Morgunblaðið - 03.11.1993, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
Nýjar bækur
Kvennagaldur eftir
Björgúlf Ólafsson
KVENNAGALDUR heitir nýút-
komin bók eftir Björgúlf Ólafs-
son. Höfundur þessarar Reykja-
víkursögu er 31 árs að aldri og
hefur áður sent frá sér tvær
skáldsögur, unglingabókina
Hversdagsskó og skýjaborgir
1989 og Síðustu sakamálasög-
una 1990.
í fréttatilkynningu segir m.a.:
„Kvennagaldur er skemmtisaga.
Hún segir frá nokkrum skólasystk-
inum úr menntaskóla, fólki á besta
aldri og flestum á uppleið í borgar-
lífinu — eða svo virðist við fyrstu
sýn. Aðalpersónan Kjartan er þjóð-
kunnur, einhleypur og umtalaður,
hefur komið víða við í fjölmiðla-
heiminum og auk þess mikið
kvennagull og - nýtur kvenhylli
sinnar í ríkum mæli.
í samkvæmi hjá tveimur bekkj-
arsystkinanna tekur atburðarásin
í ástamálum Kjartans þó óvænta
stefnu svo að bæði hann og aðrir
ruglast í ríminu. Og niðurstaðan
verður óvænt svo að ekki sé meira
sagt.
Bekkjarsystkini Kjartans koma
Björgúlfur Ólafsson
hér einnig mikið við sögu, bráðlif-
andi persónur, dæmigert nútíma-
fólk.
Bókin er 215 bls. og er prent-
uð hjá Steinholti. Bókin kostar
2.874 kr.
Snæfellsnes 10153
Skemmtilega staðsett jörð í Helgafellssveit. Ágætis
byggingar. Jörðin á land að sjó. Sauðfjárbúskapur. Full-
virðisréttur 280 ærgildi. Grásleppu- og silungsveiði.
Ágætis jörð til búskapar eða fyrir félagasamtök. Glæsi-
legt útsýni. Jörðinni tilheyra eyjar.
f^^FASTEIGNA
M MIÐSTÖÐIN
62 20 30 SKIPHOLTI50B - 105 REYKJAVÍK
SÍMI 622030 - SÍMBRÉF 622290
FASTGGNASAIA
VITASTÍG I3
Ránargata. 2ja herb. góö
íb. á 2. hæö 56 fm. Fallegar innr.
GóÖ lán áhv. frá byggj. 2,9 millj.
Verð 4,6 millj.
Freyjugata. 2ja herb. íb. á jarðhæð 43 fm í tvíbhúsi. Góð lán áhv. frá byggsj. 2,2 millj.
Hraunbær. 2ja herb. íb. ca 55 fm á 3. hæð. Áhv. húsnl. 3,5 millj. Suðursv. Verfi 5,6 millj.
Hverafold. 2ja herb. falleg íb. á jarðhæð 56 fm auk stæðis í bílgeymslu 26 fm. Fallegar innr. Gðð lán áhv. Verð 5,9 millj.
Grettisgata. 3ja herb. fal- leg íb. á 1. hæð 67 fm. Húsið er mikiö endurn. Góð lán áhv. Verð 5,8 millj.
Stóragerði. Falleg 3ja herb. íb. 83 fm á 4. hæð. Suöur- svalir. Fallegt útsýni.
Hlíðarhjalli. 3ja herb. fal- leg íb. á 3. hæö 97 fm. Stórar svalir. Parket. Fallegar innr. Áhv. húsnlán 4,9 millj.
Kringlan. 3ja herb. glæsil. íb. á 2. hæð í lágu fjölbhúsi. Mögul. á 10 fm garðstofu. 26 fm bílskýli. Stórar suöursv. Parket. Sérinng. Verð 8,9 millj.
Hraunbær. 3ja herb. falleg
íb. 85 fm á 2. hæð. Suöursv.
Falleg sameign. V. 6,7-6,8 m.
Álfheimar. 4ra herb. falleg
íb. á 3. hæö 100 fm mikið end-
urn. Stórar suðursv. Áhv. byggsj.
2,4 millj.
Lyngmóar. 4ra herb. falleg
íb. 92 fm auk bílsk. Parket. Fal-
legt útsýni. Áhv. húsbr. 4,9 millj.
Ákv. sala. Verö 8,1 millj.
Kleppsvegur. 4ra herb.
