Morgunblaðið - 10.10.1993, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.10.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 21 Frá íhlutun í mannúðarskyni til vopnaskaks Glæst markmið í Sómalíu víkja fyrir afturhaldi með sæmd UM þessar mundir fer fram umræða hér á landi, sem á eftir að skipta sköpum um stefnu Bandaríkjamanna í utanríkismálum á næstunni. Talað er um niðurlægingu og 'Sómalíu líkt við Víetnam. Sómalía er orðin að prófsteini á stjórn Bills Clintons Bandaríkjafor- seta og lyktir afskipta Bandarikjamanna þar í landi eiga eftir að ráða miklu um það hvernig þeir munu bregðast við neyðarástandi annars staðar í heiminum. Nú hefur Clinton ákveðið að senda liðs- auka til Sómalíu og um leið sagt að hann hyggist kveðja Bandaríkja- her brott frá landinu fyrir 31. mars. A meðan mun hernum beitt til að leggja grunn að stöðugleika í landi þar sem stjórnkerfið er í rúst og ríkisvaldið ekkert. Afskipti Bandaríkjarnanna hófust með hástemmdum yfirlýsingum um mannúðarhlutverk. Nú er svo komið að Clinton setur markið ekki hærra en að kveðja herinn heim með sæmd. í umræðunni um Sómalíu kennir margra grasa. Sumir láta stjórnast af tilfinningum, en aðrir hljóma eins og bergmál af kalda stríðinu og vitna til Víetnam-stríðsins í gríð og erg. Einnig hefur verið gagn- rýnt harkalega að friðarför Banda- ríkjahers skuli nú hafa breyst í vopnuð átök. Áhrifamáttur sjónvarpsins Eitt er víst. Sjónvarpið hefur átt veigamikinn þátt í að móta viðhorf Bandaríkjamanna til veru hersins á austurhorni Afríku. Rétt eins og þegar myndir af sveltandi börnum bárust inn á stofugólf þjóðarinnar og knúðu George Bush, forvera Clintons í emb- ætti, til að taka af skarið og senda 25 þús- und hermenn til þess að tryggja að matur bærist til sveltandi Só- mala í byrjun desember, hafa fréttamyndir af því þegar lík bandarísks hermanns var dregið eftir götum Mogadishu í upphafi síðustu viku vakið óhug og lamað vilja Bandaríkjamanna til að vera áfram í landinu. Helsta gagnrýnin er sú að hlut- verk hersins í Sómalíu var ekki skilgreint sem skyldi og Banda- ríkjamenn eiga erfitt með að sjá hvern tilgang það hefur að úthella blóði bandarískra hermanna hinum megin hnattkúiunnar. Nú skiptast Bandaríkjamenn í tvo hópa. Annars vegar þá, sem vilja fá herinn heim nú þegar, og hins vegar þá, sem vilja safna liði og ieita hefnda. Forsetinn er í báð- um hópum. Hann hyggst auka við- búnað í Sómalíu og segir að Banda- ríkjamenn megi ekki gefast upp, þá muni „æsingamenn, óþokkar og hryðjuverkamenn draga þá ályktun að besta leiðin til að fá okkur til að breyta stefnu okkar sé að myrða okkar fólk“. Um leið til- kynnir hann hvenær herinn verði kvaddur heim. Frétta- skýrendur segja flestir að hann hafi ekki átt annars kost vegna almenningsálits- ins, en það muni hins vegar verða vatn á myllu Aideeds og annarra stríðsherra í Sómalíu að vita hve- nær Bandaríkjamenn hverfi á braut. Þá geti þeir beðið átekta og hafist því næst handa við fyrri iðju þegar þeir hafa fijálsar hendur. A Bandaríkjaþingi hafa þær raddir, sem krefiast þess að að- gerðinni ijúki, breyst í kór. Víetnam var oft líkt við kviksyndi þar sem Bandaríkjamenn komust hvorki aftur á bak né áfram. Nú er rætt um að Bandáríkjamenn séu að fest- ast í kviksyndinu í Sómalíu. John McCain, öldungadeildar- þingmaður úr röðum repúblikana, sagði að það byði niðurlægingunni heim að senda bandarískt herlið á staði eins og Mogadishu og krafð- ist undanhalds. Demókratinn John Breux sagði að Sómalía snerist ekki um manndóm Bandaríkja- manna, sem hefði sannast með sigri í kalda stríðinu og í Persaflóa, og nú væri um að gera að hypja sig. Trúverðugleiki En á þingi heyrist einnig að Bandaríkjamenn fyrirgeri tilkalli sínu til forystu í heimsmálum hverfi þeir of fljótt frá Sómalíu. Clinton hugsar á sama veg og undanfarið hafa ýmsir fyrrum frammámenn í bandarískum utanríkismálum fekið í sama streng. Á miðvikudagskvöld sögðu Zbigniew Braezinski, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi, og A1 Haig og Henry Kissinger, fyrrum utan- ríkisráðherrar, allir þrír að Banda- ríkjamenn myndu missa andlitið og þar með glata stöðu sinni á al- þjóðavettvangi ef þeir hörfuðu við svo búið. Brzezinsky sagði