Morgunblaðið - 03.11.1993, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
Einar Guðgeirs-
son — Minning
bærast í brjóstum okkar á þessum
vegamótum, en þar segir:
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fæddur 12. júní 1920
Dáinn 27. október 1993
Nú eru þau horfin yfír í móðuna
miklu sem á sínum tíma stofnuðu
Blindrafélagið. Þeirra starf var bæði
fómfúst og gjöfult. Einar sem við
kveðjum nú var einn þeirra og sá sem
síðastur kveður þennan heim. Þetta
fólk ásamt þeim sem síðar bættust
í hópinn vann af stórhug fyrir bætt-
um hag blindra og sjónskertra. Þau
brutu blað í sögu blindra á íslandi,
unnu sleitulaust að eigin málefnum
og létu hvergi deigan síga og má
undrun sæta hve vel gekk en það
var ekki baráttulaust. Þau hafa reist
sér minnisvarða sem stendur um
ókomin ár. Það er ótrúlegt hve bjart-
sýnin var mikil. Þau réðust í að
byggja hús, eignuðust þar sinn sama-
stað og aðsetur fyrir starfsemi sína
og atvinnutækifæri með stofnun
Blindravinnustofunnar. Þetta var
sem ævintýri. Án góðra vina og þátt-
töku landsmanna allra hefði þetta
ekki tekist. Margir lögðu hönd á
plóginn, en framtakið var félags-
mannanna sjálfra. Einar var dagfars-
prúður maður og lét lítið yfir sér.
Hann vann við burstagerð og oftast
tók hann að sér ýmsar sérpantanir
á burstum sem voru þá handídregnir
og fórst vel úr hendi. Eftir að
Blindravinnustofan vélvæddist vann
hann sem fastur starfsmaður á hin-
um ýmsu vélum á meðan heilsan
leyfði.
Hann er farinn að þynnast hópur-
inn sem fyrst fluttist inn í Hamra-
hlíð 17. En lífið heldur áfram, nýir
félagsmenn fylla hópinn, ótrúlegar
framfarir og nýjungar líta dagsins
Ijós og tækifærin sem til boða standa
eru fleiri en á árdögum þeirra sem
stofnuðu félag til að ýta sínum eigin
málefnum úr vör. Við sem enn störf-
um í Hamrahlíð 17 og þekktum Ein-
ar þökkum honum góð kynni og
hans framlag til málefna blindra og
sjónskertra á íslandi.
F.h. starfsmanna og vina í Hamra-
hlíð 17,
Dóra.
Þegar einhver þeirra mörgu vina
minna, sem ég hef kynnst í Blindra-
félaginu, gengur yfir móðuna miklu,
hugsa ég ávallt til þeirrar stundar,
þegar sumir þeirra gengu fram fyrir
skjöldu og stofnuðu Blindrafélagið
fyrir rúmri hálfri öld. Það hefur þurft
mikinn kjark til slíkra hluta og um
leið bauð þetta fólk almenningsálit-
inu birginn. Blint fólk hafði til þess
tíma verið nokkuð afskipt og ákveðin
neikvæð ímynd var stundum dregin
upp af því í bókmenntum. Sem betur
fer breyttust viðhorfin og forsjár-
hyggjan vék að mestu, en er því
miður enn við lýði, t.d. hjá einsaka
ráðamanni þessa lands. Þótt mikill
sigur hafí unnist við stofnun Blindra-
félagsins gerðu stofnendur þess sér
ljóst að stöðugt þyrfti að vera vak-
andi yfir hagsmunum þeirra, sem
standa að félaginu.
Einar Guðgeirsson, sem lést í síð-
ustu viku var einn stofnenda Blindra-
félagsins. Hann er sá síðasti úr þeirra
hÓDÍ, sem kveður þennan heim. Þeg-
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð fcdlegir
sídir og mjög
gpð þjónustít
Upplýsingar
ísínia22322
FLUGUEIDIR
HlTEL LOFTLEIIIR
ar Einar var drengur á Hellissandi,
eitthvað á 10. ári, varð hann fyrir
því að reka hurðarloku upp I annað
augað á sér. Honum varð ekki kom-
ið til augnlæknis fyrr en þremur
mánuðum seinna og þá var augað
orðið ónýtt og skemmd komin í hitt.
