Morgunblaðið - 03.11.1993, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
5
Úthlutun leyfa til krókaveiðibáta árið 1990
UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir
í áliti frá 5. október síðastliðnum
að ekki hafi verið gætt jafnræðis
og samræmis er Rakkanesi HF
193 var synjað um veiðileyfi árið
1990. Mælist hann til þess að
sjávarútvegsráðuneytið taki það
til athugunar á ný hvort veita
eigi veiðileyfi fyrir bátinn. Eig-
andi hans er Garðar H. Björgins-
son og sagðist hann í samtali við
Morgunblaðið ekki skilja hvers
vegna ráðuneytið svaraði ekki
enn ósk sinni um leyfi þótt mán-
uður væri liðinn frá því álit um-
boðsmanns kom fram. Arni Kol-
beinsson ráðuneytissljóri í sjáv-
arútvegsráðuneytinu sagðist í
samtali við Morgunblaðið í gær
vænta þess að niðurstaða í mál-
inu lægi fyrir seinna í vikunni.
Garðar kvartaði til umboðsmanns
Alþingis hinn 26. júní 1992 yfir því
að samgönguráðuneytið og Sig'i-
ingamálastofnun ríkisins hefðu
synjað vélbáti hans, Rakkanesi HF
193, um haffærisskírteini 18. ágúst
1990. Hefði þessi niðurstaða leitt
til þess, að sjávarútvegsráðuneytið
gerði það að skilyrði fyrir veitingu
veiðileyfis að sambærilegur bátur
hyrfi úr rekstri.
Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. 1.
38/1990 um stjórn fiskveiða skyldi
gefa nýjum bátum undir 6 brl kost
á veiðileyfi, ef smíði þeirra hefði
hafist fyrir gildistöku laganna, þ.e.
18. maí 1990, og haffserisskírteini
Leigutekjur
af embætt-
isbústöð-
um hækka
LEIGUTEKJUR ríkisins af emb-
ættisbústöðum munu aukast
verulega á næsta ári en ætlunin
er að tekjunum verði varið til
viðhalds eignanna.
í svari Friðriks Sophussonar fjár-
málaráðherra við fyrirspurn Einars
K. Guðfinnssonar á Alþingi á mánu-
dag um leigutekjur af embættisbú-
stöðum kom fram að í reglugerð
hefði verið fækkað undanþágum um
leigugreiðslur. Leigutekjur ráðu-
neytanna af embættisbústöðum
hefðu verið um 28,3 milljónir króna
árið 1992 en væru áætlaðar 55,7
milljónir 1994, og ykjust því um
96,7%. Leigutekjur af prestssetrum
eru ekki með í þessum tölum. Frið-
rik sagði að skipulega hefði verið
unnið að gerð húsaleigusamninga
vegna embættisbústaða allt þetta
ár og væri leigutekjunum ætlað að
standa undir viðhaldi bústaðanna.
-----------» ♦ ♦-----
Barðstrend-
ingar hlynntir
sameiningu
Barðaströnd.
UMDÆMANEFND hélt opinn
fund með Barðstrendingum í
Birkimel. Fundinn sátu milli 30
og 40 manns sem telja verður
góða fundarsókn um miðjan dag.
Guðmundur H. Ingólfsson setti
fundinn og skýrði málin og gaf síð-
an orðið laust. Urðu talsverðar
umræður, sérstaklega um skólann
og samgöngumál. Menn urðu nokk-
uð fróðari eftir fundinn um samein-
inguna og af þeim sem töluðu var
greinilegt að meirihluti var hlynntur
sameiningunni.
verið gefið út innan þriggja mánaða
frá þeim tíma, með öðrum orðum
fyrir 18. ágúst 1990. Sjávarútvegs-
ráðuneytið ákvað þó að veita veiði-
leyfi tilteknum bátum, sem ekki
höfðu fengið útgefið haffærisskír-
teini fyrir 18. ágúst en bátur Garð-
ars var ekki í þeim hópi. Segir
umboðsmaður Alþingis mjög vafa-
samt að smíði og frágangur sumra
þeirra báta sem fengu leyfi hafi
verið lengra komin en Rakkaness-
ins. Svo virðist sem sumum bátun-
um hafi verið meira áfátt en bréf
Siglingamálastofnunar ríkissins til
sjávarútvegsráðuneytisins frá 25.
október 1990 gefur til kynna. „Er
svo að sjá, að ófullkomnar upplýs-
ingar í síðastgreindu bréfi hafi ver-
ið lagðar til grundvallar ákvörðun-
um ráðuneytisins," segir umboðs-
maður.
- frœðsla og þjónusta fyrir vaxandi fólk!
CEORC OC FÉLACAR
„Lengi býr að fyrsta banka!"
Georg og félagar er þjónusta sem er
sérsnibin fyrir yngstu kynsióbina, öll börn
12 ára og yngri.
Georg er sparibaukur íslandsbanka
og jafnframt „sérfrœbingur" í fjár-
málum og umhverfismálum. Þau
börn sem gerast félagar Georgs fá abstob og
hvatningu vib ab spara og frœbslu um umgengni
vib iandib okkar enda er nafnib Georg komib
úr grísku og þýbir sá sem yrkir jörbina.
Börnin uppskera vexti
og verðlaun...
...strax vib inngöngu!
Þab er spennandi fyrir börnin
spara meb Georg og félögum.
Til mikils er ab vinna þvíþau
uppskera bœbi vexti og verblaun
fyrir góba frammistöbu.
Um leib og barnib gerist félagi Georgs í nœsta
Islandsbanka fær þab sparibaukinn Georg, fallegt
límmibaplakat og sérstaka sparibók. Allir félagar fá
endurskinsmerki. Yngri börnin fá
auk þess litabók meb myndum af
Georg og þau eldri fá blýant og
reglustiku.
...þegar baukurinn er
tœmdur!
Þegar barnib kemur ab láta tœma
baukinn sinn í fyrsta skipti, fœr
þab límmiba til ab setja á plakatib og óvæntan
glabning frá Georg.
í hvert sinn sem baukurinn er tæmdur eftir þab
fær barnib nýjan límmiba. Plakatib fyllist því
jafnt og þétt og innstœban vex. Þegar búib er ab fylla
plakatib meb 5 límmibum sýnir barnib þab í bankanum
og fœr sérstök verblaun. Þeir sem gerast félagar Georgs
geta átt von á ýmsu óvœntu
og skemmtilegu því Georg heldur
góbu sambandi vib félaga sína.
Góba skemmtun meb
Georg og félögum!
Ekkí var gætt jafn-
ræðis og samræmis
- S.J.Þ.
xx-**