunblaðið - 10.10.1993, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993
11
gr. þarf þó ekki að auglýsa stöður í
utanríkisþjónustunni. Viðmælendur
Morgunblaðsins sögðust yfírleitt ekki
skilja þessa reglu. Jónas Fr. Jónsson
lögfræðingur Verslunarráðs sagði
t.d. að slíkt ákvæði væri skiljanlegt
ef um leyniþjónustu væri að ræða en
ekki íslensku utanríkisþjónustuna.
Fannst honum meira að segja sjálf-
sagt mál að auglýsa stöður sendi-
herra. Björn Bjarnason sagðist telja
sjálfsagt að auglýsa almennar stöður
sem heyra undir utanríkisráðuneytið
en ekki sendiherraembættin. Jón
Baldvin segir að almenn störf í utan-
ríkisþjónustunni hafi yfirieitt verið
auglýst í sinni tíð.
I 3. gr. 1. 38/1954 er ákvæði um
almennt hæfi starfsmanna. í 5. tl.
er eitt skilyrðið fyrir því að fá skip-
un, setningu eða ráðningu í opinbera
stöðu orðað svo: „Almenn menntun
og þar að auki sú sérmenntun, sem
lögum samkvæmt er krafist eða eðli
málsins samkvæmt verður að heimta
til óaðfinnanlegrar rækslu starfans."
Svo virðist sem tilviljun ráði hve-
nær þess er getið í lögum hvort sér-
stök menntun er skilyrði. í grein í
Úlfljóti eftir Pál Hreinsson og Ingvar
Þóroddsson (3.-4. tbl. 1986) eru tald-
ir upp tugir forstjóra og forstöðu-
manna ríkisstofnana þar sem beinlín-
is er krafist háskólamenntunar.
Stundum eru í lögum miklar kröfur
gerðar til tiltölulega lágt settra
starfsmanna en engar sérstakar kröf-
ur til æðstu forstöðumanna. Því hefur
verið haldið fram að rétt sé að geta
í eyðurnar og gera menntunarkröfur
þótt það sé ekki tekið fram í lögunum.
Iðulega er nefndum, ráðum eða
stjómum falið að veita umsögn eða
gera tillögu um vai á umsækjendum.
Umsögn álitsgjafa er ekki bindandi
nema svo segi í lögunum og er það
sjaldgæft. Dæmi um að langt hafí
verið gengið í að takmarka vald ráð-
herra eru Háskólalögin, nr.
131/1990, þar sem segir í xi. gT.
að engum megi „veita prófessors-
stöðu, dósents- eða lektorsstarf við
háskólann nema meiri hluti dóm-
nefndar telji hann hæfan og meiri
hluti viðstaddra á deildarfundi greiði
honum atkvæði í embættið eða starf-
ið ... Nú fellst menntamálaráðherra
ekki á tillögu deildarfundar og skal
þá auglýsa embættið eða starfíð að
nýju.“
Annað dæmi er val á héraðsdóm-
urum. Dómnefnd fer rækiiega yfir
umsækjendur, störf þeirra, menntun
og skrif, og skilar dómsmálaráðherra
skriflegri og rökstuddri umsögn. Afar
erfítt er fyrir ráðherra að fara ekki
eftir slíku áliti.
Tryggingastofnun
Þegar embætti forstjóra Trygg-
ingastofnunar var laust bar ráðherra
að skipa nýjan „að fengnum tillögum
tryggingaráðs" samkvæmt því sem
segir í 3. gr. 1. 67/1971 um almanna-
tryggingar. í umsögn ráðsins frá 15.
