Morgunblaðið - 20.10.1993, Page 21

Morgunblaðið - 20.10.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 21 Eftirlits- flugyfir Mogadishu SKYTTA á banda- rískri þyrlu horfír yfír höfuðborg Sómalíu, Mogadishu. Um 40 bandarískar þyrlur taka þátt í eftirlitsflugi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram allan sól- arhringinn. Friðar- gæsluliðar SÞ koma nú í veg fyrir að íbúar borgarinnar Baidoa verði á ný hungri og ættflokkabardögum að bráð, að sögn starfsmanna erlendra hjálparstofnana og ættarhöfðingja Sóm- ala. Fyrir ári dóu um 400 manns daglega í Baidoa af áðurnefnd- um orsökum. Reuter Lenín á flakk eða undir græna torfu? Til hinstu hvílu? Borgarstjórinn í Moskvu hefur lagt til að Lenín verði grafinn í Pétursborg en lík hans hefur verið til sýnis í grafhýsi í Kreml í um sjötiu ár. Moskvu, Bonn. Reuter. BORGARSTJÓRINN í Moskvu, Júrí Luzhkov, hefur lagt áætl- un fyrir Borís Jeltsín, Rúss- landsforseta, um að koma Rauða torginu í fyrra horf. Það felst meðal annars í því að grafa jarðneskar leifar Leníns og fjarlægja hina gríðarstóru rauðu stjörnu af turnum Kremlar. Þá hefur þýskur kaupsýslumaður boðið Borís Jeltsín Rússlandsforseta eina milljón marka fyrir að fá leyfi til að sýna lík byltingarheljunn- ar Leníns annars staðar en í Moskvu. Í hugmynd borgarstjórans er gert ráð fyrir að lík Leníns verði lagt til hinstu hvílu Volkovskíj- kirkjugarðinum í Pétursborg en ekki er ljóst hvort grafhýsið verð- ur rifið. Líkum hefur verið leitt að því að Jeltsín muni leggja áætlunina til við þingið eftir kosn- ingar í desember og í Daily Te- legraph er fullyrt að innan fárra vikna muni Jeltsín gefa út tilskip- un um að Lenín verði jarðaður. Ennfremur vill borgarstjóri Moskvu að í stað stjörnunnar á Kreml verði sett upp hefðbundin rússnesk tákn, mögulega tvíhöfða örn, tákn Rússlandskeisara. Þá er lagt til að styttur af þjóðhetjum Rússa, Kuzma Mínín og Dmitri Pozharskíj, verði settar upp á Rauða torginu að nýju. Lenín til sýnis Þýski kaupsýslumaðurinn Pal Bercovic segist í samtali við síð- degisblaðið Biid vilja sýna Lenín í besta safni Kölnar. Að því loknu væri hægt að fara með hann um allan heim. Segist hann þegar hafa fengið tilboð frá New York og Washington. Berkovic óttast ekki að erfítt yrði að viðhalda líkinu í núver- andi ástandi. Auk þess að smyija það reglulega yrði að geyma það í kulda og myrkri. „Við munum passa hann vel. Virðingu Leníns verður viðhaldið. Hann verður hluti af sýningu, með tónlist og myndum, um sögu Sovétríkj- anna,“ sagði Berkovic. Úkraínumenn vílja halda kjarnaflaugum Kiev. Reuter. LEONID Kravtsjúk, forseti Úkraínu, ásakaði Vesturlönd í gær fyrir að hafa ekki boðið Ukraínumönnum aðstoð til að afvopnast. Sagði Kravtsjúk yfirvöld ekki sjá sér annars úrkosta en að halda hluta af þeim kjarnaflaugum sem eru í landinu frá tímum Sovét- ríkjanna. Flaugarnar verði hins vegar teknar úr skotstöðu og þeim ekki lengur beint að Bandaríkjunum. Um er að ræða 46 SS-24 kjarnaflaugar. „Við höfum beðið um hjálp en í stað hennar eru okkur sett skil- yrði. Við viljum vera án kjarna- vopna en til þess þurfum við hjálp,“ sagði Kravtsjúk og vísaði til óska Úkraínumanna um að START-1 og samningur um bann við út- breiðslu kjarnorkuvopna verði staðfestir. Sagði hann að um leið og það hefði verið gert myndu Úkraínumenn halda áfram eyði- leggingu 130 SS-19 flugskeyta. Hins vegar gætu þeir aðeins tekið SS:24 flaugar úr skotstöðu. í júlí studdi Kravtsjúk ákvörðun þingsins um að lýsa eldflaugarnar „þjóðareign" á sama tíma og verið var að flytja þær til Rússlands til eyðileggingar. Þingið hefur marg- oft tafíð staðfestingu afvopnunar- sáttmálanna og hefur Kravtsjúk krafíst þess að Vesturlönd geri öryggisráðstafanir vegna hans. Þá hefur hann sagt boð Bandaríkja- manna um 175 milljóna dollara fjárveitingu til að hreinsa geymslu- staði eldflauganna vera fáránlegt og afþakkað það. Rússland, Hvíta- Rússland og Khazakstan hafa staðfest afvopnunarsáttmálann. Kravtsjúk mun hitta bandaríska utanríkisráðherrann Warren Chri- stopher að máli eftir fjóra daga er ráðherrann verður á ferð um fímm fyrrverandi lýðveldi Sovét- ríkjanna. BETRIX ELLEN BETRIX ® I kynnir BI0M0IST BIÖ M0IST er kremlína fyrir þurra húð. Blö MOIST inniheldur áhrifarík efni úr náttúruiegum lípíðum, sjávarþörungum og A og E vítamín. BIÖ MÖIST verndar húðina gegn veðri og vindum og styrkir hana gegn rakamissi í óblíðu veðurfari hér á landi. BIÖ M0IST og húðin viðheldur eðlilegum raka sínum og heilbrigðu útliti. Útsölustaðir: Clara Kringlunni- Clara Austurstræti - Jamí Laugavegi 15 - Soffía Hlemmtorgi - Holts Apótek - Gullbrá Nóatúni 17 - Snyrtivöruversl. Glæsibæ - Andorra Hafnartirði - Apótek Keflavíkur - Krisma ísafirði - Hilma Húsavík - Snyrtihúsið Selfossi. PENNUSAGA I FREMSTU Hofundur Blóðfjötra hefur skipað sér í fremstu rö5 spennusagnahöfunda heims og hafa fyrri bækur hans náð miklum vinsældum hér á landi. Sagan gerist í framandi umhverfi á Seychell- eyjum austan við Afríku og segir frá tveimur einmana og reynslulitlum manneskjum sem sannarlega öðlast nýja sýn á lífið. A sjó og landi eiga sér stað spennuþrungnir atburðir, ástarævintýri og flókin samskipti ólíkustu persóna. ^ - .. „„ cjceinutföcg .. spennubok... lesnmgu eri nce„jUlegt lesa „ (Kolbrén

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.