Morgunblaðið - 20.10.1993, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993
Myndmark skýtur úrskurði til áfrýjunarnefndar
Kæra húsleitarheim-
ildina til Hæstaréttar
MYNDMARK, samtök myndbandaútgefenda, hefur skotið úr-
skurði samkeppnisráðs um ólögmæta viðskiptahætti á mynd-
bandamarkaðnum fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Þá hafa
samtökin kært til Hæstaréttar húsleitarheimild sem Samkeppnis-
stofnun fékk og notaði til leitar í húsnæði Myndmarks.
Stefán Unnarsson fram-
kvæmdastjóri Myndmarks sagði í
gær að samtökin hafí ákveðið að
kæra húsleitarheimildina til
Hæstaréttar á þeim forsendum að
Samkeppnisstofnun og samkeppn-
isráð hafi verið búin að rannsaka
þetta mál og fella sinn úrskurð.
Ekkert að fela
„Þessir aðilar voru ekki með
neina rannsókn í gangi þegar þeir
gerðu þessa húsleit. Það var því
ákveðið í dag að kæra þetta til
Hæstaréttar," sagði Stefán.
„Það er mjög einkennilegt að
daginn eftir að okkur er birtur
úrskurður samkeppnisráðs skuli
vera gerð húsleit. Við áttum okkur
ekki á því hvað er þarna á seyði.
Samtökin viðurkenna ekki að þau
hafi stundað ólöglega starfsemi
og við munum bíða og sjá hvað
kemur út úr því máli,“ sagði Stef-
án. Hann sagði að fulltrúar Sam-
keppnisstofnunar hefðu komið vel
fram í húsleitinni og notið allrar
aðstoðar starfsmanna hjá Mynd-
marki, „enda teljum við að við
höfum ekkert að fela. Við viljum
að menn skoði hvað þessi samtök
snúast um en þetta tiltekna mál
er það eina sem þótt hefur frétt-
næmt um Myndmark. Markmið
samtakanna er að stuðla að því
að auglýsa upp myndbandið sem
miðil. Verðákvarðanir einstakra
félagsmanna eru algjörlega í
þeirra höndum,“ sagði Stefán.
Forsvarsmenn Samkeppnis-
stofnunar vildu ekki tjá sig um
málið í gær.
VEÐUR
I/EÐURHORFUR I DAG, 20. OKTOBER
YFIRLIT: Yfir Norður-Grænlandi er 1.030 mb hæð en minnkandi lægðar-
drag fyrir norðaustan land.
SPA: Hægviðri, þurrt og bjart um mikinn hluta landsins í fyrramáiið, en
þegar kemur fram á daginn þykknar í lofti suðvestanlands, og síðdegis
má búast viö rigningu um allt landið vestanvert. Frost verður um land alit
í nótt, en á morgun hlýnar smám saman, fyrst suövestantil.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR A FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Suðiæg eða
suðvestlæg átt, stundum talsverður strekkingur. Vætusamt sunnanlands
og vestan en úrkomulítið norðaustanlands. Hlýtt um allt land, einkum
á Norður- og Austurlandi.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30,,4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30. Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
Q Hk Ö
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
V ^ V
Skúrir Slydduél Él
r r r * / *
/ / * /
r r r r * r
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjóður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
stig..
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgær)
Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Dálítið
hefur snjóað á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum, og er því
nokkur hálka á vegum og þá einkum á fjallvegum á þessum svæðum.
Hálendisvegir og -slóðir hafa verið nokkuð greiðfærir en búast má við
að hálka og snjór sé kominn þar að einhverju leyti núna, en þær leiðir
eru ekki skoðaðar og engar upplýsingar hafa fengist um þær. Víða er
unnið við vegi og eru vegfarendur beðnir um að fara eftir merkingum á
þeim vinnusvæðum.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEI kl. 12.00 í gær að ísl. tín hiti véður Akureyri 0 snjóél Reykjavik 0 léttskýjað
Björgvin 8 skúr
Helslnki 8 skýjað
Kaupmannahöfn 8 léttskýjað
Narssarssuaq 5 rigníng
Nuuk 3 vantar
Ósló 8 skýjað
Stokkhólmur 10 skýjað
Þórshöfn 7 rigning
Algarve 22 léttskýjað
Amsterdam 8 heiðskírt
Barcelona 17 alskýjað
Berlfn 8 heiðskírt
Chicago 12 þokumóða
Feneyjar 16 skýjað
Frankfurt 8 léttskýjað
Glasgow 10 skýjað
Hamborg 8 heiðskírt
London 10 léttskýjað
Los Angeles 14 heiðskirt
Lúxemborg 7 skýjað
Madríd 16 léttskýjað
Malaga 21 léttskýjað
Mallorca 20 skýjað
Montreal 2 skýjað
New York 11 léttskýjað
Orlando 21 þokumoða
París 9 skýjað
Madelra vantar
Róm 26 léttskýjað
Vín 7 rigning
Washington 14 rigning á sið.
klst.
