Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 Hagnr fyrirtækja og heimila af 2% vaxtalækkun Ráðstöfunarfé vex um tæpa 10 milljarða kr. LÆKKUN raunvaxta um tvö prósentustig mun auka ráðstöfunarfé heimila, fyrirtækja og ríkis og sveitarfélaga um 5,1 milljarð króna ef litið er til skamms tíma og um 9,7 milljarða ef litið er til lengri tíma. Þetta kom fram hjá Sighvati Björgvinssyni viðskiptaráðherra á upplýsingafundi í gærkvöldi um hagsmuni heimila og fyrirtækja af vaxtalækkun, þar sem ýmsir forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana á fjármálamarkaði sátu fyrir svörum fundarmanna. T-r~ Morgunblaðið/Ami Sæberg Vaxtalækkun FJÖLMENNI sótti upplýsingafund viðskiptaráðuneytisins á Hótel Sögu um hag almennings og fyrirtækja af vaxtalækkun. Á fundinum komu fram skiptar skoðanir um hvort ráðlegt væri að fresta útboði á ríkis- og húsnæðis- bréfum sem fyrirhugað er eftir helgina. Yngvi Óm Kristinsson hjá Seðlabanka Islands sagði það skoð- un sína að standa ætti við fyrirætl- anir um útboð en Sigurður B. Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfamarkaðar Islandsbanka, taldi að ástæða gæti verið til að fresta útboðinu. Sighvatur Björgvinsson sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar í þessum efnum, en stjórnvöld myndu hafa vaðið fyrir neðan sig og gera ekkert sem gæti spillt þeim árangri sem náðst hefði í að lækka vextina. 667,5 milljónir í stimpilgjöld Lárus Valdimarsson fasteigna- sali spurði hvað gera ætti fyrir það fólk sem tekið hefði húsbréfalán með 6% föstum vöxtum og hvaða framhald ætti að vera á þessu af- fallakerfi. Sagði hann að frá því að húsbréfakerfið hóf göngu sína fyrir tæpum fjórum árum næmu húsbréfalán rúmum 44 milljörðum króna og ríkið hefði á þessum tíma innheimt í stimpilgjöld af húsbréf- um 667,5 milljónir króna. Það jafn- gildi meðalverði 110 þriggja her- bergja íbúða samkvæmt upplýsing- um Fasteignamats ríkisins. Vitnaði hann í fréttabréf Alþýðuflokksins frá árinu 1989 þar sem kæmi fram að um afföll yrði ekki að ræða í húsbréfakerfinu og sagði að afföllin á þessu árabili jafngiltu meðalverði á 1.100 þriggja herbergja íbúðum. Grétar Guðmundsson hjá Hús- næðisstofnun ríkisins sagði að bæt- ur til fólks sem væru með húsbréfa- lán á 6% vöxtum áhvílandi á eignum sínum kæmu að miklu leyti í gegn- um vaxtabótakerfið. Hann sagði að fólk hefði vitað að hveiju það gekk þegar það tók lánin. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbanka íslands, varaði við fyrirhugaðri skattlagn- ingu fjármagnstekna sem taka á gildi um mitt næsta ár og sagði að hún væri líkleg til þess að ýta und- ir hækkun vaxta. Hann sagði að lækkun útlánsvaxta bankanna myndi gera það að verkum að þeir hefðu úr minni vaxtamun að spila á næstunni þar sem lækkanir á inn- lánsvöxtum kæmu ekki fram að fullu fyrr en um áramót. Hins veg- ar myndi minni vaxtabyrði væntan- lega gera það að verkum að útlána- töp bankakerfisins minnkuðu. Sigurður B. Stefánsson sagði að lánskjaravísitalan væri ónothæfur mælikvarði á raunvexti eftir að stjómvöld tóku launavísitölu inn í grunn hennar og skoraði á stjórn- völd að leiðrétta það. Varnarviðræðurnar Framhald- íð oraðið FUNDI viðræðunefnda ís- lendinga og