Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 48
HEWLETT
PACKARD
---------------UMBOÐIÐ
HPÁ ÍSLANDI HF
Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000
Frá möguleika til veruleika
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK
StMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Bankar ákveða 2% raunvaxta-
lækkun fyrir 10. nóvember
Leggja áherslu á að ná fyrst samningum við Seðlabankann um viðskiptakjör
1000 króna
verðmunur
á konfekti
MACHINTOSH’S sælgæti í
2ja kílóa dósum kostar 1.643
krónur í F&A-versluninni í
Reykjavík og er þvi nærri
47% ódýrara en út úr heild-
sölu með virðisaukaskatti.
Verð F&A er 8 krónum lægra
en í fríhafnarversluninni í
Keflavík.
Algengt verð á 2 kg dós af
Machintosh’s Quality Street,
samkvæmt upplýsingum frá
innflytjanda sælgætisins, er í
kringum 2.600 krónur. Tollar
og opinber gjöld af þessu sæl-
gæti eru yfir 60%, en þau greið-
ir fríhafnarverslun ekki.
Sjá his. 20: „Machintosh’s
sælgæti . . .“
BANKAR og sparisjóðir meta vaxtaþróun á markaði þannig, að raun-
vextir ríkisbréfa á eftirmarkaði muni hafa lækkað um 2% þegar
eftir næstu helgi og munu samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
tilkynna um eða eftir helgi þá ákvörðun sína að lækka vexti þannig
að raunvextir lækki um 2%. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins munu innlánsstofnanir leggja höfuðkapp á það, fram til þess að
ný vaxtaákvörðun verður tilkynnt opinberlega, að ná samningum
við Seðlabanka íslands um rýmri lausafjárkvaðir og hærri vexti frá
Seðlabanka fyrir 5% bindiskyldu bankanna í Seðlabanka.
Morgunblaðið hefur upplýsingar
um að Seðlabankinn hafi boðað
stjórnendur innlánsstofnana til
fundar í Seðlabankanum, nú fyrir
hádegi og er búist við því að við-
skiptabankarnir setji fram ákveðn-
ar kröfur á hendur Seðlabanka, sem
skilyrði fyrir því að bankarnir stígi
hið stóra skref til raunvaxtalækk-
unar, strax eftir helgi. Morgunblað-
ið hefur upplýsingar um að ákveðn-
ir talsmenn bankakerfisins telji eðli-
legt að Seðlabankinn greiði innláns-
stofnun meðalútlánsvexti fyrir þá
fjármuni sem viðskiptabankar og
sparisjóðir verða að binda í Seðla-
bankanum til þess að uppfylla 5%
bindiskyldu. Vextir þeir sem Seðla-
bankinn greiðir af slíkum fjármun-
um eru 3,5%.
Tekjumissir innlánsstofnana
Jafnframt munu bankarnir telja
að eðlilegt sé að Seðlabankinn, sem
hafði yfir 3000 milljóna króna
hagnað á sl. ári, ákveði áð hærri
vextir á bindiskylduna verði aftur-
virkir. Slíkt telja þeir að myndi
auðvelda viðskiptabönkunum að
ráðast í umtalsverða raunvaxta-
lækkun, þrátt fyrir þá staðreynd
að miklir fjármunir séu bundnir á
verðtryggðum innlánsreikningum,
sem ekki sé hægt að hreyfa vexti
á fyrr en um áramót. Þannig telst
bönkunum til að lækkun raunvaxta-
stigs um 2%, án þess að hróflað
verði við bundnum innlánsreikning-
um, muni þýða nokkur hundruð
milljóna króna tekjumissi fyrir innl-
ánsstofnanir í heild, fram til ára-
móta.
Samkvæmt upplýsingum úr
Seðlabanka, liggur ekki fyrir hver
afstaða bankans verður til óska
innlánsstofnana. Ólíklegt er talið
að Seðlabanki verði reiðubúinn til
þess að afnema bindiskyldu banka
með öllu, en líklegt má telja að
bankinn verði reiðubúinn til þess
að lækka hana svo nokkru nemi.
Sjá miðopnu: „Bankar krefjast
bættra viðskiptakjara ...“
Sighvatur Bjarnason útgerðarmaður í Yestmannaeyjum á Fiskiþingi
Tökum fnimkvæðið og sam-
þykkjum veiðileyfagjald
Gjaldið gæti orðið 1.000 krónur og bundið verðlagi á botnfiskafurðum
Slysatryggingadeild Tryggingastofnunar
Tekjur umfram
gjöld 600 milljónir
TEKJUR slysatryggingadeildar Tryggingastofnunar umfram
gjöld síðastliðin tvö ár hafa samtals numið 600 milljónum króna,
að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoð-
un ríkisreiknings fyrir árið 1992.
