Morgunblaðið - 10.10.1993, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993
Fallnir félagar syrgðir
RÚSSNESKIR hermenn syrgja félaga sína er féllu í uppreisn harðlínukommúnista og þjóðernissinna
í miðborg Moskvu.
Hvað fór úrskeiðis
í Moskvu
3. október?
eftir Jón Ólofssson
BARDAGARNIR við aðalstöðv-
ar Rússneska sjónvarpsins og
umsátrið um þingið 3. og 4.
október eru talin mestu vopna-
viðskipti á rússnesku landsvæði
frá því að síðari heimstyrjöld-
inni lauk. Hátt á annað hundrað
manna lá í valnum og yfir 700
særðust. í tvo sólarhringa var
stríðsástand í Moskvu, víða í
borginni mátti heyra vélbyssu-
gelt á nóttu sem degi og allan
mánudaginn drukknaði um-
ferðadynurinn í miðborginni í
drunum skriðdrekaskothríðar-
innar við Hvíta húsið þegar
hersveitir hollar forsetanum
gerðu lokaatlögu að fylgis-
mönnum Khasbúlatovs þingfor-
seta og Rútskojs varaforseta.
1
En þótt Moskvubúar standi eins
og lamaðir frammi fyrir því
sem allir óttuðust en enginn
þorði að spá: Stófelldu ofbeldi
og manndrápum á götum
borgarinnar, fer ekki hjá því að
menn velti fyrir sér hvort með af-
skiptum hersins aðfaramótt mánu-
dagsins hafi hugsanlega verið komið
í veg fyrir annað og verra. Hvað
munaði miklu að borgarastríð bryt-
ist út í Rússlandi á sunnudaginn?
Og hvað gerðist í raun og veru?
Var gerð uppreisn og tilraun til
valdaráns, samkvæmt vandlega
undirbúinni áætlun? (Þannig hefur
stjórn Jeltsíns kosið að túlka at-
burðarásina.) Eða var ofbeldið
skipulagslaust og braust það
kannski út vegna þess að af óskiljan-
legurn ástæðum hafði lögregluliði
við Hvíta húsið og næsta nágrenni
verið fækkað töluvert sunnudaginn
3. október, jafnvel þótt stjórnin vissi
mætavel að mótmælafundir væru
fyrirhugaðir? Voru átökin kannski ?
ekkert annað en eðlilegt framhald
þeirra pólitísku deilna sem hafa lam-
að rússneska stjórnkerfið allt þetta
ár og náðu hámarki sínu eftir að
Jeltsín leysti upp þingið?
Vísbendingar blöstu við
En hvernig sem við skiljum at-
burði 3. og 4. október í Moskvu þá
er eitt víst og það er að vísbending-
ar um uppreisnina og ofbeldið voru
ófáar og blöstu við hveijum sem sjá
vildi. í meira en eitt ár hafa verið
haidnir mótmælafundir reglulega í
miðborg Moskvu, þar sem andstæð-
ingar stjórnarinnar hafa látið hinar
öfgafyllstu skoðanir í ljós. Stundum
hefur slegið í brýnu á milli þeirra
og lögreglunnar. En þetta fólk var
ekki neinir venjulegir stjórnarand-
stæðingar. Yfirlýst markmið þess
var að steypa stjórn Jeltsíns og
koma á laggirnar einhvers konar
þjóðernissinnastjórn sem hefði það
verkefni öðrum fremur að endur-
reisa Rússneskt heimsveldi.
í þessum hópi eru hetjur sögunn-
ar Stalín og Hitler. Hakakrossar,
hauskúpur og hamar og sigð eru
merkin sem fólkið skreytir sig með
og það veifar hiið við hlið rauðum
fána Sovétríkjanna gömlu og guls-
vörtum fána rússneska heimsvelds-
ins. Það hikar ekki við að halda því
fram að forsetinn og ríkisstjórnin
séu hópur glæpamanna sem eigi að
taka af lífi þegar í stað, ásamt fleiri
meintum óvinum rússnesku þjóðar-
innar.
Ástæðan fyrir því að þessir kjaft-
foru stjórnarandstæðingar voru
látnir fullkomlega óáreittir er líklega
fyrst og fremst sú, að engan grun-
aði að þetta fólk gæti einhvern tím-
ann orðið ríkinu verulega hættulegt.
Sjálfskipaðir stjórnmálaleiðtogar
gátu því gasprað einsog þeim sýnd-
ist á götum úti.
Stjórnin uggði ekki að sér og
kannski er þar komin ein ástæða
þess hvernig fór á sunnudaginn var.
Á meðan deilur Jeltsíns við forystu
þingsins fóru harðnandi urðu ein-
kennilegir atburðir. í þeim sundur-
leitu hópum sem höfðu ofan af fyrir
sér með óeirðum og útifundum
myndaðist meiri eining en nokkur
hefði átt von á. Þjóðernissinnar og
kommúnistar, fasistar, nasistar og
keisarasinnar tóku höndum saman.
