Morgunblaðið - 03.11.1993, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
27
f®nr0iuiiMfÉ>tí
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Sameining Renault
og Volvo
IGagnrýni á sameiningu sænska
bifreiðafyrirtækisins Volvo
við franska bifreiðafyrirtækið
Renault hefur farið vaxandi í Sví-
í þjóð undanfarna daga, ekki síst
eftir að stjórnendur Volvo kynntu
í síðustu viku hvernig eignarhaldi
hins nýja fyrirtækis, Renault-
■ Volvo RVA, yrði háttað. Liggur
nú fyrir að franska stjórnin, eig-
j andi Renault, mun fara með úr-
slitavöld í fyrirtækinu.
Þó að Volvo eigi að nafninu til
35% og Renault 65% í hinu nýja
fyrirtæki er málið ekki svo ein-
falt. í raun á Volvo einungis hrein-
an 18% hlut í Renault-Volvo RVA.
Renault á 47% en nýtt eignar-
haldsfyrirtæki, RVC, á 35%. Ren-
ault á 51% í RVC en Volvo 49%.
Franska ríkið ræður því í raun
yfír 82% hlutabréfanna og hefur
gert það að skilyrði fyrir einka-
væðingu Renault að völdin verði
áfram í frönskum höndum.
Þegar tilkynnt var um samein-
ingu fyrirtækjanna í byijun sept-
ember voru viðbrögðin að mestu
leyti mjög jákvæð, ekki síst í Sví-
þjóð, enda höfðu fyrirtækin átt
náið og gott samstarf síðan 1990.
Voru flestir sérfræðingar þeirrar
skoðunar að ef ekki hefði orðið
af sameiningunni væri framtíð
Volvo mjög óviss, ekki síst fram-
| tíð fólksbíladeildar fyrirtækisins.
Hið nýja fyrirtæki ætti hins vegar
að standa traustum fótum. Það
yrði sjötta stærsta bifreiðafyrir-
tæki veraldar og tuttugasta
stærsta fyrirtæki veraldar.
Þróunin í bílaiðnaðinum hefur
verið í átt til sameiningar fyrir-
tækja í stærri samsteypur.
Volkswagen hefur keypt tékk-
neska fyrirtækið Skoda og
spænska fyrirtækið Seat, General
Motors keypti Saab, Fiat keypti
Alfa Romeo og Ford Jaguar.
Ástæðan er ekki síst sá gífurlegi
kostnaður, sem er samfara nútíma
bifreiðaframleiðslu og aukin sam-
keppni. Hefur því jafnvel verið
spáð að um aldamótin muni örfáar
samsteypur verða allsráðandi á
bifreiðamarkaðinum.
Gagnrýnin í Svíþjóð beinist enda
ekki að því að nauðsynlegt sé fyr-
ir fyrirtækið að taka upp náið sam-
starf við einhvern annan bifreiða-
framleiðanda. Það er tiltölulega
óumdeilanleg staðreynd þó að
einnig séu færð rök fyrir því að
núverandi samstarf við Renault
nægi og samruni fyrirtækjanna sé
því ónauðsynlegur.
Hluti gagnrýninnar hefur verið
á þjóðernislegum nótum og það
verið gagnrýnt að stærsta fyrir-
tæki landsins sé sett undir yfirráð
erlendra aðila. Fjárfestingar út-
lendinga hafa aukist verulega í
Svíþjóð það sem af er þessu ári
vegna nýrra reglna um kaup út-
lendinga á sænskum hiutabréfum
og þeirri miklu lækkun, sem orðið
hefur á gengi sænsku krónunnar,
frá því að hún var látin fljóta í
nóvember í fyrra. Eiga nú útlensk-
ir fjárfestar stóran hlut í flestum
stórfyrirtækjum Svíþjóðar s.s.
Ericsson (44%), lyfjafyrirtækinu
Astra (38%), Electrolux (26%) og
kúluleguframleiðandanum SKF
(34%). Þessi gagnrýni er tiltölu-
lega léttvæg þar sem öll þessi fyr-
irtæki eru, rétt eins og Volvo, í
raun orðin að alþjóðlegum fyrir-
tækjum. Að beijast gegn erlendri
fjárfestingu í þeim jafngilti í raun
að beijast gegn alþjóðavæðingu
viðskiptalífsins og þar með hags-
munum þessara stórfyrirtækja.
