Morgunblaðið - 03.11.1993, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.11.1993, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBBR 1993 PRÓFKJÖR Blekkingarleikur í nafni lýðræðis eftir Svein Ólafsson Enn virðast menn ekki hafa fengið nóg af þeim pólitíska skrípa- leik sem kallast prófkjör. Þetta er nafn á einhveiju meingallaðasta blekkingakerfi og svindlbraski í nafni lýðræðis sem hugsast getur. Þetta vandræðakerfi hefir að dómi flestra óvilhallra manna orsakað ómældan pólitískan skaða víða, bæði hér og erlendis, síðan óprúttn- ir pólitískir spekúlantar og frama- gosar fundu það upp til að gera uppstillingamefndir flokkanna óvirkar, svo þeir sem vildu gætu sjálfir potað sér áfram og komist inn til að ota sínum pólitíska tota, án þess að vilja í raun nokkuð fyr- ir almenning gera, bara fá völd til að skara eld að sinni köku. Uppstillingarnefndir, já hvað er nú það? Hvað gera þær? Þær eru tæki flokkanna til að reyna að fá almennilegt fólk til starfa í pólitík. Þær eru öryggis- ventill flokkanna til að geta valið dugandi, fært, reynt, samvinnu- hæft, og viðsýnt hugsjónafólk til að vinna á opinberum vettvangi (í pólitík) fyrir flokkinn. Þær eiga, ef rétt er unnið, að tryggja að fólk- ið, sem kjósendum er boðið upp á, sé fært um, hver fyrir sig, og sam- eiginlega, að vinna að þeim málum og sjá þeim farborða, sem flokkur- inn berst fyrir sem sinni hugsjón og velferðarmálum fólksins. Má segja að einkanlega á meðan fram- boðslistakerfið, eins meingallað og það í raun er, er við lýði, eiga þær að vera lífakkeri flokkanna til að tryggja hugsjónum hvers þeirra viðgang, og þær geti í raun aldrei orðið annað en slíkt lífakkeri, hvaða kerfi sem notað er. Hvað gera þá prófkjörin, sem uppstillinganefndimar gera ekki? Jú, þau kalla eftir öllum, sem kunna að.vilja fara í framboð. Þar hópast inn allir, óhæfir sem hæfir, reyndir sem óreyndir, þekktir og óþekktir, eiginhagsmunamenn og hugsjóna- menn, sem Iangar til að komast í framboð, með óskilgreind markmið í huga og sem í feluleik prófkjör- anna (bara nöfn á lista) þurfa nán- ast varla að koma fram. Þar er oftast aðeins horft á kunningsskap og slagorð, varla eða ekki á hæfi- leika og raunverulegan vilja og getu til að láta gott af sér leiða á víðtæku sviði stjórnmálanna. Slíkt hverfur í moldviðri og þoku áróð- urs og yfirborðsháttar. Svo verður til prófkjörslisti. Og svo er kosið. En hvemig verður útkoman? Athugunin og rannsóknin á því sem hentar flokknum og hugsjón- um hans verður algjörlega utan- gátta. Hlutverk uppstillingamefnd- ar, sem er m.a. þetta, verður ekk- ert Gæzlunni á hagsmunum og hugsjónum flokksins og um leið almennings, er algjörlega kastað fyrir róða. Þeir sem hafa hæzt, eiga flesta kunningja til að hringja út um allt og róa í fólki, sem í lang flestum tilvikum þekkir nánast engan á þessum merkilega próf- kjörslista með allskyns óþekktu fólki á, þeir eiga mesta möguleik- ana á að fá mörg eða flest at- kvæði. Svo er útkomunni útvarpað í fjölmiðlum út um allt og þeir sem verða efstir í atkvæðatölum (ábendingum sem þetta eingöngu er) ryðja hinum út, sem minna fá. Sætið á prófkjörslistanum eftir at- kvæðatölunni í prófkjörinu er síðan með þessu hátterni gert óhaggan- legt eða því sem næst. Annars verð- ur allt vitlaust. Og áhættuna við að breyta einhveiju um uppröðun sæta þorir enginn að taka, enda þá á lofti hótanir um hefndarráð- stafanir, sem