Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 11 Hundur í sorpsneplum eftir Ólaf E. Jóhannsson Undanfamar vikur hefur fátt verið vinsælli kjaftasaga í hópum veiðimanna en sorglegur atburður sem átti sér stað í veiðiferð þar sem undirritaður var einn fjögurra þátt- takenda. Reyndar breiddist sagan út eins og eldur í sinu og sagðar voru „fréttir" af atburðinum í nokkrum prentmiðlum, fyrst í DV, síðan, í þessari röð, í eftirfarandi sorpsneplum: I hinni „trúverðugu" Pressu, þá greindi hinn misvitri Garri í Tímanum frá málinu eins og honum einum er lagið, svo ein- hver snepill sem heitir Sviðsljós, og loks, síðast að vanda, birti Alþýðu: blaðið skáldsögu um atburðinn. í Alþýðublaðinu stendur að „fréttin“ sé höfð eftir „áreiðanlegum upplýs- ingum“ og er þar skemmtilega að orði komist, því það eina sem rétt er í Alþýðublaðinu er að hundur hafi farist af slysförum. Annað er lygi, rógur og illmælgi, enda varla annars von úr þeim ranni. Það er hins vegar fróðlegt fýrir hina örfáu lesendur Alþýðublaðsins að kynnast með þessum hætti mati þessarar blaðsnefnu á því hvað eru áreiðan- legar upplýsingar. En hvað um það. Nánar verður vikið að þætti fjöl- miðla hér á éftir, en fyrst skal skýrt frá staðreyndum málsins. Fyrir nokkrum vikum var undir- ritaður á gæsaveiðum í Húnavatns- sýslu ásamt þeim Páli Magnússyni, forstjóra íslenska útvarpsfélagsins, og Asgeiri Heiðari, landskunnum veiðimanni og veiðihundaþjálfara. Þannig vildi til að veiðitík undirrit- aðs átti ekki heimangengt sökum lóðarís en veiðitík Ásgeirs var veik. Af þeim sökum fékk Ásgeir léða labradortíkina Össu hjá kunningja okkar allra, Einari Páli Garðarssyni verslunarmanni. Hinn örlagaríka dag ákváðum við félagarnir, ásamt Hermanni Ingasyni, bónda á Þing- eyrum, að fara í kvöldflug, sem kallað er. Það merkir að ætlun okk- ar var að liggja fyrir gæsum á stað þar sem við hugðum að þær myndu nátta sig, líkt og þær höfðu gert kvöldið áður. Téður staður var í og neðan við Hólma nokkra sem eru í Húnavatni, neðanvert við bæinn Þingeyrar. Þegar kom að því að taka ákvörðun um staðsetningu okkar, lýsti Ásgeir Heiðar yfir þeim vilja sínum að vera aðskilinn frá okkur hinum. Kaus hann sér fylgsni í hólma, nokkru neðan við okkur. Má áætla að fjarlægðin á milli stað- anna hafi verið hátt í kílómetri. Labradortíkin fylgdi Ásgeiri, enda hafði hann yfir henni að segja, ekki við. Áður en við skildum var ákveð- ið, að ef við þremenningarnir þyrft- um á tíkinni að halda, myndum við kalla eftir henni, með því að senda Ásgeiri fyrirfram ákveðið hljóð- merki. Þess má geta að Ásgeir er að margra mati besti veiðihunda- þjálfari landsins, enda bera veiði- hundar hans, labradortíkin Nóra og írskri setterinn Rex, þess glöggan vott. Segir nú ekki meira af Ásgeiri, en þegar við komum út í hólmann komum við okkur fyrir, stilltum upp tálfuglum, gerðum okkur fylgsi og biðum. Brátt tók að skyggja, en einmitt þá flytur gæsin sig úr beit- arhaga á náttstað og svo var einnig í þetta sinn. Hins vegar brá svo við að fuglinn kom ekki til okkar, held- ur leitaði á annan stað, ofar með ánni. Gerðist nú kvöldsett, en þó skímaði vel til norðvesturs, svo skotbjart var og vel mátti sjá fugla, flygju þeir þar um. Nú heyrðum við í gæsum úr suðri, en ekki treystust undirritaður eða félagar hans til að skjóta á þær, þar sem gæsirnar bar í fjall. Þó heyrðum við svo greini- lega í þeim að líklega voru