Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 33. telja. Sýslumannsstörf voru því kjörin vettvangur fyrir hann og í Búðardal nutu þau hjónin sín til fullnustu og sveitungarnir hæfileika þeirra og mannkosta. Höfðingsskap og gestrisni þeirra hjóna var við brugðið hvar sem þau áttu bú sitt. Björg er ekki aðeins frábær hús- móðir heldur heimsborgari og list- ræn hefðarkona svo sem hún er kynborin til. Er mér í barnsminni hve varlega ég gekk ætíð um gætt- ir í húsum þeirra þar sem nær hver hlutur var sjálfstætt listaverk, og svo er enn. Þau hjónin eins og við Þórunn höfðu yndi af ferðalögum, bæði inn- anlands og utan. Aldrei vorum við saman í för en samt fannst mér oft eins og við ferðuðumst saman. Því tók ég ósjálfrátt upp þann sið að senda þeim línu frá hveijum nýjum stað sem við Þórunn komum til á heimshornaflakki okkar. Hafði ég stundum gaman af póstafgreiðslu- mönnunum þegar þeir litu á „adr- essuna", sem hljóðaði þannig: Björg og Pétur sýslumaður, Búðardal, Ice- land. Þeim fannst vanta tölustafina. Björg og Pétur voru að vonum vinmörg en þau kunnu þá list að ráða félagsskap að mestu sjálf. Þau sóttu dómaraþing reglulega og fóru í svokallaðar dómaraferðir til út- landa og nutu vel. í einni slíkri, í Ósló, villtust menn á Pétri og Ólafi Noregskonungi og þarf engan að undra sem þekktu Pétur og þá báða. Hin síðari ár sóttu þau sólarorku til Portúgal fyrir vetur á íslandi. Svo var og þetta haustið. Skapa- dægur Péturs var því umvafið sól og yl, einnig í bókstaflegri merk- ingu. Svo náin voru Björg og Pétur hvort öðru í mínum huga að ég talaði um þau bæði, þegar ég var aðeins að hafa eftir öðru þeirra. Því .er nú þrautin þung að leita sef- unarorða á sorgarstund. En þá eru börnin og barnabörnin huggun Bjargar harmi gegn. Kannski er það ekki tilviljun að dóttirin Þórhildur fæddi dreng daginn eftir að Pétur Þorsteinsson dó. Björn Þ. Guðmundsson. Óvænt barst fregn frá útlandinu að Pétur Þorsteinsson, vinur og nágranni til margra áratuga, væri látinn. Menn setti hljóða við hel- fregninni en „enginn má sköpum renna“. Pétur var fæddur á Óseyri við Stöðvarfjörð, en foreldrar hans voru þau hjónin Guðríður Guttormsdóttir úr Þistilfirði og Þorsteinn Þorsteins- son, Skaftfellingur að ætterni. Eft- irlifandi kona Péturs er Björg Rík- harðsdóttir, Jónssonar útskurðar- meistara og listamanns. Sporaslóðir okkar Péturs lágu fyrst saman er hann hóf störf á lögfræðiskrifstofu Jóns heitins Ól- afssonar hrl., en hann var lögmaður föður míns, heimilis- og tryggðavin- ur foreldra minna alla tíð. Þá var Ríkharður tengdafaðir Péturs nágranni og vinur foreldra minna meðan þau bjuggu á Óðins- götunni og hinn mesti aufúsugest- ur, enda bjó hann í næsta nágrenni með fjölskyldu sína. Fljótt varð okkur Pétri vel til vina er hann fluttist með fjölskyldu sína á hálflenduna í Miðdal í Mosfells- sveit, en þar reistu þau nýbýli og kölluðu Dalland. Stunduðu þau smábúskap, en Pétur sótti störf utan heimilis, aðallega sem starf- andi málafærslumaður. Á sjöunda áratugnum reisti hann íbúðarhús í byggðinni við Varmá skammt frá skólum sveitarinnar sem einnig standa á þeirri jörð. Þar bjó svo fjölskyldan þar til hann varð sýslumaður Dalamanna 1974. Pétur féll vel inn í mannlífíð í Mosfellssveitinni og tók fljótlega þátt í fjölþættu félags- og menning- arlífí Mosfellinga. Hann var prúður maður og glaðsinna, menningarlega sinnaður og allvel hagmæltur. Af þessum afskiptum og samstarfi hlaut hann vinsældir, enda