Morgunblaðið - 20.10.1993, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993
Opið bréf til umboðsmanns Alþingis, al-
þingismanna o g stjórnvalda um úthlutun
veiðileyfa o g atvinnuréttindi fiskimanna
Var brotið á mannréttindum fiskimanna með lögum um
stjórn fiskveiða 1983 ásamt síðari breytingum?
eftir Harald S.
Holsvik
Nýtt frv. um stjórn fiskveiða
Undanfarin ár hafa bæði leikir
og lærðir lagt sig fram um að láta
í ljósi ýmsa valkosti við að deila
út takmörkuðum veiðiheimildum
við ísland. Gott yfirlit um hve
margir hafa lagt orð í belg og lagt
fram misjafnar skoðanir, má auð-
veldlega fá með því að líta í sér-
greinarit Miðlunar hf. um „Sjávar-
útvegsmál". Oftar en ekki hafa
einnig spunnist umræður um að
mun meira sé af fiski, t.d. (þorski)
í sjónum umhverfís ísland en fiski-
fræðingar hafí haft tölu á. Láti
menn fiskifræðina og stofnstærð-
arkarp í friði eða liggja milli hluta,
þá er engu að síður nauðsynlegt
að geta gripið til lýðræðislegs
skömmtunarkerfís sem veitir þeim
sem hafa starfað við fískveiðar,
réttláta úthlutun veiðiheimilda.
Þær hugmyndir sem hér eru til
umfjöllunar eru tengdar því að
úthlutun veiðiheimilda verði lag-
færð til réttlætis fyrir fiskimenn,
þannig að uppgefnar tekjur af
fískveiðum á hverjum tíma, verði
framvegis notað sem útreikni-
grundvöllur fyrir úthlutun veiði-
heimilda þeim til handa. Með slíku
samræmdu kerfi þyrfti ekki að
skipta fískimönnum í ákveðna
flokka eftir útgerðargreinum eins
og gerst hefur. Nýlega hefur verið
lagt fram stjórnarfrv. á Alþingi
um að fískvinnslustöðvar geti
eignast veiðiheimildir. Þessi ný-
mæli vekja menn upp til að íhuga
nánar hvert við séum að stefna og
í hvaða réttarfar?
Til að forðast mistök hefðu
stjórnvöld átt, árið 1983, að gaum-
gæfa mun betur, hvemig heppileg-
ast hefði verið að deila veiðiheim-
ildunum út. Ef fiskimenn hefðu
fengið þennan rétt staðfestan á
í
HARÐVWARVAL
(iet
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
SERPANTANIR
ti
00 I Borgartúni 29
slmi 620640
þessum tíma t.d. miðað við tekju-
skattsgreiðslur væri ekki sú
óánægja meðal fiskimanna sem
kraumar undir í dag. Orðið „fram-
sal“ eins og það er nefnt í lögunum
er hvergi skilgreint með þeim
hætti að sjómenn eigi á hættu að
hefðbundinn atvinnuréttur þeirra
til starfa við fískveiðar sé fyrir
borð borinn, því síður kemur fram
að hægt sé samkvæmt heimild í
lögunum að selja aflaheimildir fyr-
ir peningaígildi.
I stað þess að deila veiðiheimild-
unum á skip, átti að deila þeim á
þá einstaklinga sem fengist höfðu
við fískveiðar. Þetta var þó gert í
undantekningartilfellum við sölu
skipa að áhafnir gátu fengið áunn-
inn kvóta sinn millifærðan en síðar
var því hætt. Hvers vegna og af
hvaða hvötum veit ég ekki. Þessar
vangaveltur vekja vissulega upp
eftirfarandi spurningar til um-
boðsmanns Alþingis:
1) Var Alþingi heimilt að skerða
með þessum hætti hefðbundinn
atvinnurétt fiskimanna frá
fornu fari?
