Morgunblaðið - 04.11.1993, Side 10

Morgunblaðið - 04.11.1993, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1993 Sinfóníuhljómsveit Islands Tónleikar í Háskólabíói Frumflutt verk eftir Kjartan Olafsson Hljómsveitarstjóri: Osmo Vanska Einleikari: Guðný Guðmunds- dóttir Efnisskrá: Kjartan Ólafsson: Útstrok Felix Mendelssohn: Fiðlukonsert í e-moll Carl Nielsen: Sinfónía nr. 3 Sinfóníuhljómsveit íslands heldur áskriftartónleika í gulu röðinni í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Frumflutt verður verk eftir Kjartan Ólafsson sem nefnist Útstrok. Kjartan stundaði nám í píanóleik, tónfræði og tónsmíðum við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Framhalds- nám stundaði hann í Hollandi og Finnlandi. Nú starfar Kjartan sem kennari við Tónlistarskólann i Reykjavík, Tónskóla Sigursveins og Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík. Einnig hefur hann haldið fyrirlestra um forritunartækni í tónlist og tón- smíðaforritið Calmus sem hann hef- ur sjálfur hannað. Kjartan er afkastamikið tónskáld og þegar liggur eftir hann fjöldi verka. í verkinu Útstrok, sem frum- flutt verður á tónleikunum, er notuð hefðbundin sinfóníuhljómsveit og nýjasta hljóðtækni, m.a. er notast við forritið Calmus við gerð verks- ins. Konsertmeistari SÍ leikur einleik í fíðlukonsert eftir Mendelssohn undir stjóm aðalhljómsveitarstjóra hljómsveitarinnar, Osmo Vánská. Eins og tónleikagestum mun kunn- ugt er Vánská á hraðri uppleið sem hljómsveitarstjóri, sér í lagi eftir að hann ásamt sinfóníuhljómsveit Lahti-borgar í Finnlandi hefur unn- ið til helstu verðlauna fyrir leik á geislaplötur. Guðný lauk einleikaraprófí frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, en þar var hún undir handleiðslu Osmo Vanska Björns Ólafssonar fyrsta konsert- meistara Sinfóníuhljómsveitarinn- ar. Síðar fór hún til Bandaríkjanna þar sem hún stundaði nám, fyrst í Eastman School of Music í Rochest- er og síðar í Julliard school of Music í New York, þaðan sem hún lauk meistaraprófi árið 1974. Það sama ár var hún ung að árum ráð- in konsertmeistari hjá Sinfóníu- hljómsveit Islands og hefur gegnt því starfí síðan. Guðný hefur víða komið við í tónlistarlífí íslendinga hin síðari ár. Auk þess að hafa oft leikið einleik með SÍ er hún mikilvirk í flutningi kammertónlistar; einnig er hún kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Fiðlukonsert Mendelssohn er einn vinsælasti fiðlukonsert sem um getur. Þó hann hafi verið fluttur oftar en aðrir fiðlukonsertar hér á landi er þetta í fyrsta sinn að hann heyrist í flutningi Guðnýjar á tón- Guðný Guðmundsdóttir leikum í Reykjavík, en hún hefur leikið hann í tónleikaferðum hljóm- sveitarinnar új: um land og á Græn- landi. Það má segja að tónverk Nielsen hafí ekki hlotið þá viðurkenningu sem skyldi fyrr en á sjöunda ára- tugnum og má þakka Leonard Bernstein þá vakningu, en hann hljóðritaði Sinfonia Espansiva árið 1965 og vakti sú upptaka mikla athygli. Um Sinfonia Espansiva, sem er þriðja sinfónía Nielsen, er það að segja að „hún fjallar um líf- ið sjálft og vöxt þess í mannlegri vitund". Hún skiptist í fjóra þætti og í lok annars kafla heyrist í tveim mannsröddum sem syngja sérhljóð- ið „a“ eins og til „að framkalla hina sælu paradísarkennd sálarinnar“. Þær raddir sem framkalla hina himnesku sælu eru raddir sópran- söngkonunnar Öldu Ingibergsdótt- ur og Sigurðar S. Steingrímssonar bariton. Skálað fyrir útkomunni Morgunbiaðið/Þorkeii SKÁLAÐ fyrir útkomu bókarinnar á útgáfuhátíð á sunnudaginn, þegar frú Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands hafði tekið við fyrsta eintakinu. Jafnframt var forseta Alþingis, Salóme Þorkelsdóttur, fé- lagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og