Morgunblaðið - 10.10.1993, Side 23
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTOBER 1993
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTOBER 1993
23
jltargtiitÞlafrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Ræða Majors
TJæða Johns Majors, forsætis-
ráðherra Breta, á flokksþingi
Ihaldsflokksins í fyrradag, var um
margt athyglisverð, sérstaklega þó
sá boðskapur hans, að tímabært
væri að hverfa aftur til hinna
gömlu gilda. Orðrétt sagði John
Major: „Það er kominn tími til að
taka upp gömlu grundvallargildin
á ný. Kominn tími til að hverfa
aftur til upprunans. Til sjálfsaga
og löghlýðni, aftur til tillitssemi til
annarra."
Þessi sjónarmið eiga víðar við
en í Bretlandi. Þau eiga t.d. við
hér á íslandi. Um og upp úr 1970
urðu miklar breytingar á almenn-
um viðhorfum fólks til lífsstíls og
lífshátta. Margt af því hefur verið
rakið til hinnar svonefndu ’68 kyn-
slóðar. Hvort sem það er réttmætt
eða ekki er staðreyndin hins vegar
sú, að á þessu tveggja áratuga
tímabili hefur mörgum gömlum
hefðum verið varpað fyrir róða.
Sumir segja, að fólk hafl orðið
fijálslegra í lífsháttum sínum en
aðrir vilja kenna það sama við laus-
ung.
Fyrir rúmum þijátíu árum tíðk-
uðust þéringar í Menntaskólanum
í Reykjavík, rúmum áratug síðar
voru þær nánast horfnar úr tal-
máli þjóðarinnar. Að sumu leyti
voru þær eitt af sérkennum hins
gamla þjóðfélags og hvarf þeirra
úr daglegu máli til marks um nýja
og breytta tíma. Klæðaburður
fólks varð fijálslegri en að sumra
mati ekki við hæfí. Samskipti kynj-
anna urðu fijálslegri, sem að mati
annarra ýtti undir eyðnifaraldur-
inn. Sambúð fólks án hjónabands
komst í tízku en jafnframt hefur
skilnuðum fjölgað. Fjölmiðlarnir
breyttust en að margra mati of
mikið. í stað þess, að lítið var sagt,
var of mikið sagt.
Upp úr 1980 voru áhrif ’68 kyn-
slóðarinnar í rénun en tímabil svo-
nefndra uppa tók við, þar sem allt
var hægt. Engin takmörk virtust
fyrir því, hvað hægt var að lifa
hátt. A fyrri áratugnum var í tízku
að vera illa klæddur, á seinni ára-
tugnum voru dýr föt, dýrir bílar,
dýr ferðalög og dýr hús í öndvegi,
að ekki væri talað um gífurleg fjár-
málaumsvif, þar sem fyrirtæki
gengu kaupum og sölum fýrir
milljarða dollara án þess að kaup-
endur ættu krónu.
Samdrátturinn í efnahagslífi
Vesturlanda hefur orðið til þess,
að menn hafa komizt í jarðsam-
band á ný eftir milljarðaumsvif
uppatímabilsins, sem engar raun-
verulegar forsendur voru fýrir og
helztu tákn þess ýmist eignalausir
eða á bak við lás og slá. Vaxandi
ofbeldi og glæpir hafa vakið upp
harðar spumingar um uppeldi
bama og unglinga, heimilishætti
og umhverfi allt á viðkvæmum
uppvaxtarárum. Nýr skilningur ér
að vakna á gildi hefðbundins §öl-
skyldulífs.
Af þessum sökum hittir John
Major í mark, þegar hann hvetur
til þess, að við hverfum til hinna
gömlu gilda. Þjóðfélagstilraunir
hippanna og síðar uppanna mis-
tókust. Sá lífsstíll og þeir lífshætt-
ir, sem hvor hópurinn um sig boð-
aði hefur reynzt á sandi byggður.
Það ertímabært, að heilbrigð skyn-
semi og hefðbundnir lífshættir ráði
ferðinni á nýjan leik.
