Morgunblaðið - 03.11.1993, Page 30

Morgunblaðið - 03.11.1993, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 Kynferðislegt of- beldi og réttarkerfið Fyrri grein eftir Guðrúnu Jónsdóttur Ákvæði hegningarlaga um 1 kynferðisbrot í fyrri grein verður leitast við að benda á helstu annmarka laga varð- andi stöðu þeirra þolenda kynferðis- ofbeldis, sem kæra slík mál. Síðari grein fjallar um sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum og þau viðhorf í réttarkerfinu sem þær endurspegla. Kynferðisbrot varða við 22. kafla almennra hegningarlaga. Þessum kafla laganna var breytt á síðasta ári. Staða þolenda kynferðisofbeldis sem vitna þegar kært er, en þolend- ur eru oftast konur og börn, ræðst af öðrum nýlegum lögum, lögum um meðferð opinberra mála, sem sam- þykkt voru á alþingi 1991, en gengu í gildi 1. júlí 1992. Lagaákvæði í hegningarlögum um nauðganir, sifjaspell og annað kyn- ferðisofbeldi gegn börnum ganga fyrst og fremst út á það að tilgreina mismunandi refsingar eftir því hvemig að ofbeldinu er staðið og eftir því hver tengsl ofbeldismanns- ins eru við fórnarlamb hans. Segjum sem svo að nauðgari hafi beitt þolanda ofbeldi, t.d. hellt kon- una fulla og nauðgað henni síðan, þá telst það nauðgun skv. 194. gr. Jaganna og refsirammi laganna er 1-16 ára fangelsi. Hafí hún sjálf drukkið sig svo ölvaða að hún falli í áfengisdá og einhver nauðgar henni í því ástandi, telst það ekki nauðg- un. Slíkt ofbeldi nefnist á kerfismáli kynferðisleg misneyting og fellur undir 196. gr. og þar er refsiramm- inn lægri, hámarksrefsing er sex ára fangelsi. Þessi aðgreining laganna á nauðgun og misneytingu minnir á að allt fram á þessa öld var litið á nauðgun sem rán á meydómi og hreinleika konunnar. Fyrir lögum var konum þá skipt í þær sem töld- ust heiðvirðar og siðprúðar og þær sem skilgreindar voru léttúðugar. Að nauðga konu úr síðari hópnum taldist þá engin sérstök goðgá. Annað dæmi um fornlegan anda hegningarlaganna eru ákvæði þeirra varðandi kynferðismök milli systk- ina. Skv. lögunum eru bæði systkini sek um hegningarlagabrot án tillits til aldursmunar þeirra eigi sifjaspell sér stað. Það gegnir furðu að lög- gjafinn skuli líta svo á, að t.d. 5 ára stúlka, sem er misnotuð af 18 ára bróður, sé ekki síður en hann ábyrg fyrir ofbeldi hans. í heild má segja að lagaskilgrein- ingar hegningarlaga varðandi kyn- ferðisbrot séu þröngar og lögin taki ekki mið af reynslu þolenda slíks ofbeldis, en upplifun þeirra af ofbeld- inu fer ekki eftir lagagreinum. Magn ofbeldisins, hvernig að því er staðið eða það hvort um fullframið sam- ræði sé að ræða eða ekki skiptir ekki sköpum varðandi afleiðingar ofbeldisins fyrir þolendur. Fyrir þá skiptir það höfuðmáli að vilji þeirra er brotinn á bak aftur, persónufrið- helgi brotin og traust þeirra á öðrum hefur beðið mikinn hnekk. Það má því með sanni segja að ákvæði hegn- ingarlaga um kynferðislegt ofbeldi endurspegli fremur hugmyndir karla um hvað feiist í slíku ofbeldi en reynslu kvenna og barna af því. Þessir ágallar hegningarlaganna skipta þó ekki sköpum varðandi stöðu þolenda kynferðisofbeldis í réttarkerfinu. Afdrifaríkari eru van- kantar laganna um meðferð opin- berra mála og mun ég víkja að þeim nokkrum orðum. Staða þolenda kynferðisofbeldis sem vitna í eigin máli Skv. lögunum um meðferð opin- berra mála eiga öll opinber sakamál að fá sömu meðferð á rannsóknar-, ákæru- og dómsstigi án tillits