Morgunblaðið - 03.11.1993, Síða 38

Morgunblaðið - 03.11.1993, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN ÁSBJÖRNSDÓTTIR frá Hellissandi, lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 2. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfrfður Jónasdóttir. t Systir okkar, GUÐNÝ ELÍNBORG GUÐJÓNSDÓTTIR, Vitastíg 18, lést þann 22. október 1993 í Borgarspítalanum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Helga Guðjónsdóttir, Guðbjörn E. Guðjónsson, Áslaug Guðjónsdóttir. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT SOFFfA JÓNASDÓTTIR frá Sléttu, Kaldaseli 12, Reykjavík, lóst í Landspítalanum 1. nóvember sl. Jónas Karlsson, Hrönn Þórðardóttir, Magnús Jónasson, Ástríður Júlíusdóttir, Gunnhildur Jónasdóttir, Sigurjón Pálsson, Þórður Geir Jónasson, Kobrún Kristjánsdóttir, Karl Baldvin Jónasson og barnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST HINRIKSSON, prentari, Hagamel 20, lést í Landakotsspítala 2. nóvember. Inga Ágústsdóttir, Guðmundur B. Lýðsson, Lovísa Ágústsdóttir, Hermann Sigfússon, Sigrún Valgeirsdóttir, Kristin Valgeirsdóttir, Sólveig Valgeirsdóttir, íris Valgeirsdóttir, Elísa Ágústsdóttir, Unnar Már Garðarsson, Kara Elvarsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Lýður Guðmundsson, Sigrún Guðmundsdóttir, t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR ÞORSTEINSSON fyrrv. sýslumaður, Lágholti 23, Mosfellsbæ, lést erlendis þann 23. október. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Björg Rikarðsdóttir og fjölskylda. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, EINAR ÞÓR VILHJÁLMSSON, Rauðagerði 58, Reykjavík, varð bráðkvaddur aðfaranótt sunnu- dagsins 31. október. Jóhanna Magnea Björnsdóttir og börn, Helga Finnbogadóttir og börn, Þórey Ólafsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GISSURAR KRISTJÁNSSONAR, Kleppsvegi 120. Elínborg Stefánsdóttir, Jóna Gissurardóttir, Guðbjörg M. Gissurardóttir, ína Gissurardóttir, Halldór Skaftason, Kristján Gissurarson, Þórunn Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Gissur Kristjáns- son - Minning Fæddur 5. desember 1904 Dáinn 12. október 1993 Þegar aldnir menn kveðja þetta jarðlíf fyllumst við eftirsjá og sökn- uði en jafnframt sækja að okkur hugsanir um löngu liðin ár, fram- andi lífshætti og allar þær ótrúlegu breytingar, sem orðið hafa á þess- ari öld. Gissur fæddist í árdaga aldarinn- ar, var að verða 89 ára, fæddur í desember 1904 að Langholtsparti í Hraungerðishreppi í Ámessýslu, en þar bjuggu foreldrar hans, Kristján Diðriksson og kona hans Guðríður Sveinsdóttir, og var Gissur fimmti elstur tólf systkina. Ætla mætti að oft hafí verið þröngt í búi hjá svo stórri fjölskyldu og vart hafa húsa- kynnin verið rúmgóð á jörð sem var talin fremur rýr, en ekki var merkj- anlegt, hvorki á Gissuri né bræðmm hans að neinn skortur hafí verið á heimilinu í uppvexti þeirra. Og var slíkt þó víða þekkt á sveitabýlum þess tíma. Gissur var meðalmaður á hæð, en mjög þrekvaxinn og karlmann- legur, herðabreiður og samsvaraði sér vel, enda sagður afrenndur að afli á yngri árum. Atorka hans og athafnasemi var vissuleg ekki á færi neins meðalmanns, og ef til vill hefur hann um tíma ætlað sér um of, er hann atti kappi við óblíð náttúruöfl og erfíðleika þá sem heimskreppan mikla á fjórða áratug aldarinnar skóp mönnum hér á landi. Þessi hugsun hvarflar að mér vegna þess að á efri árum varð Gissur fyrir því óláni að kölkun í mjaðmarliðum gerði honum óhægt um gang, svo að síðustu árin varð hann að nota hjólastól. En karl- mennska hans var óbugandi. Hann stóð á meðan stætt var, og barðist óbugaður andlega fram til síðasta dags. Eitt það fyrsta er mér flaug í hug þegar ég heyrði andlátsfregn Gissurar, var þessi vísa úr Háva- málum: Þagait og hugalt skyli þjóðans bam og vígdjarft vera, glaður og reifur skyli gumna hverr uns sinn bíður bana. Og það var engin tilviljun, að slík orð komu í hugann. Engan mann hef ég þekkt, sem mér fínnst hafa komist nær því, að slík lífs- speki mætti vera hans einkunnar- orð. Hann var hljóðlátur maður, hugsandi og athugull, en mjög við- ræðugóður, djarfur og áræðinn, en fyrst og síðast glaður og reifur. Gissur dvaldist æskuárin hjá for- eldrum sínum að Langholtsparti, en var þó aðeins tólf ára er hann fór að Oddgeirshólum, og vann hann því heimili næstu tíu árin. Hann er 22 ára þegar hann keypti sér lausamennskubréf, og er þá laus við kvaðir um fastráðningu í vinnu. Næstu átta árin stundaði hann ýmis störf til lands og sjávar, víða um land. Árið 1934 var hann kom- inn til Reykjavíkur og keypti þá húseignina að Ránargötu 3, og sýn- ir það glöggt að honum hefur vegn- að vel árin á undan. í þessu húsi voru nokkrar leiguíbúðir sem áttu að gefa nokkrar tekjur. Hann stundaði margvíslega vinnu og meðal annars vann hann um hríð við Sogsvirkjunina, en gaf sér jafn- framt tíma til náms og hlaut stýri- mannsréttindi 1934 og skipstjórn- arréttindi 1939. Árið 1935 kvæntist hann heit- konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur frá ísafírði, en henni hafði hann kynnst ári áður norður á Siglufírði. Þau stofnuðu heimili á Ránargötu 3 og bjuggu þar næstu sex árin og eign- uðust tvær dætur á þeim tíma. Þau Gissur og Guðrún unnu bæði hörð- um höndum af kappi með forsjá, og keyptu fískibát á árinu 1937, sem þau gerðu út um tíma. Ekki varð framhald útgerðar, en bæði hjónin voru stórhuga, áræðin og dugleg. Þau réðust í það á árinu 1941 að kaupa bújörðina Sogahlíð í Sogamýri, í nágrenni Reykjavíkur, og seldu þau þá húseignina á Rán- argötu 3. Nú er Sogamýrin fyrir löngu orðinn hluti Reykjavíkur, svo sem kunnugt er, og sveitabúskapur þar orðinn að þjóðsögu í huga yngri kynslóðanna. Þama í Sogamýrinni dafnaði búskapur ungu hjónanna vel og brátt var búið orðið eitt hið stærsta í nágrenni Reykjavíkur. Hjónin í Sogahlíð seldu Reykvíkingum mjólk og ýmsar búsafurðir næstu fímm- tán árin, og bömunum fjölgaði í fjögur, þrjár dætur og einn sonur. Tvær eldri dætranna, Jóna og Guð- björg Margrét, fæddust á Ránar- götunni, en yngsta dóttirin, ína, og sonurinn Kristján fæddust í Soga- hlíð. Þau eru nú öll á besta aldri og bera foreldrum sínum fagurt t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR V. SIGURÐSSON fyrrverandi ríkisendurskoðandi, Sólheimum 49, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Félag nýrnasjúkra. Kristrún Jóhannsdóttir, Sigrún C. Halldórsdóttir, Magnús Guðmundsson, Jóhann Halldórsson, Guðrún Siguróladóttir, Halldór Halldórsson, Margrét B. Sigurðardóttir, Sigurður Valur Halldórsson, Valgerður G. Halldórsdóttir, Sigurður Haraldsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, NÍELSINU (SÍNU) ÓSK DANÍELSDÓTTUR WliUM, Fyrir hönd aðstandenda, Sonja S. Wiium, Hannes Pétursson, SmóriS. Wium, Molly Thomsen, Sigurður S. Wiium, Sólveig Traustadóttir, Símon S. Wiium, Ingunn Ragnarsdóttir, Dan V. S. Wiium, Hanna B. Þrastardóttir. vitni sem vel metið dugnaðar- og atorkufólk. Árið 1956 hafði höfuðborgin þjarmað svo að býlinu í Sogamýr- inni, að ekki varð þar lengur rekið sauðljár- og kúabú, en hjónin, Giss- ur og Guðrún, gáfust ekki upp. Þau settu upp fískbúð við Sogaveginn og raunar víðar, svö að enn sóttu Reykvíkingar matvæli til þeirra hjóna um hríð. Það urðu 14 ár sem Gissur var allumfangsmikill fisk- kaupmaður í Reykjavík. Gissur og Guðrún slitu samvistir 1962, en Guðrún andaðist 1983. Býlið þeirra Sogahlíð var jafnað við jörðu 1966. Gissur var hálfsjötugur er áður nefndur sjúkleiki hans fór að há honum svo, að hann varð að hætta físksölunni. Hann leitaði að léttari vinnu og fékk vinnu í Múlalundi og starfaði hann þar frá 1971 til 1988, eða samfleytt í 17 ár. Hann var því orðinn 84 ára er hann hætti störfum og vinnudagurinn vissulega orðinn langur. En jafnvel eftir að hann gat ekki lengur ekið bíl sínum vegna fötlunarinnar, þá orðinn áttræður, var hann enn ungur í anda, glaður og reifur. Gissur var góður hagyrðingur og átti létt með að kasta fram stökum. Það fékk starfsfólkið á Múlalundi að heyra, því að oft flutti hann stök- ur, eða heilan brag á samkomum innan fyrirtækisins og þótti góð skemmtun. Seinni kona Gissurar var Elín- borg Stefánsdóttir, ekkja norðan úr Húnaþingi. Þau bjuggu saman í tuttugu og þtjú ár, mörg síðustu árin í góðri íbúð á Kleppsvegi 120, og nutu vel heimsókna barna sinna og bamabarna. Heimsfrægur austurrískur rit- höfundur hefur lýst fyrstu árum þessarar aldar svo, að árin frá alda- mótum fram til 1914 hafí verið „Gullöld öryggisins". Menn trúðu á frið og öryggi og framfarir fremur öllu öðru, en fyrri heimsstyijöldin lagði heim öryggisins í rúst. Á þriðja áratugnum þótti mönnum aftur elda af nýjum degi friðar og framfara, og trúðu reyndar enn á frið þrátt fyrir heimskreppuna á fjórða áratugnum. Síðari heimsstyrjöldin kollvarp- aði öllum bjartsýnisvonum á ný, það sem áunnist hafði á millistríðsárun- um var að engu gert. Sami rithöf- undur sagði: „Sá einn sem þekkt hefur skin og skugga, stríð og frið, uppgang og hnignun veit hvað lífíð er í raun og sannleika." Ég tel að Gissur Kristjánsson hafi einmitt vitað hvað lífíð er í raun og sannleika. Þótt hann hafí áreiðanlega þekkt skin og skugga, þá vissi hann líka vel að skugginn er, þegar á allt er litið, afsprengi ljóssins. Það var þess vegna sem hann gat alltaf verið glaður og reif- ur. Gissur Kristjánsson var jarð- sunginn frá Áskirkju í Reykjavík 22. október sl. Við hjónin kynnt- umst Gissuri fyrir rúmum þijátíu árum, er við tengdumst honum íjöl- skylduböndum. Við kveðjum hann klökkum huga, því að hann skilur eftir minninguna um sannan og heilan mann. . Eftirlifandi konu hans, börnum þeirra og öðrum vandamönnum sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Hallur Hermannsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.