Ef við horfum til vandamála
samfélags okkar um þessar mund-
ir, er kreppan í efnahagsmálum
lítilvæg í samanburði við kreppuna
í mannlífínu, sem birtist okkur í
vaxandi ofbeldi á götum Reykja-
víkur og í mynd ungrar stúlku, sem
liggur meðvitundarlaus á spítala
eftir tilefnislausa árás jafnaldra
hennar. Andsvarið við þessari ugg-
vænlegu þróun hlýtur að vera ein-
mitt það, sem forsætisráðherra
Breta hvetur til, að hverfa aftur
til upprunans, til sjálfsaga og lög-
hlýðni, til tillitssemi til annarra.
Að leggja stóraukna áherzlu á
mikilvægi hinnar hefðbundnu fjöl-
skyldu og hefðbúndins fjölskyldu-
llfs í daglegu lífi fólks. Að leggja
stóraukna áherzlu á aga í uppeldi
bama og unglinga, á aga og reglu-
semi í skólum landsins, á aga og
reglusemi í opinberu lífí.
Óhætt er að fullyrða, að það er
jarðvegur fyrir boðskap af þessu
tagi, hvort sem er á Bretlandi, Is-
landi eða annars staðar. Þess
vegna er ekki ólíklegt, að ræða
Majors boði upphaf nýrrar og heil-
brigðrar íhaldssemi í daglegu lífí
fólks á Vesturlöndum. Og búast
má við, að það séu umskipti, sem
þorri almennings I þessum löndum
fagnar.
Fáir hafa haldið uppi andófi
gegn lífsháttabyltingum síðustu
tveggja áratuga. Kaþólska kirkjan
þó mest, lúterska kirkjan að ein-
hveiju leyti. Núverandi páfi kaþ-
ólsku kirkjunnar hefur gegnt hér
þýðingarmiklu hlutverki. Báðar
þessar stofnanir geta átt dijúgan
hlut að því á næstu árum að koma
vestrænum lýðræðisþjóðfélögum í
réttan farveg á nýjan leik.
Opinberar umræður hér á Is-
landi markast mjög af vandamál-
um efnahags- og atvinnulífs. En
aðrir þættir í þjóðlífi okkar kalla
á aukna athygli og þá ekki sízt
vaxandi ofbeldi og orsakir þess.
JÓHANN
• Hjálmarsson
bendir á í íslenzkri
nútímaljóðlist að
Steinn Steinarr segi
mikilvægan sannleika
um sjálfan sig og við-
leitni sína, þegar hann skrifaði 1942
grein um Þorvald Skúlason í Helga-
fell „sem lýsti næmum og óvenju-
lega giöggum skilningi á þessum
áhrifamikla listmálara". í þessari
athyglisverðu grein segir Steinn að
lítið borð, tvær sítrónur, rauðbrún
skál, hvítt ljós sé „allt í einu risið
upp og farið að lifa lífínu sterkara
og raunverulegra en nokkru sinni
áður“. Það er einmitt þannig sem
Steinn raðar myndtáknum sínum
upp í Tímanum og vatninu án þess
þó að þessar myndir þurfí endilega
að vera veruleikinn sjálfur. Það er
miklu frekar persónuleiki höfundar-
ins sem hefur tekið sér bústað í
þessum myndum - eða þessari hug-
arveröld skáldsins - svoað niður-
staða Steins sjálfs sé umskrifuð og
hann bætir við, Manni finnst maður
aldrei fyrr hafa komizt svona ná-
lægt hlutunum. í Tímanum og vatn-
inu er einstæð nærvera við hringrás
eilífðarinnar. En þá einnig við per-
sónuleika höfundarins „sem hefur
tekið sér bústað" í ljóðmyndinni.
ÞAÐ ER RÉTT SEM
• Eysteinn Þorvaldsson hefur
haldið fram að Dymbilvaka er tíma-
mótaverk í íslenzkri ljóðagerð. Hún
á rætur í þeim módemisma sem við
nefnum súrrealisma eða symból-
isma, eða þá expressjónisma, en þó
jafnframt í hefðbundinni íslenzkri
ljóðagerð einsog augljóst má vera
(stuðlar og óreglulegt
rím). Það mætti Til
sanns vegar færa að
hún sé einsog drótF-
kvæðin, finngálknuð
ljóðlist að nútíma-
hætti. En hún minnir
jafnframt á særingar éða galdur;
hún er hugleiðsluljóð úr draum-
kenndri martröð að ég hygg - og
þá að hætti lífsháskans sem við
upplifðum í svartnætti kalda stríðs-
ins.
