Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.11.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 45 Jólafrímerki 8. nóv. nk. _________Frímerki_____________ Jón Aðalsteinn Jónsson Næstkomandi mánudag fáum við ný jólafrímerki frá Póst- og síma- málastofnuninni. Fram að þessu hefur snið þeirra verið mjög líkt, en nú er verulega brugðið út af þeirri venju, þar sem þau eru réttur ferningur. Engum getum skal leitt að því, hvernig söfnurum og al- mennum notendum lízt á þá breyt- ingu, en hún er samt nokkur til- breyting frá því, sem verið hefur. Hönnuður frímerkjanna er korn- ungur maður, enda er þetta frum- raun hans á þessu sviði. Hann heit- ir Halldór Ásgrímur Elvarsson og hefur stundað nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands um nokkur ár og lauk þaðan prófi á liðnu vori í grafískri hönnun. Myndefni frímerkjanna er vel þekkt. Er það annars vegar vitring- arnir þrír með Jesúbarnið og hins vegar María mey og Jesúbamið. Eiga frímerkin að minna á þær trú- arlegu myndir, sem voru gerðar hér á landi á miðöldum og hafa einkum varðveitzt í útsaumi og myndvefn- aði. Orðrétt segir svo í tilkynning- unni: „I þessum myndum ræður ein- faldleikinn ferðum en myndirnar eru þrátt fyrir það einstaklega Iifandi vegna þeirrar trúarlegu einlægni sem skín frá þeim. Þessi einfaldleiki og einlægni hreif Halldór og vann hann sínar myndir undir áhrifum þessara mynda.“ Nú er að sjá, hvemig mönnum lízt á frímerkin og hönnun þeirra. : ÍSLAND 30™ i .................------ • - ■ Jólafrímerkin nýju. Þau minna að mínum dómi við fyrstu sýn vel á jólin, bæði að mynd- efni og litavali. Hins vegar eru þau enn sem fyrr fullstór á venjulegt jólabréf. Verðgildi frímerkjanna er 30 og 35 krónur, sem er annars vegar burðargjald innanlands og til Norð- urlanda, og hins vegar til annarra Evrópulanda. Frímerkin eru prentuð hjá Norges Banks Seddeltrykkeri í Ósló. Hefur sú prentsmiðja ekki áður prentað íslenzk frímerki. íslenzka póst- stjórnin virðist því aftur vera farin að leita fyrir sér utan Englands. Verður að fagna því og jafnframt vona, að þessi prentsmiðja' leysi verkefni sitt sómasamlega af hendi. Dagur frímerkisins 9. okt. sl. Eins og lesendum þessa þáttar er kunnugt, var Dagur frímerkisins haldinn hátíðlegur 9. f.m. Þann dag komu út allmörg ný frímerki, svo Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík Fjársöfnun hefst um helgina FLUGBJÖRGUNARSVEITIN í Reykjavík hefur sína árlegu fjársöfn- un með merkjasölu næstkomandi helgi, dagana 5.,6. og 7. nóv- ember. Sölumenn verða á öllum helstu stöðum bæjarins, meðal ann- ars í Kringlunni og á Laugarveginum. Merkin í ár eru lyklakippur og hangandi endurskinsmerki. Flug- björgunarsveitin kveðst í fréttatil- kynningu vonast til að fólk taki vel á móti sölumenn sínum og sjái sér fært um að styrkja sveitina og um leið efla öryggi fólks á víða vangi. Undanfarar sveitarinnar verða með fjallabjörgunar sýningu á Laugarveginum kl. 16:00 föstudag- inn 5. nóvember og laugardaginn 6. nóvember kl. 13 og kl. 16. Ef veður leyfir munu félagar í Fall- hlífahópi sveitarinnar stökkva niður í Hljómskálagarð á laugardeginum um kl. 13:30 og 15:30 Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. The Sacred Triangle of Pagan lceland Ný bók eftir Einar Pálsson kemur út 10. nóvember. Þetta er fyrsta bókin sem út kemur eftir Einar á ensku. Bókin fjallar um tengsl íslendinga að fornu við hugarheim hinnar klassísku forn- aldar, einkum við hina margbrotnu speki Pýþagórasar. Þar eru raktir hinir ótrúlegustu þræðir milli íslenskra landnáms- manna, Breta á steinöld, hliðstæðu alþingis á Pelopsskaga og mælinga Forn-Egypta. Þetta er bók hins fróðleiksfúsa. Bókaútgáfan Mímir, Sólvallagötu 28, Reykjavík, sími 25149. J ólamy ndatökur Nú er rétti tíminn til að panta 3 Ódýrastir jólamyndatökuna við myndum til og með 21. des. og skilum öllum myndum og stækkunum fyrir jól. Jólakortaverðiö hjá okkur er hið hagkvæmasta á landinu í okkar myndatökum er