til eðlis þeirra. Kynferðisofbeldi varðar við hegningarlög og er þar með opin- bert sakamál. I því felst að fulitrúar ríkisvaldsins, lögregla og ríkissak- sóknari, fara með málið og ákæra í því, telji þeir efni standa til þess. Um leið og kynferðisofbeldi er kært missir þolandi ofbeldisins allt for- ræði yfir máiinu og verður vitni ákæruvaldsins. Staða og réttur þo- landa sem vitnis er hin sama og t.d. þess sem verður vitni að slagsmálum ókunnugra niður í bæ. Að þessu skuli svo varið veitist flestum þolendum kynferðisofbeldis sem kæra eðlilega afar erfitt að sætta sig við enda ólíku saman að jafna. Trúlega snertir ekkert ofbeldi þolendur jafndjúpt og kynferðislegt ofbeldi og samt taka lögin ekkert tillit til þess varðandi meðferð máls- ins. Nokkur dæmi um afleiðingar þessa fyrir þolendur, sem kæra kyn- ferðislegt ofbeldi: - Þolanda ber að aðstoða lögreglu eftir fremstu getu við að upplýsa málið, en fær engu ráðið um gang þess. Hann á ekki rétt á að fá vitn- eskju um hvort og á hvaða forsend- um það kann að verða fellt niður, nema niðurfelling verði þegar á rannsóknarstigi, en þá ber Iögreglu að tilkynna kæranda það. Eftir það fær þolandi því aðeins upplýsingar um gang málsins að hann beri sig eftir þeim með því að hafa samband við viðkomandi embætti og spyrjist fyrir um málið. Lögin tryggja þol- endum hvorki að þeir fái að vita hvenær dómur fellur í máli þeirra né hver dómsniðurstaða er, hafi mál þeirra verið dómtekið. Mörg eru dæmin um að þolendur heyri fyrst um dómsniðurstöðu gegnum fjöl- miðla. Það að vera svipt þeim ein- földu mannréttindum að fá ekki óumbeðið fréttir af gangi máls, sem snertir þolendur jafndjúpt og kyn- ferðisofbeldi gerir, er ekki til þess Guðrún Jónsdóttir „í heild má segja að lagaskilgreiningar hegningarlaga varð- andi kynferðisbrot séu þröngar og lögin taki ekki mið af reynslu þol- enda slíks ofbeldis.“ fallið að auka tilfinningu þeirra fyr- ir því að þeir og þeirra líðan skipti máli. - Þolendur geta heldur engin áhrif haft á hvort farið er fram á gæsluvarðhald yfir hinum kærða ofbeldismanni, jafnvel þótt þeir hafi rökstuddan grun um eða óttist mjög að ofbeldismaðurinn reyni að hefna sín á þeim fyrir að hafa kært hann. - Nái kæra því að ákæra verði gefin út á hendur ofbeldismanninum, en það á aðeins við um brot af kær- um, flestar enda ofan í skúffum lög- reglu, ríkissaksóknara eða barna- vemdarnefnda ef þolandi er innan 16 ára, ber þolanda skylda til að mæta fyrir dórhi sem vitni ákæru- valdsins og svara þar spurningum dómara, saksóknara og verjanda sakbornings. Það er ekkert í lögun- um sem tryggir: - að þolandi þurfi ekki að mæta ofbeldismanninum í dómsal eða á göngum dómhúss meðan hann ber vitni. - að þolendur megi hafa með sér einhvern að eigin vali sér til stuðn- ings er þeir bera vitni. Það er ekki einu sinni tryggt að fulltrúi barna- verndarnefndar sé viðstaddur vitna- leiðslu þótt barn eða unglingur eigi hlut að máli. - að málflutningur í nauðgunar- málum fari fram fyrir luktum dyrum, þ.e. að engir óviðkomandi málinu eigi aðgang að dómsal. ÖIl þau atriði sem hér hafa verið nefnd eru háð ákvörðun dómara. Það er óviðunandi að þessi atriði skuli ekki vera lögfest og réttur þolenda ótvíræður en ekki háður velvild mis- viturra dómara. - Ekki hafa þolendur heldur neitt með það að gera hvort máli þeirra verði vísað til Hæstaréttar. Það eru aðeins annaðhvort ríkissaksóknari eða sakborningur sem