Mun athyglisverðari er sú efnis-
lega gagnrýni, sem komið hefur
fram á sameininguna við Renault.
Bent hefur verið á að fyrirtækin
séu í raun ekki að sameinast held-
ur sé Renault að yfírtaka Volvo.
Þar með væri stærsta fyrirtæki
Norðurlanda ekki bara orðið að
frönsku fyrirtæki, heldur að
frönsku ríkisfyrirtæki. Stærsta
þjóðnýting í sögu Svíþjóðar væri
þar með orðin að veruleika.
Það eru fyrst og fremst „Aktie-
spararna", samtök lítilla hluthafa
í Svíþjóð, sem hafa leitt baráttu
þeirra, sem vilja að sameiningin
verði felld á hluthafafundi í Volvo
9. nóvember. Telja samtökin óljóst
hvernig að sameiningunni hafi
verið staðið, m.a. vegna þess að
erfitt sé að meta raunverulegt
verðmæti Renault, þar sem fyrir-
tækið er ekki skráð á hlutabréfa-
markaði. Þá hafa þau einnig gagn-
rýnt að óljóst sé hvenær Renault
verði einkavætt. Aktiespararna
hafa áður valdið usla á hluthafa-
fundum hjá Volvo, en árið 1989
áttu samtökin frumkvæði að því
að stöðva samning Volvo við Norð-
menn um að skiptast á bílum og
olíu. Aktiespararna hafa þó ekki
sett sig upp á móti sameiningu
Volvo við annað fyrirtæki.
Fyrir nokkrum dögum ákvað
svo stjórn stórs opinbers hlutafjár-
sjóðs samhljóða að setja sig einnig
upp á móti sameiningunni, þar sem
óvissa ríki um einkavæðingu Ren-
ault, en meðal þeirra sem sæti
eiga í stjórninni er Gunnar L. Jo-
hansson, fyrrum aðalforstjóri
Volvo. Valdamiklir efnahagssér-
fræðingar, stjómmálamenn og
fjölmiðlar í Svíþjóð hafa einnig
lýst því yfir í vikunni að rétt sé
að fella samkomulagið á hluthafa-
fundinum. Talsmenn Volvo segja
á móti að félagið hafi náð góðum
samningum við Renault og muni
ekki ná betra samkomulagi, ef
samið verði upp á nýtt. Segja þeir
að með samrunanum við Renault
muni Volvo spara um 40 milljarða
sænskra króna á næstu sjö árum.
Það er líka ljóst að samruni fyrir-
tækjanna er það langt á veg kom-
inn, að það yrði mikið áfall, ekki
síst fyrir Volvo, ef hann yrði blás-
inn af. Það virðist hins vegar vera
áhætta sem margir sænskir ráða-
menn og hluthafar í Volvo virðast
reiðubúnir að taka, fremur en að
eiga á hættu að verksmiðjur fyrir-
tækisins í Svíþjóð verði að útibúi
fransks ríkisfyrirtækis.
Verð á saltfiski hef-
ur hækkað um 10%
Skortur á fiski til að selja, segir framkvæmdastjóri SIF
VERÐ á salfiski hefur farið hækkandi á öllum útflutningsmörkuðum
á undanförnum vikum eða um rúmlega 10% að jafnaði eftir miklar
verðlækkanir í vor og sumar, að sögn Magnúsar Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Sölumiðstöðvar íslenskra fiskframleiðenda hf. Verð-
hækkanirnar eru þó mismunandi eftir stærðum og gæðaflokkum. „En
þótt hér sé um verulega hækkun að ræða, þá er nánast ekkert til af
fiski. Það er afskaplega lítil þorskveiði og lítið hefur verið saltað í
haust þannig að þjóðarbúið nýtur þess því miður ekki sem skyldi. Við
gætum selt verulegt magn núna ef við hefðum fisk,“ segir Magnús.
Ástæður verðhækkananna að
undanförnu stafa m.a. af því að
framboð hefur minnkað frá Rússum
og Norðmönnum eftir að kvótar
drógust saman í Barentshafi. Einnig
hefur verið skortur á stórfiski sem
einkum er sóst eftir á mörkuðum í
Portúgal og á Spáni um þessar
mundir fyrir jólaneysluna.