þær við það að koma í skotfæri. Sama átti við um eina gæs sem bar að skömmu seinna, en hana létum við óáreitta af sömu sökum. Vorum við nú að því komnir að hætta veiðum, en þá heyrðum við og sáum nokkurra fugla hóp koma í skotfæri og bar þá vel í birtuna. Sendum við þessum fuglum kveðju með þeim afleiðingum að tveir féllu til jarðar og lentu í vatninu nokkuð neðan við eyrartaglið, austur af hólmanum þar sem við vorum. Hljóp undirritaður þegar af stað til að sækja fuglana, fann strax annan, en ekki hinn og fór með þann ný- skotna til baka þar sem við félag- arnir réðum ráðum okkar um það hvernig finna mætti hinn særða fugl sem fyrst. Rétt í þann mund sem við vorum að velta þessu fyrir okkur, urðum við varir við smá- skvettu skammt frá þeim stað þar sem fyrri fuglinn hafði fundist, rétt eins og særður fugl væri þar að baksa með vængjunum, nokkuð sem allir gæsaveiðimenn kannast við. Allir vorum við sammála um að þarna væri hinn fuglinn Ijominn, sá sem undirrituðum hafi yfírsést, og til að binda enda á líf hans var skotið á hann. En illu heilli var þar komin hundríkin Assa. Auðvitað var okkur öllum mjög brugðið, enginn okkar hafði áður lent í neinu þvíumlíku. Engan okkar hafði heldur grunað að þarna væri tíkin komin, enda vissum við ekki betur en hún væri í fylgd með fé- laga okkar, Ásgeiri Heiðari, a.m.k. 700 metrum neðan og vestan við okkur. Ekki höfðum við óskað eftir því að fá senda tíkina, ekki höfðum við gefið fyrirfram ákveðið hljóð- merki í því skyni að leita eftir að- stoð þeirra og ekki hvarflaði að „Það vekur nokkra furðu mína og reyndar okkar allra sem að þessu máli komum, að nokkrir fjölmiðlar skyldu telja það frétt að hundur hefði orðið fyrir skoti. Mér er t.d. kunnugt um að hundur hafi orðið fyrir skoti gæsaveiðimanna í Þykkvabænum í fyrra- haust o g drepist og þrjá menn kannast ég við sem orðið hafa fyrir því að skjóta hund. I engu þessara tilvika var sögð frétt af atburðinum. Þess vegna er eðlilegt að.draga þá ályktun að Pressan, Tíminn, Sviðs- ljós og Alþýðublaðið hafi talið fréttina felast í því, hverjir hlut áttu að máli, ekki í því hvað var gert.“ okkur að tíkin kæmi til okkar óum- beðið og síst _úr gagnstæðri átt. Að sögn Ásgeirs Heiðars, sem heyrði skotin frá okkur þremenn- ingum eins og tíkin, varð hún ólm við hvellina þegar við skutum að fyrrgreindum fuglahópi og rauk af stað í átt til okkar og skeytti engu um öskur, hróp og köll hundaþjálf- arans sem skipaði henni að stansa og koma til baka. Ekki urðu hrópin heldur til að vara okkur við, því að fjarlægðin var slík á milli okkar. Sem sagt: Engan okkar grunaði að þarna gæti verið um annað að ræða en nýskotinn fugl sem bar í árbakk- ann á móti og engra ferða var þarna von, hvorki af dýra hálfu né manna. Eftir þennan hörmulega atburð sem okkur féll öllum mjög þungt, var ákveðið að láta það liggja á milli hluta, hver það var sem var svo ólánsamur að taka í gikkinn. Enda vorum við sammála um það, og þar efaðist enginn, að þarna væri fugl á ferð. Töldum við að allir ættum við hlut að þessu máli og bæri hver um sig þar nokkra ábyrgð. Enda munum við allir taka þátt í því að bæta eiganda tíkurinn- ar tjón hans. Á þessari stundu grun- aði engan okkar hvað fylgja myndi í kjölfarið í kjaftasögum, slúðri, Sjálfvirkur vatnsstýri- búnaður á markaðinn KOMINN er á markað hér á landi nýr sjálfvirkur vatns- stýribúnaður á krana sem virkar þannig að