eiga rétt á að áfrýja héraðsdómi. - Miskabætur eru hluti af dómi vegna kynferðisbrota, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þolandi, sem hefur fengið sér dæmdar miskabæt- ur, verður sjálfur að sjá um inn- heimtu þeirra. Hið opinbera tryggir sem sagt á engan hátt að þolandi fái greiddar þær skaðabætur sem dómari hefur dæmt honum. Eina viðunandi lausnin á þessu máli er að ríkið greiði þolendum dæmdar skaðabætur og krefji síðan ofbeldis- manninn um endurgreiðslu. A þingi í vor var samþykkt að vísa ályktun um að kannað verði hvort ekki sé rétt að ríkið tryggi greiðslu bóta í kynferðisofbeldismálum til dóms- málaráðuneytis. Ekki er þó enn séð fyrir hvenær slík skipan mála nær fram að ganga. - Loks er þess að geta að kæri þolandi kynferðisofbeldi á hann ekki rétt á neinni lögfræðilegri aðstoð eða ráðgjöf á vegum réttarkerfisins. Vilji hann njóta þjónustu lögfræðings vegna málsins, verður hann að standa straum af þeim kostnaði sjálfur. Öllum þeim atriðum sem hér hafa verið nefnd er nauðsyn að breyta hið fyrsta og það má gera með ein- földum breytingum á lögunum um meðferð opinberra mála, sem vikið verður að í annarri grein. Höfundur er starfsmaður Stígamóta. Alþjóðamót Hellis Markus Stangl varð efstur Skák_______________ Bragi Kristjánsson ALÞJÓÐAMÓTI Taflfélagsins Hellis lauk á sunnudaginn með sigri þýska stórmeistarans Markus Stangl. Keppni á mót- inu var spennandi og skemmti- leg, og islensku þátttakendurn- ir áttu möguleika á áföngnm að alþjóðlegum titlum alveg fram á síðustu umferð. Þröstur Þórhallsson og Ágúst Sindri Karlsson stóðu sig best Islend- inga, en Andri Áss Grétarsson náði ekki að fylgja góðri byij- un. Stangl hlaut 6'h vinning í níu skákum, og tapaði aðeins einni skák, fyrir Helga Áss í 2. umferð. í öðru sæti var hollenski alþjóð- legi meistarinn Johan van Mil, með 6 v. Hann hafði hægt um sig fram yfir mitt mót, hafði 2'A v. eftir 5. umferð. en vann þijár næstu skákir og endaði í öðru sæti. Jafnir í 3.-6. sæti komu Þröstur Þórhallsson, Einar Gausel (Noregi), Colin McNab (Skot- landi) og Bjarke Kristensen (Dan- mörku) með 5'h v. hver. Þröstur byijaði illa, tapaði fyrir Guðmundi Gíslasyni í 2. umferð og Jóni Garðari Viðarssyni í þeirri þriðju. Hann náði sér þó á strik, en tap fyrír van Mil í 7. umferð gerði vonir hans um sigur og stórmeist- araáfanga að engu. Gausel hlýtur að vera mjög óánægður með eigin frammistöðu. Hann náði 5 vinn- ingum í sex fyrstu umferðunum, en aðeins 'h í þremur síðustu! Gausel verður því enn að bíða stórmeistaratitilsins. Kristensen náði ekki heldur titlinum stóran, en hjá honum var það fyrst og fremst lélegri byijun gegn íslend- ingum að kenna að svo fór. Hann tapaði í fyrstu umferð fyrir Andra Áss og gerði jafntefli við Snorra Bergsson og Ágúst Sindra Karls- son í 2. og 3. umferð. . Colin McNab var efstur framan af móti, en töp í sjöttu og áttundu umferð komu í veg fyrir betri árangur. Endanleg röð annarra kepp- enda var Jiessi: 7.-9. Ágúst Sindri Karlsson, Klaus Bischoff, Philipp Schlosser (báðir Þýskalandi), 5 vinninga hver. 10.-11. Jón Garðar Viðarsson, Bolat Asanov (Kazakhstan), 4 'h v. hvor. 12.-16. Andri Áss Grétarsson, Helgi Áss Grétarsson, Guðmund- ur Gíslason, Snorri Bergsson, Leon Pliester (Hollandi), 4 v. hver. 17.