skapa þá ógn sem enginn vill bjóða heim. Skynsemin kemst ekki að hér ræður óttinn og lögmál frumskógarins. Þannig leikur hefir verið leikinn á undanförnum áratugum, með þeim afleiðingum að einmitt margt hæfasta og reyndasta fólkið sem vill vinna af heilum hug fyrir vel- ferð samfélagsins og kann það og hefir þorað að standa á sannfær- ingunni og þannig oft jafnvel skap- að sér óvild þeirra sem ekki skildu grundvallaratriði, því hefir hrein- lega verið sparkað eða hent út. Og afleiðingarnar, hveija eru þær? Kjörnefndirnar sem eiga að gæta ijöreggsins eru nánast gerðar óvirkar, þær eru í raun aljörlega ómark, jafnvel óþarfar, og fá ekki við neitt ráðið fyrir þeim tillitslausu yfirgangsseggjum, sem vilja nota aflsmuni með aðstöðu er þeir kunna að hafa í allskyns félögum og klík- um til að hossa sér upp í pólitískar valdastöður. Reynast svo oft meira og minna ónothæfir til að gegna því vandasama hlutverki stjórnmál- anna að vinna af viti að velferð fólksins. Þrátt fyrir þetta eru prófkjör hinsvegear alls ekki fullkomlega vond og ónothæf. Þau má nota á annan og gagnlegan hátt, ef menn vildu fara leið skynseminnar. Upp- stillingarnefndir þurfa að fá upp- lýsingar um fólk sem kæmi til greina til að vinna fyrir almanna- heill (í pólitík). Ef prófkjörin yrðu rekin sem aðferð til öflunar upplýs- inga fyrir uppstillingarnefndirnar, og útkoman á atkvæðatölum ekki gefin út og blásin upp, heldur að- eins látin uppstillingamefndunum í té sem ábending, þá myndi þessi vandræðamynd gjörbreytast. Vandamálið, sem nú er uppi, myndi hverfa og góðir kostir fást í stað- Sveinn Ólafsson „Er ekki kominn tími til að afleggja ruglið og blekkingarnar, sem tröllriðið hafa samfé- laginu undir skrípa- nöfnum eins og próf- kjör, falla frá þessum firrum og lofa skyn- semi, reynslu og raun- verulegu lýðræði að verka með réttum hætti?“ inn, ábendingar á efnileg og hugs- anlega góð ný efni í stjórnmála- menn myndu skila sér til uppstill- ingarnefndanna, sem einmitt eiga og þurfa að leita að nýjum efnileg- um kröftum fyrir flokkinn og fyrir fólkið í landinu sem á allt undir vitrum stjórnendum, þarf kunn- áttumenn en ekki framagosa. Þá gætu kjömefndirnar notað upplýsingamar sem ábendingar til að velja bæði nýtt efnilegt fólk og jafnframt haldið í hæft eldra reynd- ara fólk til framboðsins, eftir að búið væri að kanna alla þá hæfi- leika og aðstæður sem taka verður mið af, svo vit sé í að bjóða hvern einstakan fram í nafni flokksins. Þá væri hagsmunum flokksins og jafnframt fólksins, hins almenna kjósenda, sem á a njóta starfs- krafta þerira sem valdir eru ef þeir hljóta kjör, séð farborða á bezta máta að yfirsýn trúnaðar- manna flokksins, en „happa og glappa" kerfíð hverfa. Þá myndu ókostir og skrípamynd hinna opnu og uppblásnum prófkjöra undan- farinna ára hverfa. Og öryggi flokksstefnunnar í öllum flokkum væri tryggt. Slíkt væri allt annað en það blekkingarkerfi sem flestir hafa ánetjast af hreinum misskiln- ingu í nafni lýðræðis og sem er ekki annað en svikamylla og blekk- ingavefur. í raun og veru svindl-- brask í nafni lýðræðis, andstæða alls sem vit er í og getur fallið undir raunverulegt lýðræði. Því ef grannt er skoðað em þessi svo- nefndu prófkjör ekkert annað en fjarstýrð skoðanamyndun, rang- hverfan á öllu sem getur kallast lýðræði. Fólkið er hreinlega blekkt með upphrópunum eða jafnvel hvíslingum, og röngum nafngiftum á aðferðunum sem