Morgunblaðið - 20.10.1993, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993
27
Opið bréf til Guðmund-
ar Ama Stefánssonar
eftir Þorgeir Rúnar
Kjartansson
Af yfirgengilega marggefnu til-
efni finn ég mig knúinn, sem al-
mennur borgari, til að senda þér,
háæruverðugur heilbrigðisráð-
herra, línu sem jafnframt er ætluð
öðrum til íhugunar, og því birt
þjóðinni.
Ástæða þess að bréfið er stflað
akkúrat á þig er sú, að lengi vel
gekk sú þjóðsaga um landið að
Guðmundur Árni Stefánsson væri
í heiðarlegri kanti þess mislita
söfnuðar sem kenndur er við flokk
alþýðunnar. En eins og við vitum
báðir hlaut það rykti sviplegan
enda.
Það eru m.a. tildrög og eðli
þessara ömurlegu endaloka orðst-
írs sem ég vil hjala við þig um í
nokkrum orðum ef þú hefur vinnu-
frið eða samvisku til að lesa til
enda. Og vonandi líka hugsa mál-
ið rúmlega til botns, en reyna ekki
að veija auman málstað með
ábyrgðarlausu „ábyrgðar“tauti.
Ég ætla reynar ekki að fjalla
nema aukreitis um persónulega
veikleika af því tagi sem koma
fram í biðlaunasukki og óheppileg-
um mannaráðningum (og enn ól-
ánlegra yfirklóri yfir hvort-
tveggja), heldur vil ég spjalla um
önnur og stærri þjóðfélagsmál.
Um er að ræða nokkur grundvall-
aratriði sem snerta beinlínis líf
þitt, líf mitt og líf annarra sam-
ferðamanna okkar og -kvenna, -
auk afkomendanna.
Umræðuefnið er jafnaðarstefn-
an. Sú stefna sem gerir ráð fyrir
því að t.d. barnakennari suður með
sjó skuli njóta sambærilegrar umb-
unar og virðingar og hver annar
forstjóri, hvort sem hann starfar
í Trygginga- eða Hyglingastofnun
ríkisins eða hvaða skúmaskoti sem
vera skal. Og enginn skal hafa
rétt á að traðka á öðrum, segir
sú blíða og ágæta stefna.
Þegar stefna þessi kom fram á
íslandi með því að ákafir og ærleg-
ir menn stofnuðu stjórnmálaflokk
og alþýðusamtök árið 1916, bjó
ein meginkennd að baki. Hún er
meðfædd manneskjunni og er því
enn í fullu fjöri: Rættlætiskennd
heitir sú. Skyldu menn varast að
misbjóða henni gróflega.
Sú öfluga kennd gat af sér á
sínum tíma plagg sem kom frá
stofnendum flokksins þíns. Og
segir þar m.a.: ... ætlum vér að
gera fátæktina útlæga úr landinu,
og koma á svo almennri velmegun
að hvert mannsbarn sem fæðist
hér á landi (feitletranir ÞRK) hafi
tækifæri til að þroska og full-
komna alla góða og fagra hæfi-
leika ...
í sömu yfirlýsingu segir líka: ...
viljum vér koma því til leiðar að
hér á landi verði aðeins ein stétt,
þ.e. starfandi menntaðir menn.
Óskaplegar fögur hugsjón, ekki
satt? Og í sláandi mótsögn við
allar þær „nauðsynlegu aðgerðir“
sem í nafni „ábyrgðar" hafa verið
að auka fátækt, ranglæti og
stéttaskiptingu í samfélagi okkar
í seinni tíð. Allsendis er þessi jafn-
aðarhugsjón óskyld þeirri ókristi-
legu siðblindu sem hin svokallaða
fijálshyggja hefur smitað út frá
sér og knýr nú margan hugleys-
ingjann til óhæfuverka.
Og þá erum við komnir að
kveikju þessa bréfs. Það er eðli
huglausra manna að ráðast á
garðinn þar sem hann er lægstur.
Svo vill til að Gunnarsholt er einn
allægsti garður landsins, þó holt
heiti.
ARNAÐ HEILLA
Barna og Qölskylduljósmyndir
HJÓNABAND. Gefín voru saman
í hjónaband þann 21. ágúst sl, í
Víðistaðakirkju af sr. Sigurði H.
Guðmundssyni, Bjamey Inga
Bjarnadóttir og Einar V. Hansson.
