Morgunblaðið - 03.11.1993, Qupperneq 1
64 SIÐURB/C
STOFNAÐ 1913
250. tbl. 81. árg.
MIÐVIKUDAGUR 3. NOVEMBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Jeltsín vill þrískiptingu ríkisvaldsins
Sakar ráðherra
um ofríkishneigð
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti lýsti í gær fullum stuðningi
sínum við þá stefnu að greina beri vandlega miili löggjafar-
valdsins, þingsins og framkvæmdavaldsins eða ríkisstjórnar-
innar í landinu. Er talið að hann vilji með þessu draga úr
ótta þeirra sem telja forsetann vilja auka svo nyög völd
embættisins að hann verði nær einvaldur.
Skipting ríkisvaldsins í tvo áður-
nefnda þætti auk dómsvaldsins er
undirstaða lýðræðis- og réttarríkis
á Vesturlöndum en á sér enga hefð
í Rússlandi. Jeltsín sakaði nokkra
ónafngreinda menn í stjórn sinni
um ofríkishneigð og lýsti áhyggjum
vegna þess að enginn hefði í reynd
neitt eftirlit með framkvæmdavald-
inu þar til kosið yrði í desember.
Forsetinn hefur skipað nefnd sem
á að sjá til þess að allir flokkar fái
jafn mikinn aðgang að fjölmiðlum
fyrir kosningarnar en stuðnings-
menn hans hafa verið sakaðir um
að misnota ríkisfjölmiðlana.
Dagblaðið Pravda, hið dygga
málgagn sovéska kommúnista-
flokksins um áratuga skeið, kom
aftur út í gær eftir að hafa verið
bannað frá því í októberuppreisn-
inni. „Segið öllum að við munum
ekki skipta út sannfæringu okkar.
Við erum trú bestu hefðum Prövdu,
vettvangs vinstrimánna og stuðn-
ingsmanna sósíalískra gilda“, sagði
í blaðinu. Yfirvöld í Moskvu hafa
bannað útifundi á byltingardaginn,
7. nóvember, af ótta við að til rysk-
inga komi milli kommúnista og
andstæðinga þeirra.
----------------------
Deilt um
brott-
flutning
hersins
Taba. Reuter.
FULLTRÚAR Palestínumanna
ákváðu í gær að fresta viðræðum
við Israela um brottflutning ísra-
elsks herliðs frá Gaza-svæðinu.
Áður höfðu þeir hafnað tillögu
ísraela og sagt hana vera fremur
um tilfærslu herliðsins en ekki
um algeran brottflutning eins og
Palestínumenn krefjast.
„Við vísum öllum tillögum á bug,
snúist þær ekki um algeran brott-
flutning ísraelsks herliðs frá Jeríkó
og Gaza,“ sagði Nabil Shaath, aðal-
samningamaður Palestínumanna.
Palestínska samninganefndin var
í gær á förum frá Taba í Egypta-
landi þar sem fundurinn var haldinn
og ætlaði að hitta Yasser Arafat,
leiðtoga PLO, Frelsissamtaka Pal-
estínumanna, í Túnis. Sagt er, að
Arafat hafi reiðst mjög tillögum
ísraela og óttist, að þeir ætli ekki
að standa við samkomulagið um
takmarkaða sjálfstjórn Palestínu-
manna á Gaza og í Jeríkó.
Beikon
notað til
lækninga
Chicago. Reuter.
LÆKNAR við Aðalsjúkrahús
Massachusetts í Boston
sögðu frá því í gær að þeir
hefðu beitt gömlu læknisráði
indíána til að lækna mann
sem var með orma undir
húðinni. Lokkuðu læknarnir
ormana út með hráu beikoni.
Maðurinn, sem er 45 ára,
hafði verið á ferð í Costa Rica
í Mið-Ameríku. Þegar hann
sneri heim var hann með nokkur
kýli víðs vegar um líkamann,
sem hann taldi vera skordýra-
bit. Kýlin stækkuðu sífellt og
ollu manninum æ meiri sárs-
auka. Þegar kýlin voru skoðuð
nánar sást í litla hvíta orma í
þeim miðjum.