íb. á 1. hæö 94 fm. Góöar suö-
ursv. Makaskipti mögul. á stærri
eign í sama hverfi.
Spóahólar. 4ra herb. íb.
95 fm á 3. hæö í þriggja hæöa
húsi. Þvherb. í íb. Verð 7,5 millj.
Blöndubakki. 4ra herb. íb.
á 3. hæö 116 fm auk herb. í kj.
Glæsil. útsýni. Góö sameign.
Boöagrandi. 4ra herb. fal-
leg íb. 92 fm auk bílskýlis. Lyfta.
Húsvörður. Gervihnsjónvarp.
Fráb. útsýni. Gufubaö í sameign.
Áhv. húsbréf 4,7 millj.
Hraunbær. 5 herb. falleg
endaíb. 138 fm á 3. hæð. Áhv.
húsbr. 3,9 millj. Parket. Suöursv.
Þvhús í íb. Laus.
Frostafold. 6 herb. íb. á
3. hæö, 138 fm í lyftuhúsi. Tvenn-
ar svalir. Bílskýli. Góö lán áhv.
Verð 11,5 millj. Makask. mögul.
á sérbýli í sama hverfi.
FÉLAG
Ifasteignasala
Gunnar Gunnarsson,
lögg. fasteignasali, hs. 77410.
Nýjar bækur
■ Skálholtsútgáfan, útgáfu-
félag þjóðkirkjunnar, hefur gefið
út bókina „Táknmál trúarinnar"
— leiðsögn um tákn og myndmál
kristinnar trúar og tilbeiðslu.
í bókinni segir höfundur, sr.
Karl Sigurbjörnsson, meðal annars:
„Allt okkar líf er umlukið táknum.
Allt frá skírninni og til þess er þijár
rekur moldar falla á kistulokið er
trú okkar tjáð með allskyns tákn-
rænu atferli. Það er eðlilegur og
sjálfsagður hluti af tilveru okkar
og samskiptum, rammi sem settur
er um líf okkar og trú.
Tákn mæta okkur hvar sem er.
Þau blasa við augum og kalia eftir
athygli okkar, bera boðskap, leið-
beina, áminna, upplýsa. Ein mynd,
eitt tákn ber boð og segir meira
en mörg orð. Tákn er líka eitthvað
sem við höfum um hönd til að
gæða orð okkar lífi og áherslu, það
er atferli sem við beitum þar sem
orða er vant, eða engra orða er
þörf. Oft er hið ósagða, hið orð-
lausa mál blæbrigðaríkara og skýr-
ara en ótal orð.“
Þessari bók er ætlað að vera
handbók og leiðarlýsing. Hún er
kærkomin hjálp bæði til að auka
næmi og innsýn í leyndardóma
fagnaðarerindisins um Jesú Krist
og til þess að auka skilning á þann
boðskap sem fluttur er í helgihaldi
og listum kirkjunnar að fornu og
nýju.
Bókin er 168 bls. að stærð.
Teikningar í bókinni er eftir
höfund bókarinnar, sr. Karl Sig-
urbjörnsson, kápuhönnun var í
höndum Ernst Backman auglýs-
ingastofu, ljósmyndir i bókinni
eru teknar af Ivari Brynjólfs-
syni, Jóhönnu Björnsdóttur og
Snorra Snorrasyni. Umbrot var
í höndum Skerplu en prentun
Steindórsprent - Gutenberg.
Bókin kostar 2.480 kr.
■ Út er komin hjá Félagsvís-
indastofnun og Sagnfræðistofn-
un Háskóla íslands bókin Islensk
þjóðfélagsþróun 1880-1990. Rit-
gerðir í ritstjórn Guðmundar
Hálfdánarsonar og Svans Krist-
jánssonar, kennara við Háskóla
Islands.
í fréttatilkynningu segir m.a.: „í
bókinni íjalla átta höfundar um
ýmsa þætti í þróun íslensks þjóðfé-
lags á tímabilinu frá síðari hluta
19. aldar fram til nútímans. Þar
birtast yfírlitsgreinar eftir ýmsa
sérfræðinga á sviði sagnfræði og
félagsvísinda byggðar á nýjustu
rannsóknum á uppruna og þróun
nútímasamfélags á íslandi. Saman
mynda greinarnar aðgengilegt yfir-
lit yfír þá fræðilegu endurskoðum
sem átt hefur sér stað á íslensku
þjóðfélagi á síðustu árum og geta
því nýst öllum þeim sem vilja taka
rökstudda afstöðu til samfélags-
mála nútímans.
