Morgunblaðið - 03.11.1993, Side 19

Morgunblaðið - 03.11.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NOVEMBER 1993 19 Prófsteinn á fram- sýni þjóðarinnar eftirJón Þorsteinsson Á undangengnum árum hefir alda sameiningar gengið yfir land- ið. Fyrirtæki hafa sameinast, lífeyr- issjóðir, verkalýðsfélög og stofnanir af ýmsum gerðum. Þessari þróun er ekki lokið. Menn hafa fyrir löngu komið auga á það að einingarnar voru of smáar og vanmáttugar, en sameining leiðir til hagkvæmni og betri rekstrar og veitir aukinn styrk til að gæta hagsmuna þeirra, sem hlut eiga að máli. Nú er röðin kom- in að sveitarfélðgunum. Laugardaginn 20. nóvember nk. fara fram víðtækar kosningar um sameiningu sveitarfélaga, sem líkja má við þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta eru mikilvægar kosningar því verði hin nýja skipan samþykkt getur hún dugað þjóðinni um langa framtíð. Sem betur fer eru þessar kosningar ekki flokkspólitískar þar sem innan allra flokka eru skiptar skoðanir um sameiningaráformin. Sameiningu sveitarfélaga fylgja almennt sömu kostir og annarri sameiningu. Hér kemur þó fleira til. Undirrótin að sameiningu sveit- arfélaga er sú stefna að færa völd og verkefni frá landsstjórninni til sveitarstjórnanna einkum með það í huga að styrkja landsbyggðina. En þetta verður ekki framkvæman- legt nema að undangenginni fækk- un og stækkun sveitarfélaga víða um land. Grundvallarspurningin í kosningunum 20. nóvember nk. er því sú, hvort menn aðhyllast þessa stefnu eða ekki. Aukaspurningar svo sem um breytingar á hitakostn- aði, nýjar vegalagnir og röskun á fjallskilum skipta miklu minna máli. Hagkvæmni af sameiningunni mun örugglega skila sér til fólksins i ýmsum myndum á næstu árum. Raunar er víðtæk sameining sveit- arfélaga besta kjarabótin, sem þjóð- in á völ á um þessar mundir. Sam- runi sveitarfélaga skapar að sjálf- sögðu ýmis úrlausnarefni heimafyr- ir. Marga málefnaflokka þarf að samræma og endurskipuleggja, en hin nýju sveitarfélög, ef til þeirra verður stofnað, hafa alla burði til að leysa þessi mál á farsælan hátt. Margir velta því fyrir sér hvort fyrirheit ríkisvaldsins um nýja tekjustofna sveitarfélaga, aukin verkefni og eflingu Jöfnunarsjóðs muni örugglega standast þegar til kastanna kemur. Ég held að þetta séu óþarfar áhyggjur. Ríkisstjórn sem svíkur sveitarfélögin missir traust og verður ekki langlíf. Raun- ar þarf ekki annað til að tryggja hagsmuni sveitarfélaganna en að þegnar þeirra taki sig saman og kjósi ekki aðra menn á þing en þá, sem vilja gera hlut sveitarfélaganna góðan. Við getum bjargað okkur sjálfir, við þurfum ekki á sameiningu að halda, segja menn í Grindavík og víðar. Þessi einangrunarsjónarmið koma helst fram í sæmilega öflug- um sveitarfélögum. En gætu Grind- víkingar ekki tekið þátt í samein- ingu til þess að skerast ekki úr leik eða bara til þess að bjarga öðrum? Það eru sárafá sveitarfélög til í „Undirrótin að samein- ingu sveitarfélaga er sú stefna að færa völd og verkefni frá lands- stjórninni til sveitar- stjórnanna einkum með það í huga að styrkja landsby ggðina. “ landinu, sem geta treyst á eigin styrk í framtíðinni. Sú stækkun sveitarfélaga, sem lögð er til, hefði í för með sér fækk- un sveitarstjórnarmanna úr sem næst 1.100 í 500. Þetta telja marg- ir mikinn ávinning. Sveitarstjórnar- maður einn úr Rangárvallasýslu, sem talaði í útvarpið fýrir nokkru, var andvígur sameiningu. Hann færði meðal annars fram þau rök að það væri þroskandi fyrir menn að sitja í sveitarstjórnum og því væri óráð að fækka sveitarstjórn- um. Það er áreiðanlega nokkuð til í þessu. Stjórnsýsluskipan landsins getur þó tæpast tekið mið af þroskamöguleikum nokkur hundruð manna. Hins er ekki síður að gæta að nýskipan sveitarstjórnarmála færir heim