2) Var ekki nauðsynlegt að
tryggja fískimönnum betur
sinn hefðbundna aðgang að
fiskimiðum landsins, þannig að
fyllsta réttlætis væri gætt milli
þeirra og að aflaskerðing og
samdráttur kæmi sem jafnast
og réttlátast niður á öllum
fiskimönnum, óháð því hvar
þeir væru í sveit settir?
Eg hygg, að við umræður á
Alþingi hafí þessum þætti í laga-
gerðinni og síðari reglugerðum
verið stungið undan og ekki tekist
sem skyldi nógu faglega á við að
fínna lausn sem fiskimenn gætu
þegar ti! lengdar lét sætt sig við,
heldur hafi málið verið keyrt í
gegn eins og það er kallað. Við
sjáum þann samtakakraft sem
hjálparsveitir beita gegn Happ-
drætti Háskóla íslands þessa dag-
ana. Ef samtakamáttur allra físki-
manna hefði verið í líkingu við
það, hefði Alþingi ekki látið slík
lög fara frá sér.
Dæmin sanna þó að Alþingi
hefur breytt lögum óumbeðið ef á
hafa fundist einhveijir augljósir
gallar.
í þessu sambandi er rétt að
geta þess að Alþingi breytti sjó-
mannalögunum frá 1985, senni-
lega vegna mannréttindaákvæða,
án alls samráðs við hagsmunaað-
ila. Væri þá ekki á sama hátt
fyllsta ástæða að lagfæra þau
meintu mannréttindabrot sem
fískimenn hafa orðið fyrir með
gildistöku laga um stjórn fisk-
veiða?
Gamalt fyrirheit:
Aðstæður hafa hagað því svo
til að ég hefi lifað og hrærst í
þessari umræðu sérstaklega meðal
yfirmanna fískiskipanna sl. 8 ár
meðan ég gegndi stöðu fram-
kvæmdastjóra FFSÍ, frá septem-
ber 1985 og nú síðar í nærri fjög-
ur ár sem framkvæmdastjóri Skip-
stjóra- og stýrimannafélagsins
Öldunnar. Á þessu tímabili hef ég
oft fundið sáran til með þeim sem
hafa orðið fyrir því að missa at-
vinnu sína oft fyrirvaralaust,
vegna þess að viðkomandi útgerð
var seld eða kvóti skipsins var
seldur. Enginn má taka orð mín
svo að skip hafí ekki verið seld í
gamla kerfinu. En áreiðanlega
ekki með eins afdrifaríkum hætti
og í svipuðum mæli og sl. 10 ár.
Ég vil vísa, máli mínu til stuðn-
ings, til eftirfarandi dæmis; þótt
ekki sé verið að staðhæfa neitt
um orsakir eða afleiðingar. Einn
mikill vinur minn og fyrrverandi
skipstjóri í sjávarplássi á Suður-
nesjum, átti í miklum erfiðleíkum
og baráttu á sínum tíma við þetta
óeðlilega kerfi stjómvalda sem
bauð upp á að mismuna atvinnu-
rétti hans. Hann hafði í góðri trú
lagt starfsævi sína að veði frá
blautu barnsbeini við að stunda
fískiveiðar en hann varð síðar,
eftir sölu skipsins, að standa
frammi fyrir því að hann og hans
áhöfn áttu enga atvinnutryggingu
til að sjá farborða sínum fjölskyld-
um og standa straum af fasteigna-
fjárfestingum í sveitarfélaginu.
Áflaheimildirnar sem 4 til 5 menn
höfðu framfleytt sér af voru
skyndilega færðar í hendur áhafn-
ar á skuttogara sem að flestra
mati hafði nægar aflaheimildir
fyrir og góða afkomu. Eini aðilinn
sem hagnaðist í þessu dæmi var
sá sem seldi bátinn og hætti rekstri
skipsins sem var að flestra mati í
góðum rekstri. Hann fékk ein-
hveijar millur í milli og stakk þeim
í vasann.