innifalið að allar myndir eru stækkaöar og fullunnar í stærðinni 13 x 18 cm að auki 2 stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. Verð frá kr. 12.000,oo Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Barna og fjölskylduljósmyndir sími: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 4 30 20 sem áður hefur verið sagt frá í þess- um þætti. Því miður var ég víðs fjarri, svo að ég hef einungis haft spurnir frá öðrum af því, sem gerð- ist þennan dag. Frá því var stuttlega sagt í þætti 8. okt. sl., að til stæðu nokkur há- tíðabrigði í Kringlunni í Reykjavík og svo sérstakt póstflug til Ákur- eyrar með þeirri gömlu og góðu Douglas-flugvéi, sem hingað kom fyrir réttum 50 árum og er enn á lofti og nú fyrir Landgræðslu ríkis- ins og nefnist Páll Sveinsson. Ekki munu þessir póstflutningar hafa vakið mjög mikla athygli. Er mér tjáð, að alls hafí 1.780 bréf verið flutt með flugvélinni. Vera má, að mörgum söfnurum hafi hér þótt seilzt of langt ofan í vasa sína, því að sérstaks 160 króna aukagjalds var krafizt. Undarlegt má það samt þykja, því að uppgræðsla landsins er verðugt verkefni, sem almenning- ur ætti bæði að hafa áhuga á og vilja til að hlúa að. Vera má, að þessi flugferð hafi ekki verið nægj- anlega kynnt eða tiigangur hennar, og það hafi svo valdið þessum dræmu undirtektum. En fyrir bragðið má búast við, að þau bréf, sem send voru og fengu sérstaka póststimplun, verði smám saman eftirsótt af söfnurum. Undanfarin ár hefur verið fremur dauft yfír Degi frímerkisins, bæði af hálfu póstsins og eins samtökum frímerkjasafnara. Að þessu sinni var hann með nokkru öðru sniði en áður. Sýnishorn úr söluskrá: Ford F-350 Double Cab '91, XLT Lariat, svartur, ek. 20 þ. km., hlaðinn aukabúnaði. Verð 3,6 millj. M, Benz 380 SEL '83, kóngablár, ek. 210 þ. km., hlaðinn aukabúnaöi þ.á.m.: Topplúga, rafm. í sætum, rafm. í rúðum, ABS bremsukerfi, hleðslujafnari, centr- al læs., loftræsting, álfelgur o.m.fl. Verð 1990 þús. Subaru 1800 st. 4 x 4 '90, grásans, ek. 66 þ. km. Verð 920 þús. Daihatsu Applause 4 x 4 '91, grásans, ekinn 41 þ. km. Verð 1050 þús„ sk. á 4-500 þús. kr. bil. Daihatsu Charade Sedan '91, rauður, ek. 47 þ. km., sjálfsk., sumar/vetrar- dekk. Verð kr. 820 þús., sk. á ódýrari. MMC Galant GLSi '89, hvítur, ek. 74 þ. km., sjálfsk. Verð kr. 980 þús., sk. á ódýrari. BÍLASALAN BÍLDSHÖFDA 3 5. 670333 Nú tók allir aðilar sig saman um að gera hér á bragarbót. Var sýning haldin í Kringlunni, sem stóð frá 6. til 9. október. Þar mátti sjá nokk- ur söfn, sem tengdust flugi með einum eða öðrum hætti. Páll H. Ásgeirsson sýndi stóran hluta af söfnum sínum, sem eru mörgum kunn. Þtjú mótífsöfn voru þarna, en þau áttu Jón Þór Sigurðsson, Daði Halldórsson og Halldór Þor- bergsson. Enn fremur kynnti Félag frímerkjasafnara og íslenzkir mót- ífsafnarar starfsemi sína í sérstök- um römmum. Þá voru til sýnis frummyndir Þrastar Halldórssonar af flugvéla- frímerkjum þeim, sem út komu þennan dag. Eins var sýnd þarna sérblokkin til minningar um hópflug ítala 1933, sem gefín var út með sérstöku yfírverði. Snemma í sögu Dags frímerkisins hér á landi var haldinn svonefndur skiptimarkaður í tengslum við dag- inn. Því miður datt hann fljótiega upp fyrir. Nú var hann tekinn upp aftur, og er mér tjáð af þeim, sem tóku þátt í honum, að vel hafí tek- izt til og það svo, að hann verði endurtekinn að ári. Margir lögðu leið sína þama fram hjá og urðu fróðari en áður um tilvist og starf- semi frímerkjasafnara í Reykjavík. Stóð markaðurinn, meðan verzlanir voru opnar. Yfirmenn Kringlunnar sýndu þessu framtaki safnara mik- inn skilning og velvilja, og skulu þeim hér færðar sérstakar þakkir fyrir þá vinsemd. PLANHVÍTT BAÐINNRÉTTING / BÆJARHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI. SlMI 651499 STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI GÓÐ GREIÐSLUKJÖR CW rilla«4 lamR) meó toernaise á ÍOÍO lcr. aíÆ44> o W ÍO Sími 11556

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.