Læknar í Boston kynntu sér
hvaða aðferðum heimamenn
beita til að ná út ormunum og
komust að því að þeir bera á
sér hrátt kjöt eða svínafitu í
sólarhring til að lokka ormana
út. Sneiðar af beikoni voru, því
settar yfir öll kýlin og innan
þriggja stunda höfðu ormarnir
flutt sig yfir í beikonið, sem var
tekið af sjúklingnum án nokk-
urra erfiðleika.
Leitað huggunar
Reuter
ÖRVÆNTINGARFULL bosnisk kona leitar huggunar eftir að hafa verið nauðgað af króatiskum her-
mönnum. Króatar hafa hrakið um 150 múslima frá heimilum sinum og hafa þeir leitað skjóls hjá sænsk-
um friðargæsluliðum í borginni Vares.
Króatar og Serbar leita lausnar á deilunni um Krajina-hérað
Leynilegar fríðar-
viðræður í Noregi
Tvísýnar kosningar í New York
DAVID Dinkins, borgarstjóri í New York, kemur út úr kjörklefa í gær
en þá fóru fram borgarstjórnarkosningar í fjölmörgum borgum í Banda-
ríkjunum. Einnig voru fylkisstjórakosningar í New Jersey og Virginíu.
Mjótt er á mununum milli demókratans Dinkins og keppinautar hans,
repúblikanans Rudolphs Giulianis.
__ Genf, Ósló, Zagreb. Reuter.
ÓNEFNDIR embættismenn í Genf fullyrtu í gær að leynileg-
ar viðræður Króata og Serba um Krajina-hérað færu fram í
Noregi og að stefnt væri að því að Slobodan Milosevic, leið-
togi Bosníu-Serba, og Franjo Tudjman, forseti Króatíu, hitt-
ust í Ósló síðar í vikunni. í gær bauð Tudjman Serbum sjálf-
stjórn í Króatíu og krafðist þess jafnframt að viðræður um
frið í Bosníu yrðu teknar að nýju upp í Genf.
Fulltrúi norska utanríkisráðu-
neytisins sagðist ekki geta tjáð sig
um fullyrðingar þess efnis að friðar-
viðræður færu fram í Noregi. Menn
á vegum ráðuneytisins hefðu ekki
tekið þátt í þeim. Heimiidarmenn
fyrir fréttinni segja að Knut
Vollebæk, fulltrúi Stoltenbergs, og
þýskur sendifulltrúi, Geert Ahrens,
stýri viðræðunum.
Eftir að Norðmenn hýstu leyni-
legar viðræður ísraela og Frelsis-
samtaka Palestínumanna hafa
streymt óskir til þeirra um aðstoð
í friðarviðræðum víðs vegar um
heim, meðal annars frá Súdan og
Gvatemala.
Franjo Tudjman sagði í gær Kró-
ata vera reiðubúna að leggja fram
tillögur um sjálfstjórn Serba í Kraj-
ina-héraði í Króatíu innan 15 daga.
Serbar hafa hingað til neitað að
taka þátt í viðræðum um sjálfstjórn
Krajina og krefjast algers aðskiln-
aðar við Króatíu og stofnun lýðveld-
is. Ásökuðu þeir Tudjman um að
hafa grafið undan viðræðunum í
Noregi með því að kreijast þess að
héraðið verði áfram hluti af Króatíu.
Reuter
Vændishús fyrir
friðargæsluliða?
Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu
á næstunni rannsaka sannleiksgildi
fullyrðinga um að friðargæsluliðar
hafi á síðasta ári sótt vændishús
sem Serbar höfðu neytt konur frá
Bosníu og Króatíu til að starfa í.
Frétt þessa efnis birtist í bandarísku
dagblaði á mánudag.
-------♦ ♦ ♦
Mikið hvass-
viðri glæðir
skógarelda
Los Angeles. Reuter.
MIKIÐ hvassvirði blés nýju lífi
í skógareldana sem geisað hafa
í Suður-Kaliforníu í viku. Tæp-
ur tugur húsa brann og urðu
nokkur þúsund manns að yfir-
gefa heimili sín vegna eldanna.
Slökkviliðsmenn töldu að þeim
hefði tekist að slökkva skógareld-
ana en í gærmorgun hvessti veru-
lega og tóku þeir sig upp að nýju
norð-vestur af Los Angeles, nærri
Malibu og Woodland Hills. Bárust
glæður með vindinum og kveiktu í
skraufþurrum gróðri.