Morgunblaðið - 03.11.1993, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
ÍÞRÚmR
FOLK
HANDKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ
Úrslitin í leik Aftureldingar gegn FH standa
Dómstóllinn hafnaði kröfu FH
Frá Gunnari
Valgeirssyni i
Bandaríkjunum
■ ÞRÍR'bestu leikmenn NBA-liðs-
ins Golden State Warriors eru
meiddir. Ljóst þykir að hvorki Tim
Hardaway né Litháinn Sarunas
Marciulionis verði
nokkuð með í vetur,
en þeir misstu einn-
ig báðir af mest öllu
síðasta leiktímabili.
Fyrirliði liðsins, Chris MuIIin
meiddust svo í vikunni; skarst á
fingri í leik og verður frá í sex vik-
ur, en hann missti af síðustu 37
leikjum sl. vetur vegna meiðsla.
■ DON Nelson, þjálfari liðs Gold-
en State, sem þykir yfirleitt mjög
málglaður á blaðamannafundum,
var það ekki á mánudaginn. „Ég
veit ekki lengur hvað ég á að segja,“
var það eina sem hann gat stunið
upp, eftir að Muilin meiddist.
■ CLÝDE Crexler, aðalmaður
Portland Trailblazers, hafði hótað
að leika ekki með liðinu fyrr en
hann fengi nýjan og betri samning,
en nú er málið leist. Eigandi Port-
land framlengdi samning kappans
um eitt ár, og greiðir honum 8,7
milljónir dala aukalega fyrir það
ár. Það jafngildirtæplega 720 millj-
ónum króna.
■ ÞÝSKI leikmaðurinn ijölhæfi
Detlef Schrempf, sem kjörinn var
besti varamaður NBA-deildarinnar
1991 og 1992, er farinn frá Indi-
ana Pacers til Seattle Super-
Sonics, í skiptum fyrir tvo unga
leikmenn: Derrick McKey og Ger-
ald Paddio. Framkvæmdastjóri
Indiana sagði aðalástæðu þess að
Schrempf var látinn fara að samn-
ingur hans rynni út næsta vor, og
þá hefði félagið ekkj efni á að semja
við hann á ný og hohum yrði fijálst
að fara. Nú fengi félagið þó tvo
unga leikmenn í staðinn.
■ SCOTT Wiltíams, miðheiji
Chicago, verður frá keppni næsta
tvær til fjórar vikur vegna meiðsla
sem hann varð fyrir á föstudag.
Williams tognaði er hann var að
hita upp fyrir leik — teygða á vöðva
í fæti með þessum afleiðingum.
■ MICHAEL Jordan, sem lagði
skóna á hilluna á dögunum, mætti
á æfingu hjá Chicago Bulls á
mánudag. „Ég er bara að leika
mér, og sakna þess ekki að þurfa
að spila,“ sagði hann.
■ JOE Montana, leikstjómandi
Kansas í NFL-deildinni í ameríska
fótboltanum, meiddist um helgina
— tognaði í læri — og verður lík-
lega ekki meira með í deildarkeppn-
inni sjálfri í vetur. Hann ætti þó
að ná úrslitakeppninni í vor.
DÓMSTÓLL HSÍ tók ígær fyrir
kæru FH, sem fór fram á að
leikurinn gegn Aftureldingu í
4. umferð 1. deildar karla yrði
leikinn að nýju, þar sem dóm-
ari leiksins hefði gert mistök
undir lok viðureignarinnar.
Dómstóllinn komst að þeirri
niðurstöðu að ákvörðun dóm-
arans hefði verið röng, en hafn-
aði kröfu FH-inga og standa
úrslitin óhögguð. Dómnum
verður ekki áfrýjað.
Eins og komið hefur fram var
Afturelding marki yfir, 24:23,
þegar aukakast var dæmt á liðið og
um 15 sekúndur til leiksloka. Áður
en aukakastið var tekið var leik-
tíminn stöðvaður og liðsstjóra FH
sýnt rauða spjaldið, en þá voru 11
sekúndur eftir. FH var svipt knettin-
um og hann dæmdur Aftureldingu,
sem náði að skora og vann því 25:23.
FH taldi ákvörðun dómarans ranga,
kærði hana og krafðist nýs leiks.
í niðurstöðum dómsins segir m.a.:
„I grein 18:13 í leikreglunum sem
FH vísar til vegna kröfu sinnar seg-
ir, að ákvarðanir dómara byggðar á
mati þeirra á atvikum í leiknum séu
endanlegar. Þá segir að heimilt sé
að mótmæla úrskurði dómara, ef
hann er ekki í samræmi við reglur.
FH telur svo sem rakið var, að þetta
ákvæði hafi að geyma heimild fyrir
dóminn til að endurskoða ákvörðun
dómara og láta leikinn fara fram
að nýju hafi réttum reglum ekki
verið beitt.