Allur veiðiréttur þessara.manna
var frá þeim tekinn á einu augna-
bliki án þess að þeir gætu rönd
við reist og ekki var þá frekar en
Harald S. Holsvik
„Það sem felst í mínum
tillögum er úthlutun í
samræmi við greidd út-
gjöld til samneyslunn-
ar, t.d. síðustu 5-25 árin
á hverjum tíma. Þ.e.
einskonar fyrirfram-
greidd veiðigjöld fiski-
manna.“
nú auðvelt að fá nýtt skipstjóra-
pláss fyrir skipstjórann frekar en
fyrir hina í áhöfn.
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn
að bregðast fiskimönnum?
Ég hygg að margir sjómenn
hafi í einlægni kosið Sjálfstæðis-
flokkinn í síðustu kosningum, m.a.
vegna þess að þeir vonuðust eftir
að sá flokkur myndi bijóta kvóta-
stefnu fyrri stjórnvalda upp og
fara nýjar og betri leiðir. Enda er
það einnig í fyllsta samræmi við
5. og 6. grein „Sjálfstæðisstefn-
unnar“ frá 1929.
Mér eru enn í fersku minni ótal
ferðir þessa ágæta vinar míns til
Reykjavíkur til starfsmanna
sjávarútvegsráðuneytisins og til
okkar hjá FFSÍ til að athuga, hvort
ekkert væri hægt að gera málum
hans til bjargar. En hann hafði
verið skipstjóri á sama báti í nokk-
ur ár. Báturinn var seldur úr
byggðarlaginu og síðar seldur til
Norðurlands. Nú er þessi ágæti
maður fallinn í valinn. Ég hét því
þá, í minningunni um góðan dreng
að leggja mitt af mörkum til að
upphugsa einhveijar nýjar leiðir
til úrbóta sem væru lýðræðislega
uppbyggðar og vonandi í anda
sjálfstæðisstefnu þjóðarinnar og
Sjálfstæðisflokksins. Ég vísa því
enn til 5., 6. og 7. gr. hinnar upp-
haflegu stefnuskrár Sjálfstæðis-
flokksins frá 1929 og vil jafnframt
áminna þingmenn flokksins um
að reynast upphaflegu ætlunar-
verki flokksins vel og að leggja
sitt af mörkum til að finna nýjar
og réttlátari leiðir. Mikilvægt er
og að allt sjálfstæðisfólk geri sér
grein fyrir því að ef Sjálfstæðis-
flokkurinn söðlar ekki um, mun
líklega fara eins fyrir honum eins
og fór fyrir Framsóknarflokknum
síðast. Einnig er sá möguleiki fyr-
ir hendi að óánægja fiskimanna
geti brotist út á þann hátt að þeir
stofni sitt eigið stjórnmálaafl eða
flokk fyrir næstu alþingiskosning-
ar. Fyrir hvað var Kvennalistinn
stofnaður?
Samstarfsflokkurinn í núver-
andi ríkisstjórn hefur mikið verið
með sölu veiðileyfa á stefnuskrá
sinni. Það sem felst í mínum tillög-
um er úthlutun í samræmi við
greidd útgjöld til samneyslunnar,
t.d. síðustu 5-25 árin á hverjum
tíma. Þ.e. einskonar fyrirfram-
greidd veiðigjöld fiskimanna.
Þetta kerfí útheimtir ekki peninga,
gervipeninga og/eða platveðleyfí í
umferð, heldur mundi það halda
utan um tekjuskattsgreiðslur og
ástundun fiskimennsku síðustu 25
árin á hveijum tíma. Útgerðar-
mönnum hefur ætíð verið tryggður
sinn hlutur úr afla og fiskvinnslu-
stöðvar eiga að hafa þannig starfs-
grundvöll að þær geti keppt um
aflann með sanngjarnri greiðslu.