hátíðnihljóð- skynjari skynjar hreyfingu undir honum og opnar þá fyr- ir vatnið en lokar svo aftur jafnskjótt og ekkert hreyfist undir honum. Búnaður þessi heitir SmartFaucet, og hefur hann verið kallaður Töfra- kraninn á Islensku. Hann er m.a. notaður á heimilum, veit- ingastöðum, læknastofum, tannlæknastofum, sjúkrahús- um og í frystihúsum, og getur hann sparað allt að 16 tonnum af heitu vatni á hverju heimili á ári. Töfrakraninn festist auðveld- Töfrakraninn er talinn geta sparað allt að 16 tonnum af heitu vatni á hverju heimili á ári. lega á allar gerðir blöndunar- tækja og fylgja honum sérstök skrúfuð millistykki sem gera það mögulegt. Kraninn er tölvustýrð- ur og gengur fyrir 9 volta raf- hlöðu sem endist um það bil eitt ár, en á krananum er hnappur þar sem valið er á milii þess að vatn renni frítt í gegnum hann og að hann stjórni vatnsrennsl- inu sjálfur. I Bandaríkjunum hefur búnaður þessi notið mikilla vinsælda og hefur hann hlotið verðlaun frá American Council for an Energy Efficient Economy fyrir að auðvelda verndun nátt- úruauðlinda. Umboðsaðili Töfrakranans er Medic hf.-STG International Snorrabraut 60 í Reykjavík, en Vatnsvirkinn er söluaðili í Reykjavík. Ólafur E. Jóhannsson rógi og lygum í óvönduðum fjölmiðl- um. Nú er hins vegajj svo komið að undirrituðum þykir nóg um kjaftaganginn og upplýsist það hér með að það var sá sem þetta skrif- ar sem var svo ólánsamur að taka í gikkinn kvöldið umrædda við Húnavatn. Ekki verður svo skilið við þetta leiðindamál án þess að víkja nokkr- um orðum að þætti fjölmiðla. Það vekur nokkra furðu mína og reynd- ar okkar allra sem að þessu máli komum, að nokkrir fjölmiðlar skyldu telja það frétt að hundur hefði orðið fyrir skoti. Mér er t.d. kunnugt um að hundur hafi orðið fyrir skoti gæsaveiðimanna í Þykkvabænum í fyrrahaust og drepist og þrjá menn kannast ég við sem orðið hafa fyrir því að skjóta hund. í engu þessara tilvika var sögð frétt af atburðinum. Þess vegna er eðlilegt að draga þá álykt- un að Pressan, Tíminn, Sviðsljós og Alþýðublaðið hafí talið fréttina felast í því, hverjir hlut áttu. að máli, ekki í því hvað var gert. Enda staðfesta fyrirsagnir Pressunnar og Alþýðublaðsins þá skoðun. í Pressunni, sem reið á vaðið í birtingu kjaftasagna, eru allmargar villur, rangar ályktanir og dylgjur sem rétt er að leiðrétta. í fyrsta lagi vorum við Páll ekki með tíkina í láni, eins og Pressan segir. I öðru lagi átti atburðurinn sér ekki stað í myrkri. Rokkið var, ekki myrkur. í þriðja lagi segir í Pressunni: „Var tíkin talin einn besti veiði- hundur landsins og mjög vel þjálf- uð, svo vel að hún hlýddi ávallt þeim sem hún gekk með úr húsi, hver sem það var.“ Ekki hef ég vilja til þess að núa salti í sár eig- andans og fjölskyldu hans eða kasta rýrð á dýrið með neinum hætti. Hins vegar verður ekki hjá því kom- ist að spyrja hvort lýsing Ásgeirs Heiðars á viðbrögðum tíkurinnar, þegar hún rauk frá honum, geti átt við um hundinn sem Pressan talar um? í fjórða lagi dylgjar Pressan um að „góðir“ veiðimenn skjóti ekki út í loftið í niðamyrkri og að slíkt voða- skot hjá vönum veiðimanni eigi sér engin fordæmi. Hið sanna er að ekki var niðamyrkur þegar þetta gerðist og slysaskot af þessum toga eiga sér því miður mörg fordæmi hér á landi sem annars staðar. í fimmta lagi hefur Pressan það eftir einhveijum Þór Gunnlaugs- syni, lögregluvarðstjóra á Blöndu- ósi, sem þó