Hvorki grein 18:13 í leikreglunum
né aðrar greinar leikreglnanna hafa
að geyma skýr ákvæði um það,
hveiju það varði ef réttum reglum
er ekki fylgt við dómgæslu í leik. í
13. grein laga HSÍ segir m.a., að
öll kærumál varðandi landsmót heyri
undir dómstól HSÍ og er meginregl-
an sú, að úrskurðir dómstólsins séu
fullnaðarúrskurðir eins og segir í
þessari grein. í reglugerð fyrir dóm-
aranefnd HSÍ o.fl. segir m.a., að
nefndin sé æðsti innlendi aðilinn um
túlkun leikreglna. Dóminum þykir
ofanritað gefa vísbendingu í þá átt,
að ekki sé tii þess ætlast að einstaka
ákvarðanir dómara í Ieik sæti endur-
skoðun af dóminum.
í gögnum frá IHF, sem aflað var
vegna máls þessa, kemur fram, að
ekkert dómafordæmi um samsvar-
andi tilvik sem hér um ræðir sé þekkt
úr alþjóðlegum handknattleik, en
ákvæði þau er vitnað hefur verið til
að framan í leikreglum HSÍ eru sam-
svarandi ákvæðum í reglum alþjóða-
sambandsins, IHF. Dómurinn telur
engu skipta í þessu sambandi, þótt
sá aðili sem svaraði fyrir hönd IHF
telji, að leikurinn sem mál þetta
snýst um skuli leikinn að nýju þar
sem líklegt orsakasamband sé á
milli mistaka dómara og úrslita
leiksins, enda var ekki bent á neina
réttarheimild þessu til stuðnings.
Vegna þessa má spyija hvað hefði
gerst ef þau atvik sem lýst er að
ofan hefðu átt sér stað er 10 mínút-
ur voru liðnar af leik sem endað
hafi með jafntefli.
Dómurinn telur ekki fært að skýra
reglurnar að ofan svo, að dóminum
sé ætlað í hvert sinn er slík tilvik
eða svipuð koma upp, að meta hvort
líklegt eða sennilegt orsakasamband
sé á milli mistaka dómara og úrslita
leiks og þá eftir atvikum að dæma
leiki ógilda. Slík réttaróvissa myndi
leiða handknattleikshreyfinguna í
algerar ógöngur enda alkunna að
mörg mistök eru gerð í hita leiks-
ins, jafnt af dómurum, leikmönnum
og aðstandendum liða, en allt er
þetta hluti leiksins.
Dómurinn telur þannig í ljósi ofan-
ritaðs, að gera verði kröfu til þess,
að kveðið sé á um það í reglum
hvaða afleiðingar mistök sem þau
er lýst er að ofan eigi að hafa í för
með sér eigi afleiðingar yfir höfuð
að vera einhveijar. Dómurinn telur
enga heimild til staðar til að ákveða
að leikurinn skuli leikinn að nýju.
Reglur þær sem FH vísar til til rökst-
uðnings kröfum sínum hafa ekki að
geyma slíkar heimildir og þær eru
heldur ekki að finna í lögum eða
öðrum reglum handknattleikshreyf-
ingarinnar."
í dómstólnum voru Guðjón St.
Marteinsson, Hermann Björnsson og
Sigurður I. Halldórsson.
MARAÞON
Daníel nálægt
íslandsmeti
Daníel Guðmundsson, Ármanni,
náði næst besta árangri ís-
lendings í maraþonhlaupi, þegar
hann hljóp á 2:28.30 klst. í Dublin-
maraþoninu. Daníel varð í 23. sæti
af um 4.000 þátttakendum, en þetta
var í fyrsta sinn, sem hann hleypur
maraþon. Millitími hans var
1:12.50, en íslandsmet Sigurðar P.
Sigmundssonar er 2:19.46 klst.
FRJALSAR / REYKJAVIKURLEIKARNIR
Alþjóðleg viðurkenning
Reykjavíkurleikarnir í frjáls-
íþróttum fengu viðurkenn-
ingu sem alþjóðlegt frjálsíþrótta-
mót á Evrópuþingi fijálsíþrótta-
sambanda, sem fram fór í Éeneyj-
um á Ítalíu á dögunum. Magnús
Jakobsson, formaður FRÍ, Birgir
Guðjónsson, formaður laganefnd-
ar, og Knútur Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri FRÍ, sóttu þingið
og sagði Knútur viðurkenninguna
mikilvægan stimpil og góðan
áfanga fyrir fijálsíþróttir á ís-
landi.
Reykjavíkurleikarnir verða
næst 25. júní 1994 og verður
Norðurlandamót í kastgreinum
karla og kvenna hluti af leikunum.
Slík keppni hefur ekki áður farið
fram og verður hún óformleg
fyrsta árið, en auk einstaklings-
keppni verður einnig um stiga-
keppni milli landa að ræða.
BLAK / ISLANDSMOTIÐ
Stúdentar knésettu meistarana
Stúdentar mættu galvaskir til
leiks gegn íslands- og bikar-
meisturum HK í íþróttahúsi Haga-
■!■■■■■ skóla á mánudags-
Guðmundur kvöld °K siKruðu 3:2.
