Morgunblaðið - 20.10.1993, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 20.10.1993, Qupperneq 44
NÝÚTGÁFA! ALÞJÓÐLEGT [3Á SJMáJMiflr ÍNÆSTA BANKAEÐA SPARISJÓÐI VISA ISLAND MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Lausn á deilu um _ spilakassa SAMKOMULAG náðist í gær- kvöldi í deilu Háskóla Islands og fjögurra landssambanda um rekstur spilakassa. Samkomu- lagið náðist á fundi Guðjóns Magnússonar formanns Rauða kross íslands og Þóris Einars- sonar stjórnarmanns í Happ- drætti Háskóla Islands. Þórir vildi á miðnætti ekki greina frá efnisatriðum samkomulagsins og sagði að það yrði fyrst kynnt dómsmálaráðherra. Báðir aðil- ar hefðu verið ánægðir með samkomulagið. Happdrættin SÍBS og DAS vilja aðild að viðræðum um rekstur spilakassa á borð við þá sem Há- skólinn hyggst reka hérlendis und- ir nafninu Gullnáman. Sigurður Ágúst Sigurðsson, framkvæmdastjóri DAS, kveðst telja eðlilegt að fá aðild að viðræð- um milli HHÍ og samtakanna fjög- urra sem hafa rekið spilakassa í sameiningu og þeir fái að reka peningahappdrætti og spilakassa á jafnréttisgrundvelli. Sigurður Ág- úst segir að einkaleyfi HHÍ á pen- ingahappdrætti standist eingöngu gagnvart flokkahappdrættunum SÍBS og DAS, því jafnvel erlendar þjóðir séu komnar inn á markaðinn og borgi vinninga út í peningum. „Það hlýtur hver maður að sjá að það er ekki lengur hægt að troða okkur um tær,“ segir Sigurður. Hög'gmyndir Rodins á Kjarvalsstöðum YFIRLITSSÝNING á verk- um franska myndhöggvar- ans Auguste Rodin verður opnuð á Kjarvalsstöðum næstkomandi laugardag, 23. október. Borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Örn Ant- onsson, opnar sýninguna formlega klukkan 16.00. Að- spurður um verðmætin sem Kjarvalsstaðir hýsa nú, sagði Gunnar Kvaran, forstöðu- maður Kjarvalsstaða, að verk Rodins væru tryggð fyrir tvo og hálfan milljarð íslenskra króna. Rodin til íslands Morgunblaðið/Þorkell TVEGGJA og hálfs milljarðs króna verðmæti voru tekin upp úr kössum á Kjarvalsstöðum í gær. Hér virða Gunnar Kvaran forstöðumaður og Kristín Guðnadóttir safnvörður fyrir sér eina styttuna. Rodin er talinn einn merkasti myndhöggvari allra tíma. Á sýn- ingunni sem kemur frá Rodin- safninu í París, verða 62 högg- myndir og 23 ljósmyndir af lista- manninum og umhverfi hans. Þar á meðal eru sýnd mörg heimsþekkt verk, líkt og Hliðið að Víti, Hugsuðurinn, Kossinn, Borgaramir frá Calais og Balzac. Viðstaddur opnunina verður Jacques Vilain, forstöðu- maður Rodin-safnsins í París. Að sögn Gunnars Kvaran er þetta einn stærsti listviðburður- inn á Kjarvalsstöðum fyrr og síðar. „Það má segja að Picasso- sýningin hér fyrir nokkrum árum hafi verið af svipaðri stærð,“ segir Gunnar, „en á móti kemur að hún var ekki yfir- litssýning." Breyta þyrfti lögum Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra segir að breyta þyrfti lög- um til að veita happdrættum SIBS og DAS leyfi til peningahapp- drættis því þau hafi aðeins leyfi XHi\ vöruhappdrættis, en nú liggja fyrir í ráðuneytinu umsóknir frá SÍBS og DAS um rekstur spila- kassa af sama tagi og HHÍ hefur óskað eftir að setja upp. Ráðuneyt- ið geti af þeim sökum ekki veitt slíkt leyfi. Þorsteinn sagðist í gær- dag ekki sjá ástæðu til að DAS og SÍBS fengju aðild að þeim við- ræðum sem þá stóðu yfir vegna fyrrgreindra lagaforsendna. Sjá bls. 23: „Neitar...“ St. Jósefssystur standa ekki í vegi fyrir sameiningu Landakots og Borgarspítala Stefnt er að sameiningu spítalanna um áramótin ST. JÓSEFSSYSTUR standa ekki lengur í vegi fyrir sameiningu Landa- kotsspítala og Borgarspítala og er nú stefnt að því að sameina spítal- ana um næstú áramót. Segja systurnar að ekki sé hægt að reka Landa- kot með óbreyttum hætti, eins og samningur um reksturinn kveður á um, með þeim fjárveitingum sem spítalanum eru ætlaðar. Félagsmálaráðherra segir að laga þurfi skólakerfið að nýjum atvinnuháttum Huga þarf að lengra skóla- ári og styttra stúdentsnámi FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA segir að huga verði að því hvernig fslendingar geti lagað skólakerfið að breyttum atvinnuháttum þar sem skólanemar geti ekki lengur treyst á vinnu 3-4 mánuði á sumri. Alvarlega þurfi að huga að því að lengja skólaárið og stytta að sama skapi tímann til stúdentsprófs. t í ræðu við upphaf þings Verka- mannasambands Islands í gær- kvöldi sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir félagsmálaráðherra að menn verði að horfast í augu við þá stað- reynd að aukinn hagvöxtur og framleiðsla, sem hugsanlega sé framundan í hinum vestræna heimi, skili sér ekki samsvarandi í aukinni atvinnu eða atvinnuör- yggi launafólks. Það helgist af tæknivæðingu og tækniframförum sem dragi úr þörf á mannafla. Nýr hugsunarháttur „Við þurfum því að stórefla alla starfsmenntun í landinu og gefa gaum að nýjum og breyttum vinnu- aflsaðgerðum. Við þurfum líka að huga að því hvernig við getum stytt vinnutímann án þess að laun- in skerðist samfara tæknivæðing- unni. Við þurfum að huga að því hvernig við getum aðlagað okkar skólakerfi að breyttum atvinnu- háttum, þar sem skólanemar hafa getað treyst á vinnu 3-4 mánuði á sumrin, en þar þurfum við_ að búa okkur undir breytingar. Ég held að við þurfum alvarlega að fara að huga að því að lengja skólaárið og þá að sama skapi stytta tímann til stúdentsprófs. Állar þær breyt- ingar sem við erum að sjá í efna- hags- og atvinnuumhverfinu, ekki bara hér á landi heldur annars staðar, krefst nýs hugsunarháttar í efnahags- og atvinnulífi okkar,“ sagði Jóhanna. Tilkynnt var á Landakoti í gær, að samkomulag hefði tekist milli systra St. Jósefsreglu og yfirstjórnar Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspít- ala um að gera nauðsynlegar breyt- ingar á skipulagsskrá Sjálfseignar- stofnunarinnar, svo hraða megi fyrir- hugaðri sameiningu Landakotsspít- ala og Borgarspítala. Þannig geti sameiningin tekið gildi um næstu áramót ef samkomulag verður um það milli stjórna beggja spítalanna. Starfsfólk haldi vinnu Á síðasta ári iýstu St. Jósefssystur yfir andstöðu við sameiningu spítal- anna. „í samningi okkar við Sjálfs- eignarstofnunina stendur að spítalinn verði áfram rekinn í sama formi og við höfum rekið hann. Því vildum við ekki breyta á síðasta ári. En nú hef- ur verið svo lítil fjárveiting til Landa- kots að ekki er hægt að halda áfram með sama hætti. Þess vegna hefur afstaða okkar breyst," sagði systir Emanuelle, talsmaður St. Jósefs- systra, við Morgunblaðið. Hún sagði að þremur deildum hefði verið lokað á spítalanum og starfsfólk þar ekki fengið áframhaldandi vinnu. „Við vonum að með þessu móti geti starfs- fólkið á Landakoti haldið vinnunni," sagði systir Emanuelle. Undanfarna mánuði hafa viðræður farið fram milli samstarfsnefnda stjórnar sjúkrastofnana Reykjavík- urborgar og yfirstjórnar Sjálfseign- arstofnunarinnar um leiðir til að taka upp nána samvinnu Borgarspítala og Landakotsspítala og stefna að sam- einingu þeirra í árslok 1996 þegar samningur systranna og Sjálfseign- arstofnunarinnar rennur út. „Við höfum.látið St. Jósefssystur fyigjast mjög náið með viðræðunum og eftir skoðanaskipti sem urðu milli yfírstjómar og systranna á fundi í lok ágústmánaðar um stefnumótun tóku systurnar fyrri afstöðu sína til endurmats,“ sagði Höskuldur Ólafs- son formaður yfirstjómar Sjálfseign- arstofnunar St. Jósefsspítala við Morgunbiaðið. Barnadeild flutt Þann 20. ágúst var heilbrigðisráð- herra send greinargerð um stöðu við- ræðnanna og kom þar meðal annars fram að hagkvæmt væri að flytja barnadeild Landakots til Borgarspít- ala og öldrunarlækningar Borg- arspítala til Landakots. Höskuldur sagði, að þrátt fyrir lægri fjárveitingu stefndi í að legu- dagar á Landakoti yrðu um 40 þús- und á árinu á móti 43 þúsund í fyrra. „Okkur sýnist þó að reksturinn ætli að standast íjárveitingar á þessu ári,“ sagði Höskuldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.