Morgunblaðið - 10.10.1993, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993
43
Kvikmyndahátíð Listahátíðar
Steinar af himnum
Kvikmyndir
Sæbj'óm Valdimarsson
Steinar af himnum („Raining
Stones"). Sýnd í Háskólabíói.
Leikstjóri Ken Loach. Handrit
Jim Allen. Kvikmyndataka
Barry Ackroyd. Aðalleikendur
Bruce Jones, Julie Brown,
Ricky Tomlinson. Bretland
1993.
Ken Loach (Kes, Family Life,
Hidden Agendá), einn kunnasti
leikstjórinn sem á verk á þessari
Kvikmyndahátíð, er aftur tekin
til við þann efnivið sem hann hef-
ur lengst af fengist við; kröpp
kjör breskra erfiðismanna. Þetta
hafa verið þjóðfélagslega meðvit-
aðar ádeilur, oftast með lítt þekkt-
um leikurum. Næstum eina frá-
vikið var Hidden Agenda, sem
sýnd var á síðustu Kvikmyndahá-
tíð, pólitískur þriller um lævi
blandið andrúmsloftið í Belfast,
með kunnum leikurum.
Nýjasta mynd þessa ágæta
leikstjóra er vafalaust ein af hans
bestu. Aðalpersónan, Bob (Jones),
er saklaus, iðjusöm, trúuð og
hrekklítil sál, en atvinnulaus og
allslaus. Þær eiga ekki uppá pall-
borðið í Bretlandi samtímans.
Ekki vænkast hagur Strympu
þegar stolið er af honum atvinnu-
tækinu, sendibílsgarmi. Nú reynir
hann ýmislegt fyrir sér, allt mis-
jafnlega gæfulegt og löglegt. í
ofanálag á hann augastein, telpu
sem á að fara í altarisgöngu og
slíkt kallar á skrautklæði og ekki
kemur til greina af Bobs hálfu
að hún fái þau að láni. Svo hann
snýr sér til okurlánara og þá fyrst
kastar tólfunum.
Hún er döpur myndin sem dreg-
in er upp af lánlausum fátækling-
unum og maður gefur því gaum
að yrkisefni Englendinga á þess-
ari hátíð (og reyndar utan henn-
ar) er gjarnan af þessum toga —
atvinnuleysí, allsleysi, vonleysi.
Þetta blasir líka við augum ef
maður kemur til Bretlands frá
Norður-Evrópulöndum; maður
kemur inní annan heim.
En þó að fjallað sé um mannleg-
ar hörmungar og atriði í mynd-
inni komi svo sannarleg við hjart-
að á manni er Loach ekki að velta
sér uppúr eymdinni. Hann hefur
gott skopskyn og mörg atriðin eru
bráðfyndin, líkt og sauðaþjófnað-
urinn. (Verst að á köflum er engil-
saxneska persónanna næsta tor-
skiljanleg.) Loach slær svo botn-
inn í þessa eftirminnilegu ádeilu
með ljósi í myrkrinu. En ég efast
um að hann ætli áhorfandanum
að taka það hátíðlega.
T K O
ÍSLAND h.f.
vtsa
VISA ÍSLAND
SÉRTILBOÐNUNA-.
«=ULL0RÐNIRKR.2.®
)ÖRN YNGRl ENttARAKfr
KYNNA:
EUiElliM
O 1993 HARLEM GLOBETROTTERS
GEGN
WASHINGTON GENERALS j
LAUGARDALSHÖLLIN
14. OKT. 1993 KL. 20:30
ÍÞRÓTTAHÖLLIN AKUREYRI
13. OKT. 1993 KL. 20:00
ÍÞRÓTTAHÚSIÐ KAPLAKRIKA
12. OKT. 1993 KL. 20:30
i '
W'
Sölustaðir:
STEINAR MYNDBANDALEIGA HAFNARFIRÐI
STEINAR AUSTURSTRÆTI, STEINAR MJÓDD
SKÍFAN KRINGLUNNI
SPORTHÚSIÐ AKUREYRI
ÍÞRÓTTAHÚSIÐ KAPLAKRIKA
í-L
UPPL. OG SALA MEÐ KREDITKORTUM: I SIMA 99 66 33
••
Orugg fjárfesting!
þær kröfur sem bundnar eru í lög! En Volkswagen Golf er líka
einhver öruggasta fjárfesting sem bílakaupendur eiga völ á.
Gó5 ending og hátt endursöluverS tryggja aS fjármunum
kaupenda Volkswagen Golf er vel varið!
Volkswagen Golf fer vel meb þlg og fjórmuni þínal
Volkswagen Golf er örugg fjárfesting í tvennum skilningi.
I árekstrarprófum hins virta bílablaSs „Auto Motor und Sport"
hefur Golfinn aftur og aftur reynst öruggasti billinn í sínum
flokki. Þessi árangur kemur ekki á óvart þegar til þess er litiS
aS öryggiskröfur Volkswagen-verksmiSjanna eru strangari en