gott til hans að leita, ráðhollur með reynslu í ýmiss konar vandamálum fólks. í mínu starfi sem oddviti um þessar mundir vann ég að ýmsum málum með Pétri er snertu störf hans sem sýslufulltrúa í Hafnar-' firði. Eg var oftlega dómkvaddur til ýmiss konar mats- og landamerk- ingamála ásamt úttektum á lögbýl- um sem hann stýrði af hálfu emb- ættisins. Það var lærdómsríkt og ánægjulegt samstarf og þar nutu sín vel reynsla og hæfileikar Pét- urs, en hann var mikill mannasætt- ir. í einkalífi sínu var Pétur gæfu- maður, en Björg kona hans er þekkt að myndarskap og gott var barna- lánið í þeirri fíölskyldu. Þeim varð þriggja barna auðið, en það eru Ríkharður Már rafiðnfræðingur, starfandi -á ófriðarsvæðum í fyrr- verandi Júgóslavíu, Þorsteinn lög- fræðingur og sýslufulltrúi í Kefla- vík, og Þórhildur húsmóðir í Reykja- vík. Jónu Láru eignaðist Pétur með fyrri konu sinni, Margréti Jónsdótt- ur, en Margrét lést í blóma lífsins 1947. Þau Björg og Pétur voru nú kom- in aftur heim í Lágholtið, en Pétur hætti starfi sýslumanns fyrir aldurs sakir við sjötugsaldurinn, og nutu þess nú að hafa hægara um sig eftir erilsamt ævistarfið. Þá kom reiðarslagið óvænt og miskunnar- laust. Pétur var ekki lengur meðal okkar er almættið kvaddi hann á annað tilverustig. Við minnumst nú samferða- manns sem kunni vel að meta drengskap og var mikill drengskap- armaður sjálfur. Blessuð sé minning hans. Fjölskyldu hans og ástvinum skulu hér færðar samúðarkveðjur. Jón M. Guðmundsson. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Eg átti orðið aðeins einn afa á lífí og seinast þegar ég sá hann var hann hress og glaður eins og ævin- lega. En svo brá hann sér utan til þess að fá sér sumarauka, en ferð- in náði ekki tilgangi sínum, hann varð fyrir áfalli. Það var síðla laugardags að mamma'hringdi í mig og sagði mér að afi væri dáinn. Mér varð hverft við og fann til saknaðar yfir því hversu lítið ég hafði kynnst honum. Hugurinn reikaði til baka til þeirra stunda sem ég átti með afa, þær voru ekki bara skemmtilegar, þær voru líka fræðandi. Einu sinni bauð afi mér og Guðnýju systur minni með sér til Selfoss. Alla leið- ina sagði hann okkur sögur, m.a. um fjöllin og fellin á leiðinni. I þess- ari ferð var mikið hlegið og ég gleymi því örugglega seint hvað afi hló þegar við sögðum honum að Lilja litla systir okkar kallaði hann „afa Gu“ af því að langömmu okk- ar, Guðríði, kölluðum við alltaf „ömmu Gu“. Þessi minning og margar aðrar skutu upp kollinum. Þegar við mæðgur vorum í ein- hveijum vanda sem þurfti úrlausnar við, var hringt í afa. Hann kunni ráð við öllu og þegar hann hafði talað var vandinn leystur. Hann tók það skýrt fram að hann hefði gam- an af að geta liðsinnt. Svona var hann alltaf, gæddur þessum ein- stæða hæfileika að hafa gaman af því að gera eitthvað fyrir aðra. Ég er honum þakklát fyrir góð ráð og leiðsögn sem ég mun búa að þó að hann sé horfinn af sjónar- sviðinu. í huganum kveð ég afa minn með innilegri þökk fyrir allt og allt. Steinunn. Þegar maður fréttir andlát vinar hrekkur maður við og verður dálítið þunglyndur. Það hrannast upp í hugann minn- ingar og söknuður. Pétur Þorsteinsson sýslumaður andaðist erlendis þann 22. október- mánaðar síðastliðinn. Pétur Þorsteinsson sýslumaður kom til starfa 1974 sem sýslumaður Dalamanna. liann lét af störfum 1991. í hans embættistíð urðu hér í Dölum stórfelldar framfarir á ýms- um sviðum sem Pétur sýslumaður studdi að með ráðum og dáð. Marg- ar