september 1993 segir: „Tryggingar-
áð hefur fjallað um þær 13 umsóknir
sem fyrir liggja um stöðu forstjóra
Tryggingastofnunar ríkisins. Ráðinu
var vandi á höndum þar sem umsækj-
endur eru með menntun, starfs-
reynslu og sérþekkingu á ýmsum
sviðum. Ennfremur er rétt að geta
þess að engin sérstök skilyrði um
hæfni voru sett við auglýsingu stöð-
unnar né heldur er fyrir hendi starf-
slýsing á embætti forstjóra. Þá voru
umsóknir nokkuð mismunandi að því
er varðar upplýsingar og framsetn-
ingu og því stundum erfitt um sam-
anburð. Tryggingaráðsmenn gáfu sér
góðan tfma til þess að fara vandlega
yfir allar umsóknir og komu sér síðan
saman um ákveðna málsmeðferð. Við
umfjöllun sína lagði tryggingaráð
áherslu á menntun, starfsferil og
reynslu, stjómun og félagsstörf, en
fleiri atriði komu einnig til athugun-
ar. Allir þessir þættir tóku mið af
því sem tryggingaráðsmenn töldu
geta nýst vei í starfí forstjóra Trygg-
ingastofnunar, en sú stofnun gegnir
afar veigamiklu hlutverki í opinberri
stjómsýslu.“ Síðan nefndi meirihluti
ráðsins (fjórir af fimm) fímm um-
sækjendur sem „það taldi uppfylla
best það mat er ráðið lagði til grund-
vallar í umfjöllun sinni". Einn ráðs-
maður af fímm taldi rétt að „krefjast
góðrar menntunar, stjórnunarreynslu
og þekkingar á málefnum er varða
almannatryggingar". Nefndi hann
fjóra umsækjendur sem uppfylltu
best þessi skilyrði.
Það má spytja hvort ekki hefðu
verið rétt vinnubrögð að búa fyrst til
vandaða starfslýsingu forstjóra fyrst
hún er ekki f lögum og fjalla svo
rækilega um hvern umsækjanda. Þar
hefði mátt taka á því hvort stofnunin
þyrfti fyrst og fremst mann menntað-
an í tryggingarfræðum eða hvort leit-
að væri að manni með reynslu af
stjórnmálum og fjárlagagerð. Það er
spurning hvort ráðið taldi slíkt til-
gangslaust eða hvort það var að
skjóta sér undan ábyrgð með því að
gefa ráðherra allfijálsar hendur.
Yfirleitt er svigrúm fýrir mat ráð-
herra á umsækjendum enda má segja
að vald hans og ábyrgð á störfum
sínum væri tilgangslaus ella. En sam-
kvæmt nýju stjórnsýslulögunum er
stjórnvaldi skylt að rökstyðja ákvörð-
un sína. Samkvæmt því gæti maður
sem gengið væri framhjá við veitingu
embættis krafist rökstuðnings. Ráð-
herra yrði þá að skýra hvers vegna
viðkomandi varð ekki fyrir valinu,
eftir atvikum þrátt fyrir að dómnefnd
teldi hann hæfastan. Eins og áður
segir mætti ekki vísa í slíkum rök-
stuðningi til pólitískra sjónarmiða.
Hæpið er einnig að þau rök sem fram
komu hjá Guðmundi Árna Stefáns-
syni heilbrigðisráðherra í ríkissjón-
varpsfréttum eftir skipun Karls
Steinars Guðnasonar í forstjóraemb-
ætti Tryggingastofnunar teldust full-
nægjandi: „Auðvitað hefur það alltaf.
áhrif við ráðningar í störf hvort þú
þekkir viðkomandi eða hafir verið
samferðamaður hans í vinnu, leik eða
störfum.“
Hvað segir unga fólkið?