frá 1990 um tryggingagjald séu
tekjur sjúkratryggingadeildar
reiknaðar þannig að telja hlutdeild
í tekjum af tryggingagjaldinu hlut-
fallslega þá sömu og hún var
áætluð í samtölu þeirra gjalda sem
tryggingagjaldið kom í staðinn
fyrir, eða 8%. Afkoma deildarinnar
síðan lögin tóku gildi gefi til kynna
að slysatryggingagjald sé umtals-
vert hærra en útgjöld vegna slysa-
trygginga. Telur Ríkisendurskoðun
að stjómvöld verði að taka afstöðu
til þess hvort lækka eigi hlut slysa-
tryggingagjalds í tryggingagjaldi
eða leita fonnlegrar lagaheimildar
til að láta umframtekjur deildarinn-
ar renna í ríkissjóð.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur fram að samkvæmt lögum
- SIGHVATUR Bjarnason framkvæmdasljóri Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum segir að hann telji að forráðamenn í sjávarútvegi
eigi að taka frumkvæðið og samþykkja veiðileyfagjald. „Með vax-
andi erfiðleikum í þjóðfélaginu mun þessi umræða vaxa og ef við
sofnum á verðinum gæti svo orðið að við vöknuðum upp við það
einn morguninn að búið væri að setja á veiðileyfagjald án nokkurs
samráðs við okkur. Því tel ég að við eigum að taka frumkvæðið í
þessu máli og samþykkja þetta gjald með þeim fyrirvara að upphæð-
in verði bundin við verðlag á botnfiskafurðum til dæmis í SDR,“
segir Sighvatur.
Þetta kom fram í erindi hans á
Fiskiþingi sem nú stendur yfir. Sig-
hvatur fjallaði um umræðuna um
veiðileyfagjaldið í þjóðíélaginu og
sagði m.a. að þótt allir í sjávarút-
vegi væru sammála um að hafna
... bæri beinu veiðileyfagjaldi kæmi
fleira til. „Hinsvegar verður að líta
á það að talsmönnum veiðileyfa-
gjalds fer fjölgandi og virðast þeir
vera margir í röðum núverandi
stjórnarliða. Þá hafa talsmenn úr
röðum iðnaðarins verið framarlega
í flokki þeirra er mæla fyrir veiði-
Ieyfagjaldi sem er í raun merkilegt,
þeir virðast halda að hráefnið í sjáv-
arútveginum sé gefið.“
Hvað varðar tengingu á veiði-
leyfagjaldinu við verðlag á botnfisk-
afurðum segir Sighvatur: „Við get-
.A'' um þá hugsað okkur að 1.000 krón-
urnar fyrirhuguðu verði gjaldið 1.
janúar 1996 sem síðan taki sömu
breytingum og verðið á afurðunum,
það er að gjaldið muni hækka og
lækka í takt við breytingar á sölu-
verði botnfiskafurða. Að sjálfsögðu,
og það er grundvallaratriði, á gjald-
ið að renna til greinarinnar sjálfrar
þar sem veija á þessu fjármagni til
hagræðingaraðgerða.“
Þá vakti það athygli i máli Sig-
hvats að hann styður frumvarpið
um Þróunarsjóðinn, telur hugmynd-
ina góða og sorglegt að horfa upp
á hana jarðaða sökum neikvæðrar
umræðu um fjármögnun sjóðsins
sem sé vissulega óraunhæf en það
mál verði einfaldlega að leysa á
annan hátt. „Hagræðið af þessu
ætti að vera öllum augljóst," segir
Sighvatur. „Hugmyndin að baki
sjóðnum er mjög góð en spurningin
er frekar um breytta útfærslu á
ýmsum atriðum er lúta að fram-
kvæmd hennar.“
Tillaga um veiðileyfagjald
Fyrir Fiskiþingi nú liggur tillaga
til fjárhagsnefndar þingsins frá
Fiskifélagsdeild Vestfjarða um
veiðileyfagjald. Tillagan er svo-
hljóðandi: „Aðalfundur Fiskifélags-
deildar Vestfjarða ... telur að með-
an kvótakerfið er við lýði sé eðlilegt
að sala og andvirði sölu veiðiheim-
ilda verði á höndum ríkissjóðs."
Samhliða þessu er önnur tillaga frá
sömu deild um að mótmælt verði
öllum hugmyndum um auðlinda-
skatt.
Sjáfrá fiskiþingi á bls. 30.
Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Fálkiíbaði
SNORRI Aðalsteinsson og Ilaukur Sveinbjörnsson þvo fálkaungann.
Fálkaungi
í fóstri
FÁLKAUNGI sem nýlega
fannst ósjálfbjarga við þjóð-
veginn á Fjarðaraurum í
Lóni er í fóstri tveggja
manna á Höfn í Hornafirði.
Hafði fálkinn lent í grút og
hafa félagarnir þvegið hann
tvisvar og telja að hann geti
náð sér alveg.
Snorri Aðalsteinsson sjómað-
ur sagði að fuglinn hefði litið
illa út þegar þeir fundu hann
og hefði þeim verið ráðlagt að
farga honum, hann væri svo illa
farinn að ekkert þýddi að reyna
að bjarga honum. Þeir hefðu þó
reynt og væri hann allur að
koma til.
Étur þjörtu
Snorri sagðist gefa fálkanum
lambshjörtu, lifur og kótilettur
og tæki hann hraustlega til
matar síns og væri orðið sífellt
erfiðara að ná honum í bílskúrn-
um þar sem hann væri geymd-
ur. Hann sagði að enn sæi á
fuglinum og ekki væri óhætt að
sleppa honum alveg strax.