framkvæmdir mætti nefna, svo sem heilsugæslustöð, sýsluhús, dvalarheimili aldraðra, vegamál og margt fleira. Hann var hugkvæmur og hvatti til að unnið yrði að mörgum menn- ingar- og framfaramálum í sýslunni og upphafsmaður margra þeirra. Við Dalamenn eigum þeim hjón- um Pétri Þorsteinssyni og Björgu Ríkharðsdóttur mikið að þakka, enda voru þau geysilega vinsæl og þeirra sárt saknað þegar þau fluttu héðan úr Dölum. Sem yfirvald var Pétur farsæll, fór ekki fram með offorsi, en hafði það í heiðri, að með lögum skal land byggja. „Betri er mögur sátt en feitur dómur,“ heyrði ég Pétur nefna, einnig að friðinn mætti kaupa dýrt, en ekki of dýru verði. Það er í gömlum sögnum hér í Dölum að í Dalasýslu þyrftu að vera tveir sýslumenn. I Skarðs- strandarhreppi þyrfti að vera prívat sýslumaður sökum ribbaldaháttar og þrætugirni íbúanna. Þessi uin- mæli munu hafa myndast eftir alda- mótin 1700 þegar Skarðsstrandar- hreppur var fjölmennasti hreppur sýslunnar. Það má ætla að Pétri sýslumanni hafi verið nokkur forvitni að vita hvort enn eimdi af þessum eiginleik- um hjá Skarðstrendingum. Fljótlega eftir að Pétur kemur hér til starfa fær hann upp á borð til sín lögtaksbeiðni á hendur þess sem þetta skrifar. Þetta var smá- upphæð sem ég annaðhvort tímdi ekki að greiða eða vildi ekki af þrætugirni. Nema hvað að Pétur kallar mig fyrir eins og vera bar að leysa þetta mál. Má vera að hann hafi vonað að fá þarna sæmi- legt eintak af Skarðstrendingi. Ekki veit ég hvort hann varð fyrir von- brigðum með eintakið. Þessi lögtaksbeiðni stóð nokkra stund í stappi á milli okkar þar til Pétur tekur upp veski sitt og telur upphæðina fram á borðið. „Ég borga þetta úr mínum vasa og svo er þetta búið.“ Þá gafst ég upp að sjálfsögðu. Eftir þetta vorum við oft að glett- ast og urðum vinir. Má vera að það sem leiddi okkur saman var að við höfum fundið þetta gráa hvor hjá öðrum. Þess vegna sé ég svo mikið eftir Pétri á undan mér. Þó ætla ég ekki að vera með neitt væl í þessu skrifi, enda fengi ég lítið þakklæti lijá Pétri ef ég yrði í kallfæri við hann þegar minn tfmi er kominn. Eitt er ég búinn að ákveða, að þegar Gabríel erkiengill er búinn að blása í lúður og kalla menn fyr- ir dómarann, þá ætla ég að fá Pét- ur Þorsteinsson fyrir lögfræðing að veija mín mál. Hann væri líka vís til að taka upp sjóð og borga mínar skuldir eins og hann bauðst til að borga forðum daga þó þessar yrðu mun stærri. Mig grunar að Pétur sé allvel stæður þar í efra. Þegar menn eru dauðir eru þeir af flestum taldir hafa verið mjög góðir og gegnir. Ég ætla að hafa að lokaorðum þetta: „Pétur Þorsteinsson þurfti ekki að deyja til að hljóta það lof sem honum bar.“ Steinólfur Lárusson. í dag er kvaddur vinur minn, Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi sýslumaður. Hann fæddist á Óseyri við Stöðvarfjörð. Foreldrar hans voru merkishjónin Þorsteinn Þor- steinsson Mýrmann útvegsbóndi og kona hans Guðríður Guttormsdóttir frá Stöð í Stöðvarfirði. Guðríður var fríð kona-, mjög vel greind, elskuleg og ljúf. Móðir mín og hún voru miklar vinkonur frá æskuárum. Þorsteinn Mýrmann var vel gefinn og gat verið mikill málafylgjumað- ur. En þeir sem til þekktu hafa tjáð mér að jafnan hafi hann sýnt ungl- ingum næman skilning, gefið sér tíma til að hlusta á þá og aldrei talað niður til þeirra. Pétur var yngstur sjö systkina, ólst upp á heimili foreldra sinna og vann öll algeng störf til sveita, auk þess sem hann stundaði sjómennsku á