Morgunblaðið - 03.11.1993, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
Minning
Einar Bjarnason
fv. aðalvarðstjóri
Fæddur 16. maí 1934
Dáinn 18. október 1993
Það var árið 1991 sem við kynnt-
umst Einari og Sigrúnu, samhentum
hjónum, sem voru reiðubúin ti! að
gera gott hjónaband enn betra. Við
kölluðum okkur Hjóna-bandið. Til-
viljun réði því, að einmitt við völd-
Tt' umst saman í þennan hóp. Það kom
strax í ijós, að Einar var fróður um
flest, sem um var rætt. Mörg kvöld
höfum við setið saman og spjallað
um ýmis málefni. Af alúð miðlaði
hann okkur af reynslu sinni og var
umburðarlyndur gagnvart skoðun-
um annarra. Nú hefur skarð verið
höggvið í hópinn, því að Einar hefur
kvatt þennan heim.
Það hendir okkur öll að hitta á
lifsleiðiílni einstakling, sem hefur
djúpstæð áhrif á okkur. Stundum
dvína þessi áhrif, en það kemur líka
fyrir að þau vaxa og þróast í vin-
áttu. Sú vinátta, sem við eignuð-
umst með þeim Einari og Sigrúnu
hefur vaxið og dafnað. Við teljum
það gæfu okkar að hafa kynnast
Einari og öðlast vináttu hans og
trúnað.
Þegar við kynntumst Einari, hafði
hann þegar tekið þann sjúkdóm, sem
nú hefur lagt hann að velli. Einar
tók krabbameininu eins og öðru
mótlæti með þolinmæði og af æðru-
leysi. Jafnvel þegar stutt var til
kveðjustundar, einkenndi tryggð og
yfirvegun allt hans far. Hann talaði
blátt áfram um þau vistaskipti, sem
hann ætti í vændum. Og við hlustuð-
um á þennan mann, sem hafði til
að bera meiri þroska og kjark en
við öll. Það var eins og hann væri
að tala kjark í Sigrúnu og okkur
hin. Eitt er víst, að aldrei kenndum
við sjálfsvorkunnar eða trega í frá-
sögn hans. Eftir því sem af Einari
dró var sem Sigrún öðlaðist meiri
styrk. Gagnkvæm umhyggja þennan
tíma var aðdáunarverð. En hann
talaði líka um sveitina sína og lífs-
hlaup sitt. í hvert sinn sem hann
lagði eitthvað til málanna, hlustuð-
um við. Oft fannst okkur, að allt
lægi ljóst fyrir, þegar hann hafði
útskýrt eitthvað frá sínum sjónar-
hóli. Einar gaf okkur meira lífsnesti
en hann hefur eflaust órað fyrir.
Hann hafði reynslu og þroska langt
umfram okkur hin og við nutum
góðs af því. Slíkir mannkostir eru
gersemi og við stöndum í þakkar-
skuld við hann.
Það hefur verið aðdáunarvert að
fylgjast með þeim Einari og Sigrúnu
þessi síðustu ár. Þau voru svo sam-
hent, svo miklir mátar, svo einlæg
hvort í annars garð. Sigrún hefur
misst mikjð. Hún hefur misst sinn
besta vin, en hún á minninguna um
góðan dreng, sem var hennar lífs-
förunautur.
Einar átti sér eftirlætiskafla í ritn-
ingunni. Hann talaði um, að sér
þætti Kærleiksóðurinn úr 1. Korintu-
bréfí eitthvað það fallegasta, sem
ritað hefði verið. Okkur langar til
að kveðja hann með kafla úr Kær-
leiksóðnum:
Kærleikurinn er langlyndur, hann er
góðviljaður. Kærleikurinn
öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsaraur,
hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar
ekki síns eigin,
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en
samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar
allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
Megi minning Einars lifa í hugum
okkar, björt og hlý.
Agnes og Grétar,
Erla Björk og Björn,
Hallý og Jörgen,
Hlíf og Ólafur.
Það var eitt kvöld, að mér heyrðist hálfveg-
is barið.
Ég hlustaði um stund og tók af kertinu
skarið.
Ég kallaði fram og kvöldgolan veitti mér
svarið.
Hér kvaddi Lífið sér dyra og nú er það farið.