viðurkennir að hafa aldrei heyrt neitt um málið, að það sé „bara hrein og bein glæpastarf- semi“ að „dandalast með skotvopn um nótt í bikamyrkri“. Ekki veit ég hvaðan honum berast upplýs- ingar um að við höfum verið að „dandalast með skotvopn um nótt í bikamyrkri", en þó telur hann sig þess umkominn að hafa skoðun á málinu. Virðist þarna laganna vörð- ur draga ályktanir sínar af frásögn blaðamanns Pressunnar sem hefur „vit“ sitt úr kjaftatífum bæjarins. Þykja mér litlar kröfur vera gerðar til heimilda og heimildarmanna af lögreglunni í Húnaþingi í þessu máli. Loks getur lögregluþjónninn sér þess til að við höfum verið á selveiðum! Er sú ályktun hans í stíl við önnur ummæli hans í grein- inni. Fleiri fullyrðingar Pressunnar má gera athugasemdir við, en hér verður þó látið staðar numið. Þó virðist mat blaðamanns Pressunnar og ónafngreindra viðmælenda hans á verðmæti nefnds veiðihunds vera all glæfralegt. I sömu gryfju fellur sá sem skrif- ar í dagskrárkynningarsnepilinn Sviðsljós sem virðist éta upp hráa grein Pressunnar um málið. Garri Tímans er að vanda illyrtur og argur og nenni ég ekki að eltast við allar dylgjur hans um okkur félaga. Hins vegar talar hann um drykkjuskap samhliða meðferð skotvopna í pistli sínum og af því tilefni er sjálfsagt að taka það fram að ómögulega getum við tekið þær dylgjur til okkar, enda eiga þær ekki við, hvorki í umræddu tilviki né öðrum. Blaðamaður Alþýðublaðsins gengur þó sýnu lengst í hálfvita- skapnum með því að fullyrða sam- kvæmt „áreiðanlegum upplýsing- um“ að félagi minn Páll hafí skotið nefndan hund. Af framansögðu sjá menn auðvitað að það er lygi, eins og reyndar flest það sem fram kem- ur í „frétt“ blaðsins. Virðist Alþýðu- blaðið þarna hafa náð áður óþekktu lágmarki í trúverðugleika, sem var þó ekki mikill fyrir. Að síðustu nokkur orð um kjafta- sögur: Undirritaður hefur heyrt all- margar útgáfur af umræddri sögu. í öllum tilvikum var sagan krydduð óskaplega, í engu tilviki var at- burðarás lýst á réttan hátt. Hins vegar er okkur félögum kennt um fjölmargt það sem miður hefur far- ið í veiðiferðum einhverra annarra. Við höfum til dæmis aldrei breytt ijúpnaveiðiferð í skógarþrasta- skytterí, við erum aldrei drukknir á ferð með skotvopn, við skutum heldur ekki á bóndann í Grímsnes- inu og svo mætti áfram telja. Hvað kemur næst? Skutum við Kennedy? Við gjöldum þess hins vegar að vera mörgum kunnir vegna eðlis starfa okkar og því miður virðast margir, jafnvel „kollegar" okkar á öðrum fjölmiðlum, hafa skemmtun af því að kasta i okkur skít. Verði þeim að góðu, en rétt er að minna þá og aðra á að sjaldan verður hönd höggi fegin. Höfundur er fréttamaður. Nýtt prestakall aug- lýst til umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst Ingjaldshólsprestakall í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi laust til umsóknar. Ingjaldshólsprestakall er nýtt prestakall sem byggir á lögum um skipan prestakalla og próf- astsdæma frá 1990. Hið nýja prestakall nær yfir Ingjaldshóls-, Búða- og Hellnasóknir; prestssetur verður á Hellissandi. Ingjaldshólssókn heyrði áður prestakall og Söðulshólsprestakall undir Ólafsvíkurprestakall en Búða- og Hellnasóknir undir Staðastaðar- prestakall. Samhliða þessum breyt- ingum sameinast nú Staðastaðar- og helst því fjöldi embætta í próf- astsdæminu óbreyttur, segir í fréttatilkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.