að Bandaríkjamenn hefðu vegna mis- taka sinna í Sómalíu þegar glatað trúverðugleika sínum í Júgóslavíu og vildu þeir stöðva átökin í Bosn- íu dygði ekki lengur að hóta valdi, þeir yrðu að beita því til að mark yrði á þeim tekið. Þessi sömu rök, um að Banda- ríkjamenn yrðu að viðhalda trú- verðugleika sínum, heyrðust hvað eftir annað í kalda stríðinu. Bæði BAKSVIÐ Karl Bl'öndal skrifar frá Boston Vígstaðan útskýrð DAVID Jeremiah, starfandi forseti herráðs Bandaríkjanna, gerir fréttamönnum grein fyrir stöðu mála i Sómalíu í kjölfar þeirrar ákvörðunar Bills Clintons forseta að fjölga í herliðinu þar. Lyndon B. Johnson og Richard Nixon beittu þeim þegar Víetnam- stríðið var í algleymingi. Svo fór að Bandaríkjamenn hurfu frá Víet- nam með skottið á milli fótanna, en þeim tókst engu að síður að halda trúverðugleika sínum og leiddi það hvorki til hruns Atlants- hafsbandalagsins, né dró úr áhrif- um Bandaríkjamanna. Dómínókenningin réði einnig miklu um það hvað stríðið í Víet- nam dróst á langinn. Samkvæmt henni myndi öll Asía verða komm- únisma að bráð ef Víetnam félli í hendur kommúnista. Nú munu harðstjórar um heim alian sjá sér leik á borði hverfi Bandaríkjamenn á braut. Vanmáttur Sameinuðu þjóðanna Aðgerðin, sem í bókum banda- rískra herstjórnenda gengur undir nafninu „Vonin endurreist11,. þótti í upphafi bera nýjum hugsunar- hætti í kjölfar kalda stríðsins vitni. Nú voru Sameinuðu þjóðirnar orðn- ar að stofnun, sem hægt var að beita hvar sem er í heiminum. Enginn ágreiningur var þeim óvið- komandi og friðhelgi sjálfstæðra og fullvalda ríkja, sem eitt sinn var óhagganleg, var dregin í efa þegar mannréttindabrot og aðrar hörm- ungar voru annars vegar. Nú blossa hins vegar upp átök í hveiju ríkinu á fætur öðru. Afríka logar í ófriði, þar sem eitt sinn var Júgóslavía eru nú brennandi rústir ódæðisverka og hörmunga og í stað Sovétríkjanna blasa við meira eða minna völt lýðveldi, allt frá Rúss- landi til Grúsíu. Sameinuðu þjóðirnar verða aldr- ei meira en samanlagður vilji aðild- arríkja til athafna og frammi fyrir ofantöldum átökum standa þær mannlausar. Sameinuðu þjóðirnar hafa friðargæslusveitir til umráða, en þær búa ekki yfir því afli, sem þarf til að stilla til friðar. Það er fyrir þá sök, sem Bandaríkjamenn skárust í leikinn í Sómalíu, og vegna sömu ástæðu eiga friðar- sveitirnar eftir að vera varnar- lausar þegar Bandaríkjamenn hverfa á braut ásamt hersveitum þeirra ríkja, sem einnig hafa tekið þátt í áðgerðunum. Það er því eng- in furða að ýmsir embættismenn Sameinuðu þjóðanna vara nú ákaft við því að Bandaríkjamenn kalli hermenn sína heim. Sómalía er að verða eitt erfið- asta vandamál Clinton-stjómarinn- ar og takist ekki að snúa við blað- inu á næstu sex mánuðum er erfitt að spá um framhaldið. Þess er nú ítrekað krafist hér, að Bandaríkja- menn sendi ekki herinn á vettvang nema skýrt sé tekið fram í upphafi hvert markmiðið sé og með hvaða hætti verði staðið að því að kveðja hann heim. Nánast ógerningur er að uppfylla seinni kröfuna og kall- aði Brzezinsky hana „fáránlega". Það gieymist oft í umræðunni að fyrir utan Mogadishu er allt víðast hvar með friði og spekt og hung- urvofunni hefur verið stuggað á braut. Hverfi Bandaríkjamenn á brott án þess að friður sé tryggður mun íhlutun þeirra hafa verið til- gangslaus. Clinton sagðist með aðgerðum sínum vilja tryggja að svo færi ekki, en margir efast um að hann hafi gefið sér nægan tíma eða sent nægan liðsauka til að ná því ætlunarverki. -3-'* •nn GOLFHIRÐULINAN : sci , FRÁ ^Johnson : yfrtíufll gólf * nema trégólf : ÍSLENSKAR :leiðbeiningar Það er allt að seljast upp! Pú getur ennþá komist með í ódýra ferð til einnar vinsælustu verslunar- og menningarborgar Evrópu. Fyrsta flokks gisting - spennandi skoðunarferðir - ævintýralegir verslunarmöguleikar. 7*^9gðu f,ér , Verð trá 26.900 miðaö við mann i tveggja manna herbergi á Hótel Country eða Crest Vöruverð er svo ótrúlega lágt að jafnvel Skotarnir flykkjast þangað til að versla Stærsta verslunarmiðstöd Evrópu — og meira tilS 11 'lnnifalið flug, gisting, morgunverður og öll flugvallagjöld 65 22 66 Ferðaskrifstofan Alís, sími 652266, fax. 6511

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.