Hann sá dálítið á unglingsárum, en
svo þvarr sjónin alveg. Það má því
nærri geta hvílíkt afall þetta hefur
verið fyrir hann. Á þeirri tíð voru
samgöngur ekki eins og nú og ekki
var brugðist eins fljótt við hlutunum
eins og hægt er að gera með tækni
og hraða nútímans. Þegar Einar var
13 ára gamall lá leið hans í Blindra-
skólann í Reykjavík, en Blindravina-
félag íslands hafði skömmu áður
stofnað hann. Einar undi þar í tvö
ár og hóf síðan störf hjá Blindraiðn.
Þegar Blindravinnustofan hóf
rekstur árið 1941, fluttist Einar
þangað og vann þar ævistarf sitt,
allt fram til ársins 1989, að heilsan
brast skyndilega. Einar gekk aldrei
heill til skógar. Hann ræddi lítið um
veikindi sín, en örlögin reyndust hon-
um þungbær. Hann tranaði sér ekki
fram, var hógvær og mikill einfari.
Hefði öll sú aðstoð, og hvatning, sem
nú er hægt að fá, verið fyrir hendi
þegar Einar var unglingur, er líklegt
að örlagaþræðir hans hefðu spunnist
á annan hátt.
Einar sat í stjóm Blindravinnu-
stofunnar um árabil og reyndist oft
tillögugóður þar. Þegar ákveðið var
að taka í notkun tölvustýrðar vélar
á Blindravinnustofunni, sagðist Ein-
ar ekkert geta haft á móti því, svona
væri þróunin. Hann kynnti sér hlut-
ina og lagði á þá eigið mat.
Þegar Blindrafélagið hélt upp á
hálfrar aldar afmæli sitt árið 1989,
var Einar Guðgeirsson einn þeirra,
sem gerðir voru að heiðursfélögum.
Hann var þá kominn á Hrafnistu.
Nútíðin var að mestu horfin, en hann
spurði mikið um gamla vini sína, sem
hann bar mikinn hlýhug til. Sumir
voru á fallnir frá, en aðrir lifðu.
Hann var eins og margir, sem fá
þennan óminnissjúkdóm, óöruggur
og kvíðinn.
Blindrafélagið á mönnum eins og
Einari margt gott að þakka. Hann
lagði krafta síha alla í þágu félagsins
og málefna þess. Við, sem munum
Einar, minnumst hans með þakklæti
og virðingu.
Fyrir hönd Blindrafélagsins, sam-
taka blindra og sjónskertra á íslandi.
Gísli Helgason.
Vegferð móðurbróður míns í Iif-
enda lífí er lokið og er líklegt að
hann hafí verið sæll með að vistar-
skiptin drógust ekki lengur. En Ein-
ar var haldinn erfiðum sjúkdóm síð-
ustu þijú árin er gerði honum ókleift
að fylgjast með umhverfí sínu.
Fyrir orð móður minnar, Katrínar
Guðgeirsdóttur, eru þessi minning-
arorð um kæran bróður færð í letur.
Nokkrar Ijóðlínur í sálmi eftir Valdi-
mar Briem lýsa vel tilfinningum er
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
Einar fæddist í húsinu Vindheim-
um á Hellissandi 12. júní 1920,
fimmta bam þeirra hjóna Guðgeirs
Ögmundssonar húsasmiðs og sjó-
manns og Svövu Einarsdóttur. En
þau eignuðust átta börn.
Elst var Katrín Sigurveig en hún
dó í bemsku úr berklaveiki, þá Aðal-
heiður Olga er giftist Sigmundi Ey-
vindssyni sjómanni í Reykjavík (lát-
inn), Guðmundur hárskeri (látinn)
eftirlifandi kona hans er Elín Einars-
dóttir, María giftist Tjörva Kristjáns-
syni sjómanni í Keflavík (látinn), þá
Einar, Árni sem er húsasmiður hans
kona er Olga Guðmundsdóttir, Katr-
ín Sigurveig (eftir látinni systur
sinni) giftist Árna Bergmann Þórð-
arsyni (látinn) var tvíkvæntur, fýrri
kona hans var Ólöf Kristinsen, en
eftirlifandi kona hans er Agnes Jó-
hannesdóttir.