Og eftir því sem vonir um samkomu-
Iag forseta og þings fóru dvínandi
því skilningsríkara varð þingið á
kröfur öfgahópanna.
Bandalag múgsins og
stjórnarandstöðunnar
Það er auðvelt að vera vitur eftir
á, en í raun og veru hefði mátt sjá
þetta fyrir. Þegar Jeltsín leysti upp
þingið rann múgurinn af götunum
ljúflega saman við andstæðinga
Jeltsíns í Hvíta húsinu. I'ar byijúðu
menn að undirbúa stríð. Fasistar
með hakakrossa, einkennisklæddir
þjóðernissinnar og ákafir aðdáendur
Stalíns áttu nú allt í einu öruggt
athvarf með þingi Rússlands sem
búið var að úthýsa úr kerfinu. Mark-
miðið var sameiginlegt: Að bjarga
Rússlandi frá ógn heimskapitalisma,
síonisma og Jeltsíns.
Það var eins og stjórnin hefði
ekki hugmynd um hvað var að ger-
ast í Hvíta húsinu. Það var eins og
allur heimurinn væri betur að sér
um það en Boris Jeltsín. Stjórnin
virtist ekki átta sig á hinu vinsam-
lega bandalagi sem þingið hafði
gert við bófa og öfgamenn, fólk sem
augljóslega væri til alls líklegt þegar
tækifærið byðist.
Eftir 21. september streymdi
vopnað lið í Hvíta húsið úr öllum
landshornum. Kósakkar yfirgáfu
skotgrafirnar í Moldavíu til að beij-
ast með Rútskoj og Khasbúlatof,
málaliðar úr Serbíu og Kákasusfjöll-
um og fleiri sem hafa atvinnu sína
’ af óöld og stríði ákváðu að styrkja
húsbændurna í þinghúsi Rússlands.
Nú átti að leika sama leikinn í
Moskvu og áður í Moldavíu, Abkhas-
íu, Armeníu, Aserbædsjan og Tadsi-
kistan: Koma af stað átökum í því
skyni að veikja stjórnina eða hrinda
henni, alveg sama þótt slík átök
gætu steypl Rússlandi í langt og
hrikalegt borgarastríð.
En hvernig á venjulegt fólk að
geta áttað sig á því, að í pólitíkinni
breytist allt eftir því hvernig vindar
blása? Það voru fleiri en sá sem
þetta skrifar, sem trúðu ekki sínum
eigin eyrum á sunnudaginn var,
þegar Alexander Rútskoj, þjóðhetja
og kvennagull, einn af fáum and-
stæðingum Jeltsíns sem naut víð-
tæks trausts meðal þjóðarinnar, til-
kynnti æstum múg, sem hafði rétt
verið að ryðjast inn á skrifstofur
borgarstjórans í Moskvu, beint á
móti Hvíta húsinu, að nú væri kom-
inn tími til að grípa til vopna, og
steypa stjórninni. Það er ótrúlegt
að þetta hafi Rútskoj látið flakka í
hita augnabliksins. I Hvíta húsinu
höfðu menn sem kunna til verka
skipulagt og þjálfað hersveitir. Hafi
Rútskoj og félagar fengið einhveijar
vísbendingar um jákvæða afstöðu í
innanríkisráðuneytinu og hernum,
fyrir nú utan þá staðreynd að lög-
regluvörður hafði verið minnkaður
stórlega alls staðar í borginni, er
ekkert skrítið þótt Rútskoj hafi
ímyndað sér að nú væri stundin
runnin upp. Það hefði verið vitlaust
að láta tækifæri renna sér úr greip-
um, þennan fagra sunnudag, þegar
þúsundir manna söfnuðust saman
til að lýsa stuðningi sínum við mann-
inn sem hélt að hann væri forseti
Rússlands.
Borgin var gjörsamlega óviðbúin
því sem á eftir fylgdi. Það var eins
og enginn skildi hvað væri að ger-
ast þegar bardagamenn æddu gegn-
um borgina á-herbílum og hertekn-
um strætisvögnum með vélbyssur á
lofti. Múgurinn fylgdi á eftir, fólkið
streymdi í gegnum alla Moskvuborg
á meðan furðulostnir götulögreglu-
þjónar klóruðu sér í skallanum og
engum datt í hug að 20 strákar, sem
þennan eftirmiðdag höfðu það verk-
efni að gæta sjónvarpshússins,
þyrftu kannski liðsauka.
Þögn Jeltsíns
Þegar búið var að setja yfirmönn-
um sjónvarpsins úrslitakosti sem
þeir gengu ekki að, þeir fengu 15
mínútur til að ganga að kröfum
Makasjovs hershöfðingja um að láta
Hvítahúsmönnum í té alla aðstöðu
sjónvarpsins, var lagt til atlögu.
Eftir það var erfitt að átta sig á
atburðarásinni. Allt kvöldið voru
sagðar misvísandi fréttir um gang
mála við sjónvarpshúsið og borgar-
stjórnarskrifstofurnar. Stöðugt
komu tilkynningar um að herinn
væri á leið inn í borgina, sem svo
voru bornar til baka. Og frá stjórn-
inni heyrðist ekkert, Jeltsín var
sagður í Kreml, en sjálfur forsetinn
var annað hvort ófær um að ávarpa
þjóðina eða fangi á eigin skrifstofu.
