Morgunblaðið - 03.11.1993, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
SH og Tikkoo Corporation stofna fyrirtæki á Indlandi
Samstarfsverkefni um
veiðar og vinnslu á túnfiski
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna og Tikkoo Corporation, sem
er í eigu indversks kaupsýslumanns, hafa undirritað samning um
stofnun samstarfsfyrirtækis á Indlandi um veiðar og vinnslu á 50
þúsund tonnum af túnfiski á ári, sem indversk stjórnvöld hafa
lofað til handa samstarfsfyrirtækinu innan efnahagslögsögu Ind-
lands. Félagið mun hefja starfsemi sína á næstu vikum, ef öll til-
skilin leyfi fást, en samningurinn er háður samþykki indverskra
stjórnvalda. SH og Tikkoo Corporation munu eiga 50% hlutafjár
hvor aðili en gert er ráð fyrir að hlutafé verði er frá líður 4
milljónir Bandarikjadala.
Fyrir um ári hafði Hambros
bankinn í London samband við SH
og spurði um möguleika þess að
það aðstoðaði einn viðskiptavina
bankans við að byggja upp fyrir-
tæki sem gerði út á túnfisk í Ind-
landshafi. Samningaviðræðum lauk
svo í seinustu viku með undirritun
samnings sem felur m.a. í sér að
Sölumiðstöðin leggi fram ýmiss
konar tækniþekkingu, stjórni út-
gerðarþætti fyrirtækisins, hafi með
höndum gæðastjórnun í fyrirtæk-
inu og sjái um alla markaðssetn-
ingu. Hafa indversk stjórnvöld lagt
mikla áherslu á að fyrirtækið reisi
verksmiðju er sjóði niður túnfisk
og verður unnið að undirbúningi
þess á næstu mánuðum. í upphafí
verður leitað eftir kaupum eða leigu
á einu eða tveimur skipum til að
hefja veiðarnar.
Auðug túnfiskmið
„Við höfum verið að reyna að
nýta okkur ýmis tækifæri til að
auka veltu félagsins og við teljum
að þetta verkefni falli vel að starf-
semi okkar og muni hjálpa okkur
við að ná öðrum tækifærum af
svipuðu tagi annarsstaðar ef vel
gengur. Ekki er eftir miklu að
slægjast hér innanlands fyrir þann
rekstur sem við höfum sérhæft
okkur í í þeim þrengingum sem hér
eru. Það er því mjög eðlilegt að við
sækjum á erlend mið eins og við
höfum reyndar gert í vaxandi
mæli á seinustu misserum," sagði
Friðrik Pálsson, forstjóri SH.
Að mati vísindamanna eru auðug
túnfiskmið innan 200 mílna lög-
sögu Indlands, sem hafa að mestu
verið ónýtt frá þvi um 1970. Verð-
mæti túnfísks er nú nálægt 1.000
dollarar tonnið.
„Þetta er tilraunaverkefni en ef
vel gengur, sem við vonumst til,
þá gæti þarna verið um talsvert
stórt fyrirtæki að ræða,“ sagði
7
T m ■ J
Samningar undirritaðir
FRÁ undirskrift samnings SH og Tikkoo Corporation um sam-
starfsverkefni um túnfiskveiðar í Indlandshafi. Á myndinni eru
f.v. Friðrik Pálsson, forstjóri SH, Ravi Tikko, eigandi Tikkoo
Corporation, Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH og Ólafur B.
Ólafsson, varaformaður samtakanna.
Friðrik. Hann sagði einnig að tækniráðgjafar við þetta verkefni
nokkrir íslenskir starfsmenn bæði hér heima og erlendis.
myndu væntanlega starfa sem
í
»
I
w
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 3. NOVEMBER
YFIRLIT: Yfir sunnanverðri Skandinavíu er 1022ja mb hæð og 1028
mb hæð yfir NA-Grænlandi. 975 mb lægð um 1000 km suður af Reykja-
nesi þokast norð-norðaustur, lægðardrag liggur norður um Grænlands-
haf og NA um Grænlandssund.
