Morgunblaðið - 03.11.1993, Page 14

Morgunblaðið - 03.11.1993, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 Áhrif vaxtalækkunar fyr- ir heimilin o g atvinnulífið eftir Jóhönnu Sigurðardó í t ur Þær samræmdu aðgerðir sem ríkisstjórnin boðar nú til lækkunar vaxta er ein stærsta aðgerð sem gripið hefur verið til í langan tíma til þess að bæta skuldastöðu heim- ila og atvinnulífs. Forsendur vaxtalækkunar Grunninn að því að þessi aðgerð er möguleg má m.a. rekja til að á umliðnum misserum hafa verið gerðir hóflegir kjarasamningar af aðilum vinnumarkaðarins sem stuðlað hafa að stöðugleika og lægri verðbólgu sem og margþætt- ar aðgerðir í efnahags-, ríkisfjár- málum og atvinnumálum. Skilyrði eru því fyrir vaxtalækkun, verð- bólguhætta er lítil, raungengi lágt og viðskiptajöfnuður hagstæður. Heildarskuldir hins opinbera eru vissulega miklar eða um 50% af landsframleiðslu sem þó er undir meðaltali annarra OECD ríkja sem er 66% af landsframleiðslu. Hættumörkin í skuldasöfnun okk- ar eru hátt hlutfall erlendra skulda sem eru helmingur af heildar- skuldum hins opinbera. Engu að síður hafa erlendar skuldir minnk- að að raungildi þó þær hafi hækk- að sem^ hlutfall af landsfram- leiðslu. Astæða þess að erlendar skuldir minnka að raungildi er hagstæð þróun viðskiptajöfnuðar en með efnahagsaðgerðum ríkis- stjómarinnar setti ríkisstjómin sér það markmið að ná viðskiptahal- lanum niður í áföngum þannig að erlendar skuldir ykjust ekki að raungildi. Það hefur tekist því að viðskiptajöfnuðurinn hefur farið úr 18_ milljörðum ’91 í 5‘/2 millj- arð. A sama tíma og við höfum gengið í gegnum 6 milljarða tekju- samdrátt frá því að þessi ríkis- stjóm tók við hefur niðurskurður ríkisútgjalda orðið um 10 milljarð- ar króna. Allt þetta hefur skapað þær forsendur sem nú eru fyrir hendi til að grípa til þeirra sam- ræmdu aðgerða sem ríkisstjómin boðar nú til vaxtalækkunar. Af þeim viðbrögðum sem fram hafa komið frá ýmsum fulltrúum lánastofnana, aðilum vinnumark- aðarins og síðan aðgerðum Seðla- bankans til að greiða fyrir vaxta- lækkuninni er Ijóst að þessar að- gerðir ríkisstjórnarinnar hafa þá tiltrú að þær munu skila árangri og að við náum þeim markmiðum sem að er stefnt. Þrír milljarðar fyrir atvinnulífið Full ástæða er því til að ætla að þessar aðgerðir munu hafa mjög víðtæk áhrif um allt þjóðfé- lagið. Styrkari stoðum verður skotið undir atvinnulífið þar sem dregið verður úr þungum fjár- magnskostnaði fyrirtækja og grunnur lagður að nýjum tækifær- um til atvinnuuppbyggingar. Raungengi krónunnar er nú hið lægsta um langan tíma, sem hefur verulega bætt samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs en háir raun- vextir hafa verulega dregið úr þvít að þessi bætta samkeppnisstaða nýtist atvinnulífinu sem skyldi. Ætla má að aðgerðir ríkisstjórnar- innar lækki nú fjármagnskostnað atvinnulífsins um 3 milljarða króna á ári. 1,2 milljarðar fyrir ríkissjóð Árleg vaxtagjöld ríkissjóðs iækka um 800 milljónir króna við 1% lækkun vaxta á innlendum markaði. Áhrifin á afkomu ríkis- sjóðs verða ekki alveg svona mikil því vaxtatekjur ríkissjóðs minnka á móti líklega um 200 milljónir króna við 1% lækkun. Nettóáhrifin eru því um það bil 600 milljónir króna betri afkoma við hvert 1% í lækkun vaxta. Þá eru ekki talin með óbein áhrif vaxtalækkunar vegna hugsanlegra áhrifa á um- svif í þjóðarbúskapnum. 