Það er aðvísu vitnað í sálm í
Dymbilvöku en hann er hvergi til
nema í kvæðinu því skáldið orti
sjálfur þetta sálmabrot sem er í
flokknum. Það hefði Eliot ekki gert,
heldur hefði hann vitnað í sálm sem
skírskotandi heimild og þá til að
vekja hughrif eða grun sem heimild-
in byggi yfír en ekki endilega yrkis-
efnið sjálft einsog í Dymbilvöku og
raunar einnig í Tímanum og vatn-
inu. En þar er aðferðin einnig svip-
uð og Eliot óviðkomandi. Annað-
hvort skynja menn þessi íslenzku
kvæði eða ekki; skilja þau með til-
fínningunum. Óg þannig eru þau
auðskilin án þess þó unnt sé að
skíra þau eftir formúlum eða orða-
bókum. Þau eru tilfinningaljóð.
Umhverfí Tímans og vatnsins eru
ástin, tíminn, guð og eilífðin. Um-
hverfi Dymbilvöku eru mörk lífs og
dauða; og okkur grunar landslag
dauðans. Uggur mannsins og ör-
vænting andspænis háskalegu og
hrikalegu landslagi tilfinninganna.
Dymbilvaka er sprottin úr sama
umhverfi og skáldsaga Hannesar
Sigfússonar, Strandið, það skiptir
höfuðmáli og skýrir kvæðið. Og á
það hefur Hannes Sigfússon sjálfur
lagt áherzlu í samtali okkar. I
kvæðinu búa váleg tíðindi-umhverf-
isins sem verður einhverskonar
táknmynd eða leiktjöld um líf okkar
og ferðalag um þau örlög sem okk-
ur eru búin. Og þá eru engin leik-
tjöld magnaðri en umhverfi Reykja-
nessvita.
Jafnvel það sem á að bera elíotsk-
um áhrifum einna helzt vitni í
Dymbilvöku, Svona upp með þig
það er glas, er einsog Hannes hefur
sagt mér misskilningur hans á orð-
um Eliots í The Waste Land, II
kafla, A Game of Chess: HURRY
UP PLEASE IT’S TIME, en það
er brezkt knæpufflál og Eliot sækir
það þangað. Sverrir Hólmarsson
segir líka í útleggingu sinni Klárið
úr glösunum, við lokum(!) Það er
þannig ekki endilega glas lífs og
dauða einsog í Djrmbilvöku; aðvísu
ættað úr sjómannamáli: það er kom-
ið glas, er sagt um vaktaskipti um
borð í skipi.
Bæði Steinn Steinarr og Hannes
Sigfússon höfðu aðvísu lesið The
Waste Land, en Ijóð þeirra eru ekki
á nokkurn hátt einskonar elíotismi
í íslenzkum búningi, heldur flytja
þau nýtt tungutak inní íslenzka
ljóðlist sem á rætur í aldagamalli
hefð einsog augljóst má vera, og
myndmálið og þó umfram allt hin
nýja áferð er eins heimatilbúin og
hún er óvænt. En erlend áhrif eru
að sjálfsögðu hvatinn að nýbreytn-
inni einsog ávallt hefur verið þegar
endurnýjun hefur orðið á gamalgró-
inni menningu okkar.
M
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjoll
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 9. október
IMORGUNBLAÐINU í DAG,
laugardag, fjallar Valtýr Sig-
urðsson, héraðsdómari og for-
maður Dómarafélags íslands,
um launakjör dómara og hvern-
ig að ákvörðunum um laun dóm-
ára er staðið. í grein Valtýs er
vikið að mikilvægi þess, að dóm-
stólar séu sjálfstæðir og hann segir m.a.:
„Enginn dregur í efa, að mikill árangur
hefur náðst hér á landi á stuttum tíma
og sýnilegt sjálfstæði dómstólanna er
meira en áður. Hins vegar má leiða að því
líkur, að við séum enn eftirbátar nágranna-
þjóðanna í kröfum til dómstólanna. Þannig
erum við nú fyrst að taka á ýmsum grund-
vallaratriðum er varða sjálfstæði dómstól-
anna, sem fyrir löngu eru útrædd annars
staðar.