notaðar hafa verið í blindni um áratugi til að undirbúa framboð hinna pólitísku flokka. Er ekki kominn tími til að af- leggja ruglið og blekkingarnar, sem tröllriðið hafa samfélaginu undir skrípanöfnum eins og prófkjör, falla frá þessum firrum og lofa skynsemi, reynslu og raunverulegu lýðræði að verka með réttum hætti? Lýðræði er fólgið í að mega kjósa eitthvað sem búið er finna og þaul- prófa og sem má treysta að eitt- hvað vit sé í, ekki að mega slengja fram ábendingu á eitthvað sem er ekki vitað hvort er þess vert og vit í að kjósa það. Höfundur er fyrrverandi formaður uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ til bæjarstjórnarkosninga á annan áratug. Um málefni aldr- aðra í Kópavogi eftir Guðna Stefánsson í 5. tölublaði „Kópavogs", mál- gangi Alþýðubandalagsins í Kópa- vogi, eru tvær greinar undir fyrir- sögnunum „Sprautuskattur á aldr- aða“ eftir Valþór Hlöðverðsson og „Aldraðir skulu borga“ eftir Elsu Þorkelsdóttur. Það er sammerkt með báðum þessum greinum, að þær eru fullar af rangfærslum og reyndar beinum ósannindum. Það hefur reyndar löngum verið aðalsmerki þessa blaðs, að fara fijálslega með sann- leikann, svo ekki sé meira sagt. Einkum hefur mér fundist bera meira á þessum ósið eftir að Valþór Hlöðversson tók við ritstjórn blaðs- ins, en hann virðist jafnan telja til- ganginn helga meðalið. Vegna þessara greinaskrifa vil ég gjaman skýra. frá nokkru af því, sem núverandi meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert í málefnum aldraðra hér í bæ á starfstíð sinni. Almennt sagt bel ég að allvel sé staðið að málefnum aldraðra hér í Kópavogi. Skal ég þá ekki á neinn hátt gera lítið úr því sem fyrri meirihluti gerði í þessum málum því margt var vel gert. En alltaf má betur gera og að því hefur ver- ið unnið. Gjábakki Síðastliðið vor var tekið í notkun húsnæði undir félagsstarf aldraðra, um það bil 660 fm að stærð. Þessi félagsaðstaða hlaut nafnið Gjá- bakki. Innréttingar allar eru vand- aðar og húsið allt hið ágætasta að allri gerð. Þarna fer fram öflugt og gott félagsstarf af ýmsu tagi og þátttaka er mikil. Höfuðáhersla er lögð á frumkvæði áldraðra sjálfra í eigin málefnum, þannig að öll starfsemi verði sem líflegust og gefi sem mest. Sambýli aldraðra í alllangan tíma hefur félags- málastjóri unnið að því að fá sam- þykki heilbrigðisráðuneytisins til þess að fá að stofna hér annað sam- býli fyrir aldraða með svipuðu sniði og sambýlið að Skjólbraut la. Það er fagnaðarefni, að geta skýrt frá því hér, að einmitt nú í fyrstu viku október barst bréf frá heilbrigðisráðherra, þar sem hann heimilar stofnun sambýlis fyrir 14 aldraða. Þetta er góður sigur í brýnu máli. Ég tel að þetta form á umönnun aldraðra, sem ekki geta lengur búið óstuddir, sé mjög gott og eins ná- lægt venjulegu heimilishaldi og komist verði. Reynslan, sem fyrir liggur, virðist styðja þessa skoðun. Starfsemi á nýja heimilinu ætti að geta hafíst seinni hluta komandi vetrar. Þessari niðurstöðu hljótum við Kópavogsbúar að fagna heils- hugar, því þörfin er brýn. Heimaþjónusta í Kópavogi er rekin öflug heima- þjónusta. Hefur hún í gegn um tíð- ina getið sér hið besta orð og þótt til fyrirmyndar. Greiðslu fyrir þessa þjónustu er stillt í hóf. Er greiðslu- geta hvers og eins metin og gjaldið ákveðið á grundvelli matsins í hveiju tilfelli. Sem betur fer eru margir, sem bæði geta og vilja greiða fyrir þessa þjónustu. í