Ekki verður sagt að lífsbaráttan
hafí farið mjúkum höndum um þessa
ijölskyldu í miðri heimskreppunni á
Sandi. Atvinnan stopul, sjómennskan
og fiskvinnan var þrældómur,
mannskaðar daglegt brauð í rysjótt-
um vetrarveðrum. Osjaldan stóðu
mæðumar á bökkunum, með bömin
í eftirdragi og biðu eftir mönnum í
land. Margir fórust í lendingunni,
fjölskyldunni aðsjáandi. Konumar
þræluðu í fískinum liðlangan daginn,
síðan sóttur mór til að kynda upp
kotin, matreiða í börnin og þvo
þvotta. Guðgeir var í sjómennsku á
vertíðum og við smíðar í annan tíma
um allar trissur. Svava vann í fískin-
um ásamt elstu börnum sínum er þau
uxu grasi eða þaú voru send í vinnu
eða í vist. Á meðan urðu þau yngri
að bjarga sér. Börnin vöndust vinnu
frá fyrstu tíð. Kröpp kjörin fóru illa
með fólkið. Fjögur bamanna fengu
berkla, eitt dó eftir fjögurra ára.legu
á Landakoti. Móðirin dó ung frá
ungum börnum sínum farin að kröft-
um.
Guðgeir var sonur Ögmundar Jó-
hannessonar í Görðum á Hellissandi,
nefndur skáld og handlæknir, og
konu hans Maríu Árnadóttur. Þau
voru ættuð af norðanverðu Snæfells-
nesi og úr eyjunum. Svava var elsta
bam Einars Þorkelssonar þingskrif-
ara Eyjólfssonar prófasts á Staðar-
stað, sem var barnabarn Margrétar
Bogadóttur (systir Benedikts Boga-
sonar ættföður Staðarfellsættarinn-
ar) og manns hennar Jóns Þorláks-
sonar prests og skálds er síðar kenndi
sig við Bægisá. Eiginkona Þorkels
var Ragnheiður Pálsdóttir af „Síðu-
prestaætt".
Einar varð fyrir slysi níu ára er
leiddi til þess að hann missti sjónina
alveg 12 ára gamall. Þetta slys var
sá örlagavaldur í lífí Einars að hann
varð skyldilega háður öðram, einkum
Jens Hjaltalín Þor-
valdsson — Minning
Fæddur 4. febrúar 1931
Dáinn 20. október 1993
Elsku frændi minn hann Jenni er
dáinn. Það kom eins og reiðarslag
þegar dóttir hans hringdi í mig mið-
vikudaginn 20. október síðastliðinn
og sagði að pabbi sinn væri dáinn.
Ég átti erfitt með að trúa því, því
að kvöldið áður hafði ég farið að
heimsækja hann á St. Jósefspítala
og þá var hann mjög hress að vanda
og var að tala um það við Hrefnu
konu sína og Steinu dóttur sína að
hann ætlaði jafnvel að fara út í
göngutúr daginn eftir. En það fór á
annan veg.
Allar mínar minningar um Jenna
frænda eru góðar og yndislegar og
alltaf þegar við hittumst þá var
glettnin ekki langt undan. Og ég
ásamt öllum mínum góðu ættingjum
áttum góðar stundir á ættarmóti í
Stykkishólmi í ágústmánuði síðast-
liðnum.
En sérstaklega vil ég þakka Jenna
frænda fyrir hvað hann var góður
við móður mína og föður og sérstak-
lega föður minn sem er að mestu
bundinn við hjólastól. Og minning-
arnar um góðan frænda mun ég
ávallt geyma í hjarta mínu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Elsku Hrefna, börn, tengdabörn,
afabörn, mamma mín og Ragna
frænka. Mikill er ykkar harmur, en
góðar minningar gleymast ei.
Linda frænka.
systkinum sínum. Ámi bróðir hans
fylgdi honum allar ferðir í æsku.
Tónlistin var Einari mikil huggun,
eignaðist hann bæði dragspil og
mandólin er hann lék á.
Árið 1934 er hann 14 ára farinn
að heiman og kominn á blindraskóla
sem var starfræktur á Elliheimilinu
Grund. Þar bjó hann uns hann flutt-
ist í Ingólfsstræti og síðar á Grand-
arstíg 11 þar sem vinnustofa Blindra-
félagsins var til húsa.