Heimili þeirra er að Grýtubakka 28,
Reykjavík.
HJÓNABAND.
Gefin voru saman í
hjónaband þann 14.
ágúst sl. í Dómkirkj-
unniafsr. Jakobi
Ágústi Hjálmars-
syni, Hulda Brá
Magnúsdóttir og
Lj6sm. Rut Lárus Guðbjartsson.
Slíkt hefur reyndar verið gert
áður. T.d. árið 975 þegar harðindi
gengu yfir ísland. Það var áður
en kærleiksboðskapur kristninnar
náði að eggja hina meðfæddu rétt-
lætiskennd til uppreisnar gegn
fúlmennsku valdsins. Þá gengu
„heilbrigðisráðherrar“ þeirrar tíð-
ar í að hrinda öldruðu fólki og
öryrkjum fyrir björg, - og hafa
eflaust náð fram „verulegri hag-
ræðingu og sparnaði". Við vitum
ekki hve margir týndu lífi.
Við getum ekki séð fyrir í smá-
atriðum þær hörmungar sem hljót-
ast af því að Guðmundur Árni
Stefánsson tekur sér vald til að
kæfa ómetanlegt líknarstarf sem
unnið er hérlendis. Að sjálfsögðu
með velþóknun Davíðs Oddssonar
og ríkisstjórnar hans, ekki má
gleyma því. Við höfum reyndar
ekki heldur neina nákvæma stati-
stík yfir alla þá mannlega niður-
lægingu og niðurbrot sem leitt
hefur af öðrum ráðstöfunum sem
þessir gáfumenn hafa gripið til í
nafni heilbrigðis. En slíkum upp-
lýsingum má þó safna, t.d. með
ítarlegum viðtölum við fólk sem
starfar í návígi við líf og dauða,
- og væri nú ekki þjóðráð að
Hafnarfjarðarbær veitti upphæð
sem samsvarar ógreiddum bið-
launum til atvinnulausra fræði-
manna til að vinna slíkt þarfaverk?
Og svo minnst sé á heilsukorta-
óráðið þá er það svo augljóst af-
sprengi villuráfandi ranglætis-
kenndar að óþarfí ætti að vera að
Þorgeir Rúnar Kjartansson
„Og þá erum við komn-
ir að kveikju þessa
bréfs. Það er eðli hug-
lausra manna að ráðast
á garðinn þar sem hann
er lægstur. Svo vill til
að Gunnarsholt er einn
allægsti garður lands-
ins, þó holt heiti.“
eyða mörgum orðum að því. Þó
má kannski spyija: Ertu búinn að
reikna út Guðmundur hversu mörg
mannslíf og hve miklar þjáningar
munu græðast á þeim sparnaði?
Ef svo er, vertu þá svo vænn að
birta tölur. En áður en þú gerir
það skaltu fara vandlega yfir í
huga þér, hvort sé raunverulegra,
misfalsaðar tölur eða lifandi
manneskjur, þetta ótölulega fyrir-
bæri sem við erum öll; þú, ég,
Karl Steinar, öryrkjarnir í rassvas-
anum hans, skömmin í hjartarót-
inni, ristilbólgan, tárin, slefan og
hikstinn.
Pældu þetta í botn kallurinn.
Vissulega hafa öll mál margar
hliðar og fjölmarga kanta, að ekki
sé talað um fletina. En eitt er víst:
Að fyrr eða síðar mun heilbrigð
réttlætiskennd smella á þeim sem
týndu dómgreind sinni undir
pressu pappírsvinnu og stressi sið-
lausrar „stjórnunar" í vondum fé-
lagsskap. Þessi kennd mun mæta
þeim mönnum sem höfðu valdið
og töldu ranglega að þjóðfélagið
hefði ekki efni á að virða sjálfa
undirstöðu þeirra trúarbragða sem
opinberlega áttu að heita ríkjandi.
Og því er það rétt að þú hafir
á bakvið eyrað, heilbrigðisráðherra v
góður, að í fyllingu tímans munu
sagnfræðingar gera ódæðum sam-
tíðarinnar býsna rækileg og hlut-
læg skil. Undirbúningsvinnan er
raunar hafín, ekki skortir heimild-
ir og af nógu er að taka.
Því má svo gauka að í lokin að
fyrir næstum 800 árum var uppi
einn nafni þinn sem fékk viður-
nefnið „góði“ vegna fortakslausrar
samlíðunar með þeim sem bágast
áttu og linnulausrar baráttu fyrir
réttindum þeirra til reisnar og lífs.