forstöðumanni Kvennasögusafns íslands, Önnu Sigurðar- dóttur, afhent eintök af bókinni. Saga Kvenréttindafélags komin út SAGA Kvenréttindafélags ís- lands er komin út. Bókin ber heitið Veröld sem ég vil — saga Kvenréttindafélags Islands 1907-1992 og er skráð af Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi. Bókin skiptist í tíu kafla. Gerð er grein fyrir aðdraganda að stofn- un félagsins og fjallað um kvenfé- lögin sem störfuðu fyrir daga þess, appruna Bríetar Bjarnhéðinsdóttur stofnanda og fyrsta formanns fé- lagsins, kvennaframboðin og bar- áttuna fyrir kosningarétti kvenna. Fjallað er ítarlega um starfsemi félagsins allt fram til ársins 1992, um þátt kvenna í mótun velferðár- þjóðfélagsins, verkalýðsbaráttu, málefnum mæðra og barna, skatta- málum og áfram mætti telja. Enn- fremur er lýst alþjóðlegu samstarfi félagsins. 500 myndir í bókinni eru um 500 myndir valdar af Björgu Einarsdóttur rit- höfundi og hafa margar þeirra ekki birst áður opinberlega. Bókin er 512 blaðsíður að stærð í stóru broti og í viðaukum eru m.a. birtar skrár yfir stjórnir félags- ins frá upphafi, stjórnir Menningar- og minningarsjóðs kvenna, ritstjóra og ritnefndir 19. júní og konur sem setið hafa á Alþingi. Ennfremur fylgir myndaskrá og nafnaskrá. Elísabet Cochran auglýsinga- teiknari hannaði útlit bókarinnar og kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði bókina. Útgefandi er Kvenréttindafélag íslands og sér það jafnframt um dreifingu bókarinnar. Á útgáfuhátíð bókarinnar lék Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari, verk eftir Bach og Debussy. MENNING/LISTIR Myndlist Ása Björk Ólafs- dóttir sýnir hjá Sævari Ása Björk Ólafsdóttir sýnir steypta skúlptúra í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, frá 5. til 30. nóvember. Hún er fædd í Klakksvík í Færeyjum 28. apríl 1965 en er nú búsett í Reykja- vík. Ása Björk útskrifaðist frá skúlpt- úrdeild Myndlista- og handíðaskóla Is- lands 1992. Að baki á hún einnig nám við finnska og breska skóla í fatahönn- un. Hún er einnig tækniteiknari frá Iðnskólanum. Ása Björk stundar nú nám í kennslufræði við Háskóla Is- lands. Þetta er fyrsta einkasýning Ásu Bjarkar og ber hún heitið „Magda- lena“. Sýningin er opin á verslunar- tíma, á virkum dögum frá kl. 10-18 og á laugardögum frá kl. 10-14. Þrjár listakonur sýna í Gallerí Úmbru Ráðhildur Ingadóttir, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Sólveig Aðalsteins- dóttir munu opna sýningu í Gallerí Úmbru, í dag fimmtudaginn 4. nóvem- ber. Gallerí Úmbra er lítill sýningarsalur í Torfunni við Lækjargötu og var þessi samsýning sérstaklega unnin fyrir Ráðhildur Ingadóttir, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Sól- veig Aðalsteinsdóttir. þennan sýningarstað. Listakonumar þtjár hafa sótt menntun sína til Englands, Hollands og Bandaríkjanna auk íslands. Þær hafa allar haldið hér einkasýningar og tekið þátt í ýmsum samsýningum. Sýningin er opin þriðjudaga til laugar- daga kl. 13-18, og sunnudaga kl. 14-18. Lokað á mánudögum. Sýning- unni lýkur 24. nóvember. Tónlist Kynning á ásláttar- hljóðfærum í Norræna húsinu Tónleikar og kynning á ásláttar- hljóðfærum verður í fundarsal Nor- ræna hússins í dag, fimmtudaginn 4. nóvember kl. 14, en hér á landi eru staddir tveir ungir tönlistarmenn frá Norgi, þeir Dag Arild Espeseth og Trond Kopperud. Þeir eru á vegum Rikskonsertene í Noregi og hafa verið með kynningu á ásláttarhljóðfærum eða svokallað „slagverksted," í grunn- skólum Reykjavíkur þessa viku. Hér er um samvinnuverkefni að ræða milli Rikskonsertene í Norgei, Norðurlandahússins í Færeyjum og Norræna hússins. Sigurlín Sveinbjam- ardóttir skólaráðgjafi hefur haft