SPÁ: SA-átt, viðast kaldi eða stinningskaldi. Rigning eða súld sunnan-
lands og vestan, dálítil súld við SA- og A-ströndina en þurrt á Norður-
og NA-landi. Hlýtt verður áfram, einkum norðanlands og á Vestfjörðum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Allhvöss SA-átt, með rigningu sunnan- og
austanlands, en úrkomulitlu í öðrum landshlutum. Hiti 6 til 10 stig.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Sunnan- og SV-átt, allhvöss sunnan- og vestan-
lands, en heldur hægari annars staðar. Sunnan- og vestanlands verða
slydduél en úrkomulaust norðan- og austanlands. Hrti 1 til 5 stig,
HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan hvassviðri vestantil á landinu, en
mun hægari NA- og austanlands. Rigning eða skúrir um sunnan- og
V-vert lafndiö, en að mestu þurrt norðan- og austanlands. Hiti 3 til 7 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
o &
Heiðskírt Léttskýjað
f r r * f *
f f * f
f f f f * f
Rigning Slydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
:Á
Skýjað
Alskýjað
*
V V
Skúrir Slydduél
V
Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
Súld
Þoka
V
"'l
FÆRÐA VEGUM: oa 17.301 gæo
Greiðfært er um alla þjóðvegi landsins, en víða er unnið að vegagerð
og getur vegur á þeim stöðum verið grófur og seinfarinn og eru öku-
menn beönir að gæta varúðar og aka samkvæmt merkingum. Um færð
á hálendinu er ekki vitað.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftii liti í síma 91-631500 og
ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykiavfk hltl 10 ð veður alskýjað skúr
Bergen 6 skýjað
Heleinki 3 rlgning
Kaupmannahöfn 7 hálfskýjaö
Narssarssuaq +4 skýjað
Nuuk +2 skýjað
Oaló 1 léttskýjað
Stokkhólmur B léttskýjað
Þórshöfn 7 alskýjað
Algarve 18 heiöskfrt
Amsterdam vantar
Barcelona 17 rigning
Berlín 7 mlstur
Chicago 2 alskýjað
Feneyjar 14 þokumóða
Frankfurt 6 mistur
Glasgow 8 skýjað
Hamborg 6 mistur
London 7 mistur
LosAngeles 14 þokumóða
Lúxemborg 5 þokumóða
Madríd 11 skýjað
Malaga 18 skýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Montreal 6 skýjað
New York 3 heiðskírt
Orlando 8 iéttskýjað
París 10 skýjað
Madeira 20 skýjað
Róm 17 alskýjað
Vín 5 aiskýjað
Washington 1 léttskýjað
Winnipeg 0 snjók. á sfð.klst.
IDAG kl. 12.00
Heimild: Veöurstofa lelands
(Byggt á veöurspó kl. 16.15 í gœr)
Ekkí verði ráð-
ið í lausa stöðu
seðlabankastj óra
RÍKISSTJÓRNIN mun á næstunni leggja fram sljórnarfrumvarp um
að ekki verði ráðið i stöðu seðlabankastjóra sem losnar um næstu
áramót þegar Tómas Árnason seðlabankasfjóri Iætur af störfum
vegna aldurs. Að sögn Sighvats Björgvinssonar viðskiptaráðherra
er þetta gert til að festa ekki í sessi núna um miðjan vetur þriðja
bankastjóra Seðlabankans, þegar verið sé að endurskoða gildandi
lög um bankann frá grunm.
Sighvatur sagði í samtali við
Morgunblaðið að við endurskoðun
laga um Seðlabankann yrði meðal
annars tekin ákvörðun um það
hvort rétt væri að fækka seðla-
bankastjórum og hafa hann bara
einn og síðan aðstoðarbankastjóra
eins og gert væri í nálægum lönd-
um. „Eg vil ekki í þeirri stöðu taka
ákvörðun um ráðningu nýs seðla-
bankastjóra og festa hann í sessi
sem þriðja,“ sagði Sighvatur.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins lagði fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins í bankaráði Seðlabankans
fram tillögu þess efnis fyrir hálfum
mánuði að staðan yrði ekki aug-
lýst, en að sögn Ólafs Ragnars
Grímssonar formanns Alþýðu-
bandalagsins er það í samræmi við
fyrri tillögu Alþýðubandalagsins
um að einn bankastjóri verði í
Seðlabankanum. Sú tillaga hafi
ekki verið afgreidd og því hefði
þingflokkur Alþýðubandalagsins
samþykkt að leggja fram frumvarp
um að lögunum um Seðlabankann
yrði breytt þannig að ekki yrði ráð-
ið í þriðju bankastjórastöðuna um
áramótin.
„Eg kynnti þá hugmynd á þriðju-
Góð síldveiði í
Berufjarðarál
SILDVEIÐI hefur gengið vel á
miðunum í Berufjarðarál en mik-
ill straumur hefur gert bátunum
erfitt fyrir að undanförnu. Mest-
ur hluti síldarinnar sem veiðist
fer í vinnslu og er útlit fyrir að
takist að vinna upp í samninga á
vertíðinni. Rúmlega 30 skip
stunda nú síldveiðarnar.
Þórshamar GK landaði 300 tonn-
um á Neskaupstað í gær. Jón Ey-
ijörð skipstjóri sagði að mikill
straumur gerði bátunum erfítt fyrir
við veiðarnar en þó fengjust góð
köst inn á milli. Hann sagði að
veiðar hefðu gengið mun betur með
nót en flottrolli, en þrir bátar stunda
mT sTIHvéiðaF méð~fIöíEfönr
daginn í síðustu viku, fyrst Stein-
grími Hermannssyni og síðan Davíð
Oddssyni, og tjáði forsætisráðherra
að við myndum flytja þetta frum-
varp en værum tilbúnir til þess að
mæla með því að ríkisstjórnin flytti
það því það myndi greiða fyrir fram-
gangi málsins á þinginu,“ sagði
Olafur Ragnar.
-----» ♦ ♦--
íbúar í Grafarvogi
Söluturni og
bensínstöð
mótmælt
NOKKRIR foreldrar í Grafarvogs-
hverfi hafa staðið fyrir undir-
skriftarsöfnun þar sem mótmælt
er fyrirhuguðum söluskála og
bensinstöð við Gagnveg. Þar er
samkvæmt skipulagi gert ráð fyr-
ir útivistarsvæði. Hafa 1.920
manns skrifað undir mótmælin og
þar af eru 1.800 íbúar Grafarvogs
á kosningaraldri.
Bent er á að í nú verandi skipu-
lagi sé vel séð fyrir allri þeirri þjón-
ustu sem verið sé að þröngva inn á
nýtt skipulag.
Þar að auki séu bensínstöðin og
söluturninn mjög óheppileg fyrir
umferðarkerfið og að umferð muni
aukast mjög um Gagnveg og Fjall-
konuveg. í næsta nágrenni sé þétt
íbúðabyggð, íþróttamiðstöð, grunn-
skóli, hjúkrunarheimili og dagheim-
ili. Þá segir, „Aukin bílaumferð skap-
ar stóraukna umferðarhættu fyrir
gangandi umferð, sérstaklega við
skólann og íþróttahúsið, en þaðan
mun leið bamanna örugglega liggja
yfír Gagnveg í söluturninn innan um
umferð bensínstöðvarinnar. Ekki
verður séð að sölutum og bensínstöð
styrki fallegt náttúrulegt umhverfi á
Hallsholti. Þaðan nær grænt íþrótta-
og átivistarsvæði alla leið niður að
sjó.«ið .Grafarvog sem mun rofna ef
þessi starfsemi verður að veruleika.“
h
f
I
I
I
I
I
I
h