unglingsárum. Hann sagðist alltaf hafa verið sjóveikur þar til hann varð sjálfur formaður á trillubát sem faðir hans átti. Hugur Péturs stóð snemma til menntunar. Alla tíð, allt frá því hann var barn, var hann mikill lestr- arhestur og mundi það sem hann las betur en nokkur annar sem ég hef kynnst. Þeim systkinum var mikið kennt heima, en formleg skólaganga var stutt. Hann fór ekki í bamaskóla fyrr en hann var 11 ára og segir frá því í blaðavið- tali að kennarinn hafí þá verið hneykslaður á því að hann kynni ekki margföldundartöfluna. En Pét- ur fór heim, lærði hana alla og kunni daginn eftir. Á kreppuárunum var ekki auð- velt fyrir börn fátækra foreldra að leggja út í langskólanám. En með harðfylgi tókst Pétri það, annars vegar með því að lesa utanskóla mikinn hluta af námsefninu og hins vegar með því að stunda sjó af kappi og kosta sig sjálfur í skóla fyrir það sem aflaðist. Hann var hálfan annan vetur á Alþýðuskólan- um á Eiðum og sat alls tvo vetur í Menntaskólanum á Akureyri. Það- an lauk hann stúdentsprófi vorið 1943. Hann hóf svo nám í lögfræði um haustið, en vann jafnframt fyr- ir sér og sínum í byggingarvinnu og sem þingskrifari, enda átti hann fyrir fjölskyldu að sjá._ Hann var cand. juris frá Háskóla íslands árið 1950, héraðsdómslögmaður árið eftir og hæstaréttarlögmaður á efri árum. Hann var málafærslumaður í Reykjavík á árunum 1950-1963 og kennari við Gagnfræðaskóla Kópavogs og Mosfellshrepps á ár- unum 1963-1967. Þá gegndi hann starfi lögreglufulltrúa á Seyðisfirði sumurin 1965 og 1966. Hann var fulltrúi sýslumanns í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfírði á árunum 1967 til 1974. En það ár var hann skipaður sýslu- maður Dalasýslu og gegndi því embætti þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1991. Pétur Porsteinsson tók alla tíð mikinn þátt í félagsmálum. Þannig var hann um skeið formaður Ung- mennafélags Stöðfirðinga og átti hlut að stofnun Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands árið 1940. Hann var formaður Austfirð- ingafélagsins í Reykjavík og annað- ist útvarpskvöldvökur og bókaút- gáfu þess um árabil. Hann sat í Stúdentaráði Háskóla íslands frá 1948-1949 og átti þá ásamt fleirum frumkvæði að stofnun Lánasjóðs stúdenta og félagsheimilis þeirra. Hann var framkvæmdastjóri Nor- ræna stúdentamótsins árið 1950. Frá 1974 var hann í stjórn Dvalar- heimilis aldraðra að Fellsenda í Miðdölum og formaður nefndar sem vann að undirbúningi sumarhátíðar Dalamanna, Jörvagleði, frá 1977. Hann átti sæti á náttúruvemdar- þingum frá 1978. Þá var hann í skólanefnd Staðarfellsskóla frá 1981. Auk fjölmargra annarra starfa vann Pétur að undribúningi leirverksmiðju í Búðardal, stuðlaði að könnun á jarðhita í Reykjadal og hafði forgöngu um rannsóknir á Hvammsfirði og lífríki hans. Það má því ljóst vera að eftir Pétur Þorsteinsson liggur mikið ævistarf, bæði sem embættismann og for- göngumann á ýmsum sviðum menningar- og félagsmála. Pétur var vinsæll maður hvar sem hann starfaði. Hann var far- sælt yfirvald og má fullyrða að hann var mjög vel látinn meðal Dalamanna. Hann hafði sérstaka ánægju af þeim vettvangi sýslu- mannsstarfsins sem laut að félags- og sveitarstjórnarmálum. Hann var líka mjög vel fallinn til að sinna slíkum störfum sökum staðgóðrar þekkingar á atvinnuháttum, byggðri á eigin reynslu frá yngri árum og síðast en ekki síst vegna þess að hann var gæddur almennri skynsemi í ríkara mæli en flestir samtíðarmenn hans. Pétur