Morgunblaðið - 10.10.1993, Síða 44
FORGANGSPÓSTUR
UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00
N ÁM A N
Landsbanki
íslands
MORGUNBLADIÐ, KRtNtíLAN 1, 103 REYKJAVÍK
Stm 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÚLF 3040 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Sendiherra Rússlands um hert eftirlit
Stenst ekki að
sórstakar reglur
gildi um Rússa
SENDIHERRA Rússlands telur að sérstakt eftirlit lögreglu
og tollgæslu með áhöfnun rússneskra togara sem koma inn
til hafnar í Reykjavík kunni að stangast á við alþjóðalög.
Samkvæmt mannréttindareglum þjóðarréttar mætti ekki mis-
muna fólki eftir þjóðerni. Þær hlytu að gilda jafnt um alla.
Lögreglan og tollgæslan hafa
ákveðið að taka upp sérstakt eftir-
—Itft með áhöfnun rússnesku togar-
anna. Skipunum verður beint til
þeirra hluta Reykjavíkurhafnar þar
sem eru afgirt svæði og auðvelt
að hafa eftirlit með. Útivistarheim-
ildir sjómannanna að næturlagi
verða takmarkaðar. Fylgst verður
sérstaklega með sjómönnunum og
þeim gerð grein fyrir því að þeir
geti átt von á að leitað verði í fór-
um þeirra áður en þeir fara um
borð aftur. Þetta sérstaka eftirlit
er haft vegna umræðna um að sjó-
'TSennirnir stundi viðskipti með
áfengi og tengist þjófnaðarmálum
og viðskiptum með illa fengna
vara- og aukahluti í bíla.
með Rússum. Þetta hlytu að vera
allsherjarreglur. „Þýðir þetta ekki
að aðrir útlendingar séu frjálsir
að bijóta íslenskar reglur og lög,“
sagði hann.
Sendiherrann sagðist hafa þann
fyrirvara á ummælum sínum að
hann hefði ekki séð reglurnar sjálf-
ur. Ef þær gerðu mun á eftirliti
með fólki eftir því frá hvaða landi
það væri hlytu þær að stangast á
við alþjóðalög. Samkvæmt mann-
réttindareglum í þjóðarrétti mætti
ekki mismuna fólki eftir þjóðerni.
Júríj Reshetov sagðist koma til
Islands í kvöld og þá myndi hann
athuga málið.
Morgunblaðið/Jón Sig.
*
A reki um Húnaflóa
STÆRSTI ísjaki sem fólk við Húnaflóa man eftir að hafa séð þar
um slóðir hefur síðustu daga lónað um austanverðan flóann, en í
haust hefur óvenju mikið verið um staka jaka í Húnaflóanum. Á
myndinni sér yfir Króksbjargið og í átt að borgarísnum.
Reykjavík
skotmark
kjamorku-
flugskeyta
TVEIR íslenskir flugáhugamenn
sem heimsóttu nýlega rússneska
flugsýningu fengu að fara inn í
stjórnvagn fyrir flugskeyti og
þar sýndi hermaður þeim á tölvu-
skjá að lteykjavík er merkt sem
skotmark nokkurra kjarnorku-
flugskeyta.
Annar maðurinn, Þorgeir Yngva-
son áhugaflugmaður og flugvéla-
smiður, sagði að þegar foringi her-
mannanna hefði heyrt hvaðan þeir
væru hafi hann sest við_ tölvuskjá
og kallað fram kort af íslandi og
síðar Reykjavík. Það vakti athygli
íslendinganna að á kortinu voru
átta stjörnur merktar með hring
og þegar þeir spurðu hvað þetta
táknaði sagði foringinn, að þetta
væru miðunarpunktar fyrír kjarn-
orkuflaugar. Hann gat kallað skot-
brautir eldflauganna fram á skján-
um og sagði að það tæki um fimm
sekúndur að kalla fram stöðuna og
þijár sekúndur að senda ræsimerk-
ið.
Þorgeir sagði að íslendingunum
hafi runnið kalt vatn milli skinns
og hörunds við að sjá þetta.
Sjá bls. 10: Svifflugur ...
Kínversk-íslensk verkfræðistofa stofnuð vegna vegafr amk væmda í Kína
Aðalverktakar og Phil og
Sön sýna áhuga á verkinu
Shijiazhuang, Kína. Frá Kristínu Gunnarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins.