í héruðin ný viðfangs- efni, sem auka ábyrgð og þroska allra þeirra, sem við þau fást. Svo má heldur ekki gleyma því að sam- einingin er gerð fyrir almenning en ekki sveitarstjórnarmennina. Sumir, sem hlynntir eru stækkun Jón Þorsteinsson sveitarfélaga, vilja sameina með öðrum hætti en umdæmanefndirnar leggja til. Sveitarfélög má auðvitað sameina með margvíslegum hætti. í því efni er ómögulegt að gera svo öllum líki. Ég fæ ekki betur séð en umdæmanefndirnar hafi unnið sitt starf af mikilli vandvirkni og haft góða yfirsýn, þótt alltaf megi deila um einstakar tillögur. Sjálfum finnst mér t.d. að Austur-Húna- vatnssýsla ætti að vera eitt sveitar- félag en ekki tvö. Einnig tel ég vafasamt að auka Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós við Reykjavík, þótt á hinn bóginn sé sjálfsagt að sam- eina Seltjarnarnes og Reykjavík, sem eru samgróin sveitarfélög. Mestan stórhug sýnir umdæmis- nefndin á Norðurlandi eystra með því að leggja til að allt Eyjafjarðar- svæðið renni saman í eina heild. Þar kemur upp, ef samþykkt verð- ur, fjölmennasta sveitarfélag lands- ins utan Reykjavíkur, með mestri útgerð og mestri landbúnaðarfram- leiðslu allra sveitarfélaga í landinu. Sameining sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu á villigötum! eftir Krislján Sveinbjörnsson Undanfarið hafa verið kynntar tillögur um sameiningu sveitarfé- laga. Kostirnir við sameiningu hafa verið þeir helstir að gera sveitarfé- lögunum kleift með stærð sinni að taka við auknum verkefnum sem áður hafa verið í höndum ríkis- valdsins. Þá á hagræðing í rekstri að skila sparnaði. Ljóst er að víða á þetta við og munu íbúar þar ugglaust samþykkja sameiningu þar sem hægt verður að sýna fram á kosti hennar. En á höfuðborgarsvæðinu gegnir öðru máli. Sveitarfélög þar eru flest það stór, að þau geta tekið við auknum verkefnum sjálf eða í sam- starfi við önnur sveitarfélög. Þar yrði hagræðing í rekstri nær engin. Greinilegt er að sameininga- nefndin svokallaða (umdæmis- nefnd) sem lagði fram þessar tillög- ur hefur ekki lagt mikla vinnu í verkefni sitt eða réttara sagt ekki hugsað málið til enda. Megin verk- efnið virðist hafa verið það að setja fram einhveijar tillögur, frekar en það hvort þær væru raunhæfar. Nefndin kom með tvær tillögur. Annars vegar að sameina Reykja- vík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kjalarneshrepp og Kjósarhrepp. Rökin gegn þessari tillögu eru mörg, s.s. sparnaður er nær eng- inn, giskað er á um 55 milljóna sparnað af yfir 10 milljarða króna veltu. Reykjavík verður enn meira bákn en nú er. íbúar uppsveitanna missa stjórn sinna mála frá sér til kerfiskalla í borginni. Breyta þarf mörgum lögum svo og Stjórnarskrá íslands. „Tillögurnar eru illa eða ekki unnar og eng- in sterk rök færð fyrir breytingunum.“ Kosturinn virðist vera sá einn að með sameiningunni stækkar lög- saga Reykjavíkurborgar og borgin eignast meira land. Þetta má kalla landvinninga. Hin tillagan frá sameiningar- nefndinni er að sameina Bessa- staðahreþp og Garðabæ. Ekkert hefur enn komið fram opinberlega sem mælir með þessari sameiningu. íbúar Bessastaðahrepps eru nú yfir 1.100 og fer ört fjölgandi. Hreppur- inn á að geta þjónað sínum íbúum jafn vel og önnur stærri sveitarfé- lög, ýmist sjálfur eða í samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Ef rök- in eru sparnaður þá gæti sparn- aðurinn á stærsta liðnum sem er yfirstjórn verið um 2-3 milljónir á ári. Ér sameining þess virði? Því miður virðist sem sameiningar- nefndin hafi ekki gert sér grein fyrir tilganginum með sameiningu. Sennilega verða þessar tillögur felldar og þá er verr farið en heima setið. Eina sameiningartillagan við þessar aðstæður hefðu mátt vera: Mosfellsbær, Kjalameshreppur og Kjósarhreppur. Þá