Bandaríkja- manna um framtíðarfyrir- komulag vamarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli var fram haldið í Washington í gær, án þess að niðurstaða fengist. Samkvæmt upplýs- ingum úr sendiráði íslands í Washington í gærkveldi, var framhald málsins óljóst, og ekki talið að það lægi fyrir, fyrr en síðla nætur (að'ís- lenskum tíma) hvort nefnd- irnar funduðu á nýjan leik í dag. Fulltrúar beggja nefnda vörðust allra fregna er Morgun- blaðið náði tali af þeim í Wash- ington í gærkveldi. íslenska viðræðunefndin hélt áfram á fundi í sendiráði íslands í Washington, eftir að fundarhlé var gert á fundinum með Bandaríkjamönnum, en hann stóð í þijár klukkustundir. Gunnar Pálsson, deildarstjóri alþjóðaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, sem á sæti í ís- lensku viðræðunefndinni sagði í gærkveldi að ekki væri ákveð- ið hvort nefndimar hittust á nýjan Ieik í dag. „Við emm að ráða ráðum okkar, og það verð- ur ekki fyrr en að fundi okkar loknum, einhvemtíma í kvöld, sem það liggur fyrir hvort það verður framhaldsfundur á morgun," sagði Gunnar. Vextir helstu skuldabréfa á fjármagnsmarkaðnum halda áfram að lækka Húsbréf voru í gær seld á yfírverði í fyrsta skiptí ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa lækkaði úr 6,15% í 5,98% á Verðbréfaþingi í gær og í 5,9% hjá Landsbréfum. Þar sem vextir bréfanna eru 6% þýðir þetta að þau voru seld á yfir- verði. Hingað til hafa húsbréf ávallt verið seld með afföllum frá því húsbréfakerfið var tekið upp og voru afföllin mest um 24% á árinu 1991. Búist er við að ávöxtunarkrafa hús- bréfa muni enn lækka á næstu dögum. Á Verðbréfaþingi lækkaði ávöxtunarkrafa allra ríkisverð- bréfa í gær og þar voru viðskipti með ríkisskuldabréf samtals fyrir 645,7 milljónir króna. Viðskipti vora mest með ríkisvíxla, eða fyrir tæpar 495 milljónir, viðskipti með spariskírteini voru 3,7 milljónir, viðskipti með húsbréf voru fyrir 47,6 milljónir, og 98 milljónir með ríkisbréf. Lítil viðskipti með spariskírteini í gær era talin benda til þess, að markaðurinn haldi að sér höndum þar til í ljós komi hvort vextir á þeim lækka meira. Ávöxtunar- krafa sparskírteina_ lækkaði í gær úr 5,62% í 5,32%. Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði á Verðbréfaþingi úr 6,15% í 5,89%, ávöxtunarkrafa ríkisbréfa lækkaði úr 7,82% í 7,71% og ávöxtunarkrafa ríkis- víxla lækkaði úr 7,13% í 6,94%. Trú á frekari vaxtalækkun Hjá Landsbréfum var kaupgengi á síðasta húsbréfaflokki 103,38 í gær. Það þýðir með öðrum orðum, að fyrir einnar milljónar króna húsbréf fengust í gær 1.033.800 krónur áður en sölulaun voru greidd, en með sölulaunum voru 0,18% afföll af bréfununum. Sigurbjöm Gunnarsson deildar- stjóri hjá Landsbréfum sagði að talsverð eftirspum hefði verið eftir húsbréfum sem sýndi að menn tryðu því að vextir muni halda áfram að lækka. Því væri hugsan- legt að ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði enn, sérstaklega ef vextir á spanskírteinum ríkissjóðs færa í 5%. „Ég held að markaðurinn eigi eftir að jafna sig og það sé engin ástæða fyrir fólk að hlaupa til og selja húsbréf strax,“ sagði Sigur- bjöm. tt'kurtílsUufuumámnól : í\'j\ '■ j Jgj&ljz'i I \ • Islenskt, já takk