Verða að gilda um alla
Júríj Reshetov, sendiherra Rúss-
lands á íslandi, hefur verið í Rúss-
landi undanfarnar þijár vikur og
í gær þegar Morgunblaðið hafði
samband við hann í Moskvu sagð-
ist hann ekki hafa haft tækifæri
til að kynna sér þetta eftirlit. Hann
sagðist ekki efast um heimild yfir-
valda á íslandi til að setja hvaða
reglur sem væri en þær gætu ekki
náð til borgara eins lands. Þær
ættu að gilda fyrir alla menn, en
ekki gera mun á því hvort þeir
væru frá Rússlandi eða Frakklandi
til dæmis. Reshetov sagðist ekki
sjá að það gæti staðist að settar
væru reglur um sérstakt eftirlit
SAMKOMULAG náðist um
stofnun kínverks-íslenskrar
verkfræðistofu í Shijiazhu-
ang í Hebei-fylki í gær, laug-
ardag. Aðilar að stofunni eni
Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen, Almenna verk-
fræðistofan, Hnit, Hönnun,
Línuhönnun, H.I. teiknistofan
og Verkfræðistofa Stefáns
Olafssonar, auk Vegagerðar
ríkisins og yfirvalda í Hebei-
héraði. Grundvöllur sam-
komulagsins er að sögn
þeirra sem að samningnum
stóðu, að samningur takist
um lagningu vega í fylkinu.
Hefur verið undirrituð vilja-
yfirlýsing milli danska verk-
takans Phil og Sön og kín-
verskra yfirvalda þess efnis
en íslenskir aðalverktakar
hafa einnig sýnt áhuga á að
taka að sér framkvæmdina.
Gert er ráð fyrir að kínversk-
íslenska verkfræðistofan muni taka
þátt í undirbúningi og hönnun veg-
arins ásamt íslenskum og dönskum
verkfræðistofum. Hlutafé stofunn-
ar verður 12 milljónir króna og
verður eignahlutur íslendinga 60%.
Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna
fyrirhugaðrar vegagerðar verði um
20 milljarðar íslenskra króna.
Við undirritun samninganna
sagði Guo Shichang, aðstoðarfylkis-
stjóri í Hebei, að upphaf samstarfs-
ins /negi rekja til heimsóknar hans
til Islands, en þar fóru fyrstu við-
ræður fram að tilhlutan sendiráðs
Kína á íslandi. Halldór Blöndal
samgönguráðherra sagði, að vega-
áætlun Kínveija gerði ráð fyrir
lagningu hraðbrautar frá norður-
héruðum til sjávar til að auðvelda
kolaflutninga. „Auk danska verk-
takafyrirtækisins Phil og Sön hafa
íslenzkir aðalverktakar sýnt áhuga
á verkefninu," sagði hann.
í samkomulagi um verkfræði-
stofuna Huadao International Eng-
ineering Design & Consulting Co.
Ltd., er gert ráð fyrir að verkfræði-
stofan vinni að verkefnum í Kína
og öðrum samstarfsverkefnum
þjóðanna. Miðað er við að stofan
veiti verkfræðilega ráðgjöf, hanni
mannvirki og auk þess er miðað við
að hún sinni fjárfestingarráðgjöf,
altækri gæðastjórnun og öðru- því
er lýtur að bættum árangri fyrir-
tækja. Þrír stjórnarmanna verða
íslendingar, þar með talinn stjórn-
arformaður. Framkvæmdastjóri
verður íslendingur og starfsmenn í
byijun ekki fleiri en tíu. Aðsetur
verkfræðistofunnar verður í Torch
Manison í Shijiazhuang.
Samstarf á fleiri sviðum
Halldór Blöndal sagði að sam-
starfið við Kínveija hefði komið inn
á aðra þætti svo sem á sviði sjávar-
útvegsmála, mjólkurframleiðslu og
í ullariðnaði. „Nákvæmar skilgrein-
ingar á viðfangsefnunum liggja enn
ekki fyrir,“ sagði hann. „Reynslan
verður að leiða í ljós hvort báðar
þjóðirnar telji að grundvöllur sé til
að stofna til sameiginlegra fyrir-
tækja á einstökum sviðum."
3 «1 Bi =* —
E*« «í H i; ii n n .1 „
** li QMHI 23 55 gy
Geirsgata opnuð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri opnaði
Geirsgötu með formlegum hætti þegar hann fyrst-
ur manna ók á grænu ljósi um gatnamót Geirs-
götu og Pósthússtrætis kl. 9.30 í gærmorgun.
Eftir ökuferðina klappaði borgarstjóri ökutækinu,
sem hann fékk til afnota af þessu tilefni, en eins
og sjá má var það Buick og er hann 1955 ár-
gerð. Geirsgata er nú komin í endanlegt horf og
á næstu tveimur vikum verður gengið frá svæðum
meðfram götunni.