Einar var einn af stofnfélögum
Blindrafélagsins og var í stjóm þess
um árabil. Hann var helsti hvatamað-
ur að byggingu félagsins í Hamra-
hlíð og starfaði ötullega að uppbygg-
ingu félagsins þar, meðan kraftar
og heilsa leyfðu.
Er fjölskylda mín bjó í næsta húsi
við blindraheimilið við Grandarstíg
og Einar naut daglegs fæðis og þjón-
ustu heima. Var hann einn af heimil-
isfólkinu. Segja má, að ég hafi alist
upp með Einari sem heimilismanni.
Ég var sem grár köttur á vinnustof-
unni og hverjum manni kunnugur.
Þótti mér jafnan sérkennilegt að sjá
Einar vinna við hættulegar trésmíða-
vélar í burstagerðinni sem sjáandi
væri. Félagið hefur í ríkum mæli
notið hæfíleika Einars, s.s. stjórn-
semi hans, færni í handverki og ekki
síst listfengi hans. Einar var fastur
fyrir í skoðunum og skapmaður er
nýttist honum í lífsbaráttunni og í
framgangi félagsins. Á þessum áram
uppgötvaði ég hversu sjálfstæður
hann var, og óháður öðram þrátt
fyrir fötlun sína. Hún hvarf. Það
gustaði af honum á vinnustaðnum á
þessum árum. Það hefur eflaust ver-
ið erfítt að reka fyrirtæki þá sem nú.
Á yngri árum mínum fóram við
Einar í marga leiðangra, Einar þurfti
að hitta fólk og var ég hafður með
til fylgdar. Við þessu hlutverki tóku
síðar systkini mín yngri.
Einar var mikið á ferðinni, sótti
systkini sín og vini heim reglulega
og tók virkan þátt í kjörum þeirra
með því að setja sig inn í alla hluti.
Hann var gleðskaparmaður í góðra
vina hópi og glöggur á skemmtilega
hluti. Hann hafði jafnan skoðanir á
þjóðfélagsmálum þó hann væri e.t.v.
full íhaldssamur fyrir minn smekk.
Hann var réttandi hjálparhönd þar
sem hann kom því við. Hann naut
mikilla vinsælda því hann þekkti
fjölda fólks og systkini hans áttu
auðvelt með að verða honum að liði
þannig að það yrði enginn var við
það. Það gekk svo eðlilega fyrir sig.
Þau systkin létu sér öll sérlega annt
um Einar, enda hafði hann af svo
miklu að miðla.
Það var mikil og góð guðsgjöf að
fá að njóta samvista við Einar þessi
ár, kynnast skapfestu hans og sterkri
sjálfsímynd ásamt óbilandi trú á, að
þeir félagarnir í Blindrafélaginu
gætu brotist áfram. Fólkið á vinnu-.
stofunni var samvalinn og sterkur
hópur. Þangað komu rithöfundar og
skáld og lásu úr verkum sínum bæði
birtum og óbirtum og fram fóru rök-
ræður um verkin. Þessi skóli sem ég
þarna naut, hefur reynst mér geysi-
lega mikilvægur og hefur haft áhrif
á viðhorf mín um alla ævi síðan.
Kristbjörn Árnason,
Katrín S. Guðgeirsdóttir.
Eftir fjögurra ára sjúkdómslegu
er Einar Guðgeirsson látinn. Hann
fæddist 12. júní 1920 á Hellissandi,
sonur Guðgeirs Ögmundssonar og
Svövu Einarsdóttur. Þar ólst hann
upp meðal sjö systkina: Katrín
(1911-1925), Aðalheiður (1913),
Guðmundur (1915-1987), ' María
(1918), Árni (1923), Katrín (1926)
og Hrafnkell (1928-1977).
Síðla hausts árið 1929 varð Einar
fyrir því slysi að reka annað augað
upp í klinku eða hurðaijárn. Til að
byija með voru honum gefnir augn-
dropar við ákverkanum. Vegna sam-
gönguörðugleika dróst fram yfír ára-
mót að fara með hann til augnlækn-
is sem var á St. Jósefsspítala í Hafn-
arfirði. Snemma vors var augað síðan
tekið. Fór hann nú aftur vestur á
Hellissand en sá þá aðeins birtuskil.
Hitt augað var þá einnig orðið sýkt.