Góð eftirspurn fram yfir jól
Magnús sagði að mikið framboð
hefði verið á smáfiski úr Barentshaf-
inu á þessu ári og talsverðar birgðir
hlaðist upp af millistórum fiski og
smáfiski, sérstaklega í Portúgal, en
mikil eftirspurn væri því eftir stór-
fiski. „Vegna almenns skorts á
þorski á ég von á að heildareftispurn-
in fram yfir jól verði mjög góð,“
sagði hann en bætti við að framhald-
ið réðist að verulegu leyti af fram-
boði frá Norðmönnum eftir áramótin.
Miklar verðlækkanir áttu sér stað
í vor eftir að páskasölunni lauk og
hélst verð Iágt fram í byijun septem-
ber. Aðspurður sagði Magnús að
sambærilegar verðhækkanir og nú
hafa átt sér stað hafí ekki komið
fram á sama tíma í fyrra. „Þá varð
mikil verðlækkun um vorið og sum-
arið og tókst ekki að selja birgðirnar
og menn byijuðu haustið með miklar
birgðir. Þess vegna hélst verðið til-
tölulega lágt á fyrri hluta síðasta
vetrar meðan verið var að selja birgð-
irnar. Núna eru því allt aðrar aðstæð-
ur en voru í fyrra,“ sagði Magnús.
Islenskar plöntur gætu orð-
ið verðmæt útfiutningsvara
JURTARÆKT fyrir lyfjaframleiðslu gæti orðið nýr útflutningsatvinnu-
vegur í Norður-Noregi. Jurtir sem vaxa þar eru lausar við mengun en
þýskur lyfjaiðnaður hefur um árabil keypt mikið magn af jurtum frá
Austur-Evrópu þar sem mengun er víðast hvar mikil. Frá þessu er greint
í norska ritinu Norinform. Möguleikar eru taldir á útflutningi sem þess-
um á ýmsum íslenskum plöntum en hingað til hefur útflutningur ein-
skorðast við fjallagrös.
Atvinnumálamiðstöðin í Nordlands
fylki og Þrándheimsháskóli standa nú
fyrir markaðsrannsóknum á möguleik-
um fyrir útflutning plantna sem rækt-
aðar yrðu í Norður-Noregi.
Tilraunaræktun
Þar er til staðar hefðbundin ræktun
á te- og kryddplöntum en mestar
vonir eru bundnar við ræktun jurta
til lyfjagerðar. Tilraunaræktun hófst
í fyrra og gefa þýsk fyrirtæki jurtun-
um góða einkun, því jurtir frá Norður-
Noregi reyndust að mestu lausar við
mengun. Ymsar jurtir sem lyfjaiðnað-
urinn sækist eftir vaxa villtar í Norð-
ur-Noregi. Ekkert er því til fyrirstöðu
að rækta jurtir á þessum norðlægu
Kynningarfulltrúi Hafnarfjarðar í ráðuneyti
Yfírfer kynningar- og upp-
lýsingamál ráðuneytisins
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra hefur ráðið Steen
Johannssen sem verktaka til heilbrigðisráðuneytisins og er honum ætl-
að, að sögn ráðherrans, að fara yfir kynningar- og upplýsingamál ráðu-
neytisins. Steen Johannssen gegndi að sögn Guðmundar Árna sambæri-
legum störfum fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þar til ráðherrann réð
hann til sín fyrir hálfum öðrum mánuði.
„Steen er ætlað að fara yfir kynn-
ingar- og upplýsingamál innan ráðu-
neytis og fara yfir útgáfumál stofn-
ana heilbrigðiskerfisins og leggja
fram tillögur til úrbóta, stokka upp
boðskiptakerfið milli starfsmanna
heilbrigðiskerfisins og ekki síst gagn-
vart almenningi," sagði Guðmundur
Árni í samtali við Morgunblaðið.