Guðlaugur Þór Þórðarson, formað-
ur SUS, segir að einfaldasta ráðið til
að draga úr valdi ráðherra til emb-
ættisveitinga sé að fækka þeim ríkis-
fyrirtækjum og stofnunum sem undir
hann heyra með einkavæðingu. Hon-
um finnst óeðlilegt að ákvörðun-
arvald færist út í ríkisstofnanirnar
því ráðherrann hafi hið lýðræðislega
umboð. Siv Friðleifsdóttir, fýrrver-
andi formaður SUF, teiur LIl UUla cU/1.
afnema æviráðningu æðstu embætt-
ismanna með því að binda ráðningu
þeirra við sex ár. Hægt væri að end-
urráða ef skynsamlegt þætti. Þá yrði
auðveldara að vinda ofan af mistök-
um en nú er. Sigurður Pétursson,
formaður SUJ, varar við því að upp
geti komið sérfræðingaveldi þar sem
sérfræðingar velji sérfræðinga og
pólitísk reynsla verði einskis metin.
En leynimakk flokksmaskína vegna
stöðuveitinga grafí undan trausti á
stjómsýslunni. Öll töldu þau æskilegt
að faglegar kröfur réðu meiru um
val á embættismönnum.
Okkar árlega
BORBDUKA UTSAIA
WBWBBSHWBWWKWWhefst mánudagWÍ1
Straufríír matar- og kaffidúkar, allar stærðir
Kínverskir handunnir dúkar - Handheklaðir borðdúkar -
Blúndudúkar - Flauelisdúkar - Jóladúkar smáir og stórir
Smádúkar og borðrenningar
Hverfisgðru 74. sími 85270
RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFT
NOVENCO
ÞAKVIFTUR ©G HITABLá$&RAR
Staðlaðar einingar hitablásara frá Novenco til loftræsingar
og lofthitunar í íbúðarhús, skemmur, bílskúra,
veitingahús og verkstæði. Höfum einnig
þakblásara og þakhettur fyrir skemmur,
skrifstofubyggingar, verkstæði o.fl.
PNovenco er dönsK gæoavárá.
Veitum tæknilega ráðgjöf við val
á loftræsibúnaði og hitablásurum.
RAFVÉLAVERKSTÆÐI FÁLKANS
HÖFÐABAKKA 9 • SÍMI: 91-685518
Mótorvindingar, dæluviðgerðir
og allar almennar rafvélaviðgerðir.
Pekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8*108 REYKJAVIK
SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 51 74
RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS ■ RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS
Föstudag 22. okt. kl. 20.00,1. sýning
Sunnudag 24. okt. kl. 20.00, 2. sýning
Laugardag 30. okt. kl. 20.00, 3. sýning
Sunnudag 31. okt. kl. 17.00, 4. sýning
Aðeins örfáar sýningar í haust
/ UPPSETNINGU EVU EVDOKIMOVU
í ÍSLENSKU ÓPERUNNI
Fólki gefst nú kostur á að sjá
nokkrar sýningar
á coppeiíu
í íslensku
óperunni
Miðasala í íslensku óperunni virka daga frá kl.
17.00-19.00, s. 11475. Tekið er á móti miðapöntunum í
síma 679188 frá kl. 9.00-13.00. Bréfsími 679197.
Sýning sem hlaut einróma lof gagnrýnenda
„Heillandi Coppeiia! Hún (Eva Evdokimova) velur einlæga létta
og áferöarfallega leið þar sem allt látbragð er svo tært að það
I/ er öllum skiljanlegt."
;i „Galdurinn tekst, sýningin lifnar fyrir augum leikhúsgesta og lifir
með þeim lengi. Ævintýrið um Coppeliu tendrast lífi á sviðinu."
Ólafur Ólafsson, Morgunblaðið.
„Ég held að ekki sé djúpt í árina tekið að segja að aldrei hafi
hópdansar í sígildu dansverki verið betur skipulagðir,
samræmdir, samstilltir á íslensku sviði... Þessi sýning kemur
sannarlega til móts við þær vonir sem vöknuðu í brjóstum
margra velunnara íslenska dansflokksins eftir sýninguna
„Uppreisn" í október. Meira af slíku takk!“
Aðalsteinn Ingólfsson, D V.
ISLENSKI DANSFLOKKURINN