íslensk þjóðfélagsþróun 1880-
1990 skiptist í níu kafla. Guðmund-
ur Hálfdánarson fjallar um þjóðfé-
lagsþróun á 19. öld og setur þar
fram endurmat á sjálfstæðisbaráttu
19. aldar, Gísli Ágúst Gunnlaugsson
fjallar um fólksfjölda og byggðaþró-
un 1880-1990, Magnús S. Magnús-
son um efnahagsþróun á íslandi
1880-1990, Jón Gunnar Gijetars-
son um upphaf og þróun stéttskipts
samfélags á íslandi, Sigurður G.
Magnússon um alþýðumenningu á
íslandi 1850-1940, Gunnar Helgi
Kristinsson um valdakerfið fram til
Viðreisnar, Svanur Kristjánsson um
stjómmálaflokka, ríkisvald og sam-
félag 1959-1990 og að lokum á
Stefán Ólafsson tvær greinar í bók-
inni, þar sem hann gerir annars
vegar grein fyrir almennum kenn-
ingum um félagsgerð nútímaþjóðfé-
laga og fjallar hins vegar um þróum
velferðarríkisins á íslandi í saman-
burði við önnur vestræn riiri.
Dreifingu og sölu bókarinnar
annast Félagsvísindastofnun og
Sagnfræðistofnun Háskóla Is-
lands. Bókin er til sölu á almenn-
um markaði í takmörkuðu upp-
lagi. Bókin kostar 3.640 kr.
■ Fjallganga eftir Tómas
Guðmundsson er komin út hjá
Almenna bókafélaginu.
í fréttatilkynningu segir: „Tómas
Guðmundsson þarf ekki að kynna
landsmönnum, bækur hans og Ijóð
hafa unnið sér stað í hjörtum lands-
manna. Ljóðið Fjallganga eftir
Tómas hefur sennilega skemmt
fleiri íslendingum sl. 60 ár en nokk-
urt annað íslenskt kvæði. Og hér
skipta hvorki aldur né kynslóðabil
máli, barnið hefur jafngaman af
kvæðinu og hinn roskni, sá sem
fæddur er eftir miðja þessa öld bros-
ir við lestur þess ekki síður en kyn-
slóð skáldsins gerði. Ljóðið er með
öðrum orðum óháð tíma og rúmi,
fjallar af listrænum léttleika um
fastan fylgifisk mannlegs eðlis.
Ennfremur segir: í bókinni Fjall-
ganga hefur myndlistarkonan Erla
Sigurðardóttir gert listrænar mynd-
ir af sinni alkunnu snilld. Þær sýna
okkur, auk hins stórbrotna lands-
lags, unga manninn sem leggur á
fjallið andstuttur af ákafa, en hið
hrikalega umhverfí skelfir hann,
kemst þó upp á tindinn og síðan
klakklaust heim en Iiggur í martröð
„margar næstu nætur“. Hælist svo
af afrekum sínum löngu seinna.
Fjallganga er prentuð hjá
Odda og er 34 síður. Hún kostar
995 krónur.
■ Út er komin hjá Almenna
bókafélaginu skáldsagan Banvæn
kvöð eftir Friedrich Diirrenmatt.
í fréttatilkynningu segir: „Efni
skáldsögunnar er sakamál. Barns-
morð er framið — kynferðisafbrot
að því er virðist. í upphafi rann-
sóknar málsins gerir lögreglan
skyssu sem dregur dilk á eftir sér.
Málið lendir fyrir tilviljun í höndum
færasta lögreglumannsins á þessu
svæði, Matthai að nafni og hann
byijar rannsókn sína af sinni al-
kunnu snilld. En fátt er hörmulegra
en mistök þess, sem aðrir treysta
og þá ekki síst fyrir þann sem þau
gerir.
Sá sem tekur starf sitt alvarlega
og finnur fyrir ábyrgð þess, gefst
ekki upp þótt það kosti fórnir. Og
upp koma svik um síðir — hér ekki
síður en endranær — en of seint.
Og grátlegt er til þess að vita hversu
nálægur Matthai var markinu.