Helgi Flestir áttu von á að
Þorsteinsson HK myndi hafa auð-
skrifar veldan sigur en ann-
að kom á daginn. Stúdentar mættu
mjög einbeittir til leiks og fljótlega
varð ljóst að lið meistaranna átti í
vandræðum því ÍS vann fyrstu hrin-
una fyrirhafnarlítið 15:4.
HK vann aðra hrinuna með sama
mun, en köflóttur leikur beggja liða
í þriðju og fjórðu hrinu var hreint
ótrúlegur. ÍS vann þriðju hrinuna
15:3, en HK svaraði í næstu 15:4.
í úrslitahrinunni byijaði HK betur
en Stúdentar reyndust sterkari og
viljameiri á endasprettinum og
tryggðu sér sigur, 15:11.
Sigur Stúdenta var sætur en búlg-
arski leikmaðurinn Zdravko V. Dem-
irev, lék þó einna best á meðan
Bandaríkjamaðurinn í liði HK,
Andrew Hancock, átti í erfiðleikum
með að skila „smössunum“ því Iág-
vörn ÍS sá til þess.
Stúdínu'r gáfu körlunum ekkert
eftir og unnu HK 3:0 í leik sem stóð
yfir í aðeins 44 mínútur. Móttaka
HK Iiðsins var hvorki fugl né fiskur
og réð ekkert við uppgjafir Mettu
Helgadóttur uppspilara IS sem skor-
aði grimmt. Hrinurnar fóru þannig:
15:10, 15:1 og 15:8.
ÍS er efst í 1. deild karla með 17
stig eftir 6 leiki, KA er í öðru sæti
með 13 stig og Þróttur Reykjavík í
þriðja með 12 stig. HK er í fjórða
sæti með 11 stig eftir 4 leiki, Stjarn-
an í fimmta með 7 stig eftir 3 leiki
og Þróttur Neskaupstað í sjötta með
2 stig eftir 8 leiki.
Víkingsstúlkur eru efstar í 1. deild
kvenna með 12 stig eftir 4 leiki, en
Þróttur Neskaupstað í öðru sæti með
jafnmörg stig eftir 6 leiki. ÍS er í
þriðja sæti 11, HK í fjórða með 8,
KA með 7 og Sindri rekur lestina,
hefur ekkert stig hlotið í 4 leikjum.
38. SAMBANDSÞING UMFI AÐ LAUGARVATNI
Þórír Jónsson kjörinn formaður
Formannsskipti urðu á þingi
UMFÍ á Laugarvatni fyrir
skömmu. Pálmi Gíslason sem verið
■■■■■■■ hefur formaður sl.
Kári 14 ár lét af störfum
Jónsson og í hans stað var
skrifar frá kjörinn Þórir Jóns-
Laugarvatm gon frá Ungmenna-
sambandi Borgarfjarðar.
Hinn nýi formaður var ánægður
með þingið, sagði það hafa verið
starfasamt til framtíðar. „Árið 2007
verður UMFÍ 100 ára og nauðsyn-
legt að hafa skýra stefnumótum til
þess tíma.“ Þórir sagði ennfremur
ánægjulegt að sjá að unglinga-
landsmótin væru að festast í sessi
og greinilega komin til að vera. Svo
hefði auðvitað sjálft landsmótið á
Laugarvatni næsta sumar borið
hátt í umræðunni og greinilegt að
aðstaðan yrði með besta móti.
Eitt stærsta mál hreyfingarinnar
sem fram kom var að skipa nefnd
sem fjalla skal um framtíð og stöðu
ungmennafélagshreyfingarinnar.
Ný stjórn
Á þinginu var kjörin ný stjórn
UMFI, hana skipa nú Þórir Jónsson
formaður, Þórir Haraldsson vara-
formaður, Jóhann Ólafsson ritari,
Kristján Yngvason gjaldkeri, Ólína
Sveinsdóttir, Sigurjón Bjarnason og
Sigurlaug Þ. Hermannsdóttir með-
stjórnendur. I varastjórn eru Ingi-
mundur Ingimundarson, Kristín
Gísladóttir, Matthías Lýðsson og
Sigurbjörn Gunnarsson.
Sigurður Geirdal bæjarstjóri í
Kópavogi var sæmdur heiðursfé-
lagakrossi UMFÍ, en hann var 16
ár framkvæmdastjóri samtakanna
á einhveijum mesta uppgangstíma
þeirra. Reynir G. Karlsson íþrótta-
fulltrúi ríkisins var sæmdur gull-
merki UMFÍ fyrir vel unnin störf í
þágu samtakanna.
íslandsmót 1. deild karla í Laugardalshöll
íkvöld kl. 20.00
KR-ingar! Fjölmennum og styðjum okkar menn.
Handknattleiksdeild KR
rmrs TRYGGINGA
—1 MIÐSTÖÐIN HF.
UMBOÐS OO HEILDSVERSLUN ÁlTTlÚta 36
Morgunblaðið/Kári
Þórir Jónsson færir Pálma Gíslasyni blómvönd við tímamótin.