2% vaxta- lækkun myndi þannig minnka út- gjöld ríkissjóðs um 1,2 milljarða króna á ári. 4 milljarðar fyrir heimilin Vaxtalækkunin mun einnig hafa víðtæk áhrif til að bæta skuldastöðu heimilanna og má gera ráð fyrir ef allt gengur eftir að greiðslubyrði heimilanna muni léttast um 4 milljarða króna á ári en á móti mun eitthvað draga úr vaxtabótum eðli málsins sam- kvæmt þegar vaxtaútgjöld lækka. Mikilvægt er að heimilin í landinu nýti þessa vaxtalækkun til þess að bæta skuldastöðu sína en ekki að auka við fjárfestingu. Ég tel mjög mikilvægt að heimilin í land- inu nýti vaxtalækkunina með þeim hætti og tel varhugavert ef heimil- in fari að líta á þessa vaxtalækkun sem eitthvert svigrúm til aukinna neyslulána eða að auka við fjár- festingu sína. Áhrif á fasteignamarkaðinn Um margt getur þessi vaxta- lækkun haft jákvæð áhrif á fast- eignamarkaðinn. Framboð hefur verið mikið af íbúðarhúsnæði og í þó nokkrum mæli er um að ræða að mjög skuldsettir íbúðareigend- ur eru að reyna að minnka við sig til þess að laga fjárhagsstöðu sína. Vaxtalækkun gæti aukið eftir- spumina og meðal annars greitt fyrir sölu þeirra íbúðareigenda sem eru að reyna að minnka við sig vegna erfiðrar skuldastöðu. Það er vissulega jákvætt en ég tel að aukin eftirspum þurfi ekki endilega að þýða hækkun á fast- eignaverði svo neinu nemi vegna þess mikla framboðs af íbúðum sem er til staðar nú þegar. Það væri þó vissulega varhugavert ef íbúðareigendur fæm almennt að nýta þetta svigrúm til að auka við eign sína í stað þess að reyna frek- ar að lagfæra skuldastöðu sína. Slíkt gæti leitt til aukinnar þenslu og mikilla affalla í fasteignavið- skiptum svo og hærra fasteigna- verðs og þar með aukinnar greiðslubyrði íbúðareigenda. Áhrifin á húsnæðiskerfið í því samkomulagi sem gert var við lífeyrissjóðina í apríl 1992 var gert ráð fyrir því að á árinu 1993 yrðu boðin út skuldabréf fyrir allt að helmingi af lánsfjárþörf Hús- næðisstofnunar ríkisins á þessu ári en hinn helmingurinn yrði fjár- magnaður með beinum skulda- bréfakaupum af Húsnæðisstofn- un. Niðurstaðan hefur þó orðið sú að það sem af er árinu hafa hús- næðisbréf seld í útboðum numið 4,2 milljörðum króna en bein skuldabréfakaup einungis tæpir 2,4 milljarðar. Ljóst er því að líf- eyrissjóðimir leggja mikla áherslu á að beinum skuldabréfakaupum við lífeyrissjóðina verði hætt en í stað'þess verði lánsfjárþörf Hús- næðisstofnunar ríkisins að fullu mætt með sölu skuldabréfa á al- mennum markaði. í þeim samningi sem gerður var í apríl á þessu ári var ákvæði um það að á árinu 1994 yrði stefnt að því að lánsfjár- þörf Húsnæðisstofnunar ríkisins yrði að fullu mætt með sölu skuldabréfa á almennum markaði. Þetta ákvæði er því í fullu sam- ræmi við ákvæði í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar um að hætt verði að semja beint við líf- eyrissjóði um fjármögnun húsnæð- islánakerfisins með tilteknum vax- takjörum og að fjármögnun þess verði aftur á móti mætt með mark- aðsútboðum. Annað meginatriði sem lýtur að félagsmálaráðuneytinu í þessari stefnuyfirlýsingu er að endurskoð- uð verði vaxtakjör inn- og útlána í húsnæðislánakerfinu til lækkun- ar til samræmis við þá ákvörðun ijármálaráðherra að taka ekki til- boðum í verðtryggð skuldabréf á innlendum markaði nema áþekk kjör bjóðist og á erlendum mark- aði. Næsta útboð á húsnæðisbréf- um fer fram fljótlega og mun í samræmi við þessa ákvörðun ekki verða tekið tilboðum í húsnæðis- bréf nema áþekk kjör bjóðist og gerast á erlendum lánamörkuðum. Áhrifin á fasteignaviðskipti sem nýlega voru gerð í samræmi við yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um margs konar samræmdar aðgerðir til þess að ná niður vöxtum og þær aðgerðir sem Seðlabankinn hefur beitt sér fyrir hefur þeim húsbréfaflokki sem gefinn var út í september sl. fyrir nýjum skuldabréfaviðskipt- um verið lokað. Sá húsbréfaflokk- ur var í september ákveðinn 4 milljarðar króna en óráðstafað