Sem dæmi má nefna, að íslenzkir hér-
aðsdómarar eru eflaust þeir einu í Evrópu
og þótt víðar væri leitað, sem fá greidda
yfirvinnu fyrir dómstörf, sem samið er um
við framkvæmdavaldið (20 klst). Til þess
hefur verið gripið til þess að draga úr
misræmi varðandi launakjör dómara. Þess
er krafízt að dómarar varðveiti sjálfstæði
sitt í starfi. Sú krafa útilokar þá að miklu
leyti frá aukastörfum. Til þessa verður að
taka tillit, þegar launakjör dómara eru
ákveðin.
I nágrannaríkjum okkar er það grund-
vallarregla, að heildarlaunakjör dómara
séu ákveðin af þinginu sjálfu eða af sér-
staklega skipuðum dómi. Krafan um sýni-
legt sjálfstæði dómstólanna útheimtir slíkt
fyrirkomulag og þá sérstaklega að láuna-
kjör dómara séu fyrirfram og skýrlega
ákveðin og í samræmi við þann sess, sem
dómsvaldið á að skipa. Svo virðist, sem
íslenzk launapólitík þoli illa slíkt fyrir-
komulag. Því hafa tilraunir svo sem með
Kjaradómi til að ákveða dómurum heildar-
laun þar sem tekið er tillit til vinnuálags,
farið út um þúfur.“
Valtýr Sigurðsson víkur síðan að úr-
skurði Kjaradóms fyrir rúmu ári, sem
dæmdi stjómmálamönnum og nokkrum
æðstu embættismönnum verulegar kjara-
bætur, ákvörðun ríkisstjómar um setningu
bráðabirgðalaga til þess að tryggja, að sá
úrskurður kæmi ekki til framkvæmda og
segir síðan sérstaklega um þátt fjölmiðla:
„í þessari leiksýningu allri var þáttur fjöl-
miðla aumkunarverður. Hvergi var gerð
tilraun til að komast að efni og rökum
Kjaradóms og velta þeirri spumingu fyrir
sér, hvort dómendur hefðu átt annarra
kosta völ án þess að bijóta lögin, sem
þeir áttu að starfa eftir.“ Og loks segir
formaður Dómarafélagsins: „Alþingi hefur
hins vegar falið Kjaradómi það verk að
ákvarða launakjör dómara í samræmi við
þá stöðu, sem dómsvaldinu er ætlað að
gegna, sem einn handhafi ríkisvaldsins.
Dómarar vænta þess, að Kjaradómur
standi undir þeirri ábyrgð og hafí kjark
til að sinna lagaskyldu sinni.“
Þau sjónarmið, sem Valtýr Sigurðsson
lýsir í grein sinni og hér er vitnað til í
stuttu máli em athyglisverð bæði að því
er varðar það málefni almennt, sem hann
íjallar um en einnig í ljósi nýlegra upplýs-
inga um þá ákvörðun dómara í Hæsta-
rétti íslands að ákveða sjálfum sér launa-
greiðslur vegna yfirvinnu. Allt það, sem
héraðsdómarinn segir um nauðsyn á sjálf-
stæði dómstólanna er rétt. Það er kannski
til marks um, að lýðveldi okkar er ungt
og að stofnanir þess þurfa tíma til að þró-
ast og festa sig í sessi, að sú þrígreining
ríkisvalds, sem gert er ráð fyrir í stjómar-
skránni hefur í raun verið heldur loðin og
þokukennd. Alveg sérstaklega virðist
framkvæmdavaldinu hafa tekizt á fyrstu
áratugum fullveldis og síðar lýðveldis að
ná til sín ítökum langt umfram það, sem
teljast verður eðlilegt gagnvart löggjafar-
valdinu en dómsvaldið hefur starfað í
skugga bæði framkvæmdavalds og lög-
gjafarvalds. Ekki eru mörg ár síðan þing-
menn byijuðu að sýna viðleitni til að endur-
heimta þau völd og áhrif, sem löggjafar-
valdinu er ætlað að hafa og það er líka
fyrst á síðustu árum, sem þess sjást
merki, að dómarar gera tilraun til að undir-
strika sjálfstæða stöðu sína í ríkiskerfínu.