Almannasamtök framleiðslu 16 Noregur kynna íslenska Norski skíðamaðurinn Vegard Ul- vang telur Ketil bróður sinn hafa verið drepinn 23 Fiskiþing Sjávarútvegsráðherra gagnrýnir hagsmunahópa sjávarútvegsins 30 Leiðari Fækkun seðlabankastjóra 24 Viöskipti/Atvinnulíf Dagskm ► Björgvin Halldórsson á Bylgj- unni - Evrópskar teiknimyndir sækja í sig veðrið - Tvíburar skiptast á hlutverkum - Bíóin i borginni - Myndbönd ► Sparisjóðabanki - Útlit fyrir bjartari tíma hjá íslandsbanka - Hvað gerist þegar vextirnir lækka? - Þjóðarstolti Spánar lok- að - Markaðssetja lambakjöt þus. kr. 1.100 Myndln sýnir viðsWpti með húsbréf fyrir 1 milljón króna sem setjandi íbúðar fær i hendur í desember 1992 og sýnir hvernig ávöxtunarkrafa og afföll hafa hækkað og lækkað. Bréfið er fyrst selt 1. janúar 1993 með um 14% afföllum og þvi fást fyrir það tæpar 860 þúsundir króna. Síðustu viðskipti með bréfið eru látin fara fram í gær, og þá fær seljandi í sinn hlut 1 milljón og 88 þúsund krónur. Miðað er við ávöxtunarkröfu hjá Landsbréfum á hverjum tíma. 1.1 '93 1.2 1.3 i 1.4 3.5 1.6 i 1.7 2.8 i 1.9 -850 i ,800 1.10 3.11 Búist við riftiinarmálum vegna Miklagarðs Mál gegn stjórn- endum í athugun Á SKIPTAFUNDI í Miklagarði í gær kom fram að skiptasljórar þrota- búsins eiga von á að á vegum búsins verði höfðaðir nokkrir tugir rift- unarmála en ákvarðanir þar að lútandi verða teknar í upphafi næsta árs, að lokinni skoðun endurskoðenda á viðskiptum fyrirtækisins við um 160 aðila. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er m.a. talið líklegt að riftunarmái verði höfðuð gegn Ölgerð Egils Skallagrímsson- ar og Sól hf. sem hafi fengið greiddar skuldir við Miklagarð með sykri nokkru fyrir gjaldþrotið. Þá hafa skiptaráðendur í samráði við Félag íslenskra stórkaupmanna til athugunar að höfða skaðabótamál á hendur stjórnenduin Miklagarðs hf. hlutafjárloforðum. Þá kemur fram að framkvæmdastjóri fyrirtækisins lýsti þvi yfir í fjölmiðlum í september 1992 að 98% hlutfjáraukningar væri frá- gengin eða frágangi að ljúka með greiðslu í peningum og framtíð fyrir- tækisins væri tiyggð. I skýrslu bústjóra kemur fram að eignir Miklagarðs séu um 250 millj- j ónir króna og dugi, samkvæmt var- legri áætlun, til greiðslu á 5-10% almennra krafna auk forgangs- krafna. Bústjórar hafa samþykkt 1.200 milijóna kröfur í búið en 1.800 milljóna kröfum var lýst. Fjárhæð samþykktra krafna er talin munu hækka að sögn skiptastjóra. Sjá: „Skiptas^jórar teHa...“ - á bls. 25...... Allar skýrslur þrotabúsins um málefni fyrirtækisins verða sendar saksóknara án þess að skiptastjórar leggi mat á það hvort tilefni sé til frekari aðgerða á þeim vettvangi. í skýrslu endurskoðenda fyrir skiptastjóra kemur fram að um 163 milljónir af ráðgerðri 616 milljón króna hlutafjáraukningu fyrirtækis- ins í september 1992 hafí ekki skilað sér í bækur þess. Stærstur hluti hluta- fjáraukningarinnar, 393 milljónir, kom frá SIS með skuldajöfnun. Frá stofnun félagsins með 15 miiljóna króna hlutafé árið 1989 var hlutafé- lagaskrá aldrei tilkynnt um breyting- ar á hlutafé fyrr en skiptastjórar sendu inn tilkynningu til að vernda hagsmuni búsins gagnvartégreiddum -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.