úr honum er um 1,6 milljarði króna. Að auki eru um 700 milljónir króna, sem húsbréfadeild hefur samþykkt fasteignaveðbréf fyrir, en skipti á húsbréfum og fast- eignaveðbréfum hafa þó ekki farið fram. í því tilviki var athugunar- efnið hvort kauptilboð sem voru til meðferðar, og hafa hlotið sam- þykki húsbréfadeildar þó enn hafi ekki farið fram skipti á fasteigna- veðbréfum og húsbréfum, geti borið lægri vexti. Það er niður- staða lögfræðinga og sérfræðinga Húsnæðisstofnunar sem um þetta mál hafa fjallað að þar sem geng- ið hefur verið frá kauptilboðum milli seljenda og kaupenda og Húsnæðisstofnun hefur samþykkt þau með útgáfu fasteignaveðbréfs, þá sé það ekki á valdi þriðja aðila, þ.e.a.s. Húsnæðisstofnunar eða ríkisvaldsins, að breyta þeim samningi. í kauptilboðinu kemur fram á hvaða kjörum húsbréfaviðskiptin fara fram, þ.e.a.s. 6% nafnvextir. Húsnæðisstofnun hefur því sam- þykkt þessi viðskipti með þeim vaxtakjörum. í kauptilboðum kemur fram að kauptilboðið sé gert með fyrirvara um samþykki húsbréfadeildar. Þegar Húsnæðis- stofnun hefur samþykkt þessi við- skipti með útgáfu fasteignaveð- bréfs, þá sé sá fyrirvari frá og ekki á valdi Húsnæðisstofnunar ríkisins að breyta því. Hitt er ann- að mál að takist samningar milli kaupenda og seljenda um að breyta þessum kjörum og gera nýtt kauptilboð til Húsnæðisstofn- unar er taki mið af lægri vöxtum sem ákveðnir hafa verið með nýj- um húsbréfaflokki, þá er væntan- lega mögulegt af hálfu Húsnæðis- stofnunar að afgreiða þau eins og um ný kauptilboð væri að ræða. Kauptilboð sem ekki eru komin það langt að þau hafi af hálfu húsbréfadeildar verið afgreidd með útgáfu fasteignaveðbréfs geta á hinn bóginn borið þá vexti sem ákveðnir hafa verið með nýj- um húsbréfaflokki, þ.e.a.s. 5% vexti, enda verða kaupendur og seljendur að leggja fram ný kaupt- ilboð miðað.við .5% vexti. Jóhanna Sigurðardóttir „Ætla má að aðgerðir ríkisstj órnarinnar lækki nú fjármagns- kostnað atvinnulífsins um 3 milljarða króna á Fasteignabréf sem nú bera 6% vexti Sú spuming hlýtur að vakna hvort hægt sé að breyta kjörum á þeim fasteignaveðbréfum sem skipt hefur verið fyrir húsbréf frá upphafi húsbréfakerfisins sem bera annaðhvort 5,75 eða 6% vexti. Fyrstu athuganir sýna að þar verður lítið að gert. Þessi fast- eignaveðbréf bera ákvæði sem kveða á um að vextir af fasteigna- veðbréfunum breytist ekki allan lánstímann eða í 25 ár. Það helg- ast einkum af því að jafnvægi í stöðu húsbréfakerfisins verður ekki náð nema að fasteignabréf sem gefin eru út í skiptum fyrir húsbréf beri sömu vexti og hús- bréfin sem þeim var skipt fyrir. Inn- og útgreiðslur vegna fast- eignaveðbréfa og húsbréfa verða að standast á þannig að jafnvægi skapist. Þetta er lykilatriði hús- bréfakerfisins til þess að það gangi upp. Að fasteignaskuidabréf beri fasta vexti hefur líka verið talið ákveðið öryggi fyrir skuldara þannig að hann geti gengið að því vísu allan lánstímann hver greiðslubyrði hans er. Ef bjóða ætti skuldurum fast- eignaveðbréfa sem bera 6% vexti upp á lægri vexti, segjum 5%, yrði að jafna fjárstreymið og innleysa öll útgefin húsbréf með sömu kjör- um. Það kallar síðan aftur á þá spurningu hvort þeir íbúðareig- endur sem nú fá 5% fasteignaverð- bréfa ættu að sama skapi að sæta hærri vöxtum síðar ef aðstæður á markaði breytist til hækkunar. Endalokin í slfkri ringulreið yrðu engum til hagsbóta. Utgefin hús- bréf frá upphafi eru um 45 millj- arðar króna og eigendur þessara húsbréfa eru að meira en helmingi til lífeyrissjóðirnir og annar stærsti eigandi útgefínna húsbréfa eru síðan heimilin í landinu. Ef hús- bréfadeild heimilaði þeim sem eru með