Morgunblaðið - 10.10.1993, Side 18

Morgunblaðið - 10.10.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 íslenskir f lugáhugamenn heimsóttu rússneska f lugsýningu og sáu þar meóal annars að ísland er merkt sem skotmark kjarnorkuf lugskeyta smm Sýndar voru ýmsar gerðir flugskeyta, meðal annars varnarskeyti gegn eldflaug- um, og stjórn- stöðvar fyrir eldflaugar. 06 SKtmum eftir Guðna Einarsson/Myndir Þorgeir Yngvason ÍSLENSKIR flugáhugamenn fóru nýlega á stóra flug- sýningu í Rússlandi. Þar sáu þeir allt frá heimasmíðuð- um fisjum til hljóðfrárra orustuþotna og flugskeyta fyrir kjarnorkuvopn. Meða! annars fengu þeir að líta inn í stjórnvagn fyrir flugskeyti. Hermaður sem sat við stjórntækin sýndi þeim á tölvuskjá að nokkrar kjarnorkueldflaugar hafa verið eyrnamerktar ís- landi. Rússland gengur í gegnum stórfelldar breyting- ar sem hafa áhrif á öllum sviðum. Þjóðin býr við vaxandi fátækt, ótryggt stjórnmálaástand og óvissa ríkir um hvað framtíðin ber í skauti sér. Svif- fluga Þessi rennilega sviffluga kost- ar ekki nema um 300 dollara, eða um210þús- und krónur. Flugáhugamennirnir fóru í þeim tilgangi að skoða rúss- neskar flugvélar og nýjung- ar á sviði heimasmíðaðra véla, eða svokallaðra til- raunaflugvéla, en Rússar hafa löngum verið framarlega í flugvéla- smíði. í hópnum voru flugmenn, flugvélaverkfræðingur, svifflug- kennari og fiugáhugamenn. Þor- geir Yngvason áhugaflugmaður og flugvélasmiður var einn þeirra sem lögðu leið sína í austurveg. Þorgeir hefur stundað svifflug og einkaflug í mörg ár. Einnig hefur hann gert upp svifflugu og smíðað vélflugur ýmist einn eða í félagi við aðra. Nú er hann að smíða tveggja sæta þyrlu í bílskúrnum. Þorgeir er ekki alls ókunnugur í Rússlandi. Fyrir meira en 30 árum var hann háseti á olíuskipinu Hamrafelli og sigldi til Batumi við Svartahaf til að sækja olíu. Merki stríðsins voru þá hvarvetna aug- ljós, þótt nokkuð væri umliðið frá stríðslokum. Þorri vinnuaflsins var konur og karlarnir sem sáust á ferli voru flestir bæklaðir. Þorgeir lærði á þessum árum kyrilíska staf- rófið og svolítið hrafl í rússnesku og kom sú kunnátta honum vel núna. Þorgeir kann vel við Rússa, hann segir þá elskulegt fólk, yfír- leitt vel menntaða og stolta af landi sínu og þjóðerni. Þó hafi verið auð- fundið nú í byrjun september að grunnt var á ótta við framtíðina. Breytingar hafa verið örar í landinu undanfarin ár og ekki séð fyrir endann á þeim. Fátækt hefur vax- ið, í landinu er óðaverðbólga og glæpaklíkur breiða úr sér. Stjórn- málaástandið er mjög ótryggt, eins og atburðir síðustu daga sanna. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Nú nálgast vetur og ef ekki verður nóg að bíta og brenna er aldrei að vita hvað fólk tekur til bragðs. „Ég var spenntur að sjá Rúss- land eftir allar breytingarnar,“ seg- ir Þorgeir. „Moskva er glæsileg borg og kemur manni á óvart. Þarna eru stórkostleg mannvirki, til dæmis neðanjarðarbrautirnar og hallirnar í Kreml. En mér fannst áberandi hvað öllu viðhaldi var ábótavant og margt í niðurníðslu. Það er auðséð að þá vantar pen- inga.“ Áður en Þorgeir lagði í ferðalagið útvegaði hann sér fullan kassa af niðurlagðri síld í krukkum og talsvert af reyktum silungi. Hann segir að Rússarnir hafí kunn- að vel að meta síldina og silung- inn, reyndar sögðu þeir að íslensk síld væri mun frægari en Coca- Cola í Rússlandi. Olga i brúnum pels Orrustuliota Þorgeir fékk að setjast undir stýri á MiG-29 orrustuþotu. Hann var var- aður við að ýta á fjóra rauða hnappa. Einn skaut flug- manninum úr sæti og hinir ræstu vopna- búnaðinn. Kunningi eins ferðafélaganna hafði útvegað þeim gistingu á hót- eli í Moskvu sem kennt er við Rós- ir vindanna. Það er auðheyrt að gististaðurinn verður lengi í minn- um hafður. Það var ekki beinlínis rósailmur sem mætti þegar komið var inn á hótelherbergin. Allt var í mikilli niðurníðslu og auðséð að hótelið var löngu orðið óboðlegt á vestrænan mælikvarða. Húsgögnin voru gömul og lúin, salernin brotin Hertól Fjöldi hertóla var sýndur, meðal annars þessi skrið- dreki, færan- legar ratsjár- stöðvar og stjórnstöð fyrir eldflaugar. Súkoj 31 listflugvélin þykir ein sú besta í heiminum. Þessi flugvélategund hefur notið mikilla vinsælda á Vesturlöndum, enda hef- ur verðið stigið í um 200 þúsund dali, eða 14 miiljónir, á skömmum tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.