dag er 239 heimilum í bænum okkar veitt þessi þjónusta. Það er að sjálfsögðu gert án tillits til þess hvort fólk geti greitt fyrir þjónustuna eða ekki. Fullt tillit er tekið til þess, ef viðkomandi á í sérstökum fjárhagserfiðleikum. Til þess að bæta enn frekar þessa þjónustu, er ráðgert að bæta við sérstakri verkstjórastöðu, þannig að nýting og skilvirkni hinna 54.000 klukkutíma, sem standa til boða á ári, verði sem best nýttir. Sprautuskatturinn í grein Elsu Þorkelsdóttur koma fram fullyrðingar, sem eru helber ósannindi og lögfræðingnum lítt til sóma. í greininni fullyrðir Elsa, að fram komi í greinargerð félags- málastjóra til félagsmálaráðs, sem lögð var fram á síðasta fundi þess, að læknum sé ekki treystandi til að ákveða hveijir þurfi inflúensu- sprautu og hveijir ekki, því læknar græði á öllu saman. Ennfremur kemur fram í grein Valþórs Hlöðverssonar, að í sömu greinargerð félagsmálastjóra sé sagt, að hagur læknanna sé einfald- lega sá, að sem flestir séu sprautað- ir og þeim því ekki treystandi. Full- yrðir Valþór Hlöðversson í fram- haldi af þessu, að um alvarlegan Guðni Stefánsson „í Kópavogi er rekin öflug heimaþjónusta. Hefur hún í gegn um tíðina getið sér hið besta orð og þótt til fyrirmyndar. Greiðslu fyrir þessa þjónustu er stillt í hóf. Er greiðslu- geta hvers og eins met- in og gjaldið ákveðið á grundvelli matsins í hveiju tilfelli.“ atvinnuróg sé að ræða í umræddri greinargerð félagsmálastjóra. Þá fullyrðir Elsa Þorkelsdóttir, að engin greinargerð hafi verið lögð fram af landlækni eins og beðið hafi verið um. Allt þetta er alrangt. Landlæknir sendi félagsmálastjóra greinargerð, dagsetta 29. september 1993. Fé- lagsmálastjóri lagði hana fram á fundinum. ;<‘T Félagsmálastjóri gerði á grund- velli þessarar greinargerðar land- læknis tillögu til félagsmálaráðs um að bærinn greiddi 300 krónur af kostnaði fyrir hveija inflúensu- sprautu en allan kostnað af lungna- bólgusprautum. Landlæknir lagði til í sinni grein- , argerð, og rökstuddi með áliti Heimsheilsustofnunarinnar í Genf, að aldraðir fengju lungnabólgu- sprautur á 5-10 ára fresti. Segir landlæknir orðrétt í grein- argerðinni: „... gefur sú bólusetning mest í aðra hönd, aðallega vegna sparnaðar í sjúkrahúslegu. Inflú- ensubólusetning gerir einnig gagn en meiri óvissa ríkir um árangur af þeirri bólusetningu". Tillaga félagsmálastjóra var meðal annars byggð á þessu mati landlæknis. Hún var hins vegar ekki afgreidd á fundinum. Allir aldraðir í Kópavogi, sem þess hafa óskað, hafa því verið sprautaðir gegn inflúensu á Heilsu- gæslustöð Kópavogs, þeim að kostnaðarlausu. Rétt er að taka fram, að Elsa Þorkelsdóttir var ekki á þeim fundi félagsmálaráðs, sem fjallaði um þetta mál og heldur ekki varamaður hennar. Hún hefur ekki einu sinni haft fyrir því að kynna sér fundar- gerð fundarins, sem hún sat ekki. Það hindrar Elsu Þorkelsdóttur hins vegar ekki í því að skrifa í blaðið sitt um ákvarðanir, sem aldr- ei voru teknar. Allt þetta segir sína sögu um vinnubrögð þessa fulltrúa Alþýðubandalagsins í félagsmála- ráði. Allt raus þessara greinarhöf- unda, þeirra Valþórs og Elsu, um sprautuskattinn er því helber ósannindi. Hann hefur ekki verið innheimtur af einum einasta manni. Sem sagt, lygi frá grunni og ber höfundunum ekki fagurt vitni eins og svo margt annað, sem frá þeim kemur í blaðinu „Kópavogi". Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.