Það var ekki fyrr en klukkan níu
um morguninn eftir sem hann kom
fram í sjónvarpi.
Eina stofnunin sem virtist undir-
búin undir ósköp af þessu tagi var
önnur rás Rússneska sjónvarpsins.
Eftir að bardagarnir hófust við sjón-
varpshúsið tókst hluta starfsmann-
anna að komast undan og allt kvöld-
ið var sent út frá varastúdíói á leyni-
legum stað í Moskvu. Rússneska
sjónvarpinu tókst þannig að halda
uppi lágmarks upplýsinguamiðlun.
Þegar fór að líða á kvöldið var hins-
vegar greinilegt að sú viðleitni að
miðla fréttum vék fyrir öðru.
Ástandið var orðið eldfimt í allri
borginni. Hjálp virtist hvergi vera
að hafa. Uppreisnarmenn voru bún-
ir að ná á sitt vald töluverðum hluta
sjónvarpshússins, í borgarstjórnar-
húsinu sátu þeir óáreittir og héldu
nokkrum starfsmönnum í gíslingu.
Um alla borg léku byssumenn laus-
um hala.
Fyrstur ráðamanna til að ávarpa
Moskvubúa var borgarstjórinn, Júríj
Luzhkov. Hann hvatti fólk í fyrstu
til að vera heima og huga að eigin
öryggi. Innan við klukkutíma seinna
gaf hann önnur fyrirmæli, nú átti
almenningur að safnast fyrir í mið-
borginni, við Borgarráðsshúsið og
við Kreml til að veita uppreisninni
„friðsamlega" mótspyrnu. Sjónvarp-
ið bytjaði að senda út beint frá
Borgarráðshúsinu þar sem leiðtogar
hinna ýmsu fylkinga lýðræðissinna
sknrn^i’ ^
-----WV* a XVI!'- dvy .v6gja OILL cll
mörkum til að veija lýðræðið og
koma í veg fyrir „rauð-brúna“ harð-
stjórn.
Þessa nótt, á meðan algjör óvissa
ríkti um stöðu stjórnarinnar, hve
útbreiddir bardagarnir væru og hvað
uppreisnarmenn hefðu í hyggju, ótt-
uðust margir að þetta væri bara
upphafið að blóðugu borgarastríði.
Það var þó ekki fyrr en kvöldið eft-
ir, þegar sjónvarpið sýndi stutt við-
tal við Jegor Gaidar aðstoðarforsæt-
isráðherra að ljóst varð hve nálægt
Rússar komust borgarastríði aðfara-
nótt 4. október.
Gaidar var spurður að því hvers
vegna stjórnin hefði hvatt almenn-
ing til að fylkja liði í miðbænum,
jafnvel þótt það væri augljóslega
lífshættulegt. Gaidar svaraði að
menn yrðu að gera sér grein fyrir
því að varnarstofnunum þjóðfélags-
ins, hernum og sérsveitum hans
væri ekki hægt að skipa til og frá
að vild. Þess vegna hefði það tekið
tíma að fá herinn til að samþykkja
að koma inn í borgina og stjórninni
því reynst nauðsynlegt að biðja
borgarbúa að sýna stuðning sinn í
verki. Hann bætti því einnig við, að
stjórnvöld hefðu haft til reiðu vopn,
til að dreifa meðal almennings í
miðborginni ef þess hefði verið þörf.
í stuttu máli: Rússland var hárs-
breidd frá borgarastríði þessa nótt.
Ef stjórnin hefði dreift vopnum
meðal almennings hefði brotist út
stríð allra gegn öllum. Það er
óhugnalegt að ímynda sér afleiðing-
arnar ef þúsundum óbreyttra borg-
ara hefði verið skipað í fylkingar til
að beijast við vel þjálfaðar sveitir
Alexanders Rútskojs og Alberts
Makasjovs. Það er nánast útilokað
að gripið væri til slíkra örþrifaráða
nema stjórnin væri orðin úrkula
vonar um að fá herinn til liðs við
sig. Örvænting stjórnarinnar virðist
því hafa verið slík, að yfirmenn hers-
ins hafi í raun staðið frammi fyrir
borgarastríði, létu þeir ekki að þrá-
beiðni Jeltsíns um aðstoð.
Bergniál frá Moskvu
Götubardagar í Moskvu hefðu
haft ómæld áhrif um allt ríkið. í
kjölfar atburðanna á sunnudag voru
mótmæla- og kröfufundnir haldnir
í mörgum stærri borgum Rússlands.
í flestum héraðanna fer fram sams
konar valdabarátta og í Moskvu á
milli sveitarstjórnar og héraðsráðs.
Ef Hvítahússmenn hefðu orðið ofan
á í Moskvu, þó ekki væri nema um
tíma, og staða stjórnarinnar orðið
*
l
i
>
I
i
>
\
i
i
i
i
i
í