-18. Björgvir. Jónsson, Sig- urður Daði Sigfússon, 3 'h v. hvor. 19. Halldór Grétar Einarsson, 3 v. 20. Dan Hansson, Vh v. Ágúst Sindri Karlsson kom skemmtilega á óvart á mótinu, og var aðeins hársbreidd frá verð- skulduðum áfanga að alþjóðlegum titli. Hann missti vinningsstöðu niður í jafntefli gegn Gausel í næst síðustu umferð, og vantaði í lokin aðeins hálfan vinning í áfangann. Þýsku stórmeistararn- ir, Bischoff og Schlosser, tefldu ekki eins vel og búast hefði mátt við. Andri Áss byijaði glæsilega á mótinu, hafði Z'h vinning eftir fimm umferðir, vann Kristensen, Gausel og van Mil, 0g gerði jafn- tefli við McNab! Seinni hluti móts- ins var óskiljanlegur hjá honum, aðeins V2 vinningur til viðbótar. Helgi Áss náði að vinna sigurveg- ara mótsins, en að öðru leyti var þetta ekki mótið hans. Alþjóðlegi meistarinn Björgvin Jónsson virk- aði þreyttur og taflmennskan var bitlaus. Um árangur annarra keppenda vísast til upptalningar að framan. Hellismenn stóðu glæsilega að sínu fyrsta alþjóðlega skákmóti og aðstaðan í Menningarmiðstöð- inni í Gerðubergi var til fyrir- myndar. Formið á mótinu, 20 þátttakendur, Mondrad-kerfi, kom vel út, og val keppenda gerði mótið skemmtilegt á að horfa. Það er þess vegna gremjulegt, að fjöl- miðlar veittu mótinu skammar- lega litla athygli, og áhorfendur voru fáir. 6. umferð. Hvítt: Jón Garðar Viðarsson. Svart: Ágúst Sindri Karlsson. Spænskur leikur. 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Re6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. De2I? - Jón Garðarsson kemur skákinni strax út úr venjulegum farvegi, sem 5. 0-0 ásamt 6. Hel o.s.frv. 5. - b5, 6. Bb3 - Bc5, 7. c3 - 0-0, 8. 0-0 - d5!? Ágúst Sindri er hvergi smeykur og fórnar peði í anda Marshall- árásarinnar. Önnur leið er hér 8. - d6, 9. h3 ásamt 10. Hdl og 11. d4 o.s.frv. 9. exd5 - Rxd5, 10. De4 - Hvítur hefði ef til vill átt að taka peðið strax: 10. Rxe5 - Rf4!? (10. - Rxe5, 11. Dxe5 - Bb7 er óljóst) 10. De4 - Rxe5, 11. d4! virðist ekki gefa svarti mikið spil fyrir peðið. 10. - Rde7, 11. Rxe5 - Rxe5, 12. Dh5 - Svartur má varla taka hrókinn: 12. Dxa8 - Rd3, 13. Df3 - Rg6 o.s.frv. 12. - Bd6, 13. De2 - Bb7, 14. d4 - Rg6, 15. Dh5 - Hvítur á mjög erfitt með að koma mönnum sínum í spilið á skipulegan hátt vegna margra hótana svarts, t.d. - He8, - Rh4, - Rf4 og - Dh4. 15. - Kh8, 16. Bc2 - Þessi leikur er of rólegur. Hvít- ur varð að reyna 16. Be3 ásamt 17. Rd2, og svara 16. - f5 með 17. d5 ásamt Bd4 o.s.frv. Ekki gengur 17. Bxf5? - Bxh2+!, 18. Kxh2 — Dd5! ásamt 19. - Hxf5 með vinningsstöðu fyrir svart. 17. - De8, 18. f3 - - Aðalhótun svarts er 18. — Bxg2 ásamt 19. - Rf4+ og vinnur drottninguna.) 18. - De2 19. Ra3? Nauðsynlegt er að leika 19. Hf2 - De6 (19. - Del+, 20. Hfl - De2, 21. Hf2 er jafntefli) 20. Rd2 c5 ásamt - b4, en spurning- in, hvort svartur hefur nægilegt spil fyrir peðið, sem hann fórnaði. 19. - Hae8, 20. Hf2 - De6, 21. Bd2 - Hvítur er í miklum vanda staddur, en ef til vill var reynandi að leika 21. Bb3 ásamt Rc2 við tækifæri. 21. - Rf4, 22. Dh4? - „í erfiðum stöðum koma afleik- irnir af sjálfu sér,“ segir gamalt máltæki, sem enn einu sinni sann- ast hér. Leikurinn í skákinni tapar strax, en eftir 22. Bxf4 - Bxf4 stendur hvítur höllum fæti og tap- ar a.m.k. skiptamun, vegna hót- ana svarts 23. - Be3 og 23. - Hf6 ásamt - Hh6. 22. - g5!, 23. Dxg5 - Rh3+, 24. gxh3 - Hg8 Svartur á nú auðunnið tafl. 25. h4 - h6, 26. Bb3 - Bd5, 27. Hel - Dxel+, 28. Bxel - Hxel+, 29. Kg2 - Bxb3, 39. Dxg8+ - Bxg8 og hvítur gafst upp. +

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.