Morgunblaðið - 20.10.1993, Side 7

Morgunblaðið - 20.10.1993, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 7 Rekstur embættis sýslumannsins í Reykjavík á þessu ári Útgjöldin fara um 15 millj- ómr króna fram úr áætlun SÝNT þykir að útgjöld embættis sýslumannsins í Reykjavík fari að minnsta kosti 15 milljónir króna fram úr heimildum fjárlaga í ár en alls námu heimildir 110 miiljónum króna. í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 1993 kemur fram, að ráðið hafi verið bæði í tímabundin og föst störf sem ekki hafi verið veitt framlag til í fjárlögum. Jón Skaftason sýslumaður segir að fjárveiting til embættisins hafi verið gersamlega vanáætluð. í fjáraukalagafrumvarpinu segir, að fjárþörf embættisins hafi verið vanmetin í áætlun dómsmálaráðu- neytis við undirbúning fjárlaga og skýri það að hluta framúraksturinn. Þá hafi ófyrirséð barnsburðar- og veikindaleyfi leitt til aukins launa- kostnaðar. Engar ráðstafanir „í þriðja lagi hefur verið ráðið bæði í tímabundin og föst störf sem ekki var veitt framlag til á fjárlög- um. Þótt ljóst hafi verið hvert stefndi frá því snemma á árinu hefur hvorki ráðuneytið né embættið gripið til ráðstafana ,til að draga úr hallanum. Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir Jólasöngvar á hausti Ein af þrautunum í þrautagöngunni fólst í því að ganga í kringum grenúré og kyrja jólasöngva. Þrautaganga á Tálknafirði Tálknafirði. FYRIR skömmu var haldin svokölluð þrautaganga á vegum Iþróttanefndar Grunnskóla Tálknafjarðar. Um 60 börn og full- orðnir tóku þátt í göngunni og varð þetta hin mesta skemmtun. Þátttakendum var skipt upp í með svuntu og kökukefli í hendi. sex hópa og átti hver hópur að leysa hinar ýmsu þrautir á leið- inni. Fyrsta þrautin fólst í því að ganga á sundfitum upp brekku Aðrar þrautir voru m.a. að telja gangstéttarhellur fyrir framan eitt íbúðarhúsið, búa til tjald úr salt- poka, aka með farþega í innkaupa- kerru, ganga í kringum grenitré og kyija jólasöngva og síðast en ekki síst að etja kappi í slöngu- róðri í sundlaug Tálknafjarðar. Allir voru sigurvegarar í lokin en verðlaunin voru góð hreyfing og skemmtun. - Helga. Ginnti tvær ungar telp- ur upp í bíl ÓKUNNUR maður ginnti tvær ungar telpur í Hafnarfirði upp í bíl sinn á Hvaleyrarholti á sunnudagskvöld með því að lofa þeim þúsund krónum ef þær sýndu sér hvar golfvöllur- inn í bænum væri. Móðir ann- arrar telpunnar frétti strax af atvikinu frá leikfélaga hennar sem ekki hafði fengist upp í bílinn og ók hún strax að golfvellinum og fann þar telpurnar í bíl mannsins. Konan tók telpumar úr bílnum, að sögn lögreglu, hellti sér yfir manninn og fór heim áður en hún hringdi á lögreglu. Telpurnar sak- aði ekki og að sögn lögreglu er ekki talið að maðurinn hafi sýnt þeim nokkra áreitni áður en móðir- in kom að. Maðurinn, sem er talinn 20-24 ára gamall, var horfinn þegar lög- reglan kom að golfvellinum. Leit bar ekki árangur og ekki er vitað hvert var skráningamúmer bíls mannsins sem var hvítur japanskur „station“-bíll að talið er. og Ijúffeng t£/A iILé>rcíc)ar- 21.-24. október Villibráðarhlaðborð okkar um síðustu helgi vakti mikla hrifningu og við þökkum frábærar viðtökur. Nú endurtökum við leikinnl Gestgjafi verður Rúnar Guðmundsson matreiðslumeistari. Haildór Gunnarsson (Þokkabót) leikur á píanóið föstudags- og laugardagskvöld. Njótið lífsins yfir úrvalsréttum úr íslenskri náttúru. Veitingahúsið Naust Borðapantanir í síma 17759 ~ """ð 4n/ Brýnt er því að ráðuneytið treysti betur áætlanagerð vegna embættis- ins og komi á skilvirkari fjármála- stjóm áður en sameining við sýslu- mannsembættin í Kópavogi og Hafn- arfirði fer fram á næsta ári,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Jón Skaftason sýslumaður sagði, að vegna breytinga sem gerðar hefðu verið árið 1992, þar sem embætti sýslumannsins í Reykjavík var út- víkkað verulega, hefði fjárveiting fyrir árið 1993 verið nánast til bráða- birgða og ekki hefði komið í ljós fyrr'en eftir síðari athugun hver fjár- þörfin var. „Fjárveitingin var ger- samlega vanáætluð," sagði Jón. Lagt er til í fjáraukalagafrum- varpinu, að fjárheimild embættisins verði aukin um 10 milljónir á þessu ári gegn því að afgangur rekstrar- hallans færist yfir áramót og að dómsmálaráðuneytið sjái til þess að unnið verði á honum með aðhaldi í rekstri. Lamb fæðist í sláturtíð ÆR BAR lambi á bænum Húsa- túni í Haukadal í Dýrafirði á fimmtudag. Mjög sjaldgæft er að lömb fæðist á þessum tíma. Að sögn Soffíu Jónsdóttur, sem á kindina, vissi enginn að kindin hefði borið fyrr en hún kom heim túnið með lambið. Soffía sagði að lambið væri vel á sig komið og yrði það látið lifa í vetur. „Ég trúði því varla þegar mamma sagði mér að kindin hefði átt lamb og fór að athuga þetta með hálfum huga. Þetta er hrút- lamb og var alveg sprellfrískt úti á túni. Það er mjög óvenjulegt að lömb fæðist á þessum tíma,“ sagði Soffía í samtali við Morgunblaðið. ITILEFNIAF OPNUN NYRRAR UMBODSSKRIFSTOFU SL1 Hafnarfirdi bjódum vib ÓTRÚLEGT VERD Á 30 FYRSTU SÆTUNUM SEM ÞAR SEUAST TIL 1,1 ,AMn! i. ! /y Umboðsskrifstofa Samvinnuferða - Landsýnar í Hafnarfirði erflutt að Bæjarhrauni 14. Af því íilefni bjóðum við sérstakt opnunartilboð á Dublinarferð 23.-28. október: t Opnum kl. 9 í dagl 10 lurstti sætin áiFfWF5! 10 næstu sætiD á l 10 harnæstu sætin á Innifalið í verði er flug, gisting á Burlington-hótelinu í 5 nætur, rútuferð til og fráflugvelli erlendis, íslensk fararstjórn, skattar og gjöld. Ath. Einungis verða seld 2 sæti á hvern viðskiptavin og engar pantanir teknar í gegnum síma Samviiiiiiiferðlr Landsýn QATIAS/* EunocARD. Reykjavflc: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Símbréi 91 - 2 77 96 1 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögg við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbrél 91 - 62 24 60 HatnarfJBrður: Bæjarhrauni 14 • S. 91 • 6511 55 Keflavik: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Slmbrél 92 • 13 490 Akranes: Breiöargötu 1 • S. 93 ■ 1 33 86 • Slmbrél 93 -1 11 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 • 27200 • Slmbrél 96 -1 10 35 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Slmbréf 98 -1 27 92 J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.