(Jón Helgason.)
Þegar ég heyrði að Einar Bjarna-
son hefði fengið útkail til hinstu ferð-
ar kom þetta í ljóð upp í huga minn.
Þegar litið er um öxl virðist tíminn
afstæður. Ekki sýnist svo langt síðan
við vorum í barnaskóla í Fundarhús-
inu í Lóni, fyrir rúmum átta áratug-
um og kom öllum til nokkurs þroska.
Einar var borinn og barnfæddur
Reykvíkingur, en ólst upp austur í
Lóni hjá þeim sæmdarhjónum Krist-
ínu Jónsdóttur og Stefáni Jónssyni
bónda og hreppstjóra í Hlíð. Naut
hann mikillar ástúðar og umhyggju
á því heimili. Minntist hann fóstur-
foreldra sinna með mikilli hlýju. Mér
er ekki til efs að hann hafi numið
fræði og frásagnarlistj sem var í
hávegum höfð þar. A barnsaldri
hafði hann lesið Islendingasögurnar
spjaldanna á milli og numið innihald
þeirra. Um tvítugsaldur las hann
undir Iandspróf utanskóla, sem hann
þreytti síðan á Laugarvatni og stóðst
með ágætum. Þótti það nokkurt af-
rek. Stephan G. Stephansson segir
um menntunina:
Ég gat hrifsað henni af
hratið, sem hún vék mér.
Meðan lúinn makrátt svaf,
meðan kátur lék sér.
Einar var mjög víðlesinn og virt-
ist erfítt að koma að tómum kofan-
um hjá honum. Hann var einnig vel
hagmæltur en bar það ekki á torg.
Um tuttugu og fímm ára aldur greip
hann útþrá. Hann fór til Ameríku.
Ekki líkaði honum vistin þar, og
hvarf heim aftur eftir tveggja ára
dvöl. Hóf hann þá störf hjá lögregl-
unni í Reykjavík og starfaði þar á
fjórða áratug, seinast sem aðalvarð-
stjóri þar til hann hætti störfum
sökum heilsubrests fyrir tveim árum.
Allt starf hans einkenndist af sam-
viskusemi og heiðarleika.
Hann lærði verk sín að vanda
og verða engum til meins.
Þá væri þjóðinni borgið
ef þúsundir gerðu eins.
(Davíð Stefánsson.)
Hann vann hug þeirra sem kynnt-
ust honum. Ekki með látum heldur
með hógværð og traustvekjandi yfir-
bragði. Það var gott að leita til hans.
Hann átti erfítt með að segja nei.
Slíkan mann er gott að hafa nálægt
sér. Hann bætir veröldina. Hann
hafði einlægan áhuga á velferð
barna sinna. Hann vildi ekki vera í
skuld við neinn.
Eftir að hann varð veikur, heim-
sótti ég hann oft. Eitt sinn sagði ég:
„Hvað segirðu?“ „Ég segi allt gott,“
sagði hann. Þá hrukku út úr mér
ljóðlínur eftir Örn Arnarson:
Það er ekki íslenskur siður
að æpa í gleði og sorg.
Honum var gefið andlegt þrek,
sem sterkir stormar lífsins gátu ekki
brotið og entist það til hinstu stund-
ar. Eiginkona hans, Sigrún, reyndist
honum traustur iífsförunautur og
sterk stoð á erfiðum tímum.
Nú hefur Einar lagt í sína hinstu
för til landsins þar sem eilíft ríki
Guðs bíður hinna dyggu þjóna. Hann
hélt öruggur í þá för. Veginn þang-
að þekkti hann. Hann vissi að Jesús
Kristur hafði fundið eina færa vaðið
yfir móðuna miklu.
Síst vil ég tala um svefn við þig.
Þreyttum anda er þægt að blunda
og þannig bíða oæili stunda.
Það kemur ekki mál við mig.
Flýt þér vinur í fegra heim.
Kijúptu að fótum friðarboðans
fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa Guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson.)
Eiginkonu, börnum, barnabörnum,
heimilisfólkinu á Hlíð og Hraunkoti
í Lóni, öðrum vinum og vandamönn-
um votta ég dýpstu samúð.
Minningin um góðan dreng lifír.
Arnór Þórðarson.