Heilbrigðisráðherra var spurður
hvort hann hefði haft heimild sam-
kvæmt fjárlögum til þessarar ráðn-
ingar: „Já, það hef ég. Það eru til
fjármunir fyrir þessari ráðningu.“
Loks var ráðherrann spurður undir
hvaða lið fjárlaganna ráðningin félli:
„Það man ég nú ekki,“ sagði Guð-
mundur Árni Stefánsson heilbrigðis-
ráðherra.
slóðum þó jurtir verði þar minni en
annars staðar og vaxi hægar. Mikill
kostnaður er því samfara að hreinsa
mengaðar jurtir frá Austur-Evrópu
og í mörgum tilfellum er hreinsun
ekki möguleg.
Miklir möguleikar
Sigurbjörn Einarsson jarðvegslíf-
fræðirigur á Líftæknideild Iðntækni-
stofnunar sagði í samtali við Morg-
unblaðið að Islendingar ættu eflaust
mikla ónýtta möguleika á þessu sviði
og hefði ýmislegt verið skoðað á veg-
um stofnunarinnar. Hann sagði að
meginverkefnið til þessa hefði verið
að finna markað fyrir fjallagrös sem
fyrirtækið íslensk fjallagrös hf. flytur
út. Söfnun grasanna væri þar nokk-
urt vandamál því erfitt væri að skapa
markað fyrir vöru sem ótryggt fram-
boð væri á.
Sigurbjörn sagði að nokkrar athug-
anir hefðu farið fram á íslenskum jurt-
um til lyfjaiðnaðar, s.s. á hvönn, en
þær væru á algeru byijunarstigi. Hann
sagði að miklir möguleikar gætu verið
framundan fyrir söfnun og ræktun
jurta fyrir lyfjaiðnað. Lyfjaiðnaður
hefði upphaflega hafist með nýtingu
jurtaseiða en síðar hefði færst í vöxt
að kunn efni úr jurtum væru fram-
leidd efnafræðilega. Ákveðin endur-
skoðun ætti sér nú stað innan læknis-
fræðinnar á þessu og þrýsti almenn-
ingsálitið sífellt meira á um að lyf
væru framleidd úr ómenguðum jurt-
um. Ætti þetta ekki hvað síst við um
heilsuvörur af ýmsu tagi. Víða um
heim væri mengun svo mikil að jurtirn-
ar væru ékki lengur nothæfar og
gæti því skapast mikill markaður fyr-
ir jurtir af ómenguðum landsvæðum.
Morgunblaðið/Sverrir
Lausnir kynntar
Fjölmenni var á fundinum sem haldinn var í Eirbergi. Þar gerði heilbrigðisráðherra grein fyrir
hvernig deilan um leikskóla spítalanna verður leyst.
Framtíð leikskóla og skóladagheimila spítalanna
Ríkið greiðir ekki niður
fyrir ný börn eftir áramót
FULLTRÚAR foreldra barna á leikskólum spítalanna boðuðu
til fundar í fyrrkvöld um framtíð leikskóla og skóladagheimila.
Á fundinn komu foreldrar, starfsfólk, stjórnendur spítalanna
og heilbrigðisráðherra, Guðmundur Árni Stefánsson.
Heilbrigðisráðherra var á fund-
inum krafinn um skýr svör við því
hvernig leikskóladeilan yrði leyst.
Hann sagði að öllum börnum sem
eru á leikskólunum núna yrði gef-
inn kostur á að klára sinn tíma en
í þau pláss sem losna verður vistað
á öðrum forsendum en nú er gert,
þ.e. án styrks frá ríki.
Hlutur foreldra hækkar
Miðað við þær tillögur sem nú
liggja fyrir frá Borgarspítalanum
og Landspítalanum verður hægt
að koma kostnaði við fulla vistun
hvers barns niður í 39.000 krónur
á mánuði. Miðað við að þátttaka
Reykjavíkurborgar verði um 6.000
krónur á mánuði og framlag ríkis-
ins u.þ.b. tvöföld sú upphæð verð-
ur hlutur foreldra um 20.000. Þeir
greiða núna 14.400 krónur á mán-
uði fyrir fulla vistun.
Á fundinum kom fram að ef
frekari hagræðing næst í rekstri
leikskólanna kemur hún foreldrum
til góða og þeirra hlutur minnkar
í vistunarkostnaði.
Frá og með áramótum ganga
börn foreldra sem starfa á spít-
ulunum fyrir um vistun á umrædd-
um leikskólum en án niðurgreiðslu
frá ríki. Á fundinum var fullyrt
að þetta myndi, þegar fram í sæk-
ir, hafa áhrif á nýráðningar inn á
spítalana.