Ekki þótti hann „ábyrgur í ríkis-
fjármálum" þeirrar tíðar, en marg-
ur átti honum líf og heilsu að launa
og minning hans hefur um aldir’
verið þjóðinni dýrmætari en nokk-
ur nútímajeppi.
Viðumefnið var verðskuldað,
ekki síður en ýmis tilbrigði and-
hverfu þess, sem hljóta að koma
upp í hugan þegar ofríkismenn
taka flúmbrulegar stórákvarðanir
öðrum til ógæfu og niðurrifs...
Höfundur er sagnfræðingur.
Barna og fjölskylduljósmyndir
HJÓNABAND. Gefin voru saman
í hjónaband þann 28. ágúst sl. í
Fella- og Hólakirkju af sr. Guð-
mundi Karli Ágústssyni, Aðalheiður
Einarsdóttir og Björn Kjartansson.
Heimili þeirra er í Dúfnahólum 4,
Reykjavík.
Reiðarslag fyrir Timman
Skák
Margeir Pétursson
ANATÓLÍ Karpov sneri aftur
óhagstæðri stöðu í vinning í
fjórtándu einvígisskák sinni við
Jan Timman. Þar með er
Karpov kominn með þriggja
vinninga forskot, 8Vi—5Vi og
orðið nokkuð sýnt um úrslit.
Enn á þó eftir að tefla tíu skák-
ir í einvíginu. Eftir þriggja
vikna hlé hófst seinni hluti þess
á sunnudaginn í Djakarta i In-
dónesíu. Sigurvegarinn verður
lýstur heimsmeistari af alþjóða-
skáksambandinu FIDE í sam-
ræmi við lög þess, þrátt fyrir
að Gary Kasparov sé ahnennt
viðurkenndur á meðal skák-
manna sem langsterkastur.
Þeir Kasparov og Short vildu
ekki tefla undir merkjum FIDE
og Karpov og Timman eru vara-
menn þeirra. Þetta svonefnda
„FIDE heimsmeistaraeinvígi“ fór
vel í gang, en síðan kom í ljós
að verðlaunasjóðurinn var ekki
nægilega tryggur. Hann er nú
kominn niður í 50 milljónir króna,
eða 30% af sjóðnum hjá Kasparov
og Short í London.
Taflmennska þeirra Karpovs og
Timmans hefur versnað eftir því
sem sífellt fleiri vandamál í sam-
bandi við einvígishaldið hafa kom-
ið upp á yfírborðið. Fjórtánda
skákin var afar illa tefld. Karpov
hafði hvítt og reyndi að endur-
bæta taflmennsku sína frá því
fyrr í einvíginu. I undirbúningi
hans reyndist stór gloppa og Tim-
man fékk mjög vænlega stöðu út
úr byijuninni.
En þá missti Hollendingurinn
af traustri leið sem hefði gefið
honum frábæra vinningsmögu-
leika og í staðinn snerist taflið
við. Karpov náði betra endatafli
og þrátt fyrir nokkuð einkennilega
taflmennsku á báða bóga innbyrti
hann vinninginn ótrúlega auðveld-
lega.
Það er sama uppi á teningnum
í þessu einvígi og í London. Þótt
þeir Short og Timman fái sigur-
vænlegar stöður út úr byrjuninni
og hættuleg færi er sem Kasparov
og Karpov gernýti möguleika sína
á meðan vestrænir keppinautar
þeirra kasta þeim sífellt á glæ.
Fræðilega séð virðist Anatólí
Karpov ekki hafa haft mikið fram
að færa í þessu einvígi. Það er
sárgrætilegt fyrir Timman að
Karpov skuli vinna öruggan sigur
án þess að hafa einu sinni undir-
búið sig sæmilega. En Hollend-
ingnum hefur vegnað illa síðasta
árið og þetta var það sem búist
var við fyrirfram.
Hvítt: Anatólí Karpov
Svart: Jan Timman
Drottningarbragð, Vínar afbrigðið
I. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 -
d5, 4. Rc3 — dxc4, 5. e4 — Bb4, 6.
Bg5 — c5, 7. Bxc4 — cxd4, 8. Rxd4
— Bxc3+, 9. bxc3 — Da5, 10. Rb5 —
Rxe4!, 11. Bf4?!