Hér er ákvörðun um launakjör auðvitað
grundvallaratriði. Fram að þessu hafa
dómarar sennilega liðið fyrir það, að vera
undir sama hatti og stjómmálamenn og
æðstu embættismenn. Víða um lönd em
störf dómara mjög vel launuð, þótt stjórn-
málamenn og æðstu embættismenn séu
illa launaðir á mælikvarða þeirra launa,
sem greidd em í einkageiranum víðast á
Vesturlöndum. Þess vegna má færa rök
að því að eina raunhæfa leiðin til að undir-
strika sjálfstæði dómstólanna með ákvörð-
un um launakjör dómara sé, að sú ákvörð-
un verði tekin af þinginu sjálfu eða sérstak-
lega skipuðum dómum, eins og Valtýr Sig-
urðsson segir, að sé meginreglan í nálæg-
um löndum.
í grein sinni víkur formaður Dómarafé-
lagsins að hlut fjölmiðla í umræðum um
Kjaradóm fýrir rúmu ári og telur hann
„aumkunarverðan". Þar sem Morgunblaðið
gekk hart fram í gagnrýni á úrskurð Kjara-
dóms og kröfugerð um, að honum yrði
hnekkt með einum eða öðrum hætti, hlýt-
ur blaðið að taka þessi ummæli til sín að
einhveiju leyti. Hver voru meginrökin fyr-
ir afstöðu Morgunblaðsins sumarið 1992?
Þau voru þessi: Frá því, að svonefndir þjóð-
arsáttarsamningar voru gerðir í febrúar
1990 hefur sú krafa verið gerð til al-
mennra launþega í landinu, að þeir taki á
sig umtalsverða kjaraskerðingu og marg-
víslegar byrðar til þess í senn að kveða
niður óðaverðbólgu, sem í áratugi hafði
hijáð landsmenn og tryggja, að þjóðin
kæmist út úr þeirri kreppu, sem skall á á
miðju ári 1988 og hefur harðnað og dýpk-
að síðan. Launþegar hafa tekið á sig þung-
ar byrðar og versnandi afkomu af þeim
sökum. Ef úrskurður Kjaradóms um veru-
lega launahækkun stjðmmálamanna og
æðstu embættismanna hefði staðið
óhreyfður var grundvellinum kippt undan
þessari sátt á vinnumarkaðnum, verkalýðs-
hreyfíngin hefði farið í hörð átök til þess
að tryggja félagsmönnum sínum sambæri-
lega kjarabót og efnahagsmál þjóðarinnar
komist í uppnám.
Er þetta „aumkunarverð" afstaða? Tæp-
lega er hægt að halda því fram með nokkr-
um rökum. Fremur má segja, að þessi
afstaða byggist á heilbrigðri skynsemi.
En Valtýr Sigurðsson telur, að fjölmiðlar
hafí ekki Qallað um þá spurningu, hvort
Kjaradömur hefði átt annarra kosta völ
án þess að bijóta lög. A móti má spyija,
hvort úrskurður Kjaradóms hafi ekki í
raun byggzt á því sem kalla mætti „póli-
tíska túlkun" á þeim lagaákvæðum, sem
um var að ræða, þ.e. mati dómenda, sem
tæpast verður talið að byggist á bókstafs-
túlkun skýrra fyrirmæla í lögum og að í
því „pólitíska" mati hafí dómendur í Kjara-
dómi reynzt í furðulitlum tengslum við
þjóðfélagslegan veruleika.
Launa-
ákvörðun
Hæstaréttar
GREIN VALTÝS
Sigurðssonar er
líka umhugsunar-
verð í ljósi þeirrar
ákvörðunar dómara
í Hæstarétti að
ákveða sjálfum sér launagreiðslur vegna
aukinnar yfirvinnu í kjölfar þess, að úr-
skurði Kjaradóms fyrir rúmu ári var breytt
eða öllu heldur nýr úrskurður kveðinn
upp. Hér skal ekki dregið í efa, að dómar-
ar í Hæstarétti hafí farið að lögum í þess-
um efnum. Kannski má segja, að þeir
hafi fundið „gat“ í lögum til þess að
ákveða sjálfum sér þessar greiðslur og af
þeim sökum hafí forsætisráðherra ekki átt
annarra kosta völ en að skrifa upp á reikn-
ingana.
