Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 21 Dauð fluga með sinnepinu ÞEGAR FAÐIR í Reykjavík ætlaði fyrir skömmu að setja sinnep á pylsu ungs sonar síns, fylgdi dauð fluga sinnepinu. Vart þarf að taka fram að pylsan var ekki borðuð. „Eg ímynda mér að tölfræðilega séu jafnar líkur á að fá 5 rétta í lottói og flugu með sinnepinu," sagði maðurinn er hann sýndi ritstjórn Daglegs lífs sinnepið með „laumu- farþeganum." Um er að ræða danskt sinnep, UG-pylsusinnep og er inn- flytjandi þess fyrirtækið Nathan & Olsen. Vilhjálmur Fenger forstjóri sagði að í þau 19 ár sem hann hefði átt viðskipti við framleiðendur sinneps- ins, hefði aldrei komið upp neitt í líkingu við þetta. Kvaðst hann harma þetta og sagðist myndu senda sinn- epsbrúsann til framleiðenda og óska eftir svörum og útskýringum af þeirra hálfu. „Undanfarin tvö ár hefur allt framleiðsluferli hjá þessu fyrirtæki farið fram í lokuðu kerfi og undir þrýstingi og því á ekki að vera mögu- legt að svona nokkuð komi fyrir,“ sagði hann. Þess má geta að Reyk- víkingurinn fór með sinnepið til Nathan & Olsen og kvaðst hafa fengið góðar viðtökur þar. „Forstjór- inn var afar kurteis og þakkaði mér fyrir að hafa látið vita af atvikinu. Eg var meira að segja leystur út með gjöfum og mér finnst framkoma fyrirtækisins til sóma.“ ■ BT Plast bráðnar í eldföstum mótum ÓRÁÐLEGT er að nota áhöld úr plasti í eldföst form úr leir. Sé til dæmis plastsleif lögð á heitt eldfast mót, getur hún bráðnað og fest við mót- ið. Þeg- ar henni er kippt burt er hætt við að brot úr mótinu fylgi með. ■ Klipptu út X o dc *<y ■V 3L, Gildirtil 30. nóvember ‘93 0 Gildir til 30. nóvember ‘93 % Í>1® Jr ,.t>V .yíiV A Ár <«> ^e' Gildirtil 13. nóvember ‘93 'M \ <sc'c Gildir til 15. nóvember '93 B xr Jf*5 • ■ . 1 Gildir til 11. nóvember '93 1 1 1 1 Gildir til 7. nóvember ‘93 ö dc ■n .Jr & ,V" «>• - w * Gildir til 30. nóvember ‘93 o\° Gildir meðan birgðir endast f\o rV,- ^ 1 w V Gildir til 7. nóvember ‘93 •v clc A'V'- V JjF' •>& <6* ' fWcv >» V _v>*V m. x . ,. i &+. Gildir til 11. nóvember ‘93. Gildir til 30. nóvember ‘93 * ** Gildir til 20. nóvember ‘93

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.