hefur sagt að í sinni tíð sem sýslumaður í Dölum hafi fá mál farið fyrir Hæstarétt og yfirleitt hafí verið lít- ið um dómsmál. Það kemur ekki á óvart því að Pétur var mikill manna- sættir og lagði sig fram um að koma í veg fyrir persónuleg illindi milli fólks í fámennu samfélagi. En þar hefur sjálfsagt einnig komið til að þrátt fyrir elskulegt viðmót gat hann haft til að bera mikinn mynd- ugleika ef á þurfti að halda. Árið 1943 kvæntist Pétur ungur að árum Margréti Steinunni, dóttur Jóns Jónssonar trésmiðs og Láru Bjömsdóttur konu hans, sem var móðursystir mín. Margrét frænka mín, Denna eins og hún var kölluð, var mér mjög kær. Þau Pétur eign- uðust eina dóttur, Jónu Láru, sem er skrifstofurstjóri Heilsugæslu- stöðva Reykjavíkur. Eiginmaður hennar er Emil Guðmundsson, upp- lýsingafulltrúi á Skattstofu Reykja- víkur. Jóna Lára á þijár dætur. Margrét Steinunn lést árið 1947 er hún gekk með annað barn þeirra Péturs. Hún var einkadóttir foreldra sinna og aldei mun ég gleyma þeirri djúpu sorg sem þá hvíldi yfir heim- ili Péturs og tengdaforelda hans. Seinni kona Péturs var Björg Ríkarðsdóttir myndhöggvara Jóns- sonar og konu hans Maríu Ólafs- dóttur. Björg er sérlega mæt kona, vel gefin og vel gerð. Hún bjó manni sínum fagurt heimili og reyndist honum einstaklega góð eiginkona. Hún fæddi honum þrjú böm: Rík- hard, rafiðnfræðing, sem starfar hjá Alþjóðaráði Rauða krossins í fýrrum Júgóslavíu, Þorstein, iög- fræðing, sem er fulltrúi hjá bæjar- fógeta í Keflavík, og Þórhildi, hús- móður, sem gift er Þorláki Magnús- syni verkfræðingi. Þórhildur á þijú börn. Pétur Þorsteinsson var heljar- menni að burðum og hraustmenni mikið strax á æskuárum. En meira um vert var þó hitt að hann var búinn miklum mannkostum, góður félagi og vinfastur. Ég kynntist Pétri þegar við vorum unglingar á Stöðvarfírði. Við urðum strax góðir vinir og sú vinátta hélst æ síðan. Marga ferðina fómm við saman frændur á yngri ámm, þar á meðal nokkrar svaðilfarir, sem við kom- umst heilir úr, þakkað veri Pétri. Og margs eigum við kona mín að minnast og þakka frá samveru með Pétri og Björgu. Nokkur sumur fómm við ásamt systur minni og mági með þeim inn á óbyggðir og em þær ferðir ógleymanlegar. Ekki er hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðafélaga en Pétur sem ávallt var hrókur alls fagnaðar. Hann var ein- staklega vel að sér í sögu og landa- fræði Islands, kunni skil á nánast öllum landshlutum og gat rakið sögu þeirra. í þeim efnum varð ég ávallt að láta í minni pokann, þótt ég reyndi stöku sinnum af veikum mætti að andmæla frænda mínum og skýringum hans. Ógleymanlegar stundir höfum við Guðrún einnig átt heima hjá þeim hjónum, bæði í nýbýli þeirra að Dallandi í Mosfells- sveit, meðan þau bjuggu þar og síðar í Búðardal. Pétur átti einnig - eins og faðir hans - auðvelt með að umgangast börn og unglinga. Dóttir okkar hefur oft minnist á ógleymanlegar stundir þegar hún dvaldist sem barn nokkra vordaga hjá þeim hjónum í Dallandi og hann sýndi henni blóm og lömb í haga. Og nú er Pétur Þorsteinsson skyndilega allur, en minningin um góðan dreng mun ávallt lifa og varðveitast í huga mér. Við Guðrún þökkum honum allt og allt á langri vegferð. Við sendum Björgu og börnum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð veri minn- ing hans. Unnsteinn Stefánsson. Fleiri minningargreinar um Pét- ur Þorsteinsson bíða birtingar og munu birtast næstu daga. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.