Það er alveg út í „Hróa-hött“ að
rugla veiðiheimildum saman við
þeirra rekstur. Markmið fisk-
vinnslustöðva á að vera að há-
marka afraksturinn eftir að þeir
hafa keypt hráefnið og hirða mis-
muninn.
Höfundur er fyrrverandi
framkvæmdastjóri.
Amnesty International
Ákall um hjálp!
Egyptaland
Sa’d al-Din al-Shazli, 71 árs
gamall fyrrverandi sendiherra
og yfirmaður egypska hersins,
var handtekinn 14. mars 1992 á
flugvellinum í Kaíró eftir 14 ára
sjálfvalda útlegð í Líbýu og Als-
ír. Ókunnugt var um dvalarstað
hans í allmargar vikur eftir
handtökuna.
Að sér fjarverandi hafði Sa’d al-
Din al-Shazli verið dæmdur árið
Helgarnámskeið með Gurudev
Máttur sjálfsvitundar
Námskeiðið verður haldið í íþróttahúsinu
við Strandgötu í Hafnarfirði, dagana 22. október - 24 október.
lógastöðin,
HEIMSUOS
Skeifunni 19, 2. hæð, sími: 91-679181.
Innritun og miðasala í Jógastöðinni Heimsljósi alla virka daga
frákl. 17.00- 19-00.
Verð: 9.800 kr. fyrir einstaklinga, 18.600 kr. fyrir hjón, 7.000 kr. fyrir námsmenn,
1.000 kr. fyrir föstudag, 6.000 kr. fyrir laugardag, 3-500 kr. fyrir sunnudag.
Gurudev (Yogi Amrit Desai)
upphafsmaður Kripalujóga
1983 í þriggja
ára fangelsi fyrir
að gera uppskátt
um hernaðar-
leyndarmál
varðandi stríð
araba og Israela
1973 í bók sem
gefin var út
1981.
I ágúst 1992
úrskurðaði Hæstiréttur öryggis-
mála, að dómurinn frá 1983 skyldi
vera skilorðsbundinn. En fáum dög-
um eftir þann úrskurð staðfesti
Æðsti herréttur að dómurinn skyldi
standa óbreyttur. Æðsti stjórnlaga-
dómstóll hefur haft þessa tvo ósam-
hljóða dóma til rannsóknar, en ekki
enn getað lagt fram úrskurð sinn.
Meðan þessu fer fram er Sa’d al-
Din al-Shazli haldið í algerri ein-
angrun á spítala herfangelsis fyrir
utan Kaíró.
Amnesty International hefur
verulegar áhyggjur af sanngirni
úrskurðarins frá 1983. Starfshættir
réttarins voru ekki í samræmi við
viðteknar alþjóðlegar reglur um
hlutlausa dómsmeðferð eins og þær
eru skráðar í Alþjóðasamningnum
um borgaraleg og stjórnmálaleg
réttindi, sem Egyptalandi staðfesti
árið 1982. Sa’d al-Din al-Shazli var
dæmdur að sér fjarverandi og var
að sögn synjað um rétt til að áfrýja
máli sínu. Auk þess voru réttarhöld-
in haldin fyrir luktum dyrum og
lögmanni sakbornings meinað að
koma í réttarsálinn. Egypsk stjórn-
völd skrifuðu Amnesty Internation-
al í lok júlí 1992 og fullyrtu að
réttarhöldin 1983 hefðu verið óhlut-
dræg og sanngjörn og að sakborn-
ingurinn hefði áfrýjað málinu, en
áfrýjun hans verið synjað.
Sendið áskoranir og hvetjið til
þess að mál Sa’ds al-Dins al-ShazI-
is verði þegar í stað tekið upp að
nýju í samhljóðan við alþjóðlegar
reglur um óhlutdræga dómsmeð-
ferð eða hann verði að öðrum kosti
látinn laus án tafar.
Utanáskriftin er:
His Excellency Muhammad
Hosni Mubarak
President of the Arab
Republic of Egypt
Abedine Palace
Cairo
Egypt.