um- sjón með þessu verkefni ásamt Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurum- dæmis. Fyrirhugað er að skólar um allt land fái að njóta slíkra heimsókna í framtíðinni. Dag Arild Espeseth slagverksleikari lauk tónlistar- og tónmenntakennara- prófi 1985. Hann hefur ieikið með _2msum hljómsveitum m.a. norsku út- varpshljómsveitinni, sinfóníuhljómsveit Þrándheims, leikhúsahljómsveitum og einnig hefur hann leikið í útvarpi og sjónvarpi. Þá hefur hann kennt hjá lúðrasveitum og á sumarnámskeiðum. Trond Kopperud er einnig slagverks- leikari og hlaut tónlistarmenntun sína við tónlistarskólann í Þrændalögum og iauk námi í tónmennt við sama skóla. Hann hefur leikið með sinfóníuhljóm- sveit Þrándheims, við leikhúsið í Þrændalögum og sem lausamaður í djass- og popptónlist. Hann hefur líka annast kennslu í tónmenntum við tón- listarskóla og framhaldsskóla. Utgáfubækur Hins ís- lenska bókmennta- félags og Hringskugga HIÐ íslenska bókmenntafélag er rótgróið forlag og helgar sig einkum útgáfu innlendra og erlendra fræða. Hringskuggar er félag höfunda sem leggur höfuðáherslu á skáldskap. Hið íslenska bókmenntafélag Nokkrar bækur Hins íslenska bókmenntafélags hafa komið út fyrr á árinu, meðal þeirra íslensk hómil- íubók og Handritaspegill. íslensk hómilíubók er meðal elstu rita á norrænni tungu, en hefur ekki fyrr verið aðgengileg. Texti bókar- innar er stólræður og hefur verið færður til nútímastafsetningar. Umsjón með útgáfunni höfðu Sigur- björn Einarsson biskup, Guðrún Kvaran og Gunnlaugur Ingólfsson. Handritaspegill er bók eftir Jónas Kristjánsson um ísjensk handrit og fornar bókmenntir íslendinga. í bók- inni er fjallað um sögu þjóðarinnar og menningu. Handritaspegill er einnig kominn í enskri þýðingu Jef- freys Cossers: Icelandic Manu- scripts. Sagas, History and Art. Hagkvæmni og réttlæti eftir Þor- vald Gylfason er framhald á Al- mannahagur og hagfræði, stjórnmál og menning. Höfundur fjallar í nýju bókinni um hagfræði og íslensk efnahagsmái í alþjóðlegu samhengi. í flokki Lærdómsrita bókmennta- félagsins er Um vináttuna eftir Marcus Tullius Cicero í þýðingu Margrétar Oddsdóttur og með inn- gangi eftir Svavar H. Svavarsson. Höfundurinn var einn helsti stjórn- mála- og ræðuskörungur Rómar- veldis. Áttunda bindið í Safni til iðnsögu íslendinga nefnist Fæða fryst. Saga kælitækni og er eftir Svein Þórðar- son. Jón Böðvarsson er ritstjóri safnsins. Þættir úr sögu vestrænnar menn- ingar. Fornöldin, er bók eftir þá Guðmund J. Guðmundsson og Ragn- ar Sigurðsson. Ritið er viðbót við eldri rit sem samin hafa verið um efnið og er fjallað um það frá sjónar- hóli íslendings. í Blekkingu trúarinnar eftir Sig- mund Freud eru tvær frægar rit- gerðir, önnur umdeild: Blekking trú- arinnar, prentuð fyrst 1927. Hin er Á líðandi stund, um stríð og dauða, rituð á árum fyrri heimsstyrjaldar. Siguijón Björnsson þýddi. Saga tímans eftir Stephen W. Hawking kemur í annarri útgáfu og hefur orðaskýringum verið fjölgað. Þýðing og skýringar eru verk Guð- mundar Arnlaugssonar, en inngang- ur er eftir Lárus Thorlacius. Mannanöfn á íslandi samkvæmt manntölum 1801 og 1845 eftir Bjöm Magnússon er ný bók í flokki Safns til sögu íslands og íslenskra bók- mennta, en ritröðin hefur komið út óreglulega síðan 1852. Hið íslenska bókmenntafélag gef- ur að auki út Skírni og Bókmennta- skrá Skírnis. Hringskuggar Fyrr á árinu gáfu Hringskuggar út Veraldir, safn finnskra hútíma- ljóða í þýðingu Lárusar Más Björns- sonar. Á næstunni kemur út bók eftir Matthías Johannessen, Um Jónas. Matthías hefur oft fjallað um Jónas Hallgrímsson og skáldskap hans, m.a. í erindum sem hann hélt í Há- skóla íslands nýlega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.