Foreldrar lýstu óánægju sinni
með að þurfa að greiða meira fyr-
ir leikskólapláss og sett voru fram
dæmi á fundinum um hversu mik-
ið laun þeirra þyrftu að hækka til
að geta staðið undir hækkuninni.
Endurráðningar fyrir 10.
nóvember
Björg Bjarnadóttir, varaformað-
ur Fóstrufélags Islands, sagði að
fundurinn hefði verið mjög mál-
efnalegur, fólk hefði ekki verið
með neinn æsing en bæði foreldrar
og starfsfólk leikskólanna hefðu
látið í ljós óánægju sína. Björg
sagði að starfsfólk væri orðið mjög
órólegt og væru sumir farnir að
leita sér annarrar vinnu. Ráðherra
hefur lofað starfsfólki að búið verði
að endurráða það fyrir 10. nóvem-
ber.
Vinnuhópur ráðherra um leik-
skólamál hefur enn ekki lokið
störfum en ráðherra sagði á fund-
inum að niðurstaða hans myndi
liggja fyrir mjög fljótlega. Þá skýr-
ist endanlega hvernig málunum
verður háttað.
Seðlabankastjóri um mikla sölu ríkis-
skuldabréfa síðastliðinn föstudag
Astæðulaust að taka
bréfin fyrr úr sölu
SEÐLABANKASTJÓRI telur að ekki hafi verið ástæða til að bankinn
tæki ríkisskuldabréf fyrr úr sölu til að koma í veg fyrir þau miklu
viðskipti sem urðu með þau bréf í lok síðustu viku. Sl. föstudag seld-
ust ríkisskuldabréf fyrir á annan milljarð áður en aðgerðir ríkissljórn-
arinnar til að stuðla að vaxtalækkun voru kynntar.
„Við viljum auðvitað að sem
minnst röskun sé á þessum viðskipt-
um. Við erum viðskiptavaki þessara
bréfa og við kaupurn þau og seljum.
Við töldum ekki ástæðu til að loka
fyrr en búið var að selja töluvert
mikið magn, raunar svo mikið að
við réðum ekki við að afgreiða öllu
meira þann daginn,“ sagði Birgir
ísleifur.
Hann sagði að Seðlabankinn
hefði keypt mjög mikið af spariskír-
teinum að undanförnu og því hefði
verið ágætt að geta létt af þeim kúf
til að búa bankann undir næstu
töm. „Við höfum gert ráð fyrir því
að þurfa að kaupa mikið af bréfum
aftur til að halda vöxtunum niðri,“
sagði Birgir ísleifur.
Hann sagði að engar grunsemdir
væru um að einhveijir þeirra sem
keyptu ríkisskuldabréf í miklum
mæli síðdegis á fimmtudag og í
föstudagsmorgni hefðu verið ac'
nýta sér trúnaðarupplýsingar un
að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru
í nánd. „Eg var frekar undrandi á
að ekki skyldi seljast meir í vikunni
á undan eftir þá opinberu yfírlýsing-
ar sem þá höfðu verið gefnar um
að vextir myndu lækka,“ sagði Birg-
ir ísleifur. En forsætisráðherra
sagði m.a. í samtali við Morgunblað-
ið laugardaginn 23. október, að
stefnt væri að raunvaxtalækkun í
5%.
Lánskjör ríkissjóðs á erlendum lánamörkuðum
Raunvextir bjóðast
á bilinu 3,5% til 4,5%
RÍKISSJÓÐUR hefur tekið tvö stór erlend lán á þessu ári. Lán til
10 ára upp á 100 milljónir breskra punda var tekið í Bretlandi og
lán til 10 ára upp á 125 milljónir dollara var tekið á Evrópumark-
aði. Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans má reikna með að raun-
vextir þessara lána séu á bilinu 4% til 4,5%, þegar búið er að taka
tillit til verðbólguáhrifa í viðmiðunarlöndunum.
