Morgunblaðið - 03.11.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
7
Reykjavflflirhöfn
Samið á
grundvelli
tveggja
tilboða
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að tillögai stjórnar Innkaupa-
stofnunar Reykjavíkurborgar að
hafna öllum tilboðum, níu að
tölu, í dýpkun gömlu hafnarinnar
fyrir Reykjavíkurhöfn. Þess í
stað er lagt tjl að gengið verði
til samninga við Sveinbjörn Run-
ólfsson sf. og Hagvirki-Klett hf.
á grundvelli tilboða þeirra í verk-
ið samtals að upphæð 84.851.424
krónur.
. Níu tilboð bárust þar af tvö er-
lend sem ekki buðu samkvæmt út-
boðslýsingu. Lægst bauð Malbikun
71,19% af kostnaðaráætlun, þá
Hafnarvirki - Snarafl hf., sem bauð
80,82% af kostnaðaráætlun og
Sveinbjörn Runólfsson sf., bauð
92,72% af kostnaðaráætlun. Þá
kom fráviksboð Hagvirkis-Kletts
hf., 99,12% af kostnaðaráætlun og
tilboð frá sama var 101% kostnað-
aráætlunar. Frávikstilboð frá Hafn-
arverki hf., var 116,65% af kostnað-
aráætlun en næst í röðinni var til-
boð frá Jóni H. Ólafssyni sem bauð
116,72% af kostnaðaráætlun. Þá
bauð Hafnverk hf., 131,74% af
kostnaðaráætlun og Istak hf., bauð
140,56% af kostnaðaráætlun.
Farið yfir tilboð
Þegar farið hafði verið yfir tilboð-
in og upplýsingar bjóðenda verið
skoðaðar var ákveðið að hafna öll-
um tilboðum en ganga þess í stað
til samninga við Sveinbjörn Run-
ólfsson sf. um áfanga 1,2,5,6, og 7
og er samningsyerð 54.690.944
krónur og við Hagvirki-Klett hf.
um áfanga 3 og 4 og er samnings-
upphæðin 30.160.480 krónur.
-----» ♦ '4--
Þjóðminjasafnið
Leitað eft-
ir reynslu
manna af
sögulegum
atburðum
í TILEFNI 50 ára afmælis lýð-
veldisins hefur þjóðháttardeild
Þjóðminjasafns íslands sent frá
sér 83. spurningaskrá sína og ber
hún heitið „Aðdragandi lýðveld-
isstofnunar" en Þjóðminjasafnið
hyggst á næsta ári setja upp sýn-
ingu um áfanga í sjálfstæðisbar-
áttunni í samvinnu við Þjóð-
skjalasafn Islands. I skránni er
einkum leitað eftir persónulegri
reynslu manna af ýmsum atburð-
um sem þessu tengjast, t.d. kon-
ungskomum, Alþingishátíðinni,
lýðveldiskosningunum og lýð-
veldishátíðinni.
Einnig er spurt um breytingar á
fánanotkun, um tilhald 1. desember
og 17. júní og um minjagripi og
myndir, auk þess sem í skránni eru
aukaspurningar um matseljur og
kostgangara. Þar er leitað upplýs-
inga um ýmislegt varðandi matsölu
í þéttbýli þar sem konur tóku kost-
gangara í fæði heim til sín.
Þjóðminjasafn hvetur landsmenn
til að leggja þessari söfnun lið og
biður þá sem þekkja efnið eða er
kunnugt um einhverja sem er fróð-
ir um ofangreind atriði að hafa
samband við safnið. Viðtöku upp-
lýsinga veita Árni Björnsson og
Hallgerður Gísladóttur!
BRIMBORG
FAXAFENI 8 • SINll 91- 685870
VOLVO 850
Sýning um helgina
VOLVO
BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST!