Morgunblaðið - 03.11.1993, Side 46

Morgunblaðið - 03.11.1993, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 mmátm „ þetta. er c -fyrséa sfápti tya AóAUnn' Ef þú getur ekki sungið ófalskt, reyndu þá að klappa í takt * Ast er... að bjóðast til að þvo bílinn hennar. TM Reg. U.S Pat Otf — ail rights reserved ® 1993 Los Angetes Times Syndicate BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Abyrgðartrygging ökutækja Frá Kristjáni Péturssyni: í SJÓNVARPSFRÉTTUM nýverið var upplýst að 1-2 þúsund ökutæki væru ótryggð í umferðinni þó að skýr lagaákvæði séu um að öll öku- tæki skuli hafa ábyrgðar- og slysa- tryggingu ökumanna samkv. gild- andi umferðarlögum. Með tilvísun tif 17. gr. reglugerðar nr. 307 frá 15. júní 1988 um ábyrgðartryggingu ökutækja o.fl. segir orðrétt: „Þegar lögreglustjóri fær tilkynningu samkv. 1. málsgr. 16. gr. og í ljós kemur að ökutækið hefur ekki verið afskráð og að ný fullnægjandi vá- trygging er ekki fyrir hendi skal hann taka skráningarmerkið af öku- tækinu. Enda þótt vátrygging sé fallin úr gildi ber félagið áfram ábyrgð gagnvart þriðja manni á sér- hveiju tjóni sem verður þar til fjórar vikur eru liðnar frá því að vátrygg- ingin féll úr gildi nema önnur full- nægjandi vátrygging hafí verið keypt. Hafi vátrygging fallið úr gildi áður en lögreglustjóri fær tilkynn- ingu samkv. 1. mgr. 16 gr. helst ábyrgð félagsins í fjórar vikur frá móttöku tilkynningarinnar." Samkvæmt þessari grein helst ábyrgð tryggingafélagsins í fjórar vikur frá því að viðkomandi lögreglu- stjóri fær tilkynningu um að afskrá ökutækið. Lögregluyfirvöld hafa staðfest að þau hafi hvorki mannafla né möguleika að hafa uppi á öllum þeim ökutækjum sem afskrá þarf innan þessa fjögurra vikna tíma- marka og eru þau ótryggð að þeim tíma liðnum. Þetta veldur m.a. því að ökutækin finnast ekki á því heimilisfangi sem tilkynnt er af tryggingafélagi og verulega mun á skorta að lögsagnar- umdæmin hafi nægjanlega samvinnu sín á milli. Óskilvirkt eftirlit Öllum má vera ljóst að sú verk- framkvæmd sem nú er viðhöfð í þessum efnum er afar óskilvirk ef ekki ónothæf og veldur því að þús- undir ökutækja eru árlega ótryggð- ar í umferðinni. Á þessu þarf að ráða bót og ég er reyndar þess full- viss að bæði lögregluyfirvöld og tryggingafélög hafa fullan vilja til þess, en meira þarf til, hér þarf skilvirk og breytt vinnubrögð, sem jafnframt kallar á breytta löggjöf. Það er með öllu óviðunandi að þeir sem lenda í árekstrum og slysum við ótryggð ökutæki skuli þurfa sjálfir mánuðum og árum saman að reyna að innheimta tjónið, þó svo að seint um síðir bæti trygg- ingafélögin skaðann að hluta til, þegar fullreynt er talið að tjónsvald- ur^geti það ekki. í þessu sambandi vil ég benda á 6. gr. ábyrgðartr. um skyldur og ábyrgð vátryggingafélaga til greiðslu þeirra sem rétt eiga á skaðabótum. Öll ákvæði í vátrygg- ingaskírteini er takmarka ábyrgð tryggingafélaga að þessu leyti eru ógild. Hvað er til ráða? Ég tel löngu tímabært að breyta umræddri löggöf. Sterklega kemur til greina að starfsmenn trygginga- félaganna fái lögskipaða heimild að taka sjálfir skráningarmerki af vangreiddum ökutækjum og félli vátryggingin úr gildi um leið og Frá Steinari Pálssyni: í LESBÓK Morgunblaðsins 9. októ- ber er fróðleg grein um höfðingja- valdið, sem beinlínis barðist gegn nýjungum á liðnum öldum. Nú mætti ætla að barátta manna í háum stöð- um gegn nýjungum þekktist naum- ast á okkar tímum. En hvað á að kalla það þegar menn, sem leggja út í nýjungar í atvinnurekstri en mistekst að meira eða minna leyti, fá á bakið látlausar vammir og skammir frá mönnum sem sjálfir hafa reyndar ekki vit á neinum at- vinnurekstri. Þetta er áreiðanlega ágæt aðferð til að beijast gegn nýj- ungum. Með þessari Lesbókargrein er mynd af sláttumönnum. í texta með myndinni er gefið í skyn, að fyrir tíma íhaldssemi hafi ljárinn ekki verið festur í orfið með járn- hólkum fyrr en á 19. öld. Sagnfræð- ingar ættu að vita að þetta var fyr- ir hinn afskaplega járnskort. Tré- naglar voru notaðir við smíðar, þar sem því varð við komið. Tré í hús- grindum voru sett saman með timb- númer væri klippt af. Slík fram- kvæmd yrði tilkynnt til lögregluyf- irvalda og gerð í fullu samráði við þau. Með þessum hætti ætti að vera hægt að tryggja að öll öku- tæki með skráningarnúmer væru í lögmætri ábyrgðartryggingu í um- ferðinni og núverandi boðleiðum og óvissuþáttum yrði fækkað. Sumum finnst líka óréttmætt að fjöldi lögreglumanna séu á hveiju ári langtímum saman bundinn við afklippingar skráningarnúmera. Þetta verkefni varði meira fjárhags- lega hagsmuni vátryggingafélaga en framkvæmd lögreglu á umferð- arlögum. En fyrst og síðast verður að gera þá kröfu til vátryggingafé- laga að þau sjái til þess að öku- menn geti treyst því að öll ökutæki í umferðinni séu með lögmætar tryggingar. Sýnið nú dug og kjark og gerið raunhæfar endurbætur á þessari vanbúnu löggjöf. KRISTJÁN PÉTURSSON, fýrrverandi deildarstjóri. urmannalás, án nokkurs járnnagla. Járnið varð að sjálfsögðu að nota í sláttuljáina, torfljáina, pálinn og var á tréskóflunum og síðast en ekki síst hestajárnin, því að hesturinn var eina samgöngutækið á landi. í sama Lesbókarblaði er líka fróð- leg grein um nokkra unga áhuga- menn sem hófu gufuskipasiglingar milli íslands og Noregs um 1870. Þetta mun hafa verið fyrsta tilraun íslendinga til að eignast og reka gufuskip, en þessi tilraun stóð ekki lengi. Vonandi héfir þessum mönn- um ekki verið úthúðað fyrir glópa- skap, þótt þetta heppnaðist ekki eins vel og til stóð. Ég efast um, að sagn- fræðingar átti sig nægilega vel á því að nútíminn kemur ekki til ís- lands fyrr en með gufuskipunum. Þá er hægt að fara að gera hafnir og byggja brýr. En með.brúnum á sunnlensku stóránum verður allt Suðurlandsundirlendið uppland Reykjavíkur. STEINAR PÁLSSON, Hlíð, Gnúpveijahreppi, Árnessýslu. Barist gegn nýjungum HÖGNI HREKKVÍSI „AMUAtí SIC/LTI SEM HAKIM 8VÓ T|L J' Yíkveiji skrifar að er fremur sjaldgæf sjón að sjá fundarsal Alþingis þétt- skipaðan, því iðulega eru svo og svo margir alþingismenn fjarverandi, eða á ferli um húsakynni þingsins. í fyrradag brá svo við, við upphaf þingfundar, að 57 þingmenn voru mættir og allir í salnum. Einungis sex þingmenn voru fjarverandi. Það vakti athygli Víkveija að skvaldrið, pappírsskijáfið og flissið í þingheimi var svo mikið, eftir að fundarstörf hófust, að helst mætti líkja við lítt agaðan bekk á grunnskólastigi. Enda fór það svo að forseti Alþing- is, Salome Þorkelsdóttir, áminnti þingheim með þessum orðum, um leið og hún sló í bjölluna góðu: „For- seti vill gjarnan að það verði svolítið betra hljóð í salnurn." Við tilmæli forseta minnkaði hávaðinn i salnum umtalsvert, en einungis í 15 sekúnd- ur eða svo, síðan tók við sama pískr- ið, hvískrið og pappírsskijáfíð. Það er ótrúlegt að fylgjast með því hversu óagaðir þingmenn eru, þar sem þeir sitja hlið við hlið, fylgjast lítt eða ekki með þingstörfum, held- ur hvísla í eyra hver annars, senni- lega lélegum fimmaurabröndurum, og hlæja síðan ýmist stundarhátt, eða flissa eins og óþekkir krakkar. Sannarlega ekki svo virðuleg mynd af hinu háa Alþingi, eða hvað! xxx Gagnrýni á iðulega upp á pall- borðið hjá okkur íslendingum, það hefur sagan sýnt okkur. Þeir sem skera sig úr, hafa sérskoðanir, sérálit, sérstöðu, og sýna fram á slíkt með einurð, oft hávaða og ein- þykkni, ná oft að afla sér vinsælda út á það eitt, burtséð frá því hvað þeir eru að gagnrýna, eða í hveiju andstaða þeirra er fólgin. Hann/hún þorir; hann/hún hefur þann kjark sem til þarf; er einatt viðkvæðið þegar rætt er um gagnrýnandann, sérstaklega þann sem hæst hefur. Síðan er framkvæmd skoðanakönn- un og þá kemur á daginn að hann eða hún sem hæst buldi í, hefur aflað sér sérstakra vinsælda út á „sérstöðu" sína. annig sýnist Víkvetja sem það einkenni allt of oft málflutning hagsmunaaðila, sem hugsa fyrst og fremst um að skara eld að eigin köku og standa vörð um eigin hags- muni, svo og ákveðinna þingmanna, sem hafa einatt þrönga hagsmuni eigin kjördæmis að leiðarljósi, en ekki hagsmuni þjóðarinnar, að rísa upp og andmæla kröftuglega þegar breytingar eru á döfinni.eða til um- ræðu, sem flestir telja að geti verið þjóðinni til farsældar, þegar til lengri tíma er litið. Má þar nefna afstöðu ákveðinna talsmanna Landssam- bands íslenskra útvegsmanna á ný- afstöðnum ársfundi sambandsins til frumvarpa sjávarútvegsráðherra um stjórnun fiskveiða og Þróunarsjóðs sjávarútvegsins; afstöðu ákveðinna þingmanna og sveitarstjórnarmanna til sameiningar sveitarfélaga, s'bm virðist einkennast meira af því að varðveita beri þetta eða hitt „smá- ríki“ í ríkinu, þar sem sjónarmiðin um hagræðingu, samvinnu, samnýt- ingu og sparnað verða að lúta í lægra haldi fyrir „smákóngasjónarmiðun- um“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.