Kær vinur er kvaddur í dag.
Okkur langar í örfáum orðum að
minnast Einars Bjarnasonar fyrrver-
andi aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni
í Reykjavík. Einar lést hinn 18. októ-
ber síðastliðinn á heimili sínu eftir
hetjulega baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Einar naut frábærrar umönn-
unar og ástúðar eiginkonu, fjöl-
skyldu og starfsmanna heimahlynn-
ingar, sem hann mat mikils. Þess
urðum við áskynja er við heimsóttum
hann fyrir um það bil mánuði síðan
og áttum saman góða stund. Eins
og fram hefur komið var Einar aðal-
varðstjóri í lögregluliði Reykjavíkur,
og unnum við undir hans stjórn um
tíma. Einar var gæddur sérstökum
stjórnunarhæfíleikum og gat laðað
fram hjá flestum þeirra bestu eigin-
leika. Hann var einstaklega rólegur
og yfirvegaður og gæddur góðri
kímnigáfu, enda sóttist fólk eftir að
vinna undir hans stjórn. Hlýleiki
hans og mannlegheit gagnvart öllum
sem á vegi hans urðu voru hans
aðalmerki. Hann dvaldist til ýmissa
félags- og trúnaðarstarfa fyrir lög-
reglumenn og ávallt sýndi hann
skarpskyggni og réttsýni í öllu því
sem hann tók sér fyrir hendur. Við
vorum einar af fyrstu konunum sem
ráðnar voru til starfa í Lögreglunni
í Reykjavík. Það var ekki alltaf auð-
velt að vera kvenmaður í karlastétt,
en alltaf áttum við tryggan stuðning
og hvatningu frá Einari í öllum
málum.
Lögreglan í Reykjavík hefur misst
mikilhæfan starfskraft og verður
sæti hans vandfyllt. Við höfum hér
aðeins dregið upp stutta lýsingu á
mannkostum Einars. Minningarnar
hrannast upp á sorgarstundu, en
þær geymum við í hugum okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Elsku Sigrún, börn og aðrir ást-
vinir, megi góður guð gefa ykkur
styrk á erfiðum tímum.
Björg og Laufey.
Við skulum sól
sömu báðir
hinsta sinn
við haf líta,
lítt mun þá leið
þeim er ljósi í móti
vini studdur
af veröld flýr.
(Jónas Hallgrímsson.)
Þetta Ijóð, „Við sólsetur", kom
mér oft í hug þegar Einar, oft sár-
þjáður sjálfur, sat við hlið félaga
síns og vissu báðir að örstutt var
ófarið æviskeið.
Þarna sátu þeir tveir og ræddu
hið ókomna og þeir sem á hlýddu
voru meiri menn á eftir, því að þær
gjafir sem þar voru gefnar veittu
frið og huggun, því að þeir tveir
voru tilbúnir að takast á við það sem
þeirra beið.
Ég þakka Guði fyrir að hafa átt
Einar að vini, blessuð sé minning
hans. Ég bið Guð að blessa Sigrúnu
og börn þeirra.
Elín.
Vinur minn og félagi, Einar
Bjarnason, er látinn langt um aldur
fram, eftir hetjulega baráttu við ill-
vígan sjúkdóm.
Ég átti því láni að fagna er ég
gekk í iögregiulið Reykjavíkur fyrir
26 árum að starfa á sömu vakt og
Einar. Varð okkur vel til vina og
bundust fjölskyldur okkar góðum
vináttuböndum sem aldrei bar
skugga á.
Minningarnar þyrlast upp og
margs er að minnast frá liðnum
árum. Er við félagarnir ásamt Krist-
leifi Guðbjörnssyni og Kristni Osk-
arssyni fórum í laxveiðitúra vestur
í Dali og í Barðastrandarsýslu. Var
þetta áiitlegur hópur sem ferðaðist
saman sumar eftir sumar með allan
bamahópinn ýmist í tjöldum eða í
veiðihúsum.
Var þá oft glatt á hjalla.
Mikill kraftur og bjartsýni var hjá
Einari er við stofnuðum heild-
verslunina Eskifell ásamt konum
okkar og Ólafi Steinsen. Rúmu ári
síðar sneri ég mér að öðru, en Einar
rak fyrirtækið áfram til ársins 1983
með miklum dugnaði á oft erfiðum
tímum.
