Morgunblaðið - 10.10.1993, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993
2fc-
Grafikmynd
Braga viö IjóA
Matthiasar
Johannessen
„Stúlka meó
brún augu"
er enn að eftir
27 ár. Eins
var það með
kennsluna.
Hún átti bara
að fleyta mér
yflr erfíðan
hjalla en ég er
nú búinn að kenna í 33 ár saman-
lagt. Ég reyni að gleyma greinun-
um mínum um leið og ég er búinn
að skrifa þær, kasta þeim yfír öxl-
ina jafnóðum og byija á nýrri grein
og legg mig allan fram, en sumum
nemendum mínum gleymi ég ekki
svo glatt,“ segir hann. Maður þurfti
á aurum að halda út af brauðstrit-
inu en hvorki kennslan né greina-
skrifín eru holl fyrir starfandi lista-
mann nema í mjög takmarkaðan
tíma.
Hvemig er staða myndlistar í
dag? spyr ég. „Hún er mjög slæm,“
svarar Bragi. „Hér er búið sæmi-
lega að námsfólki en listamennirnir
sjálfir búa við þröngan kost. Þeir
fá ekki brot af því sem námsmenn-
irnir fá. Við erum með allt að 700
manns í myndlistamámi, fæst af
þessu fólki kemur nokkurn tíma til
starfa hér. Engin þjóð gerir eins
lítið fyrir starfandi listamenn og
ísland.“
Hvernig listamenn höfum við
eignast á þeim rösku 40 ámm sem
þú hefur starfað sem slíkur?
„Ágæta listamenn og ekki síðri en
þá gömlu, en þeir kunna ekki að
standa saman. Erlendis fá lista-
menn sem taka t.d. að sér stór
verkefni jafnvel mörg ár til þess
að móta þau og vinna. Hér er ætl-
ast til að menn rubbi þessu af á
fáeinum mánuðum. Eigi að síður
koma listamenn hér hlaupandi til
þess að taka þessum tilboðum aðr-
ir gera það ekki, ég er einn af
þeim, ég er stoltur og kröfuharður
listamaður."
Hvemig em lífskjör íslenskra
myndlistarmanna?
„Þau eru afleit. Kreppan byrjaði
hér löngu fyrr en annars staðar og
hún er fullkomlega heimatilbúin.
Það virðist vera búið að útrýma
þeim hópi fólks sem áður keypti
list. Eg hélt margar sýningar í
gamla daga, mest til þess að ná
endum saman í fjármálum, og það
gekk prýðilega. Nú má maður
þakka fyrir hveija mynd sem selst.
Þannig er það hjá flestum lista-
mönnum nema þeim sem hafa ein-
hveija þræði út í þjóðfélagið. En
þeir sem kaupa af þeim kaupa ekki
af ást heldur af skyldurækni eða
af græðgi, til þess að fjárfesta.
Græðgin er að fara með heiminn.
Listin á að vinna gegn græðginni
og gerir það víða.“
Sé eftir því núna
„Fólk sem kemur á sýningar að
staðaldri kaupir ekki list lengur,
það hefur ekki efni á því. Nú verða
listamenn að treysta á ríka menn
sem eru að fjárfesta í list eða þá
söfnin. Áður bar menntað milli-
stéttarfólk upp listina þetta hefur
breyst. Að vísu er enn keyptar litl-
ar myndir til gjafa en það er sér-
stök tegund af list sem allir geta
sætt sig við. Maður vinnur ekki
fyrir slíkan markað. Það er mjög
nauðsynlegt að sprengja þann litla
markað sem er á íslandi og kom-
ast á markað erlendis."
Hvernig hefur þér gengið að
hasla þér völl erlendis?
„Eg fékk ýmis tækifæri sem ég
gat ekki sinnt. Ég vildi alltaf koma
heim og vinna hér. Satt að segja
sé ég eftir því núna. Hugsunarhátt-
urinn hefur lítið breyst þau 40 ár
sem ég hef starfað hér, lítið þrosk-
ast. Það eru til jafn margar
kennslubækur um myndlist og þeg-
ar ég hóf störf, nákvæmlega engin.
Það sem er talið lífsnauðsyn í ýms-
um öðrum þjóðfélögum er talinn
lúxus hér. Þegar Israelsríki var
stofnað var fólk sent á stúfana,
mest konur, til þess að kaupa lista-
verk af frægum meisturum svo sem
Matisse og Picasso. Þær náðu góð-
um samningum og þess vegna eru
listasöfn í ísrael full af merkilegum
listaverkum. Hér er alltaf verið að
hugsa um að spara við listina. Það
fer svo alls ekki saman að blanda
pólitík í list.