væri athugandi að skoða þann möguleika að sam- eina allt höfuðborgarsvæðið í eina heild og er hægt að færa mörg rök fyrir þeirri sameiningu. Hægt væri að gera það þannig að svæðinu yrði skipt upp í einingar sem gætu að hluta til verið eins og sveitarfé- lögin eru í dag. Svæðisstjórnir stýrðu þar ýmsum staðbundnum Krislján Sveinbjörnsson málaflokkum eins og skólamálum, æskulýðsmálum, dagvistarmálum og fleiri málaflokkum, en að öðru leyti yrði stjórn á stærri málaflokk- um, s.s. heilbrigðismálum, veitu- málum og gatnamálum, á einni hendi höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu hafa haft með sér samtök sem heita Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, skammstafað SSH. í upphafi voru bundnar mikl- ar vonir við að þessi samtök yrðu virkt afl í sveitarstjórnarmálum höfuðborgarsvæðisins, en því miður hefur það ekki tekist, kannski vegna þess að fulltrúar höfuðborg- arinnar hafa dregið lappirnar í því samstarfi. Við hljótum að gera kröfur til þeirra manna sem vinna að samein- ingarmálum um að allar tillögur að sameiningu verði vel og ítarlega unnar og sterk rök færð fyrir mál- unum. Svo er ekki nú. Tillögurnar eru illa eða ekki unnar og engin sterk rök færð fyrir breytingunum. Því er óþarfa bruðl að blása til kosninga nú um tillögur sem verða felldar og legg ég til að tillögurnar verði afturkallaðar hið snarasta hér á höfuðborgarsvæðinu og þær unn- ar betur áður en þær eru iagðar í dóm kjósenda. Höfundur er rafvirkjameistarí og íbúi Bessastaðahrepps. wlcanBers Kork- o "Plast EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. Kork-O'PIast er með slitsterka vinylhúð' og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem flugstöðvum og sjúkrahúsum. JKork-O'PIast er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því.. Þ. ÞORGRÍ MSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640 Stofnun þess yrði verðugt andsvar gegn þéttbýlisvaldinu við Faxaflóa. Eitt er það, sem farið hefir úr- skeiðis við undirbúning sameining- aráformanna, en það er sú ákvörðun Alþingis að krefjast meirihlutafylg- is við sameiningu í hverju einasta sveitarfélagi á viðkomandi svæði. Þannig getur einn hreppur hindrað sameiningu tíu sveitarfélaga. Sann- gjarnari regla var að til sameining- ar þyrfti samþykki kjósenda i meiri- hluta sveitarfélaganna og jafnframt heildarmeirihluta þegar öll atkvæði á svæðinu væru talin saman. Niðurstaða Alþingis mun hafa grundvallast á því að ná samkomu- lagi um málið. Stundum er það misráðið, sem samið er um á Al- þingi, og svo var í þessu tilviki. Um þetta þýðir þó ekki að fást héðan af. Én sameiningarmenn verða að gera sér grein fyrir því að fyrirfram standa þeir höllum fæti í kosningunum. Að lyktum hvet ég alla til þess að taka þátt í kosningunum 20. nóvember nk., hvaða skoðun sem þeir hafa á málinu, því að það er öllum fyrir bestu að vilji kjósenda komi sem gleggst fram. Að minni hyggju verða þessar kosningar öðrú fremur prófsteinn á framsýni þjóð- arinnar. Höfundur erfyrrv. alþingismaður og hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. BV Hand lyfti- vagnar BÍLDSHÖFÐA 16 SÍML6724 44 Tl Vestfrost Frystikistur Staðgr.verð HF201 72 x 65 x 85 36.921,- HF271 92 x 65 x 85 41.013,- HF 396 126 x 65 x 85 47.616,- HF506 156 x 65 x 85 55.707,- SB 300 126x65x85 52.173,- Frystiskápar FS205 125 cm 55.335,- FS275 155 cm 62.124,- FS345 185 cm 73.656,- Kæliskápar KS 250 125 cm 49.104,- KS315 155 cm 52.638,- KS 385 185 cm 63.333,- Kæli- og frystiskápar KF 285 155 cm 70.215,- kælir 199 ltr frystir 80 ltr 2 pressur KF350 185 cm 84.816,- kælir 200 Itr frystir 156 ltr 2 pressur KF355 185 cm 82.956,- kælir 271 ltr frystir 100 Itr 2 pressur OS&Œl l Faxafeni 12. Sími 38 000 <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.