Einar var mikill vinnuþjarkur
enda stór fjölskylda að sjá fyrir,
þannig urðu vinnustaðirnir oftast
tveir og jafnvel þrír.
En sjaldan var langt í glettni og
gaman hjá Einari. Einhvetju sinni
er við Einar ásamt Birni Sigurðssyni
vorum að rífa úr nýbyggingu og
hreinsa timbrið, hafði Éinar á orði
að þegar hann færi yfir móðuna
miklu vildi hann hafa með sér kú-
bein, sköfu og naglbít því að aldrei
væri að vita nema hann fengi vinnu
hinum megin við að rífa og hreinsa.
Af sínum alkunna dugnaði byggði
Einar sér einbýlishús í Stuðlaseli í
Breiðholti og bjó þar ásamt fjöl-
skyldu sinni í nokkur ár, en seldi
þá húsið og keypti hæð í Mávahlíð.
Kona Einars, Sigrún Holdahl, hef-
ur staðið sem klettur við hlið manns
síns í gegnum árin og annast hann
í' hans miklu veikindum á heimili
þeirra þar til yfir lauk.
Ég og fjölskylda mín vottum Sig-
rúnu, börnum, tengdabörnum og
barnabörnum innilega samúð og
biðjum góðan guð að styrkja þau í
þeirra miklu sorg.
Guðmundur Guðveigsson.
„Þegar þú ert sorgmæddur skoð-
aðu þá aftur huga þinn og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín.“ (Kahil Gibran).
Alltaf er verið að minna okkur á
það sem við vitum samt öll að bíður
okkar allra - dauðann, sem er svo
nálægur en þó svo órafjarri. Þá vilja
minningarnar leita á hugann og svo
fór þegar ég frétti lát Einars sem
ég er búin að þekkja frá því að ég
man eftir mér.
Einar ólst upp hjá ömmu minni á
Hlíð í Lóni frá barnæsku og margar
stundirnar var hann búinn að hafa
ofan af fyrir litlu stelpunni sem kom
í heimsókn að Hlíð til ömmu sinnar.
Var stundum dvalið i nokkra daga
og var þá gjarnan farið í litla búið
fyrir ofan tún og búið þar með kýr
og kindur. Alltaf fékk ég að vera
með í Ieik, þó að eldri bræður mínir
bættust í hópinn og var þá margt
skemmtilegt gert sem minningin
geymir.
En svo liðu árin og alltaf var jafn
gott að hittast.
Ég mun aldrei gleyma því eftir
að ég var flutt til Reykjavíkur, þeg-
ar Einar kom á vinnustað minn, við
heilsuðumst og hann sagði allt g-ott
að frétta þótt hann væri þá orðinn
mikið veikur. Svo tók hann utan um
mig eins og í gamla daga í kveðju-
skyni. Þó áttum við eftir að hittast
aftur og tala saman í síma, en þessa
kveðju á ég sérsaklega eftir að’
geyma í huga mínum.
Kæri vinur, þessi fátæklegu orð
eru mín hinsta kveðja og þakkir til
þín.
Við erum eins og önnur strá,
enduðum lífs að fetum
fyrir dauðans fóllum ijá,
flúið ekkert getum.
(Júlíana Jónsdóttir)
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur til Sigrúnar og fjölskyldu.
Guðný Egilsdóttir.
Vinur!
Það er kominn 18. október, Esjan
faldar hvítu en þú hefur tekið dót
þitt í klif, dregið tjaldhæla þína úr
jörð og ert lagður í ferð.
Ég sit hér einn. Hugur minn reik-
ar austur að Hlíð í Lóni en þar búa
í ársbyijun 1935 hjón, komin yfír
fímmtugt, sem eru að ljúka því mikla
dagsverki, að koma níu barna hópi
til manns. Þá kemur til þeirra beiðni
um það, hvort þau geti veitt skjól
ungum sveini, sem þarfnist skjóls.
Það hefur löngum verið trú á Is-
landi, að þar sem hjartarúm væri
þar væri líka húsrúm og i apríl 1935
ertu kominn austur í Hlíð ellefu
mánaða gamall. Kominn til þessara
hjóna, sem nutu þeirrar gæfu að
vera af þeirri kynslóð, sem skildi að
hin æðsta hamingja var ekki í því
fólgin að alheimta daglaun að kveldi
og að vel unnið starf fæli í sér vinnu-
laun okkar.