Þessi atburður og atburðarás réðu
lífshlaupi hans. Næstu þijú árin var
hann fyrir vestan í eins konar bið-
stöðu. Ýmislegt var þá að eiga sér
stað í málefnum blindra og hlaut líf
hans að fléttast inn í hagsmunabar-
áttu þeirra. Stofnun Blindravinafé-
lagsins hinn 24. janúar 1932 var
fyrsti áfanginn í þessari baráttu.
Éitt af forgangsverkefnum félagsins
var að koma af stað kennsiu fyrir
blinda, bæði í bóklegum og verkleg-
um greinum. Sjötta október 1933
hóf Blindraskólinn starfsemi sína á
Elliheimilinu Grand. Fimm nemendur
vora í fyrsta árganginum. og var
Einar svo lánsamur að vera einn
þeirra. Annað verkefni félagsins var
að starfrækja vinnustofu fyrir blinda
og hóf Blindraiðn Blindravinafélags-
ins starfsemi sína -á Elliheimilinu
Grand einnig haustið 1933. Eftir tvo
vetur í Blindraskólanum hóf Einar
störf við burstagerð hjá Blindraiðn,
fyrst á Laufásvegi 19 og síðan í Ing-
ólfsstræti 16, þar sem hann bjó um
árabil.
Eins og nafnið segir til um var
Blindravinafélagið ekki félag blindra
heldur félag „filantrópa", sem gjarn-
an vildu hafa forsjá fyrir blindum.
Blindir vora ekki alveg sáttir við
þetta hlutskipti, einkum þegar forsjá-
in brast t.d. í öflun verkefna og hrá-
efna. Hinn 19. ágúst 1939 leiddi
þessi óánægja blindra til stofnunar
Blindrafélagsins og var Einar einn
af 13 stofnfélögum. Sat hann um
árabil í varastjórn félagsins. Þessi
klofningur náði einnig til Blindraiðn-
ar en haustið 1941 var Blindravinnu-
stofan stofnuð. Hóf hún skömmu síð-
ar starfsemi sína að Laugavegi 97
og vann Einar þar frá upphafí og
alveg þangað til hann tét af störfum
árið 1989.
Einar var til að byija með virkur
í starfí hins nýja félags og þá einkum
í húsnæðismálum þess. Hinn 28.
desember 1942 lagði hann t.d. til að
kosin yrði nefnd til að koma með
tillögu að lausn húsnæðisvanda fé-
lagsins, þar á meðal að haft yrði
samband við Reykjavíkurborg til að
útvega hentuga lóð. Þó að þetta
framkvæði hafi ekki leitt til Hamra-
hlíðarframtaksins var einu ári síðar
ákveðið að festa kaup á húsinu núm-
er 11 við Grundarstíg. Þangað fluttu
síðan félagsmenn bæði búsetu og
starfsemi sína smám saman, og
komu sér fljótlega upp matsölu. A
Grandarstígnum bjó Einar frá árs-
byijun 1946 til 1961 en við vígslu
blindraheimilisins í Hamrahlíð 17
fluttist hann þangað. Bjó hann þar
þangað til hann veiktist árið 1989.
Sama ár var Einar gerður að heiðurs-
félaga Blindrafélagsins.
Þessi upptalning segir harla lítið
um persónuleika Einars. Undirritað-
ur kynntist honum fyrst og fremst
sem systkinabarn hans og þá í gagn-
kvæmum heimsóknum. Þegar móðir
mín átti leið til Reykjavíkur var ávallt
komið við og stoppað á Grund-
arstígnum. Voru slíkar heimsóknir
vinsælar enda var Einar mjög bam-
góður. í áratugi var hann einnig fast-
ur gestur á heimili foreldra minna
um páska og jól - og því mikilvægur
hluti af hátíðahaldi okkar. Stundum
hafði hann hljóðfæri með sér og feng-
um við þá að leika á þau. Hann var
einnig trúhneigður og var sennilega
hlustað óvenjumikið á messur' þess
vegna.
Tengslin við Einar mynduðust þó
einkum á okkar fjölmörgu göngu-
ferðum um helstu götur Keflavíkur,
sem þá voru ekki bara, mikið til án
bílaumferðar heldur einnig án bund-
ins slitlags. Það var því mikið vanda-
verk að velja leið á milli hola og
polla. Minnisstæðast við þessar ferð-
ir var þó þögnin sem fylgdi þeim.
Það heyrði til undantekninga að við
spjölluðum saman. En það traflaði