En hér kemur fleira til en bara spuming-
in um það, hvort hæstaréttardómarar búi
við sanngjörn eða ósanngjörn launakjör.
Eitt skiptir öllu máli í starfí hæstaréttar-
dómara: að gæta virðingar réttarins og
tryggja með störfum sínum, að hann njóti
fyllsta trausts landsmanna allra. Og í þessu
samhengi má færa rök að því, að í sögu
Hæstaréttar íslands hafí rétturinn ekki
v Morgunblaðið/Golli
orðið fyrir jafn miklu áfalli og vegna ofan-
greindrar ákvörðunar dómaranna eða
þeirra allra að einum undanteknum.
Þótt dómarar í Hæstarétti íslands telji
sig illa launaða og vinnuálag svo mikið,
að réttmætt sé, að þeir fái auknar greiðsl-
ur verða þeir auðvitað að vinna að breyt-
ingum á launakjörum á þann veg, að ekki
sæti gagnrýni. Það er óskiljanlegt og sýn-
ir mikið dómgreindarleysi, að þeir skuli
taka ákvörðun um að nýta sér „gat“ í lög-
um til þess að tryggja sjálfum sér kjara-
bætur eða greiðslur fyrir aukna yfirvinnu.
Ef það hefði verið vilji löggjafarvaldsins
að undirstrika sjálfstæði réttarins með
þeim hætti, að dómarar skyldu sjálfír
ákvarða laun sín, hefði það verið gert með
afdráttarlausum hætti. En auðvitað hefur
það aldrei verið vilji löggjafarvaldsins.
Hér hafa hæstaréttardómarar misstigið
sig illilega og satt bezt að segja verður
ekki séð, hvemig komizt verður út úr því
klúðri, sem þessi mistök dómaranna hafa
leitt til. Það er veruleg hætta á því, að
þessi ákvörðun loði lengi við réttinn og
dragi úr trausti almennings til hans.
Hæstiréttur Islands hefur nánast algerlega
staðið utan við dægurdeilur í þessu landi
og þannig á það -að vera. Nú hafa dómar-
amir sjálfir fellt réttinn af þeim stalli og
erfitt að sjá, hvemig hægt verður að rétta
við hlut Hæstaréttar, sem stofnunar nema
þá á löngum tíma.
En þetta mál, svo og þau efnislegu rök,
sem Valtýr Sigurðsson færir fram í grein
sinni hér í blaðinu, ættu að verða til þess,
að Alþingi taki þau mál, sem varða launa-
kjör dómara almennt til nýrrar skoðunar
og ákvörðunar.
ÞAÐ ER ALVEG
T Miuiakiör í lj’óst af því’ sem nú
ljd.UIld.HJUI 1 er ^ornið fram um
ríkiskerfinu ákvörðun hæsta-
réttardómara um
yfirvinnugreiðslur í kjölfar þess að fyrri
úrskurði Kjaradóms sumarið 1992 var
hnekkt, að opinberir starfsmenn una illa
sínum hlut í launamálum. Raunar má það
sama segja um stjórnmálamenn eins og
glöggt kom fram í umræðum um þetta
mál fyrir rúmu ári.
Stjómmálamenn em yfírleitt illa launað-
ir í nágrannaríkjum okkar. Þetta á við um
bandaríska stjómmálamenn og þetta á við
í flestum Evrópuríkjum. Alkunna er, að í
Bandaríkjunum taka menn á sig miklar
launalækkanir til þess að gegna störfum
í opinberri þjónustu, hvort sem um er að
ræða ráðherra eða þingmenn en þó ekki
sízt ráðherra. Forseti Bandaríkjanna er
ekki hálaunamaður og er þó valdamesti
maður heims.
Fyrir nokkmm mánuðum kom fram hér
í Morgunblaðinu, að þingmenn og ráðherr-
ar í Bretlandi em illa launaðir þegar borið
er saman við einkageirann þar í landi og
raunar eru launakjör þeirra í krónum talið
ekki miklu betri en stjómmálamanna hér
á Islandi. Sama sagan er víðast hvar í
Evrópu, þó er það dálítið mismunandi eft-
ir löndum. Þetta á líka við um önnur Norð-
urlönd, þótt það sé eitthvað mismunaftdi
á milli landanna, við hvers konar kjör
stjómmálamenn búa.