Winnipeg 0 léttskýjað
/
/
/ /
/ /
/ /
/ /
ÍDAGkl. 12.00
Heimild: Veðurslofa íslands
(Byggt ó veöurspá kl. 16.15 í gœr)
Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson
Með refaskott
EGILL Ibsen Oskarsson heldur hér á skottunum af refunum tveim-
ur sem hann skaut í Kvíanesdal í Súgandafirði.
Rebbi 1á í valnum en
ijúpurnar sluppu
Suðureyri.
RJÚPNAVERTÍÐIN er gengin í garð og skotveiðimenn flykkjast
til fjalla í fiðurleit. Ekki er þó gefið að rjúpa fáist í hverri veiði-
ferð og margir þurfa að snúa tómhentir heim.
Egill Ibsen Óskarsson var einn
margra skyttna sem gengu á fjöll
í Súgandafírði fyrstu daga veiði-
tímabilsins. Þijár rjúpur náðust
fyrsta daginn en þrátt fyrir að
hafa engri tjúpu náð annan dag-
inn kom hann ekki tómhentur
heim af ljalli því að í stuttri göngu
upp í Kvíanesdal í Súgandafirði
skaut hann tvo refí.
Egill sagðist hafa séð tvo refí
að leik í dalnum og hafí honum
tekist að skjóta þá báða með 22
cal. riffli sem hann hafði meðferð-
is. Aðspurður sagðist Egill þó
ekki ætla að hafa refasteik á jóla-
borðinu i ár heldur stefna á að
ná ijúpum fyrir lok veiðitímabils-
ins.
- Sturla Páll.
Eftirlitsskrifstofa ríkisskattstjóra
Kvikmyndahúsin
komi upp sjóðvélúm
EFTIRLITSSKRIFSTOFA ríkis-
skattstjóra hefur nýlega sent for-
svarsmönnum kvikmyndahúsa
bréf þar sem þeim eru gefin fyr-
irmæli um að koma upp sjóðvél-
um í kvikmyndahúsunum. Að
sögn Ragnars Gunnarssonar, for-
stöðumanns eftirlitsskrifstofunn-
ar, á þetta bæði við um miðasölur
og sælgætissölur, en hann sagði
fullnægjandi ástand vera til stað-
ar í einhveijum kvikmyndahús-
anna hvað þetta varðar. Hann
sagði að kannað yrði í næsta
mánuði og þarnæsta hvort farið
hefði verið að þessum fyrirmæl-
um.
Ragnar sagði að árið 1992 hefði
farið fram athugun á vegum emb-
ættis ríkisskattstjóra á fyrirkomu-
lagi söluskráningar í kvikmynda-
húsum. í framhaldi af því verið
teknar upp viðræður við forsvars-
menn þelrra þar sem óskað var eft-
ir tillögum frá þeim um aðrar leiðir
jafn góðar og sjóðvélar, en ekkert
hefði komið út úr þeim viðræðum.
í framhaldi af því hefði síðan um-
rætt bréf verið sent forsvarsmönn-
um kvikmyndahúsanna fyrir
skemmstu.
„Ef þeir sinna ekki þessum fyrir-
mælum okkar þá er staðan sú að
þeir eru með ófullnægjandi tekju-
skráningu, og þá er heimild til að
áætla þeim virðisaukaskatt,“ sagði
Ragnar.
Hann sagði að alltaf kæmi upp
annað slagið tilfelli þar sém skrán-
ing væri ófullnægjandi hjá einstaka
fyrirtæki, og væri þá reynt að finna
bestu lausnina hveiju sinni.
-----*_*_«-----
Rannsókn
vegna sím-
hótana lokið
RANNSÓKN vegna meintra
símhótana í garð sómölsku
stúlkunnar Amal Quase er lok-
ið. Símtöl til hennar voru rakin
af Pósti og síma. Nokkrir ein-
staklingar könnuðust við að
hafa hringt í stúlkuna en ekki
að hafa hótað henni.
Amal Quase lagði síðsumars
fram kæru og kvaðst hafa orðið
fyrir ónæði og hótunum í gegnum
síma. Að sögn rannsóknarlögregl-
unnar verður ekki frekar aðhafst
í þessu máli og hefur Amal Quase
verið gerð grein fyrir því.
Skíðasvæðið í Bláfjöllum
Arskort kosta 10.000 kr.
BLÁFJALLANEFND endur-
skoðaði gjaldskrá fyrir Blá-
fjallasvæðið á fundi sínum í
gær. Við endurskoðunina
hækkar árskort fyrir fullorðna
í lyftur á svæðinu úr 9.500 í
10.000 eða um 5,26%. Gjaldskrá
fyrir Bláfjallasvæðið var síðast
hækkuð í október árið 1991.
Árskort barna kosta í vetur
4.700 kr., dagskort fullorðinna
900 kr., dagskort barna 350 kr.,
hálfsdagskort fullorðinna 750 kr.
og hálfsdagskort bama 300 kr.
Dagskort í byijendalyftur kostar
200 kr., æfingakort 4.200 kr.,
átta miða kort fyrir fullorðna 600
kr. og átta miða kort fyrir börn
350 kr.
Bláfjallanefnd leggur til við
sveitarstjórnir að hætt verði sölu
á átta miða kortum barna og full-
orðinna.