í áttundu skákinni lék Karpov 11.
Dd4 sem Timman svaraði með stutt-
hrókun og jafnaði taflið. En með bisk-
upsleiknum hættir Karpov sér út á
hálan ís. Það er alkunna að heims-
meistaranum fyrrverandi er illa við að
fórna peði og hann hlýtur að hafa leg-
ið lengi yfir stöðunni með aðstoðar-
mönnum sínum.
II. - 0-0, 12. 0-0 - Rd7, 13. Rc7 -
e5!, 14. Rxa8 — exf4, 15. Bd5 —
Rdf6, 16. Bxe4 - Rxe4, 17. f3
t B h
Það er hreint ótrúlegt að það taki
hvít aðeins fimm leiki að snúa þessari
vafasömu stöðu upp í hagstætt enda-
tafl, - og það í sjálfu „heimsmeistara-
einvíginu".
Hér verður ekki betur séð en að
Timman geti fangað riddarann á a8
með því að hafna peðsfórn hvíts og
leika 17. - Rf6! 18. Db3! (Skást, því
18. Dd6 - Bd7, 19. Rc7 - Hc8, er
alveg vonlaust) 18. — Dc5+, 19. Khl
- b6! og næst Bb7 eða Dc6. Hvítur
hefur aðeins takmarkaða jafnteflis-
möguleika með hrók fyrir tvo létta
menn. Það er erfitt að trúa öðru en
að Timman hafi séð þetta, fremur hlýt-
ur hann að hafa ofmetið möguleika
„sína í framhaldinu.
17. - Rxc3?, 18. Dd6 - Rd5?
Karpov fær betra endataf! eftir þetta
linkulega undanhald. Eftir 18. — Be6,
19. Rc7 — Bc4, 20. Hfel (hótar máti
I öðrum með 21. Dxf8+) 20. — Re2+,
21. Khl — Hc8, 22. Hadl er svarta
mótspilið siglt í strand. Best virðist 18.
- Rb5, 19. Dc5! - Bd7, 20. Hfdl -
Bc6, 21. a4' - Dc3, 22. Df2! - Rd6
með óljósri stöðu, em síst lakari á svart.
19. Hfcl - Be6
Það kann að vera að Timman hafí
yfírsést að 19. — Hd8 er svarað með
20. Hc5! (En ekki 20. De5 - Be6, 21.
Rc7 - Db6+, 22. Khl - Rxc7, 23.
Hxc7 Bxa2! eða, 23. Dxc7? - Hdl+)
20. - Hxd6 21. Hxa5 - Re3 (21. -
a6? er slæmt vegna 22. Hdl) 22. Hxa7
- Hg6, 23. Khl og svartur hefur tæp-
lega nægar bætur fyrir skiptamuninn.
Nú þvingar Karpov fram betra enda-
tafl. Hann er. öruggur með að vinna
annað peðið til baka.
20. Rc7 - Rxc7, 21. Dxc7 - Dxc7,
22. Hxc7 - Bd5, 23. Hc5 - Be6, 24.
Hc7 - Bd5, 25. Hc5 - Be6, 26. Ha5
- a6, 27. Hbl - Hc8, 28. h4 - Hc7,
29. Hb4 - Bc4, 30. Haa4 - Be6, 31.
Hb6!?
31. Hxf4 kom einnig vel til greina.
- h6, 32. a3 - g5, 33. Hab4 - a5,
34. Ha4 - gxh4, 35. Hxf4 - h3, 36.
gxh3 - Bxh3, 37. Ha4 - Hc3?!
Óvirkari vöm með 37. — Bd7, 38.
Hxa5 — Bc6 var líklega betri. Nú koma
hver mistökin á fætur öðru hjá Tim-
man og eftir tímamörkin situr hann
uppi með tapað tafl.
38. Hxb7 - Hxf3, 39. Hxa5 - Be6?,
40. Hbl - h5, 41. Hg5+ - Kf8 42.
Hal!
Báðir hvítu hrókamir eru komnir í
óskastöður.
42. - h4, 43. a4 - f6, 44. Hg2 -
Bd5, 45. Hd2 - Be4, 46. a5 - Hh3,
47. Ha4 - Bc6, 48. Hc4 - Hhl+,
49. Kf2 - Bb5, 50. Hc7 - Ke8, 51.
Hd5 - Hbl, 52. Hh5 - Kd8, 53. Ha7
og Timman gafst upp.