I Bandaríkjunum er það algengt, að
menn taki þátt í stjórnmálum ákveðinn
tíma og hverfí svo til annarra og betur
launaðra starfa. í Bretlandi tíðkast það
einnig, að stjómmálamenn sérstaklega úr
brezka íhaldsflokknum gegni störfum í
einkageiranum, þegar þeir eru í stjómar-
andstöðu. I nýútkominni bók um Edward
Heath er frá því sagt, að'í rúman áratug
frá því að hann var fyrst kjörinn á þing
og þangað til hann tók við ráðherraemb-
ættum í fyrsta sinn, bjó hann einn í lítilli
skonsu í London, sem var svo lítil, að hann
bauð aldrei nokkrum manni heim til sín.
Þeir, sem velja þá leið hér á íslandi að
taka þátt í stjórnmálum verða að ganga
út frá því sem vísu, að í því getur falizt
ákveðin fjárhagsleg fórn. Hið sama á í
raun og veru við þá, sem gerast embættis-
menn í ríkiskerfínu. Þeir verða líka að
gera sér grein fyrir því, að þeir hafa valið
leið, sem hvorki fyrr né nú eða í framtíð-
inni var, er eða verður jafn vel launuð og
þeir gætu hugsanlega átt kost á í einka-
geiranum. Þetta byggist á þeirri einföldu
staðreynd, að almenningur fylgist með
æðstu stjómmálamönnum og embættis-
mönnum gera kröfur um álögur og marg-
víslegar byrðar, sem hinn almenni borgari
verður að axla og ætlast þá til að forystu-
mennimir gangi á undan með góðu for-
dæmi. Það er hægt að ganga út frá því,
sem vísu, að hvorki hér né annars staðar
verður pólitískur friður um það að tryggja
æðstu embættismönnum ríkisins og stjórn-
málamönnum launakjör, sem æðstu starfs-
menn einkafyrirtækja geta samið um við
sína vinnuveitendur.
í þéssum efnum er tímabært að menn
geri það upp við sig, að viðbótarkjör er
heldur ekki við hæfí að sækja með öðmm
hætti. Það gildir einu, hvort um er að
ræða yfírvinnu hæstaréttardómara, starfs-
kjör æðstu embættismanna, þ.á m. stjóm-
enda ríkisbankanna, í öðru formi en bein-
um launagreiðslum, um þetta verða að
gilda ákveðnar reglur, sem era á almanna
vitorði. Hér gjósa t.d. hvað eftir annað upp
deilur um bflakaup ráðamanna, sem á að
vera hægt að komast hjá með því að setja
skýrar og einfaldar reglur um ákveðna
hámarksupphæð, sem veija má til bíla-
kaupa vegna manna í æðstu embættum,
svo að dæmi sé nefnt.
Nú standa yfir miklar umræður um
agaleysi meðal unglinga. En er agaleysið
bara á götum Reykjavíkur að næturlagi?
Er agaleysið ekki líka á toppnum í þjóðfé-
laginu, þegar hvað eftir annað koma upp
stórdeilur um hvernig staðið er að launa-
ákvörðunum, hvemig staðið er að ferða-
kostnaðargreiðslum, hvernig staðið er að
bílakaupum hins opinbera o.s.frv.? Er ekki
rétt að kröfur um aga nái til hárra sem
lágra?
„Þótt dómarar í
Hæstarétti ís-
lands teiji sig illa
launaða og
vinnuálag svo
mikið, að rétt-
mætt sé, að þeir
fái auknar
greiðslur verða
þeir auðvitað að
vinna að breyt-
ingum á launa-
kjörumáþann
veg, að ekki sæti
gagnrýni. Það er
óskiljanlegt og
sýnir mikið dóm-
greindarleysi, að
þeir skuli taka
ákvörðun um að
nýta sér „gat“ í
lögum til þess að
tryggja sjálfum
sér kjarabætur
eða greiðslur fyr-
ir aukna yfir-
vinnu.“
+