Austur í Hlíð rennur þú síðan upp
sem fífill í túni, umvafinn þeirri
menningu, sem íslenskt sveitaheim-
ili mátti besta veita. Sjö ára gamall
veit ég að þú hafðir lesið allar bæk-
ur heimilisins og lestrarfélags sveit-
arinnar, margar þeirra tvisvar, en
þær voru geymdar í Hlíð. Ég heyri
þig fara með spurningar þínar til
fósturforeldranna og skynja hve
nærfærnum höndum þau fara um
þann efnivið, sem þeim hafði verið
fenginn og skynja hvernig þau fara
að því að skapa úr honum þann
dreng sem veit að manngildi er betra
en auðgildi. Ég veit líka að heima í
Hlíð lest þú undir próf og færð á
iandsprófi á Laugarvatni hæstu ein-
kunn, sem þar hafði þá verið gefín.
Árið 1959 hleypir þú svo heim-
draganum og heldur burt frá Hlíð.
Árið eftir ertu kominn út í hinn stóra
heim. Heim, sem hlaut að valda þér
vonbrigðum og sársauka, þegar þú
skildir á hvaða gildum hann var
byggður, hve tónn hans var falskur
og hvílík sveitamennska það þótti
þar, að manni bæri að gæta bróður
síns. í ársbyrjun 1962 ertu síðan
kominn heim aftur og 1. júní það
ár hefur þú síðan störf sem lögreglu-
þjónn í Reykjavík, trúr þeirri sann-
færingu Hlíðardrengsins, að það að
greiða götu annarra og vera skjól
þeim, sem minna mættu sín, í því
fælust verklaun.
Nokkrum mánuðum seinna var
ég staddur á lögregluvarðstofunni
og átti í deilu við einn félagann.
Mér varð á í hita deilunnar að beita
brandi orðsins ódrengilega. Þá stóðu
á mér vopn. Hæglátur nýliði á vakt-
inni minni blandaði sér í orðaskiptin
og veitti þeim, sem halloka fór.
Drengurinn frá Hlíð í Lóni var
mættur á staðinn. Uppfrá þessu urð-
um við kunningjar, síðan félagar og
vinir.
Ég heyrði þig segja löngu síðar,
að þegar þú hefðir komið í lögreglu-
liðið þá hefði það verið barið lið og
hrætt lið. Þú sagðir að þér hefði
fundist það ævintýri líkast að í því
skyldi þá vera einn maður, sem þorði
að segja skoðun sína og veija sann-
færingu sína hvenær sem var og við
hvern sem var.
Þú sagðir líka við mig, að ég hefði
snúið þér og gert þig að vinstri-
manni. Þetta hvort tveggja, af þér
sagt, yljaði mér oft og mikið þó að
ég viti í dag að það síðarnefnda var
ekki rétt. Þú varst aðeins trúr upp-
lagi þínu og uppeldi að standa með
þeim, sem á var níðst. Ég þekkti
þig vel og vissi því þegar þú fórst
að sinna félagsmálum og tókst að
þér formennsku í stéttarfélaginu
okkar hve gífurlegt kappsmál þér
var að fá bættan hag þeirra, sem
við lökust kjör bjuggu og aukin laun
þeirra, sem minnst höfðu í askana
að láta. Ég vissi líka að þegar þú
varst skipaður varðstjóri og síðan
aðalvarðstjóri þá varð þitt aðals-
merki hversu varfærnum höndum
þú fórst um hvern þann, sem var
minni máttar og löngun þín til þess
að verða að liði olnbogabarni og
utangarðsmanni,
Það hafa mörg vötn runnið til
sævar.
Við sátum saman einn vormorgun
eftir að sá gestur var kominn tii
þín, sem við vissum báðir að ekki
færi án þín. Við ræddum margt. Ég
man að þú spurðir mig, hvort það
hefði aldrei hent mig þegar ég var
ungur heima í sveitinni, þegar það
var vor og sól, allt greri og iðaði
af lífí en loftið ómaði af fuglasöng;