Annað lánið, 100 milljónir
breskra punda, var tekið í Bretlandi
í aprílmánuði í vor, með föstum
vöxtum, 8,75%. Miðað við verðbólgu
í Bretlandi, á bilinu 3,5% til 4,2% á
ári, allt eftir því við hvaða mæli-
kvarða er stuðst, eru raunvextir
Telja jafnræðisreglu mann-
réttindasáttmálans brotna
HÓPUR leigubílstjóra hefur ákveðið að standa að því að kæra til
mannréttindanefndar Evrópu í Strassborg þá niðurstöðu Hæstaréttar
frá því í sumar að ekki hafi verið brotin jafnræðisregla á leigubílstjóra
í Reykjavík sem með Iögum frá 1989 var sviptur atvinnuréttindum við
75 ára aldur. Slík takmörkun atvinnuréttinda tekur hvorki til leigubíl-
sljóra sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins og annarra svæða á land-
inu þar sem sljórnvöld hafa takmarkað fjölda leigubifreiða, né til at-
vinnuréttinda vöru-, rútu- eða sendibílsljóra á höfuðborgarsvæðinu.
þessa láns, sem er til 10 ára, um 4%.
Síðara lánið, 125 milljónir dollara
var tekið á Evrópumarkaði í sumar.
Vextir á því láni eru 6% og tekið
er mið af verðbólgu í Bandaríkjun-
um þegar reiknað er út raunvaxta-
stig lánsins, en hún mun vera í
kringum 3,5%. Raunvextir þessa
láns eru því nokkuð innan við 4%.
Birgir Isleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri sagði í samtali við,
Morgunblaðið í gær, að þetta væru
þau kjör sem talið væri að ríkissjóð-
ur ætti kost á á erlendum lánamark-
aði urn þessar mundir. „Á Banda-
ríkjamarkaði eigum við kost á lán-
um, með raunvaxtastigi sem er á
bilinu 3,5% til 4,5%, og ugglaust
víðar einnig,“ sagði Birgir Isleifur.
Mannréttindaneí'nd Evrópu
vísaði máli Þýsk-íslenska frá
MANNRÉTTINDANEFND Evrópu hefur vísað frá máli forsvarsmanna
Þýsk-íslenska sem töldu sig ekki hafa notið þeirrar réttlátu opinberu
rannsóknar fyrir óháðum óhlutdrægum dómstóli sem 6. grein Mannrétt-
indasáttmálans eigi að tryggja í sakamáli sem höfðað var gegn þeim
vegna skattundandráttar, bókhaldsmisferlis og brota á almennum hegn-
ingarlögum og Hæstiréttur kvað upp dóm í júní 1991. Mennirnir voru
sakfelldir og dæmdir til fangelsisvistar og hárra sektargreiðslna. Þeir
töldu að Hæstiréttur hefði m.a. sakfellt fyrir brot, sem ekki var ákært
fyrir þar sem sakfellt var fyrir skattundandrátt vegna áranna 1981-
1984, þótt aðeins hafi verið ákært vegna rangs skattframtals 1985 vegna
ársins 1984.
I kærunni til mannréttindanefndar-
innar var því haldið fram að engin
lögfull sönnun hafí verið færð fram
um skattundandrátt 1981-1983, held-
ur hafí dómur verið reistur á útreikn-
ingslíkani sem Sakadómur Reykjavík-
ur hafí búið sér til, í stað þess að fram
færi opinber rannsókn á skattskilum
þessara ára.
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl, stað-
festi í samtali við Morgunblaðið í gær
að nú í september hefði Mannréttinda-
nefnd Evrópu vísað málinu frá eins
og þorra þeirra mála sem fyrir hana
eru borin og þar með hafnað því að
bera málið undir Mannréttindadómstól
Evrópu. Málið var að sögn Jóns Stein-
ars ítarlega skoðað hjá nefndinni en
komst þó ekki á það stig að óskað
væri umsagnar af hálfu íslenskra yfir-
valda. Jón Steinar sagði frávísun
nefndarinnar á aðalkæruefninu á því
byggða að í mannréttindamsáttmálan-
um væri ekki að finna ítarleg eða
nákvæm atriði um réttarstöðu sak-
borninga eins og í íslenskri löggjöf.
;WT/- h luðsiíia ðnev r:ni:d I
Jón Steinar sagði að í niðurstöðu
nefndarinnar væri vísað til þessa og
þess að í þeim fordæmum þar sem
sáttmálinn hefði verið talinn brotinn
vegna þess að sakfellt hefði verið út
fyrir efni ákæru hefði það byggst á
því að til sakfellingar hefði komið án
þess að sakborningur hefði átt kost á
að verjast viðkomandi sakargiftum.