fasteignabréf með 6% vöxtum að skipta þeim fyrir 5% og kallaði inn útgefin húsbréf á móti, sem þá myndu sæta afföllum fyrir eig- endur húsbréfa, en húsbréf þeirra nema um 45 milljörðum króna, þá segir það sig sjálft hvílíkri þenslu það myndi valda, ef húsbréf fyrir það fjármagn færu á verðabréfa- markað aftur. Á því myndu allir tapa. Á þessu sést að málið er bæði flókið og erfitt viðfangs. Hitt -er síðan annað mál, að það er ljóst að þeir sem hafa notið þess að vera með fasteignaveðbréf með 6% vöxtum fyrir allt að 65% íbúða- verðsins á síðustu misserum á sama tíma og raunvextir hafa ver- ið um 9-10% hafa notið þess í greiðslukjörum sínum. Einnig í því að fasteignaverð samfara upptöku húsbréfakerfisins fór lækkandi, sem skilar sér í minni greiðslu- byrði af skuldum vegna íbúðar- kaupa. Vaxtakjör og fasteignaverð Sú spurning hlýtur eðlilega að vakna, munu íbúðareigendur sem bera 6% vexti, ef vextir almennt fara niður fyrir það í fasteignavið- skiptum, þurfa að bera lægra verð fyrir sínar eignir við sölu. Því er til að svara að við höfum um lang- an tíma verið með mjög mismun- andi vaxtakjör á skuldum sem eru yfirteknar við sölu. Það er ekkert nýtt. Ljóst er að í mörg undanfar- in ár hafa kjör af opinberum hús- næðislánum numið frá 2-3% upp í allt að 9% sem voru bréf sem voru að hluta verðtryggð en þau voru gefin út 1979. Líklegt er að svona mismunandi kjör hafi í gegnum árin haft einhver áhrif á verðlagningu eigna. Benda má einnig á að samkvæmt lögum um húsbréfaviðskipti er skuldara fast- eignaveðbréfs heimilt að endur- greiða skuldina að fullu t.a.m. við íbúðaskipti. Til að jafna fjár- streymið vegna slíkra endur- greiðslna er húsbréfadeildinni heimilt að innleysa útgefin húsbréf eftir útdrætti. Ef ekkert verður að gert varð- andi þau fasteignabréf sem bera núna 6% vexti sem líklegt er að þá er ljóst að ávinningur þeirra skuldara sem bera 6% vexti felst fyrst og fremst í vaxtabótakerfinu sem er eigna- og tekjutengt. At- huga þarf að hve miklu leyti og hve lengi mismunurinn á 5 og 6% vöxtum er að fullu bættur í gegn- um vaxtabótakerfið miðað við hóf- lega íbúðareign og meðaltekjur. Það er ljóst, að þar sem 6% af tekjum viðkomandi koma til frá- dráttar áður en vaxtabótakerfið fer að virka, skila hærri vextir á fasteignaveðbréfum sér vel í gegn- um endurgreiðslu á vaxtabóta- kerfinu, einkum hjá fólki með lág- ar og meðaltekjur. Onnur lánakjör Húsnæðisstofnunar Hér hefur verið farið í gegnum þau úrlausnarefni sem eru nú nærtækust og snúa að húsnæðis- málum í tengslum við þessar að- gerðir ríkisstjórnarinnar til þess að stuðla að vaxtalækkun. Spurn- ingunni um hvort aðrir vextir í húsnæðiskerfinu eins og vextir hjá Byggingarsjóði ríkisins eða í fé- lagslega íbúðakerfinu lækki í kjöl- far þessara aðgerða er ótímabært að svara. Skoða þarf nánar hvaða viðbrögð lánamarkaðurinn gefur við þessum aðgerðum ríkisstjórn- arinnar og í kjölfar þeirrar niður- stöðu að meta mismun inn- og útlána bæði hjá Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verka- manna með tilliti til jafnvægis í stöðu þessara sjóða og þá að sjá hvort rétt sé að breyta þeim vöxt- um. Lokaorð í þessum aðgerðum ríkisstjórn- arinnar til að ná fram vaxtalækk- un er mikilvægt að allir aðilar, ekki síst lífeyrissjóðir og lána- stofnanir leggi sitt af mörkum til að þær takist. í húfi er atvinnuör- yggi launafólks, uppbygging at- vinnulífsins og lífskjör heimilanna í landinu. Mikilvægt er einnig, ekki síst hjá atvinnulífinu og heimilunum í landinu, að þetta tækifæri verði nýtt af skynsemi og fyrirhyggju. HSfumhir er félaersmálnráðherríi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.