Höfundur bókarinnar, Friedrich
Dúrrenmatt, er einn þekktasti höf-
undur Svisslendinga á þessari öld,
nú nýlátinn. Á íslandi hafa áður
komið út tvær af skáldsögum hans
og hafa þijú af leikritum hans ver-
ið sýnd hér við góðar undirtektir.
Banvæn kvöð er prentuð hjá
Prentbæ og er í íslenskri þýðingu
Valgerðar Bragadóttur. Bókin
er 167 síður og kostar 2.958
krónur.
M Út er komin hjá Matar- og
vinklúbbi AB bókin um spænska
smárétti. Bókin er sú sjöunda sem
kemur út hjá Matar- og vínklúbbn-
um.
í fréttatilkynningu segir:
„Spænsk matreiðsla er eins og best
gerist í heiminum, spennandi og
fjölbreytileg, því hún einkennist
m.a. af réttum sem hafa inni að
halda síbreytileg efni sem unnið er
úr á óteljandi vegu, sem hæfa sér-
hveiju tilefni, smekk og mataræði.
Bókin um spænska smárétti og
spænska matreiðslu færir lesendum
sínum það besta á þessu sviði: Ein-
falda rétti sem bragðbættir eru með
kryddjurtum, litríka og bragðríka
kjötpottrétti með álíka ljúffengum
grænmetistilbrigðum, auk léttra og
fljótlagaðra rétta, sem grundaðir
eru á hrísgijónum og þurrkuðum
baunum, sem eru ákjósanlegir í ein-
rétta máltíðir. Þar við bætast hlýj-
andi, hressandi súpur og andstæður
þeirra sem eiga vel við á sumarmat-
seðlinum.
Þar er spænsk matreiðsla byggist
á einföldum hráefnum og á sér
sterkar rætur í heimilismatreiðslu
og einföldum sveitamat, er hún
fyrst og fremst lystug og tilgerðar-
laus. Efnin til hennar eru ódýr,
bragðefni afdráttarlaus, uppskriftir
auðveldar og framreiðslan hrein og
bein án óþarfa sýndarmennsku.
Allar uppskriftirnar eru mynd-
skreyttar og hafa að geyma skýrar
leiðbeiningar til að hjálpa lesendan-
um að ná tökum á hinum ósvikna
spænska bragðkeim."
Bókin er 120 bls. og kostar
2.269 kr. Umbrot og filmu-
vinnsla: Prentsmiðjan Oddi.
Alfholt - hæð og ris
Eigum til sölu efrl sérhæð og ris í klasahúsi alls
150 fm. Húsnæðið afhendist nú þegar fullbúið að
utan og fokhelt að innan. Kjörið tækifæri fyrir lag-
hentan að útvega sér rúmgott húsnæði á góðu verð.
Verð 6,5 millj.
Nánari upplýsingar hjá:
Fasteignasölunni Ás,
Strandgötu 33, 2. hæð,
Hafnarfirði, sími 652790.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastíori .
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggilturfasteignasau
Til sýnis og sölu - eignir sem vekja athygli:
í gamla góða vesturbænum
5-6 herb. efri hæð, allt sér. Góður bílskúr. Trjágarður. Þribýlishús,
smíðaár 1967. Tilboð óskast.
Ný endurbyggð - gott verð
4ra herb. íbúð neðarlega við Hraunbæ. Stórt og gott eldhús. Ágæt
sameign. Vinsæll staður.
Skammt frá KR-heimilinu
3ja herb. íbúð á 4. hæð. Risiö yfir íb. fylgir. Sameign að mestu end-
urn. Langtímalán kr. 4,6 millj.
Ódýr íbúð við Gunnarsbraut
Einstaklíb. 2ja herb. í kj. Sérinng. Sérhití. Laus strax. Verð aðeins 3,5 millj.
Á vinsælum stað á Högunum
Glæsileg einstaklíb. 2ja herb. 56,1 fm. Allar innr. og tæki ný. Sérinng.
Sérþvottaaöstaða. íb. er á 1. hæð, jarðh.
í gamla miðbænum
Ný og glæsileg lítil eins herb. íb. á 3. hæð. Gott sturtubað. Eldhúskrók-
ur. Vinsæll staður.
• • •
Viðskiptum hjá okkur
fylgir ráðgjöf og
og traustar upplýsingar.
Opið á laugardaginn.
ALMENNA
FASTEI6NASAIAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
V^terkurog
k/ hagkvæmur
auglýsingamióill!