Listamenn hér eru of miklir eig-
inhyggjumenn. Þeir sitja hver í sínu
horni og samtök þeirra eru helmátt-
laus. Við höfum ekki árlegar sam-
sýningar eins og gerist víðast ann-
ars staðar, heldur mýgrút af smá-
sýningum. Betra væri að hver
maður væri með kannski þijár til
fimm myndir á stórri samsýningu,
þá hefur fólk samanburð sem það
hefur ekki í dag, slíkt fyrirkomulag
væri líka ólíkt heilbrigðara fyrir
reynast traustur maður. Ég
bar líka svo mikla virðingu
fyrir lífinu. Gat tekið undir
með myndhöggvaranum
Giacometti sem sagði eitt
sinn: „Sæi ég mikið listaverk
og kött, sem verið væri að
aka yfír á breiðgötu, myndi
ég hiklaust reyna að bjarga
kettinum."
Vildi hafa aðra guði en
mig
Hvaða kona heillaði þig?
„Hún var austur-þýsk,
átti heima hinum megin við
Oderfljótið en það var ég
sem heillaði hana. Faðir
hennar var ríkur komvöru-
kaupmaður sem hafði særst
við Verdun í fyrri heimstyij-
öldinni og svo við Stalíngrad
í þeirri síðari. Þetta voru
voðalegir tímar. Honum
tókst að flýja með aðstoð
kjörsonar, komst til Berlínar,
svo til Mannheim og loks til
Toronto. Hann átti þijár
dætur, hún var yngst, hinar
áttu ekki böm. Hún var
seinna send til Þýskalands
til þess að læra myndlist.
Það fyrsta sem hún sá í skól-
anum var ég. Hún var byij-
andi en ég var langt kominn.
Við giftumst vegna þess
að við áttum von á barni og
skildum af því við eignuð-
umst þetta bam. Hún fór
með drenginn í sumarfrí til
móður sinnar sem tók ást-
fóstri við hann, enda eina
barnabamið. Hún vildi ekki
sleppa honum til baka. Það
var sárt að missa drenginn
en það koma alltaf nýjar
konur.
Eftir _ skilnaðinn tók nýtt
líf við. Ég hafði kynnst ann-
arri konu og giftist henni.
Sú var alíslensk, komin í
beinan kvenlegg af Skúla
fógeta, svo er sagt. Við eign-
uðumst fjögur böm, þijá
stráka og eina stúlku. Seinni
konan gaf mér meira í list-
inni heldur en sú fyrri. Við
skildum eftir 17 ára sambúð
vegna þess að hún vildi hafa
aðra guði en mig og valdi
Buddha."
Menn eiga að lifa á
heiðrinum
Áður en við Bragi yfirgef-
um vinnustofuna fer hann
með mig út á þak háhýsisins
sem vinnustofa hans er í.
„Ég hef verið hér í 28 ár og hef
séð byggðina ryðja burtu náttúr-
unni. Holtið hérna í Laugarásnum
var áður svo stórt og fallegt, nú
er búið að byggja í því hús, sem
öll em eins og normalbrauð í laginu
héðan frá séð,“ segir hann sposkur
á svip. Við fömm niður í lyftu og
Bragi segir mér að járnabinding-
arnar í húsinu séu svo mikiar að
húsið geti ekki hmnið, „það legðist
frekar á hliðina," segir hann og
hlær. Á leiðinni heim til Braga seg-
ir hann: ,,Listin á víst að vera
ókeypis á Islandi, menn eiga að lifa
á heiðrinum.“ Svo bendir hann mér
á Listhúsið í Laugardal og segir:
„Þarna snúa allir sýningarsalir til
suðurs, þannig er það ekki erlendis,
þar vita menn að sólin eyðileggur
listaverk og nota því norðurbirtuna."
„Fallegir litir," segir Bragi þegar
við stígum út úr bílnum og fallandi
lauf stórra reynitijáa þyrlast upp
í golunni. Bak við húsið við Drápu-
hlíð, þar sem Bragi býr, er bílskúr
þar sem listamaðurinn hefur komið
sér upp annarri vinnustofu. Fyrir
glugganum er slitin gardína: „tákn-
ræn fyrir efnahag listamanna á
íslandi," segir Bragi um leið og
hann opnar dymar. Við göngum
inn og ég sé enn fleiri myndverk
og svo tölvuna sem Bragi notar til
þess að skrifa greinar sínar á.
„Fyrst skrifaði ég á gamlan ritvél-
arhlunk, svo fékk ég Dóru, það var
Massages 990 rafmagnsritvél og
loks tölvuna. Það var eins og að
fara á milli ólíkra heima að breyta
á milli þessara tækja. Ég ætlaði
að vera fimm ár í skriftunum en
okkur gagnrýnendur.
Ég hef stundað listasöfn
frá unga aldri. Hér áður var
maður oft einn í sölunum en
nú eru söfnin oft yfirfull.
Fólk erlendis skoðar á annan
hátt en hér. Það hefur
menntast í myndlist í skólun^
og þess sér stað þegar það
fer á söfn, það skoðar vand-
lega. Þar er fólk ekki svona
fullt af fordómum og hlut-
drægni eins og hér. Lista-
safn íslands þyrfti að vera
tíu sinnum stærra en það er
til þess að þjóna hlutverki
sínu. Þá myndi það líka bera
sig. Þá væri hægt að hafa
það bæði fjölbreytt og
skemmtilegt."
Rómantíkin
Er rómantíkin horfín 9r
lífí listamanna?
„Nei hún er ekki horfín,
þvert á móti held að róman-
tíkin sé meiri en oft áður.
Hennar er meiri þörf því líf-
ið í dag er svo kaldhamrað.
Þess vegna leitar fólk meira
á söfn, m.a. til þess að sjá
myndir rómantísku málar-
anna. í þeim myndum sér
maður ómengað landslag og
kristalstært loft. Þar eru
hvorki verksmiðjur né síma-
staurar, bara náttúran sjálf.
Þetta sér fólk óvíða í dag.
Listmat er háð staðbundnum
aðstæðum. Mér líkar ekiéfti
þegar fólk vill búa til listmat
fyrir aðra.“
Hvað með myndefni, lætur
Bragi aðra hafa áhrif á það?
„Ekki nema að ég sé
beðinn að vinna að ákveðn-
um verkefnum. Ragnar í
Smára bað mig til dæmis
árið 1955 að myndskreyta
kvæðið Áfanga eftir Jón
Helgason. Meiningin var að
gera það í steinþrykki. Svo
týndi hann frummyndunum,
nema fáeinum sem ég var
með sjálfur. Þær fundust
ekki fyrr en eftir 25 ár, þá
á botni peningaskáps. Hann
var mjög leiður yfir þessu
en ég var bara feginn að
hann át þær ekki. Hann
hafði þann ávana að borða
pappir, t.d. símskeyti og
bækur. Það kom meira að
segja fyrir að hann át mikil-
væg símskeyti sem • Tiann
hafði ekki opnað. Einu sinni
var hann á leið til Páls ísólfs-
sonar með skeyti vegna
komu frægra tónlistar-
manna hingað. Þegar hann kom til
Páls fannst skeytið ekki, hann hafSli,
vísast borðað það á leiðinni. Stein-
þrykkin eftir teikningunum sem
Ragnar týndi eru á grafíksýningu
Listasafnsins. Ég hefði viljað hafa
frumteikningarnar með. Það hefði
verið fróðlegt að bera þær samari
við grafíkútgáfuna. Þetta eru svo
ólíkir miðlar. En það reyndist of
umfangsmikið.
Fyrir sýningar hef ég venjulega
unnið eins og þræll, ég vildi alltaf
hafa nóg af nýjum verkum til þess
að selja úr. Þótt sýningin í Lista-
safni Islands sé yfirlitssýning greip
mig þessi löngun. Mig langaði til
að vera með eitthvað nýtt. Fyrir
fimm árum gerði ég myndir vW*
ljóðabálk eftir Matthías Johannes-
sen, „Fagur er dalur“. Ljóðin eru
svo myndrík að þau leituðu á mig
aftur og ég gerði sitthvora myndina
við „Fagur er dalur“ og „Mörg eru
dags augu“ úti í Kaupmannahöfn
í septemberbyijun. Éin útgáfan
nefnist „Stúlka með brún augu“.
Þótt kveðji minna dyra hrimgað haust
og heimti mig á fund sinn kaldri raust
og óðum fenni í öll min gengnu spor,
ég enn á þig, mitt sólskin frá í vor -
og þó að land mitt liggi bleikur nár
við línhvítt brim, og næði vindur sár,
og enginn nemi orð af himni þeim,
sem einhvem tíma kallar okkur heim
þú kemur samt sem geisli í gneypan dal
og gengur inn í lífs míns dimma sal -
ó, minning, bros sem enginn annar sér.
Þú ert mín sól og ég er skuggi af þér.„ ,
/Ur '
’ t> ■■<*? " ["“‘L. 4*~*> ’-f tA>uí
rj 'Au** !»****• ■*"*<! /o/k jtupui ||
>i * *. t /iiú //V .
j’~ e./ V. ‘ J IU.W áy ■ JtlbkíM vír
‘ /*,••>! f> ý,+l» íVk/v* <M",
/•-1 ay ,
(fUu f Á''*'
1 " i —
*pt~U >"'tÁ '■ *t /■ i‘>-V WÓ
éj T’/fH
Ci, htAtaÁ*^ þ
(íÍLa /,
V
I
t