Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 fclk f fréttum kongatoS Líf Karólínu undir smásjá Fjöldi fólks sér í hillingum hvemig hægt er að græða á því að skrifa bækur og þá einkum um einkalíf fólks. Sumir hafa árangur sem erfiði eins og Andrew Morton sem skrifaði bókina um Díönu prinsessu og græddi á því tugi milljóna, að því er fregnir herma. Nú ganga þær sögur fjöilunum hærra að spænskur blaðamaður sem skrifar aðallega um kóngafólk ætli að segja allan sannleikann um Karólínu Mónakóprins- essu. I því felst að hann ætlar að draga fram í dags- ljósið öll þau ástarsambönd sem Karólína er sögð hafa átt í. „Hún er yfírstéttardama sem hefur fengið allt sem hún hefur bent á — líka karlmenn,“ er haft eftir Morton. Hann segir einnig að prinsessan hefði átt að verða leikona eins og móðir hennar, því allt hennar líf snú- ist um leikaraskap. „Síðasta hlutverk hennar til nokk- urra ára er syrgjandi ekkja. Meira að segja sundfötin hennar hafa verið svört. Prinsessan nýtur þess að vera miðpunktur alls,“ sagði Morton ennfremur og bætti því við að hann hefði ekki hugsað sér að eyði- leggja goðsögnina um Karólínu, heldur einungis að segja frá því hvers konar mann hún hefði að geyma. Ef að líkum lætur á furstafjölskyldan í Mónakó enn eftir að ganga í gegnum erfiðleika við útkomu bókarinnar um líf Karólínu. Hér er hún ásamt föð- ur sínum. NÚTÍÐ - FAXAFENI14 - SÍMI 687480 Fjölbreytt námskeiðahald fyrir alla, ungar stúlkur, dömur og herra á öllum aldri og verðandi sýningarfólk. Byrjar í næstu viku. Kennum aðeins um helgar, aldrei á kvöldin. Hvaða hópur hentar þér??? Ungarkonur 2 Ungar stúlkur á öllum aldri 13-16 ára Snyrting Snyrting Hárgreiðsla Framkoma Framkoma Fataval Borðsiðir Hreinlæti Fataval Borðsiðir Hreinlæti Mannleg samskipti Gestaboð Ganga Mannleg samskipti Mæting 6 skipti Mæting 6 skipti Mjög góö þjálfun fyrir sýningarstúlkur og þær Muniö gjafakortin. sem hafa áhuga á aö fara Góö jóla- og í fyrirsætu- og tækifærisgjöf. fegurðarsamkeppnir. 3 4 Herrar á öllum aldri Framkoma Fataval Flreinlæti Flárgreiðsla Borðsiðir Mannleg samskiptí Ganga Mæting 4 skipti Ungar stúlkur 13 ára og eldri Sjálfsvörn Módelnámskeið: Dömur - Herrar ★ Ganga - Snúningar ★ ★ Sviðsframkoma - Snyrting ★ ★ Hárgreiðsla - Ljósmyndun ★ Allt sem viðkemur sýningarstörfum ★ Prófverkefni og sýning í lokin ★ ★ Viðurkenningarskjal ★ Innritun og upplýsingar í síma 643340 kl. 16-19. Unnur Arngrímsdóttir. ★ STJÖRNUR Þekkt sýningarstúlka leikur gleðikonu Rússnesk-þýska stúlkan Tatjana Patitz sem leikUr léítúðuga stúlku í myndinni „Rísandi sól“ var aðeins sautján ára þegar hún skrif- aði undir samning við módelskrif- stofu í París. Henni bauðst fljótlega starf í Brussel þar sem átti að mynda hana vegna auglýsinga í verðlista. Þegar kom að brottfarardegi fylgdi kærastinn henni á brautarstöðina en Tatjana sneri á hann og alla aðra með því að hoppa út úr lestinni áður en hún lagði af stað. Starfið heillaði hana ekki og hún hafði á tilfinning- unni að hennar biði eitthvað betra. Forsíðustúlka Vogue henni bauðst hlutverk í kvikmynd- inni „Rísandi sól“ að hún varð ánægð með hlutskipti sitt. Reyndar reynir ekki mikið á leik- hæfileika Tatjönu, því fljótlega í myndinni er hún myrt og felast hæfileikar hennar aðallega í því að liggja sem liðið lík uppi á borði. Það er enginn annar en Sean Connery ásamt Wesley Snipes sem rannsakar morðið á stúlkunni. Hún segir að Sean Connery hafi reynst sér vel við upptökur og hann hafi getað gefið henni mörg góð ráð. „Hann er einn kynþokkafyllsti maður sem ég hef kynnst,“ sagði Tatjana í blaðaviðtali nýlega. Taljana Patitz Ieikuri léttúðuga stúlku í myndinni Rísandi sól. Tatjana reyndist hafa rétt fyrir sér því stuttu síðar var hún orðin forsíðuandlit Vogue og hafði allt að 20 þúsund dollara (um 140 þús. ísl. kr.) í laun á dag. Samt var hún ekki ánægð. Það var ekki fyrr en Ólst upp við kröpp kjör Það er þó með Tatjönu eins og annað frægt fólk, að líf hennar hef- ur ekki alltaf verið dans á rósum. Hún flutti 5 ára með fjölskyldu sinni til Malmö í Svíþjóð, þar sem faðir hennar skrifaði ferðabækur. Systk- inin ólust upp við kröpp kjör og seg- ir Tatjana að henni hafi oft verið strítt sem krakki vegna þess að hún þurfti að ganga marga daga í sömu nærbuxunum. Eftir að hún hafði náð velgengni í starfi varð áfengisdrykkja henni þrándur í götu og lifði hún hátt á árunum 1986-88. Þá tók'hún sig á, fór heim til móður sinnar sem þá var flutt til Los Angeles, og : fékk aðstoð hennar til að kom- ast aftur á rétta hillu. Tatjana, sem er rétt tæplega þrítug, lifir nú rólegu lífi og notar frístundirnar til að mála, æfa jóga eða ganga á ströndinni. Dansparið Ester og Haukur sýndu gestum hvernig dansa ætti eftir salsatónlist. Morgunblaðið/Egill Egilsson „Dömurnar" Hansína, Dæsa og Gunna Sækó mættu til að sýna sig. SKEMMTUN Salsahátíð með Snigla- bandinu Sniglabandið efndi til salsahátíð- ar á Tveimur vinum fyrir skömmu um leið og það kynnti nýútkomna plötu sína. Áður en Sniglabandið hóf leikinn sýndi danspar frá Danskóla Jóns Péturs og Köru, þau Esther og Haukur, nokkra suðræna takta. Fjölmennt var á hátíðinni og mikil gleði. Inn á milli mátti greina þijár „uppábún- ar dömur“ sem mættu til að sýna sig en ekki sjá aðra. Meðfylgjandi myndir eru teknar á hátíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.