Þannig hefði ekki staðið á í málinu
því hin umdeilda sakfelling hefði farið
fram í undirrétti og verið staðfest í
Hæstarétti en mannréttindanefndin
hefði með rökstuðningi vísað því á bug
að það dygði ekki til að teljast brot á
hinni almennu reglu sáttmálans.
Að sogn Jóns Steinars Gunn-
laugssonar hrl, lögmanns leigubíl-
stjórans sem málið varðar, og hóps
starfsfélaga hans sem eins er ástatt
um, hefur verið ákveðið að kæra
lyktir málsins í Hæstarétti til
Strassborgar á þeim forsendum að
jafnræðisregla 14. greinar mann-
réttindasáttmála Evrópu hafi verið
brotin.
Jón Steinar sagði að kærufrestur
vegna málsins rynni út þann 3.
desember næstkomandi og fyrir
þann tíma yrði málið kært til
Strassborgar en þó sagði hann
menn ekki úrkula vonar um að fyr-
ir þann tíma yrði hlutur þessara
manna réttur með því að Alþingi
felldi hið umdeilda ákvæði laganna
frá 1989 úr gildi.
Jón Steinar kvaðst hafa ákveðn-
ar vonir um að það yrði enda sæju
allir að það væri hrópandi misrétti
að selja stóran hóp manna undir
þá sök að missa atvinnuleyfi sín
við 75 ára aldur en þó gætu þeir
eftir þann tíma farið að keyra rút-
ur, sendibíla eða vörubíla svo og
leigubíla á þeim svæðum á landinu
þar sem fjöldi þeirra væri ekki tak-
markaður af stjórnvöldum eins og
á höfuðborgarsvæðinu. Á hinn bóg-
inn sæti atvinnuréttindi leigubíl-
stjóranna eðlilegum og almennum
skilyrðum umferðarlaga um eftirlit
með heilsu og hæfni allra öku-
manna sem náð hafi 70 ára aldri.
í dómi Hæstaréttar hafði verið
fallist á það mat héraðsdómara að
önnur sjónarmið gildi um skipulag
aksturs leigubíla en annarra bif-
reiða í atvinnuskyni og að þeir sem
hljóti leyfi til að aka á svæðum sem
sem fjöldi leigubíla er takmarkaður
hljóti sérréttindi sem menn utan
þeirra svæða njóti ekki og því sé
ekki unnt að jafna saman atvinnu-
réttindum aðila utan og innan
svæðanna. Þá taldi Hæstiréttur að
öryggis- og þjónustusjónarmið
lægju að baki því að binda réttind-
in aldursskilyrðum og væru það
almenn og hlutlæg sjónarmið sem
byggist á jafnræði þar sem þau nái
til allra sem eins séu settir þar sem
þau nái jafnt til allra leyfishafa á
því svæði þar sem Ieyfi til aksturs
sé takmörkunum háð og fram-
kvæmd þess sé ekki háð mati.
Franskra fiskimanna minnst
Francois Rey Coquais,
sendiherra Frakka á Islandi,
lagði í gær blómsveig að
minnisvarða franskra fiski-
manna í Kirkjugarðinum við
Suðurgötu, að viðstöddum
forseta Alþingis Salome Þor-
kelsdóttur, borgarstjóranum
í Reykjavík Markúsi Erni
Antonssyni, utanríkisráð-
herrafrú Bryndísi Schram og
fleirum. Hann sagði við það
tækifæri á Allra sálna messu
2. nóvember í Frakklandi
legðu menn blóm á leiði lát-
inna. Hér við land hefði mik-
ill fjöldi franskra fiskimanna
látið lífið. Hefði hann séð
myndir af Frökkum að leggja
blóm að leiðum þeirra fyrr-
um. Mikill fjöldi var grafínn
þarna í Kirkjugarðinum og
þegar krossar þeirra tóku að
hverfa reistu íslendingar
þennan minnisvarða með
áletrun á íslensku og
frönsku. Kvaðst sendiherr-
ann því einnig halda þessum
sið í heiðri til að minna á góð
samskipti íslendinga og
Frakka.